Vísir - 26.10.1974, Blaðsíða 2

Vísir - 26.10.1974, Blaðsíða 2
2 Vísir. Laugardagur 26. október 1974. visissm'- Attu sparneytinn bíl? Garftar Sveinn Árnason, fram- kvæmdastjóri Alþýðufiokksins: — Jú, til þess að gera. Ég á fólks- vagn sem eyðir nú engu ofsalegu, þótt hann sé ef til vill ekki spar- neytinn miðað við stærð. Ég keyri svona 300 kilómetra á viku og kaupi á hann á föstudögum. Friðrik ólafsson, skákmaður: — Nei, minn eyðir sennilega 20 litr- um á hundraðið. En ég keypti bil- inn áður en bensinið hækkaði svona mikið. Nú, svo er lika hægt að spara bilnotkunina. Gisli Ilalldórsson, slmvirki: — Nei, ég er nú ekki með sparneyt- inn bil. Minn eyðir svona 13-17 litrum á hundraðið. Það vill verða dálitið stór biti, þegar bensin- verðið er orðið svona hátt. Bragi Þórarinsson, verkstjóri: — Minn bill er nú ekki sparneytinn. Hann eyðir sennilega 17 á hundraðið. Ég þarf bara á þess- um bil að halda vegna vinnu minnar. Jén Sigurðsson, húsvörftur: — Nei, það á ég nú ekki. Ég á Willys 46 módelið. Þó eyðir hann ekki meira en 16 á hundraðið, enda er vélin nýupptekin. Þessi bill hefur bara reynzt mér það vel að ég hef ekki viljað skipta. Magnús Skarphéðinsson, nætur- vörftur. — Já, mjög svo. Ég er á Datsun disil og það munar mig um 200 þúsund krónur á ári nú oröið að aka á honum i staðinn fyrir bilinn, sem ég átti áður. Ég fylli tankinn einu sinni I viku fyrir 1000 og ek allt aö 1000 kilómetra fyrir. LESENDUR HAFA ORÐIÐ Vill ekki bönn Pétur Pétursson hringdi: ,,Ég er á móti tillögu „Magnúsar”, sem skrifaði i blaðið og mæltist til þess að kvikmyndin „The Exorcist” yrði ekki sýnd hérna. Þessi mynd er nefnilega alveg frábær. Hún er mjög vel leikin og finnst mér að stúlkan, sem haldin er illum anda, hefði átt að fá óskarsverðlaun fyrir leik Ég sá þessa mynd i Banda- rikjunum og varð þá hrifinn af henni. Að visu skal ég viður- kenna að hún er dálitið óhugnanleg. En ef það á að banna að sýna myndina hér, er það skerðing á persónufrelsi. Ég legg bara til, að þeir sem ekki vilja sjá myndina, sitji heima.” „Sýníð sœringa- meistarann"! Páll Danielsson skrifar: „Alveg varð ég hneykslaður er ég las Visi áðan. Þarna hafði einhver Magnús sig að fifli, er hann var að væla yfir að myndin „The Exorcist” yrði sýnd hér. Aumingja manninum er vorkunn. Ef hann ekki getur horft á svona myndir, án þess að verða veikur, þá á hann ekki að fara á bió, þegar svona myndir eru sýndar. Mynd þessi heíur það mikið verið rædd hér i fjölmiðlum, að allir ættu að vita um hvað hún fjallar. Hverjum manni er i sjálfsvald sett hvort hann fer á bió eður ei. Myndina þyrfti ekki að banna nema börnum undir 16 ára aldri. Aðrir ættu að þola hana, nema taugaveiklað og hjart- veiktfólk, sem ekki þarfaðfara á þessa mynd. Ekki veit ég hvenær Magnús þessi hætti að trúa á drauga, og hver er kominn til með að segja að fólk, sem fer að sjá myndina, fari al- mennt trúa á drauga. Auk þess eru trúmál einkamál fólks, sem enginn ætti að sletta sér inn i. Vona að Austurbæjarbíó sýni myndina.” Linda Blair — lék stúlkuna, sem djöfullinn tekur sér bólfestu f. Þegar hún sá myndina i fyrsta sinn, leið yfir hana af hryllingi. Hér á undan fer sýnis- horn af viðbrögðum les- enda við lesendabréfi sem birtist hér