Vísir - 26.10.1974, Blaðsíða 15

Vísir - 26.10.1974, Blaðsíða 15
Vlsir. Laugardagur 26. október 1974. 15 VEÐRIÐ ÍDAG Suövestan stormur með skúrum. Lygnir siödegis og jafnframt má reikna meö slydduéli. BRIDGE Eftir HM i Feneyjum i sumar var háð mikil tvi- menningskeppni þar með þátttöku 485 para, m.a. var sænska landsliðsfólkið, sem keppir á EM i Israel, sem hefst i næstu viku, þar. Flodquist-Sundelin voru beztir Svianna i 11. sæti, en Blom- Silborn fengu verðlaun sem bezta kvennaparið, sem ekki komst i verðlaunasæti. Þeir Terruzzi og Ricciadi, Milanó, sigruðu, en Pólverjarnir Pavlic og Niekrasz urðu i öðru sæti. Forquet spilaði við Omar Shariff og þeir urðu nr. 12, meðan heimsmeistararnir Belladonna og Garozzo urðu að láta sér nægja 70. sætið. Blom-Silborn náðu „réttri” slemmu á þetta spil i Feneyj- um. ♦ K V 9753 ♦ 953 + AD973 ♦ DG93 A 10842 V 82 V 1064 ♦ A104 ♦ KDG862 ♦ 10642 * ekkert 4 A765 ¥akdg ♦ 7 + KG85 Sænsku konurnar lentu i sex laufum á spilið i suður-norður og þá sögn er einfalt að vinna. Hins vegarreyndu flest pörin sex hjörtu, sem gefa jú meira i tvlmenningskeppni — ef þau vinnast. En hjartaslemman var „dauðadæmd” — vestur hitti á að spila út laufi, sem var trompað. Siðan tigull, sem vestur átti og aftur lauf trompað. Eða þá tigulás út i byrjun og eftir tigultvist aust- urs skipt yfir i lauf. t HM unglinga (18 ára) sigraði Englendingurinn Mestel, en Vladimirov, Sovét, varö annar. Þetta var úrslita- skákin á mótinu I Pont-Sainte- Maxence. Mestel hafði svart og átti leik. 14.-----Bxd4! 15. Rd6+ — exd6 16. Dxa5 — Bxe3 17. Kdl — Rc6 18. Dc7 — 0-0 19. Hfl — Hab8 20. Kc2 —Rd4+!21. Kbl (ef21.cxd4 — Hc8) —Re6 22. Dxd6 — Hbd8 23. De7 — Hd2 24. a3 — Rhf4 25. Dxb7 — Rc5 26. Df3 — Rd5! og nú hafði sá sovézki fengið nóg — gafst upp. 'Reykjavik Kópayogur. Dagvakt:kl. 08.00— 17.00 mánud. — föstudags, ef ekki næst i heimilislækni simi 11510. Kvöld- og næturvakt: kl. 17.00 — 08.00 mánudagur — fimmtudags, simi 21230. llafnanfiöröur — Garðahreppur. Nætur- og hélgidagavarzla’ upplýsingar i lögreglu- varðstofunni simi 51166. A láugardögum og helgidögum-_ eru læknastofur lokaðar, en læknir er til viötals á göngudeild Landspitala, simi 21230. Upplýsingar um lækna- og lyfja- búðaþjónustu eru gefnar i simsvara 18888. Kvöld- nætur- og helgidagavarzla apótekanna, vikuna 25.-31. októ- ber verður i Ingólfsapóteki og Laugarnesapóteki. Það apótek, sem fyrr er i.efnt' annast eitt vörzluna á sunnu- dögum. helgidögum og almennum fridögum. Einnig næturvörzlu frá kl. 22 aö kvöldi til kl. 9 að morgni virka daga, en kl. 10 á sunnudögum, helgidögum og almennum fridögum. Kópavogs Apótek. Opiö öll kvöld til íd. 7 nema laugardaga til kl. 2. Sunnudaga milli kl. 1 og 3. Hallgrimskirkja kl. 10.30 árdegis: Forseti íslands leggur hornstein kirkjunnar. Kl. 11.: Biskup Is- lands vigir kirkjusal i syðri turnálmu. Vigsluvottar: forsætis- ráðherra Geir Hallgrimsson, dómprófastur séra Óskar J.' Þorláksson, dr. Jakob Jónsson, sóknarprestur, séra Ragnar Fjalar Lárusson. Strengjasveit úr Tónlistarskólanum leikur. Kór Hallgrimskirkju syngur, organ- leikari Páll Halldórsson. Kl. 2: Hátiöarguösþjónusta i minningu séra Hallgrims