Vísir - 18.10.1974, Blaðsíða 6

Vísir - 18.10.1974, Blaðsíða 6
Vísir. Föstudagur 18. október 1974. £ VÍSIR Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: Fréttastjóri: Ritstjórnarfulltrúi: Fj-éttastj. erl. frétta: Auglýsingastjóri: Auglýsingar: Afgreiösla: Ritstjórn: Reykjaprent hf. Sveinn R. Eyjólfsson Jónas Kristjánsson Jón Birgir Pétursson Haukur Helgason Björn Bjarnason Skúli G. Jóhannesson Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Hverfisgötu 44. Simi 86611 Síðumúla 14. Slmi 86611. 7 linur Áskriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. t lausasölu 35 kr. eintakiö. Blaðaprent hf. Gerð kjarasamninga Fjölmörg verkalýðsfélög hafa nú sagt upp samningum sinum og ýmis þeirra sett fram kröf- ur. Ógerningur er að segja fyrir um, hversu langt félögin ætla að ganga eða hvort unnt verður að leysa þann vanda, sem af þessu kann að skapast án verkfalla og langvarandi kjaradeilna. Þau stjórnmálaöfl eru vissulega fyrir hendi, sem munu ekki hika við að reyna að beita verkalýðs- félögunum fyrir sig i þvi skyni að spilla fyrir rik- isstjórninni. Allir skynsamir menn hljóta þó að sjá að nauðsynlegt er að skapa á ný festu i efna- hagslifi landsins, áður en unnt er með nokkurri vissu að meta stöðuna með tilliti til nýrra kaup- krafna. Eftir kjaradeilurnar á liðnum vetri voru deiluaðilar sammála um, að i samningunum fór ýmislegt á annan veg en ætlað var. Ein af ástæð- unum fyrir þvi var að sjálfsögðu sú, að allt efna- hagskerfið var svo úr skorðum gengið, að menn gátu ekki áttað sig á raunverulegri stöðu sinni. Áður en samningar loks tókust i febrúar siðast- liðnum, höfðu viðræður deiluaðila staðið i um það bil fjóra mánuði. Engu siður gerðist það á loka- stigi viðræðnanna, að tæplega eitt hundrað verkalýðsfélög lýstu yfir allsherjarverkfalli, án þess að endanlega reyndi á, hvort semja mætti um almennar kauphækkanir. Þvi aðalmáli var ýtt til hliðar, á meðan samið var um sérkröfur. Segja má, að allsherjarverkfallið hafi orðið, af þvi að ekki samdist um erfiðustu sérkröfur ein- stakra félaga. Að loknum þessum löngu viðræðum voru deiluaðilar ekki einungis sammála um það, að efni samninganna væri annað en þeir hefðu kosið, þeir sáu einnig ýmsa vankanta á vinnubrögðun- um við gerð kjarasamninganna. Eitt af stefnumálum rikisstjórnar Geirs Hall- grimssonar er að taka vinnuaðferðir þær, sem beitt hefur verið við gerð kjarasamninga til skoðunar. Á nýlegum fundi Varðarfélagsins gerði dr. Gunnár Thoroddsen, iðnaðar- og félagsmála- ráðherra, þetta stefnumið stjórnarinnar að umræðuefni. Hann sagði það ætlun rikisstjórnar- innar að reyna allar samkomulagsleiðir i þessu máli, þannig að aðilar vinnumarkaðarins reyndu innbyrðis að koma sér saman um úrbætur. Rikis- valdið mundi veita þá aðstoð, sem nauðsynleg væri talin, en ákjósanlegast væri,að aðilar sjálfir hefðu frumkvæðið. } Ráðherrann drap á nokkur atriði, sem kæmu tvimælalaust til skoðunar i fyrstu atrennu. Þar á meðal skyldi athugað, hvort ekki væri rétt að koma þvi þannig fyrir, að ólikir starfshópar við sömu atvinnugrein byggju við jafnlangt samn- ingstimabil, svo að einn hópur gæti ekki stöðvað atvinnu annarra. Þá taldi hann æskilegt, að aðilar kæmu sér saman um launahlutfali milli einstakra vinnustétta, áður en þeir settust að samningum um kaup óg kjör. Með þvi yrði unnt að koma i veg fyrir óeðliega togstreitu milli ólikra stétta við samningaborðið. Augljóst er, að nauðsynlegt er að hraða skoðun þessara mála. Engin ástæða er til að láta hana dragast, þótt