á síðunni á miðvikudag. Er fróðlegt að fá fram skoðanir manna á hinni umdeildu kvikmynd, sem nú er væntanleg til landsins innan skamms. Til gamans viljum við segja Pétri, sem skrifar annað bréfanna hér að ofan, frá þvi, að Linda Blair, sem fór með hlut- verk litiu stúlkunnar i „The Exorcist”, fékk aidrei að sjá framan I sjálfa sig eftir að hún hafði verift förðuð fyrir kvikmyndatöku. Hún fékk hins vegar að vera við frumsýningu myndar- innar, — og þrátt fyrir að hún væri manna bezt kunnug öllum brellunum á bak við myndatökuna, Ieift yfir hana, þegar hinar óhugnaniegri senur hóf- ust.... KVIKMNDAEFTIRUTIÐ BANNAR EKKI MNDIR Erlendur Vilhjálmsson, sem er I kvikmyndaeftiriitinu, hafði samband við blaðið: „Ég vil gera athugasemd við þærröngu hugmyndir sem fram hafa komið i blaðinu um hlut- verk kvikmyndaeftirlitsins. Kvikmyndaeftirlitið starfar eftir lögum um vernd barna og ungmenna upp að 16 ára aldri. Hlutverk eftirlitsins er að ákveða hvort myndir teljist sýningarhæfar fyrir börn og unglinga undir þeim aldri. Þetta er eina hlutverk okkar, og við ráðum ekki hvað sýnt er fyrir fullorðið fólk. Ef hins vegar er um klám að ræða I kvikmynd þá er okkur uppálagtað benda lögreglunni á það. Fulltrúar lögreglunnar geta þá séð myndina og sagt kvikmyndahúsinu, hvort það yrði kært, ef myndin yrði sýnd. En það má sem sagt sýna hvaða mynd sem er hérlendis, ef hún telst ekki brjóta i bága við löggjöf um klám.” ORETTLÆTI I NOTKUN GISTISKÝLIS Jón Þorgeir Guðmundsson hringdi: „Mig langar til þess að minnast aðeins á gistiskýlið i Þingholtsstræti, sem ætlað er mönnum sem hvergi eiga heima. Ég hef gist þar nótt og nótt vegna húsnæðisleysis. Þarna eru tveir vaktmenn starfandi. Þeir sýna mikla smásmugu- semi við að visa öllum frá, sem koma aðeins undir áhrifum til þess að fá húsaskjól. Þarna eru 14 rúm, en oftast gista þarna ekki nema 5 til 8 menn á nóttu. Hinir, sem eru svo ólánssamir að hafa verið undir áhrifum, ganga svo úti alla nóttina, kaldir, svangir og sjúkir. Þetta finnst mér ekki réttlátt. Mér finnst, að bæjaryfirvöld ættu að kippa þessu i lag með þvi að hafa opinn stað fyrir hvern sem er, sama I hvaða ásigkomulagi hann er. Eða þá að útvega mönnum pláss á öðrum stöðum, t.d. Gunnars- holti. Og ef þetta eru sjúklingar,þá að setja þá á spitala.” // Drápsfögnuður // Einar Karlsson skrifar: VEGNA ómaklegra árása séra Areliusar Nielssonar á skotvopn, sem birtust i Visi sl. fimmtudag: Grein séra Áreliusar var byggð þannig upp að fyrst kom hann með nokkur dæmi um mis- notkun á skotvopnum og dró af þvi þær ályktanir, að banna ætti almenningi að eignast slika hluti. Slíkar röksemdir eru að minu áliti gjörsamlega út I hött. Það hefir lengi viljað brenna við, þegar fregnir berast af ýmsum óhæfuverkum, sem fram- kvæmdar eru með skotvopnum, að skuldinni er skellt á skotvopn almennt. En I raun og veru skiptir verkfærið alls ekki neinu máli, þ.e. hvort um er að ræða byssu,- hnif, kylfu, kjöthamar eða einhvern annan hlut sem nota á til likamsmeiðinga, morð- eða sjálfsmorðstilrauna. Það er alltaf sá eða sú sem stjórnar verkfærinu sem ræður hvort illt hlýzt af eða ekki. En nú erum við komin að spurningunni: Höfum við eitt- hvaö við skotvopn að gera? Ekki getum við bannað notkun á hnifum, kjöthömrum o.fl. þvi við verðum að skera brauðið okkar, lemja steikina o.s.frv., jafnvel þó einn og einn freistist til að nota slik áhöld til manns- morða og annarra likamsmeið- inga. Já, höfum viö eitthvað við skotvopn að gera? Aður en lengra er haldið vil ég greina notkun skotvopna I tvo meginþætti. 