Vísir - 26.10.1974, Blaðsíða 6

Vísir - 26.10.1974, Blaðsíða 6
6 Vísir. Laugardagur 26. október 1974. VÍSIR Ctgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiösia:' Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Sfðumúla 14. Simi 86611. 7 llnur Askriftargjald 600 kr. á mánuði innanlands. t lausasölu 35 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Við Nýfundnalendingar? „Ef maður missti kú sina, vænti hann þess, að þingmaður kjördæmisins sæi um, að rikisstjórnin útvegaði honum aðra. Ef þorpsbryggjan niddist niður, var þess vænzt af þingmanninum, að rikis- stjórnin útvegaði fé til að borga þorpsbúum fyrir viðgerðina. Efnið til viðgerðarinnar var við höndina, bryggjuskorturinn mjög tilfinnanlegur og viðgerðin aðeins fárra klukkustunda verk fyrir nokkra áhugasama menn. Samt héldu menn að sér höndum og vildu heldur sjá bryggjuna hrynja i hafið en gera við hana án opinberrar þókn- unar.” Þessi kafli er úr opinberri skýrslu frá árinu 1933 um ástandið á Nýfundnalandi árið áður, þegar stjórnin á eynni gafst upp á þvi að halda uppi sjálfstæðu samveldisriki og bað um, að landið yrði gert að brezkri nýlendu. Við þeirri ósk var orðið og skömmu siðar var eyjan innlimuð i Kanada. Nýfundnalandi svipar um margt til Islands. Það er stór eyja i Norður-Atlantshafi, byggð af- komendum brezkra landnema, nokkrum hundr- uðum þúsunda manna, sem lifa aðallega á fisk- veiðum og fiskvinnslu. Landið er fremur hrjóstrugt, en ekki eins hrjóstrugt og ísland. En Nýfundnalendingar beygðu sig fyrir erfið- leikunum og gáfust upp á þvi að vera sjálfstæð þjóð. Sömu áratugi voru Islendingar að sigrast á erfiðleikum sinum og vinna að stofnun sjálfstæðs rikis i landi sinu. Enda treystu feður okkar og afar meira á sjálfa sig en rikið. Þeir biðu ekki með hendur i skauti eftir þvi, að rikið sæi þeim fyrir framfærslu. Á Nýfundnalandi hafði skapazt sú venja, að rikið átti alls staðar að hlaupa til hjálpar, ef ein- hverjir erfiðleikar steðjuðu að. Smám saman vöndust menn af framtaki og fóru að heimta allt af rikinu. Ef aflahlutur var of litill, átti rikið að borga mismuninn. Ef einhvern vantaði fiskibát, átti rikið þvi sem næst að gefa honum bátinn. Enginn vildi neitt á sig leggja. Þetta endaði með þvi, að rikið varð gjaldþrota og leitaði á náðir Breta. En eru Islendingar nútimans jafnsjálfstæðir og feður þeirra og afar? Hefur ekki velferðarþjóð- félagið smám saman verið að breyta okkur i Nýfundnalendinga? Margir eru orðnir svo vanir velsældinni, að þeir geta ekki hugsað sér neitt lát á henni. Þeir telja sig ekki þurfa að axla neinar byrðar, þótt atvinnuvegirnir, rikið, sveitarfélögin og opinberir sjóðir hafi i sumar og haust rambað á barmi gjaldþrots. Með mörgum samtvinnuðum aðgerðum hefur rikisstjórninni tekizt að hindra hrunið án þess að skerða lifskjör þjóðarinnar neitt að ráði. En leiðtogar verkalýðsfélaga hafa samt sagt samningum lausum og hyggjast sumir hverjir reyna að afla þeirra peninga sem hvergi eru til, með þvi að stofna til verkfalla. Ef sú afstaða hefur hljómgrunn, má þjóðin vissulega fara að vara sig á fordæmi Nýfundna- lendinga. Efnahagslegt sjálfstæði vinnst ekki i eitt skipti fyrir öll. Þvi verður stöðugt að halda við, ef það á ekki að glatast. Það dugir ekki til lengdar að ætlast til að fá hagþróunina fyrir- hafnarlitið upp i hendurnar. Ef bryggjan brestur, verða menn sjálfir að