Vísir - 26.10.1974, Blaðsíða 3

Vísir - 26.10.1974, Blaðsíða 3
Vísir. Laugardagur 26. október 1974. 3 SVERRIR SKORAR Á HÓLM „Ég var ab koma ibæinn og hef ekki haft tioía til ab iindirbúa vib- eigandi sváí vib ffétt Visis um vegagerö taina% Kjalarnesi. En ég segi bara aö sá blær bezt, sem siöast hítér.t* sagði Sverrir Runólfsson vegageröarmaöur, er hann hringdi i VIsi I gærkvöldi. „Ég hef tekiö allt meö i reikninginn, nema svikin loforö og vinnusvik,” segir Sverrir. „En ég skora hvern sem er á hólm aö ræöa vegamál á islandi opinber- lega. Ég held lika, aö almenningur eigi aö fá aö vita, aö Páll Hannes- son er formaður verktaka- félagsins.” -SH Danski gestvrim hvarf með málverk undir Það getur stundum veriö hættulegt aö vera of gestrisinn. Fyrir þrem dögum bankaöi ung kona, prúöbúin og glæsiieg, upp á hjá manni nokkrum viö Laufásveginn. Hún virtist illa haldinog baö hann á reiprenn- andi dönsku aö bjarga sér um eitt vatnsglas. Maðurinn fylgdi konunni inn i stofu, þar sem henni virtist liða mjög iila, en fór sjáifur fram í eldhús og skrúfaöi frá krana. Þegar hann er að láta renna i gias heyrir hann eitthvert skrjáf frammi og sér að konan er að reyna áö komast út. Haön spyr hana, hvort hún sé að f^ra, og fær þaö svar, a6 lpftiö -Jsé svo þungt. i Íbúöinni. Hún Viíji fá hreint loít. Slöan er hiin horíin, og þegar húsráðandi gengur inri i stofu, sér hann aö lltið málverk, sem hangiö haföi þar á yeggrium er horfiö. Maðurinn man nú eftir þvi, að konan haföi spurt hann þegar hún kom inn i stofuna, hvort hann ætti ekki málverk eftir Kjarval. Hann stekkur þvi út á eftir konunni. Honum reynist erfitt að fylgja henni eftir, þar sem hún hleypur hratt á flóttanum meö mál- verkiö uridir hendi og húsráöandinn aöeins á inniskón- um. Hann sér nú aö mennta- skólastrákar koma á móti þeim, svo hann kallar til þeirra aö stööva konuna. Þeir gera það, og þegar maöúrinn kemur aö, tekur hann málverkið sitt til baka, en lætur konuna fara. Hún hafði þó sagt manninum, I hvaöa húsi hún héldi til niðri i miöbæ, svo hann fer þangað næsta dag og hittir fyrir stúlkuna. Hann hóar i lög- regluþjóri utan af gotu og segir '&ónum SQgúna. Þár með var ffigreglan;;kömiri | máliö. ~ Viö ranrisökn koiri i ljós, aö ,stúlkan hafði fleira á samvizkúnni. Hún hafði stundaö búöahnupl, en ekki mun verð- mæti þess varnings þó vera neitt gifurlegt. Einnig kom i ljós aö danskan hennar var engin uppgerö, þvi stúlkan er dönsk aö þjóöerni. Rannsókn málsins stendur enn hjá rannsóknarlögreglunni, en lýkur væntanlega um helgina. -JB OG LESNIR SÁLMARNIR LEIKNIR, SUNGNIR Ágústsson og hafa aðeins einu sinni verið fluttir áður, á lista- hátiö 1970. Eru þeir samdir við sálma Matthiasar Johannessen og les skáldið þá á milli þátta. Tónleikar þessir eru hinir fyrstu af fjórum, sem Kammer- sveit Reykjavikur mun halda i vetur, og verða þeir allir siödegis á sunnudögum I sal Menntaskólans við Hamrahliö. Askriftarkort að öllum tón- leikunum kosta 1200 krónur og eru seld i Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar og við innganginn. Einnig verður seld- ur aðgangur að hverjum tón- leikum fyrir sig. -SH Félagar I Kammersveit Reykjavikur, taliö frá vinstri: Rut Ingólfsdóttir, fiöla, Pétur Þorvaldsson, selló, Siguröur Markússon, fagot, Lárus Sveinsson, trompet, Gunnar Egilson, klarinet. „Sálmar á atómöld” veröa meöal efnis á fyrstu vetrartón- leikunum, en þá heldur hin nýstofnaöa Kammersveit Reykjavikur á sunnudaginn i sal Menntaskólans viö Hamra- hlíð. Þetta eru aðrir tónleikar kammersveitarinnar, en við þá fyrri komust færri að en vildu. Sveitina skipa að jafnaði 10-15 hljóöfæraleikarar, en auk henn- ar koma fram valinkunnir einleikarar og einsöngvarar. Aö þessu sinni verður einsöngvari á tónleikunum Ruth L. Magnússon,og tekur hún þátt i flutningi fyrrnefndra sálma, en þeir eru eftir Herbert H. Hús brann til kaldra kola VEITINGAHÚS ÚTI Á LANDI í VETRARKRÖGGUM *s- Hreöa vatnsskáli mun loka fyrsta nóvember næstkomandi, eins og áöur hefur komið fram, og hafa lokaö yfir vetrarmánuöina. Fleiri greiöasölustaöir úti á landi hafa átt ierfiöleikum meö aö hafa opiö yfir vetrartimann, og aö loknu þingi Sambands veitinga- og gistihúsaeigenda fyrr i vikunni héldu veitingamenn utan af landi aukafund um þessi mál. Á þessum fundi geröu veitinga- mennirnir ályktun I fjórum liðum og höföu hliösjón af þingsályktun frá sföasta þingi, þar sem gert er ráö fyrir könnun á stööu veitinga- húsa úti um land. Alyktanir veit- ingamannanna eru þessar: 1. Gerð veröi úttekt á, hvaða staöi væri nauösynlegt aö starf- rækja yfir vetrarmánuöina. 