1 fyrsta lagi er um að ræöa markskyttiri, þar sem menn skjóta i mark, og hins vegar veiðimennsku. Það eru margir sem dá þá iþrótt að skjóta i mark, enda krefst slikt mikillar æfingar og góðra áhalda ef árangur á aö nást svo vel sé. Finnst mönnum það eitthvert réttlæti að banna okkur, sem stundum þessa iþrótt, að njóta hennar, aðeins vegna þess að örfáir menn, annaðhvort hreinir illvirkjar eða eitthvað truflaðir, misnota skotvopn. Slikf finnst mér i hæsta máta fáránlegt. Þá held ég við ættum fyrr að banna notkun bifreiða þar sem þær valda dauða margfalt fleiri heldur en skotvopn. En auðvitað er sá möguleiki alveg jafnfrá- leitur. En nú kann einhver að spyrja, hvers vegna I ósköpunum nokk- ur geti haft af þvi ánægju að skjóta byssukúlu einhverja ákveðna vegalengd og reyna að láta hana lenda I miðpunkt á pappirsblaði. Þessu myndi ég | svara með annarri spurningu. Hvernig I ósköpunum getur nokkur haft ánægju af þvi að lyfta einhverjum fjölda af kiló- um upp fyrir höfuð sitt, eða hvers vegna eru 22 menn inni i afmörkuðum rétthyrningi, hlaupandi á eftir knetti, reyn- andi að koma honum inn i mark. Og að ég tali nú ekki um þá sem hlaupa um grasvelli með kylfu i hönd og reyna að koma kúluof- an i holu i sem fæstum höggum. Vegna þess að þetta eru iþróttir. iþróttir sem krefjast æfinga, leikni og kunnáttu. íþróttir sem margir nota tóm stundir sinar til að stunda. Og þar á skotiþróttin sinn tilveru- rétt eins og aðrar iþróttir. Nú ætla ég að leyfa mér að birta smá tilvitnun i bréf séra Areliusar: „Eru nokkrar rjúpur sem falla fyrir skotgleði, öðru nafni DRAPSFÖGNUÐI (lbr. min) nokkurra manna, sem læðast um I litadýrð haustsins, þess virði að þessi plága (þ.e. skot- vopn) sé lögð á landsfólkið.” önnur eins hræsni og felst I þessum fáu orðum séra Árelius- ar er áreiðanlega vandfundin. Ætli það hafi ekki einhvern tima legið á diski prestsins fiskur sem einhver ótuktarlegur og lævis fiskimaður hefur lætt öngli upp i, eða lamb, sem einhver „drápsfagnandi” slátrari hefir aflifaö. Aður en presturinn lætur slikt oröagjálfur renna fram úr penna sinum ætti hann að ihuga að öll lifskeðja náttúrunnar byggist á þvi að einn drepi annan sér til lifsviðurværis. Og hvort fuglinn sem drepinn er til matar er ali- fugl eða villtur fugl, þar sé ég engan mismun á. En aftur á móti sér presturinn greinilega mikinn mun þar á. Skoðun min er sú að það leysi engan vanda að banna skot- vopn. Er það ekki heilbrigðari lausn á vandanum I sambandi við misnotkun á skotvopnum að efla starfsaðstöðu þeirra sem eiga að lækna fólk sem á einhvern hátt er þannig truflað á sinni að það fremur ýmis óhæfuverk vegna sjúkleika sins? Þar er ég viss um að séra Arelius er sammála mér. Við skulum öll ráðast að sjálfu meininu, en ekki einhverju áhaldi, sem þegar öllu er á botn- inn hvolt kemur kjarna málsins ekki vitund við.”

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.