taka til höndum. -JK MORÐ- , SVEITIN I BRAZILÍU Myllur guðs mala seint en mala þó. -r Það fyrra á lika við um rétt- visina i Braziliu, en Braziliumönnum sjálf- um hefur þótt vafasamt, hvort það siðara ætti jafnvel við, þegar ann- ars vegar er hin ill- ræmda „Morðsveit”. Hefur enda armur lag- anna verið óvenjustutt- ur, þegar hann hefur teygt sig i raðir hennar. Loks núna sýnist þó ætla að teygjast ögn úr honum til þessar- ar áttar. Nýlegar handtökur hafa höggvið nokkurt skarð i þennan óhugnanlega flokk, sem sagður er skipaður lögreglumönnum. Eiga þeir að hafa stundað flokksstarf- ið, þegar þeir ganga ekki vaktir við sín daglegu löggæzlustörf. — Flokksstarfið hefur verið fólgið i þvi að myrða á þriðja þúsund smáglæpamenn á siðustu átta ár- um. Handtökur þessar hafa leitt i ljós, að minnsta kosti i nokkrum tilvikum, að lögreglumenn i „Morðsveitinni” eru kirfilega fíæktir i net afbrotaheimsins og fórnarlömb þeirra hafa öllu frek- ar látið lifið vegna átaka milli striðandi afla i undirheimum en vegna hugsjónar þessara „krossfara”, eins og „Morð- sveitar”menn hafa reynt að dylja sig á bak við. Nýjasta framvinda þessa máls varð á miðvikudagskvöld núna i vikunni, þegar dómari einn i Sao Paulo fyrirskipaði handtöku eins af æðstu mönnum i öryggislög- reglu Braziliu. Afleiðingar þeirr- ar handtöku verða naumast lang- varandi, eftir þvi sem lögfróðir menn i Braziliu telja. Sergio Apanhos Fleury lögreglustjóri verður að öllum likindum strax látinn laus og látinn gegna emb- ætti sinu óáreittur, meðan málið er i athugun. Sami dómari lét einnig hand- taka háttsettan mann i lögreglu- liði Sao Paulo og tólf lögreglufor- ingja. — Til þess að gæta fyllsta öryggis var herlögreglan látin standa vörð um réttarsalinn, meðan dómarinn gaf út hand- tökuskipanirnar. Braziliumenn taka þessum að- gerðum yfirvalda gegn „Morð- sveitinni” með ró og segjast geyma fögnuðinn, þar til þeir fái að sjá, hvaða árangur næst. Þeir hafa nefnilega fyrr séð skorna upp herör gegn „Morðsveitinni”. Það hefur allt endað með þvi að dyr að fangaklefum hafa opnazt með dularfullum hætti fyrir dæmdum félögum úr „Morðsveit- inni”, málin hafa verið tekin af áköfustu fulltrúum saksóknara rikisins og aðalvitni saksóknar- ans hafa beðið óvænt minnistap eða jafnvel horfið sporlaust. Komið hefur lika fyrir, að einn ög einn sakborningur, sem sýndist margsannur að sök, var sýknaður mjög óvænt. Eitt af nýrri dæmunum um að- gerðir þess opinbera var hand- taka fyrrverandi rannsóknar- manns lögregluliðsins i Sao Paulo. Sá heitir Ademar Augusto de Oliveira, en gælunefndur „Fininho”, sem þýðir magri. Fininho hefur setið á sakabekk i fjórtán réttarhöldum útaf tuttugu morðum. — Hann hefur setið i gæziuvarðhaldi fyrr. En árið 1971 gekk hann óhindraður út úr aðai- stöðvum lögreglunnar, þar sem hann hafði verið hafður f haldi. Eftir það virtist hann um tima iimiiimi UMSJÓN: G. P. vera algerlega ósýnilegur lög- regluspæjurunum, sem „voru á hælum honum”, meðan allir i Sao Pauio vissu hvar hann var að finna allan timann. Var hægt að ganga að honum visum i ein- hverjum næturklúbbnum, þar sem hann var fastagestur — nema hann væri þá einhvers stað- ar vant við látinn i viðtali við ein- hvern blaðamanninn. En Fininho var ólatur við að veita blaða- mönnum viðtöl. Lék hann þannig lausum hala allan timann sem hann átti að heita eftirlýstur af lögreglu