samningar séu nú lausir. Sú staðreynd ætti að hvetja aðila vinnumarkaðarins til að bæta vinnubrögðin við gerð kjarasamninga, svo að svipaðir atburðir og gerðust á liðnum vetri endurtaki sig ekki. —BB Pierre Salinger . & @jj m riö' Demokratar munu líklega velja einhvern óþekktan Pierre Salinger var á sinum tima blaöafulltrúi John Kenn- edys, Bandarikjaforseta. Frá þvi aö forsetinn var myrtur og Saiinger hætti störfum I Hvita húsinu, hefur hann einkum sinnt ritstörfum og m.a. gefiö út skáldsögu. Siöustu ár hefur hann ritaö i franska vikuritiö L’Express um bandarisk mái- efni. Salinger er búsettur I Paris. Hér á eftir birtist grein, sem hann ritaöi i L’Express i tiiefni af þvi, aö Edward Kennedy tilkynnti, aö hann ætlaöi ekki aö vera i framboöi til forseta i kosningunum 1976. Er tima Kennedy-fjöl- skyldunnar lokið? Hefur verið bundinn endi á sigurgöngu hennar og hörmungar, á það tima- bil aðdáunar, sem hún hefur notið i bandarisku stjórnmálalifi siðustu 15 ár? Fyrir skömmu lýsti Ted Kenn- edy, öldungadeildarþingmaður, þvi yfir I stórum danssal eins hótelanna I Boston, að hann hefði tekið „endanlega” ákvörðun um að gefa ekki kost á sér til forseta 1976 fyrir Demókrataflokkinn. Yngsti Kennedy-bróðirinn dró sig I hlé. Og vegna „fjölskyldu- ástæðna” eins og hann sagði. Er það ekki skiljanlegt? Hann ver miklu af tima sinum með elzta syni slnum, Edward yngra, sem er 12 ára og missti annan fótinn á siðasta ári vegna beinkrabba. Á liðnu sumri tók Kennedy son sinn með sér til Moskvu. Hann dvaldist með honum á frii á írlandi. Hann getur ekki og vill ekki yfirgefa þetta barn sitt, á meðan það þolir slikar þjáningar. Ekki má gleyma þvl, að kona hans Joan, sem er heilsutæp, hefur tvisvar sinnum verið i sjúkrahúsi á þessu ári. Hann hefur einnig siðferðileg- um skyldum að gegna gagnvart ellefu börnum Roberts, bróður sins, sem myrtur var 1968 — en að sögn alrikislögreglunnar, FBI, hefur þvi verið hótað, aö þeim verði rænt. Bandariska öryggis- gæzlan fékk nýlega fyrirmæli um að gæta sérstaklega fimm barn- anna, sem búa i nágrenni Boston. Hinir kaldhæðnu hafa auðvitað velt þvi fyrir sér, hvort ákvörðun Kennedys hafi ekki verið liður I stærri leik. Þeir hafa bent á það,_ að 1980 verði Ted aðeins 48 ára, jafngamall og Valery Giscard d’Estaing, Frakklandsforseti — prýðilegur aldur til að setjast I forsetaembætti. Það hafi i raun og veru verið Chappaquidick- slysið, þar sem ung stúlka drukknaði I bifreið, sem Ted ók, sem hafi eyðilagt allar vonir hans um að ná kjöri. Einkum eftir martröðina vegna Water- gate-hneysklisins. Um margra vikna skeið hafi blaðamenn frá . New York Times, vikuritinu Time og dagblaöinu Boston Globe dvalizt á slysstaðnum til að afla upplýsinga, sem gætu varpað skýrara ljósi á þennan dularfulla atburð. En öllum þeim, sem þekkja Ted vel, ber saman um, að þetta hafi ekki ráðið ákvörðun hans. Fjölskylduerfiðleikarnir réöu úrslitum. Og hvað gerist nú? Leiðin er opin fyrir alla, sem dreymir um að vera forsetaframbjóöandi demókrata 1976. Og raunar einnig þeim, sem aldrei hefur dreymt um það. Þeir geta loksins komið út úr skugganum. Spámennirnir i Washington — en þeir hafa oft haft rangt fyrir sér — telja tvo sigurstranglegasta I keppninni: Henry M. Jackson, öldungadeildarþingmann frá Washington-riki, og Walter Mon- dale, öldungadeildarþingmann frá Minnesota. Jackson er frjáls- lyndur i innanrikismálum og afturhaldssinni I utanrikismál- um. Hann hefur tvö tromp á hendi. Annars vegar verkalýðs- hreyfinguna — hún er jafn