Vísir - 31.10.1974, Síða 6

Vísir - 31.10.1974, Síða 6
Vlsir. Fimmtudagur 31. október 1974. L VÍSIR Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: Fréttastjóri: Ititstjórna rf ulltrúi: y Auglýsingastjóri: Auglýsingar: Afgreiösla: Ritstjórn: Reykjaprent hf. Sveinn R. Eyjólfsson Jónas Kristjánsson Jón Birgir Pétursson Haukur Helgason Skúli G. Jóhannesson Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Hverfisgötu 44. Simi 86611 Síöumúla 14. Simi 86611. 7 línur Askriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. t lausasölu 35 kr. eintakiö. Blaðaprent hf. Flekkaðar hendur Mörg illvirki hafa Palestinu-Arabar framið að undanförnu. Skammt hefur verið milli frétta af flugvélaránum og öðrum hermdarverkum, sem þeir hafa borið ábyrgð á. Palestinu-Arabar, sem stundum eru einfald- lega kallaðir Palestinumenn, standa með pálm- ann i höndunum eftir fund æðstu manna Araba- rikja nú i vikunni. Þeir fengu viðurkenningu á þvi, að þeir gætu stofnað eigið riki á vestur- bökkum Jórdanfljóts, ef til þess kæmi, að ísraels- menn létu af hendi þau svæði, sem þeir tóku þar herskildi árið 1967. Svonefnd Frelsishreyfing Palestinu var viðurkennd sem eini fulltrúi Palestinu-Araba. Leiðtogi þessarar róttæku hreyfingar, Yasser Arafat, fagnaði sigri yfir Hussein Jórdaniukonungi, sem hefur verið miklu hógværari i deilunum við ísrael og yfirleitt fylgt vestrænum þjóðum að málum. Þessi tiðindi marka þáttaskil i valdataflinu i Mið-Austur- löndum. Israelsmenn segjast að visu aldrei munu af- henda Frelsishreyfingunni þetta land, og Kiss- inger utanrikisráðherra Bandarikjanna segir, að vænlegra sé fyrir Araba að láta Hussein semja við Israelsmenn. Þó hafa Palestinu-Arabar án efa tryggt völd sin til frambúðar. Þeir hafa stuðn- ing flestra leiðtoga Araba. Við þá verða Israels- menn að semja, ef samningar eiga að takast. Vist verða hryðjuverk aldrei nógsamlega for- dæmd. Oft hefur mönnum fundizt, að rikisstjórnir Vesturlanda sýndu ofbeldismönnum alltof mikla linkind og létu viðnámslitið undan kröfum þeirra. Liklega hefði orðið minna um hermdarverk, ef þeim hefði verið svarað með meiri einurð. Þetta mál er þó miklu flóknara en svo, að það eitt dygði að lita á foringja Palestinu-Araba sem glæpa- menn, þótt þeir hafi flekkaðar hendur. Fólk þeirra var hrakið af landi sinu, þegar Gyðingar tóku völd, þar sem ísraelsriki stendur. Það varð niðursetningar i nálægum Arabarikj- um, ósjálfbjarga þurfalingar i flóttamanna- búðum i litilíi þökk valdhafa rikjanna. Palestinu- Arabar lifðu á gjafafé frá ýmsum löndum. Arabaleiðtogar studdu þá einatt i orði en litið á borði. Þetta hefur óneitanlega breytzt með tilkomu stjórnmálasamtaka þessa fólks. Til að vekja á sér athygli og knýja fram viðurkenningu á mætti sinum hafa þessi stjórnmálasamtök beitt svi- virðilegum brögðum. Stundum hafa rikisstjórnir gistilandanna reynt að koma þeim á kné, en smám saman hafa þau eflt vald sitt, unz svo er komið, að Jórdaniukonungur hefur verið beygður i duftið á fundi Arabaleiðtoga. í ljósi hins kalda veruleika heimsmálanna verður að viðurkenna vald Palestinu-Araba. Án þeirra verður enginn friður i Mið-Austurlöndum. Skákstaðan er nú sú, að þrýst er að ísraels- mönnum að ganga til samninga og afhenda hernumdu svæðin, er þeir tóku af Aröbum i striðinu 1967. Heimurinn krefst þess, að friður verði