2. Þeim stööum, sem teljast nauösynlegir vegna umferðar, veröi gert kleift að starfa meö styrk frá opinberum aðilum, enda leggi þeir fram gögn þar aö lút- andi. 3. Lánastarfsemi verði endur- skoöuö. Gengistryggöum og visi- tölutryggðum lánum veröi breytt I viöráöanleg lán. 5. Athuga um óeölilega sam- keppni i sumarrekstri frá hendi hins opinbera og annarra aðila. Meö 5. liö er átt yiö Edduhótel- in, orlofsheimili og veiöiklúbba, sem veitingamenn telja hafa betri aöstööu og jafnvel ivilnanir fram yfir þá. Viö þetta má svo bæta, aö veit- ingamenn almennt eru óánægðir meö bensin- og oliusölu, sem þeir „Sambandsstjórn harmar að einstakir höfundar eða litlir hópar höfunda skuli fjalla um þessi mál af takmarkaðri þekk- ingu á málavöxtum og i æsifrétta- stii, I stað þess að leggja málin fyrir til umræðu og upplýsingar i rithöfundasamtökunum”, segir i frétt frá stjórn ' Rithöfundasam- bands isiands. Stjórnin vill að marggefnu til- efni taka það fram, að umræður þær, sem farið hafa fram i fjöl- miðlum að undanförnu um þókn- un til höfunda fyrir bækur i al- telja illa að staðið gagnvart þeim og erfitt að stunda. „Viö gerum þaö ekki með glöðu geöi aö loka á fólk sem hefur ver- iö viöskiptavinir okkar svo árum skiptir”, sagöi Leópold Jóhannes- son veitingamaöur i Hreðavatns- skála. „En þetta er óhjákvæmi- legt viö óbreyttar aðstæöur og heföi kannski þurft aö gera fyrr. Hvað við ætlum þá að gera i vetur? Sofa og hvila okkur — af mikilli nauðsyn”. —SH menningsbókasöfnum, söluskatt og fleira, eru að öllu leyti óvið- komandi Rithöfundasambandi Is- lands, og að álits þess hefur ekki verið leitað. „Sambandið er hið eina stéttarfélag rithöfunda og fjallar sem slikt um öll þeirra hagsmuna- og kjaramál”. Virðist svo sem ósk útgefenda um niðurfellingu söluskatts og ályktun Félags islenzkra rithöf- unda um láglaun höfunda dragi nokkurn dilk á eftir sér. Rithöf- undar hafa með sér þrjú félög, en sameinast i Ritriofundasambandi Islands. — SH tbúöarhús brann tii kaldra kola norður á Þórshöfn i gærdag. Hjón ásamt þreniur uppkomnum börn- um sinum bjuggu i húsinu. Þau komust öli út úr húsinu. Húsiö er gjörsamlega ónýtt eft- ir brunann. Innbú var allt fremur lágt vátryggt. Talið er aö kviknaö hafi I út frá kyndingu. — ÓH Framlengja sýninguna Dönsku hjónin Helga og Bent Exner, sem haldið hafa sýningu i Norræna húsinu á smiðisgripum sinum úr gulli og silfri, ætla að framlengja sýninguna um tvo daga. Langar þau að dveljast aö- eins lengur á Islandi og ætla að nota timann til að keyra upp um fjöll og firnindi i leit að Islenzkum steinum, sem þau hyggjast nota i listaverk sin. Sýningin verður opin á laugardag og sunnudag milli kl. 14 og 19. Sjötugur fyrír bfl Sjötugur maður varö fyrir bil um hálf-áttaleytið i gærmorgun á Frikirkjuveginum á móts viö Hljómskálann. Maðurinn var að fara yfir götu. en lenti þá fyrir bil með þeim af- leiðingum að hann skall i götuna. Maðurinn hlaut ökklabrot og slas- aðist á höfði. Honum blæddi mikið á slysstað.enásjúkrahúsinu i gær kvöídi var liðan hans sögð góð. Billinn, sem maðurinn lenti fyr- ir. skemmdist nokkuð og meðal annars brotnaði framrúða. —JB KIWANISLYKILLINN • • TIL SOLU Ef barið verður að dyrum hjá þér er eins vist, að þar sé verið að bjóða iykilinn þeirra Kiwan- ismanna, en hann verður seldur sem brjóstnæla fyrir 100 krónur, og þvi fé, sem safnast á þennan hátt, verður varið i þágu geð- sjúkra hér á landi. Fjársöfnun þessi er til að minnast þess, að Kiwanishreyf- ingin hér á landi veröur 10 ára um þessar mundir. —SH Stjórn Rithöfundasambands íslands: Telur fjallað um kjaramál höfunda af lítilli þekkingu

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.