Ihalds- söm og hann I utanrlkismálum — sem mun veita honum stuðningá fyrsta stigi baráttunnar: I próf- kosningunum. Hins vegar samtök Gyðinga, sem fylkja sér um hann vegna baráttu hans I þágu sovézkra Gyðinga gegn ofurvaldi Kreml, þau munu tryggja, að hann verði ekki fjárvana I kosningabaráttunni. Mondale er geðfelldur maður og frjálslyndur. Hann vonar, að hann geti tekið upp merki Ted Kennedys og öðlazt fylgi hans. Alls ekki er vist, að þær vonir rætist. Hann hefur eytt kröftum sinum I það undanfariö ár að ferðast um landið þvert og endilangt án þess að vekja mikinn áhuga eða hrifningu. Sannast sagna er mjög liklegt að næsti frambjóðandi Demó- krata til setu I Hvita húsinu verði óþekktur maður. Með nútima fjarskiptatækni þarf hann ekki nema nokkra mánuði til að verða alkunnur frá ströndum Kyrrahafs til Atlantshafs. Ekki má gleyma þvi, aö allir utangarðsmenn geta dottið I lukkupottinn. Það er eink- um einn maöur, sem ástæða er til að fylgjast náið með: Hugh Carey, fulltrúadeildarmaður, 52 ára og tólf barna faðir. Hann var nýlega útnefndur frambjóðandi demókrata I rikisstjórastöðuna i New York. Það var snilldar- bragð, sem kom öllum á óvart, Edward Kennedy með syni sinum og nafna. — Salinger segir, að Kennedy verði málefnalegur leið- togi flokks sins I kosningunum 1976. Illlllllllll Umsjón: B. B. þvi að hann var ekki meðal þeirra, sem athyglin beindist að. Carey er ættaður frá Irlandi og var á sinum tima ákafur stuðningsmaður John Kennedys. Honum hefur nú tekizt að hljóta stuðning verkamanna og auðmanna, negra og Puertorik- ana. Ef hann nær kjöri I nóvember, sem er alls ekki ólik- legt, hefur hann stigið fyrsta skrefið. Segja má, að siðan 1932 hafi New York-rlki verið ákjósan- legasti stökkpallurinn inn I Hvita húsið. En allar áætlanir geta raskazt vegna afskipta „svarta sauðsins” innan flokksins: George Wallace, rlkisstjóra I Ala- bama. 1972 lamaðist hann vegna morðtilraunar, og menn töldu þá, að hann mundi aldrei framar láta stjórnmál til sln taka. Með ótrú- legum krafti hefur hann aftur hafið full störf og fer nú I kosningaferðalög I hjólastól sln- Wallace aflar sér auðveldlega vinsælda með þvi að ráðast kerfisbundið á stjórn- málamennina, dýrtiðina og skatt- , ana. Lýðskrum er þetta kallað, en hann fær samúð meðal almennings, sem hefur fengið nóg af Watergatehneyskli stjórn- málamannanna, og einnig meðal þeirra fjölmörgu, sem þola at- vinnuleysi vegna verðbólgunnar. Um þessar mundir er Wallace eini demókratinn, sem nýtur ákveðins fylgis, 20-25%. Það nægir honum til að setja öðrum stólinn fyrir dyrnar. Ted Kennedy hefði getað stöðvað hann og náð af honum fylgi verkamannanna. Hver kemur nú I hans stað? Ef til vill Hugh Carey. Þótt Ted Kennedy stefni ekki að Hvita húsinu, heldur hann áfram stjórnmálaafskiptum. Vegna þess hve hann hefur verið lengi á þingi, kemur það brátt I hans hlut að verða formaður dómsmála- nefndar öldungadeildarinnar, sem er eitt af áhrifamestu emb- ættum þingsins. 1 þvl sæti gæti hann oröið málefnalegur leiðtogi Demókrataflokksins og leitt hann I baráttunni 1976. Eftir að Gerald Ford, forseti, náðaði Richard Nixon og brást það með mörgum I sinum röðum, eygja demókratar nýja von. Og þótt ýmsum þeirra hafi þótt erfittað lifa með Kennedy-bræðjr- unum, hafa þeir gert sér grein fyrir þvi, að þeir verða einnig að lifa án þeirra. um. Hugh Carey, fulltrúadeildarmaður, með syni sinum á kosningafundi. — Salinger telur Carey liklegan forsetaframbjóöanda.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.