Sao Paulo. Samkvæmt upplýsingum, sem dómsmálaráðuneytið telur sig sitja með, þá mun tylft lögreglu- manna hafa átt fundi með Fininho þessi þrjú ár, sem hann var „ófinnanlegur”. Ekki svo að skilja, að Fininho hefði varið þessum tima i tómt málæði. Siður en svo. A meðan skipulagði hann eiturlyf jasmygl, „trygginga- starfsemi” sem falin var i þvi, að hann seldi hinum og þessum aðil- um tryggingu, en viðkomandi urðu undantekningarlaust fyrir einhverju alvarlegu óhappi, ef þeir keyptu ekki. Bilasmygl yfir landamærin til Paraguay var lika meðal þess, sem Fininho tók sér fyrir hendur, svo að eitthvað sé tint til um athafnasemi hans. Eitt af helztu blöðum Sao Paulo hélt þvi fram, að Fininho hefði vitað of mikið til þess að hægt hefði verið að hreyfa við honum. Það var óttazt, að hann mundi koma upp um fleiri lögreglu- menn, ef hróflað yrði við honum. Þvi gekk hann svo lengi laus. „Margir lögreglumenn lögðu sig fram við að tryggja frelsi hans og hindra, að hann yrði handtek- inn af herlögreglunni, sem var staðráðin i þvi að koma honum aftur i fangelsið,” skrifar sama blað. En nýlega eignaðist Sao Paulo nýjan lögreglustjóra, Antonio Eramo Dias höfuðsmann, sem einsetti sér að handtaka Fininho og bæta ráð lögregluliðs borgar- innar, sem hafði orðið ofboðslegt óorð á sér. Fyrirmælin voru veitt. Taka skyldi Fininho. Senn heyrð- ist hvisl um, hvar mætti finna hann. Fininho var handtekinn i banka einum i Sao Paulo. „Þessi handtaka sannar, að það eru til góðir lögreglumenn,” sagði Dias höfuðsmaður hróðugur við blaðamenn. — Og i þetta sinn hefur Fininho haldist inni á bak við lás og slá. 1 annan stað varð „Morðsveit- in” fyrir áfalli, þegar æðstráð- andi hennar i Bahia, Manoel Quadros Chavez, fyrrum lög- reglufulltrúi, var handtekinn. Þó slapp hann með aðeins tveggja ára og sjö mánaða fangelsisdóm fyrir að hafa gefið fyrirmæli um að grafa lik eins af fórnarlömbum „Morðs veitarinnar ” undir pálmatré. — Þessi dómur féll skömmu eftir að hann hafði verið sýknaður af tveim morðákærum öðrum. Quadros, fölleitur maður, 53 ára að aldri, þrekinn og með nautssvira, á yfir höfði sér tiu ákærur aðrar. Meðal þeirra er ein, sem hljóðar upp á „aftökur á hippum”. En ástæðan fyrir þeim átti að vera sú, „að þeir spilltu stúlkunum okkar með kynsvalli og eiturlyfjum”. En sú púritanska mynd, sem dregin hafði verið upp af lög- reglufulltrúanum, tók að skekkj- ast ögn, þegar uppvíst varð um morðið á einum af uppljóstrunum lögreglunnar. Sá hafði veitt ann- arri lögregludeild upplýsingar um ólöglegt fjárhættuspil — en það var einmitt aðaltekjulind Quadros og félaga i lögregl- unni, eftir þvi sem Antonio Carlos Leao Martins saksóknari heldur fram. „Quadros veitti forstöðu glæpa- hring, nokkurs konar Morð hf„” segir saksóknarinn. Lægra settir félagar i sam- tökunum tóku uppljóstrarann af lifi. Einn þeirra hefur verið dæmdur i nitján ára fangelsi fyrir sinn þátt i þvi. — En svo slælega husluðu þeir likið, að fætur þess stóðu upp úr, og löðuðu þeir að sér hræfuglana. Quadros skipaði þeim þá að greftra það á nýjan leik og núna undir kókospálmatré. — En að þessu sinni voru vitnin orðin of mörg I þessu máli, og sagan tók að kvisast út. Það varð Quadros lögreglufull- trúa að falli. Glæpamenn vaöa uppi I borgum BraziIIu og erfitt aö greina á milli þeirra og lögreglunnar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.