Péturs- sonar. Dr. Jakob Jónsson prédikar, séra Ragnar Fjalar Lárusson þjónar fyrir altari. Strengjasveit úr Tónlistarskólan- um leikur, kór Hallgrimskirkju syngur, organleikari Páll Halldórsson. Kl. 5: orgeltónleikar: Tékkneski organleikarinn Bohumil Plánsky leikur kirkjulega tónlist. Séra Ragnar Fjalar Lárusson flytur lokaorð og bæn. Sóknarprestarnir. Bústaöakirkja. Barnasamkoma kl 11. Hátiðarguðsþjónusta á dánardegi Hallgrims Péturs- sonar kl. 2. Benedikt Benedikts^ son syngur einsöng með kirkju- kórnum. Séra Ólafur Skúlason. Arbæjarprestakall. Barnasam- koma I Árbæjarskóla kl. 10.30. Guðsþjónusta i skólanum kl. 2. Minnzt 300 ára ártíöar séra Hall- grims Péturssonar. Séra Guð- mundur Þorsteinsson. Kirkja Óháöa safnaðarins. Messa kl. 2. Séra Emil Björnsson. Grensássókn. Barnasamkoma kl. 10.30. Guðsþjónusta kl. 2 i safnaðarheimilinu. Séra Halldór S. Gröndal. Reykjavik:Lögreglan simi 11166, slökkvilið og sjúkrabifreið, simi 11100. Kópavogur: Lögreglan simi 41200, slökkviliö og sjúkrabifreið simi 11100. Hafnarfjörður: Lögreglan simi 51166, slökkvilið simi 51100 sjúkrabifreið simi 51100. HEILSUGÆZLA Slysavaröstofan: simi 81200, eftir skiptiborðslokun 81212. Sjúkrabifreiö: Reykjavik og Kópavogur simi 11100, Hafnar- fjörður simi 51100. Tannlæknavakt er i Heilsu- verndarstööinni viö Barónsstig alla laugardaga og sunnudaga kl. 17—18. Simi 22411. Rafmagn: I Reykjavík og Kópa- vogi i sima 18230. t Hafnarfirði i sima 51336. Hitaveitubilanir simi 25524. Vatnsveitubilanir simi 85477. Simabilanir simi 05. Asprestakali. Ferming kl. 2. Bamasamkoma i Laugarásbiói kl. 11. Séra Grimur Grimsson. Neskirkja. Barnasamkoma kl. 10.30. Guðsþjónusta kl. 2. Séra Jóhann S. Hliðar. Laugarneskirkja. Messa kl. 11. Ferming. Altarisganga. Séra Garðar Svavarsson. Fermdir verða Jón Grétar Kristjánsson, Kirkjuteigi 7, og Ómar Sigurjónsson, Miðtúni 3. Háteigskirkja. Barna- guösþjónusta kl. 10.30. Séra Jón Þorvarðsson. Messa kl. 2. Séra Amgrimur Jónsson. liáskólakapellan. Messa kl. 21. Stud. theol. Magnús Björn Björnsson predikar. Séra Arngrimur Jónsson þjónar fyrir altari, organisti Hörður Askels- son. Félag guðfræðinema. Langholtsprestakall. Barnasam- koma kl. 10.30. Séra Arelius Nlelsson. Guðsþjónusta kl. 2. Ræðuefni: Mál hjartans. Óska- stundin kl. 4. Séra Sigurður Haukur Guðjónsson. Dómkirkjan. Messa kl. 11. Séra Þórir Stephensen. Messa kl. 2. Séra Óskar J. Þorláksson dómprófastur. Barnasamkoma kl. 10.30 i Vestur- bæjarskólanum við öldugötu. Frú Hrefna Tynes talar við börnin. Breiðholtsprestakall. Messa i Breiðholtsskóla kl. 2 (Hallgrims- minning). Aðalsafnaöarnefndin. Barnaguðsþjónusta kl. 10.30. Séra Lárus Halldórsson. Digranesprestakall. Barnaguðs- þjónusta i Vighólaskóla kl. 11. Guðsþjónusta i Kópavogskirkju kl. 2. Séra Þorbergur Kristjáns- son. Kársnesprcstakall. Barna- guðsþjónusta i Kársnesskóla kl. 11. Guðsþjónusta i Kópavogs- kirkju kl. 11. Séra Arni Pálsson. Fjársöfnun Barnaverndarfélag Reykjavikur hefur fjársöfnun laugardaginn 1. vetrardag til ágóða fyrir heimili taugaveiklaðra barna og annað hjálparstarf félagsins. Barnabók- in Sólhvörf og merki félagsins verða afgreidd frá öilum barna- skólum i Reykjavik og Kópavogi kl. 9-15. IS- Kvenréttindafélag lands heldur fund nk.þriðjudag, 29. okt. kl. 20.30 að Hallveigarstöðum. Sagt verður frá fundi sem haldinn var I Esbo i Finnlandi sl. vor, rætt um alþjóða kvennaárið og fleira. Kvennadeild Flugbjörgunarsveitar- innar hefur kaffisölu og basar sunnudaginn 3. nóv. i Loft- leiðahótelinu. Þeir, sem er annt um þennan félagsskap og að styrkja okkur, hafi samband við Astu, simi 32060, Guðrúnu i 82072 og Jenný i 18144. Sunnudagsgangan 27/10 verður um Heiðmörk. Brottför kl. 13 frá BSI. Verð 300 kr. Ferðafélag tslands. Kvenfélagið Seltjörn minnir á vetrarfagnaðinn, laugardaginn 26. okt. kl. 9 i Félagsheimili Seltjarnarness. Skagfirðingafélagið i Reykjavik byrjar vetrarstarf sitt með vetrarfagnaði i Atthagasal Hótel Sögu laugardaginn 26. október kl. 21. Söngflokkurinn Hljómeyki skemmtir. Stjórnin. I. O.G.T. Stúkan Framtlðin og Barnastúk- an Svava halda flóamarkað n.k. laugardag kl. 10 f.h. og sunnudag kl. 2-5 að Hverfisgötu 4. Verið vel- komin. Norræna félagið í Kópavogi efnir til kvöldvöku sunnudaginn 27. október i Þinghól, Álfhólsvegi II, og hefst hún kl. 20,30. Mai- Britt Immander kynnir þar þá tvo landa sina, sem fengu Nóbels- verðlaun fyrir bókmenntir, og kór MH syngur undir stjórn Þorgerð- ar Ingólfsdóttur. Loks verður sýnd kvikmynd Ósvalds Knudsen um Surtseyjargosið og kviknun lifs á eynni. Féla gsstarf eldri borgara Aö Hallveigarstöðum verður opið hús mánudaginn 28. október frá kl. 1.30 e.h. og handavinna þriöjudag á sama tima. Á Norðurbrún 1 verður á mánudag fótsnyrting, handa- vinna, leirmunagerð, smiðar og útskurðarföndur. Á þriðjudag teiknun, málun, hársnyrting, félagsvist og einnig byrjar þá enskukennsla bæði fyrir byrjend- ur og upprifjun fyrir þá sem lengra eru komnir. Aðalfundur Aðalfundur Heimis FUS i Keflavik verður haldinn laugar- daginn 26. október n.k. Fundurinn hefst klukkan 2 i Sjálfstæðishús- inu Keflavik. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Friðrik Sophusson formaður FUS kemur á fundinn. Vestfirðingafélagið heldur fund Aðalfundur Vestfirðingafélagsins verður á sunnudaginn kemur, 27. október kl. 4aðHótel Borg, Gyllta salnum. Venjuleg aðalfundar- störf. Fjölmennið og takið með ykkur nýja gesti. Stjórnin. Æskulýðsstarf Neskirkju Fundur unglinga, 13-17 ára, verður i félagsheimili kirkjunnar mánudaginn 28. okt. kl. 20. Opið hús frá kl. 10.30. Sóknarprestarnir. Kvenstúdentafélag ís- lands. Hádegisverðarfundur verður haldinn laugardaginn 26. okt i Átthagasal Hótel Sögu og hefst kl. 12.30 stundvislega. Fundarefni: Úthlutað verður styrkjum til félagskvenna. Þátttaka tilkynnist i sima 21011. Aðstandendur drykkjufólks Simavakt hjá Ala-Non, að- standendum drykkjufólks, er á mánudögum kl. 15 til 16 og fimmtudaga kl. 17 og 18. Fundir eru haldnir hvern laug- ardag i safnaðarheimili Lang- holtssóknar við Sólheima. Simi 19282. Glæsibær: Asar. Hótel Borg. Óli Gaukur. Þórscafé. Gömlu dansarnir. Skiplióll: Næturgalar. Tónabær: Hljómar. Tjarnarbúð: Roof Tops. Klúbburinn: Sólskin og Hljóm- sveitGuðmundar Sigurjónssonar. Silfurtunglið: Sara. Röðull: llafrót. — Þú heldur kannski, að þú sért eina daman i hciminum?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.