saminn, enda hefur aldrei munað minna. —HH Hafa italskar nunnur kosiö frelsiö? Kariar á ttaliu eru i vaxandi mæii farnir aö taia við konur sin- ar sem jafningja. Þetta segir okk- ur lögfræðingur I Róm, sem er kona. Hún dvaldist I 15 ár i Kali- forniu og var undrandi, þegar hún kom heim aftur. italia breytist hægt en breytist þó. Það sést á þeim yfirgnæfandi meirihluta, sem studdi frjálsiegri iög um hjónaskilnaði viö þjóöaratkvæöa- greiöslu. Dómstólar eru að hverfa frá hugmyndum um alveidi karl- kynsins i fjölskyidunum, sem hef- ur rikt frá timum Rómverja. Hér verður vikiö aö þjóöiifsbreytingu, sem sumir kalla „frelsun” nunn- anna, og stööu italskra kvenna yfirleitt. 143 þúsund nunnur ttaliu opna glugga klaustra sinna fyrir um- heiminum. I augum margra þeirra þýðir þaö frelsi, en öðrum er harla erfitt ,,að vakna til nú- timalifsins”. Nunnurnar hafa I aldaraðir verið einangraðar. Sjónvarpsloftnet spretta upp á þökum klaustranna. t mörgum þeirra eru nú keypt almenn blöð og timarit en ekki einungis trúar- leg rit eins og áður var. Jafnvel i sumum kiaustranna, þar sem fimm stundum eða fleiri er dag hvern varið til þögulla bæna fá nunnurnar nú af og til fyrirlestra um, hvaö helzt er að gerast i heiminum. Mikilvægast af öllu er, að sam- skipti nunnanna viö almenning eru meiri en var. Þær starfa i sjúkrahúsum og skólum við hliö leikmanna. Fólk er lfka farið aö koma fram við þær eins og konur en ekki „sérstaka dýrategund”, enda hafa flestar reglurnar orðiö frjálslegri og sumar hverjar tekið upp almennan klæðnað. Nunnur starfa einnig i vaxandi mæli I samfélaginu. Margar þær yngri vilja búa í smáíbúðum, fjarri klaustrum, i hverfum verkamanna, þar sem þær kenna eöa veita félagsráðgjöf. Þetta skapar vanda, sem sést á þvi, að æ fleiri nunnur snúa aftur til borgaralegs lifs, en þó færri en geristhjá öðrum þjóðum Evrópu. 349 italskar nunnur lögðu niður heit sin árið 1969 og 1973 var talan 517. ,,Úrelt fyrirbæri”? Þrjár nunnur á Suður-ltaliu flýöu úr klaustri sinu fyrir nokkr- um mánuðum vegna erfiðra að- stæðna og vinnuþrælkunar að sögn þeirra. Þær hafa þó síðar setzt að i öðru klaustri. Talið er, að fleiri mundu vilja hverfa aftur til venjulegs lifs en geti ekki. Þær hafi einfaldlega engin önnur úrræði. „Þær þekkja fáa utan klausturs sins og hafa litla von um að finna sér starf,” segir leikmaður einn, sem er rit- stjóri kaþólsks timarits. „Prestur á auðveldara með að yfirgefa kirkjuna. Hann á sér vini, sem mundu skjóta skjólshúsi yfir hann, þar til hann finnur sér starf. Hver vill hjálpa miðaldra, reynslulitilli nunnu við að ná að nýju fótfestu i venjulegu lifi?” segir hann. „Italska nunnan er að mörgu ítalskar nunnur opna dyrnar Kirkjuveldi hnignar. leyti „gleymd kona”, og fáir nenna að hugsa um vandamál hennar,” segir erlend nunna, sem er i hárri stöðu i Vatikaninu. „Þær fela góða eiginleika sina. Sumir prestar koma fram við þær sem aðstoðarfólk einbert”. Skoð- anakönnun, sem tvær italskar nunnur gerðu nýverið, gaf til kynna, að margir prestar jafnt og leikmenn litu svo á, að nunnur væru „úrelt fyrirbæri”. Nunnurnar á Italiu eiga i nokkru sálarstriði vegna aukinna samskipta við umheiminn. Sum vandamálin eru ekki stór. Nunna, sem heyrir til reglu, sem enn hefur ekki færzt i nýtizkulegra form, ekur vörubil klaustursins ein, en hún segist ekki eiga að gera það þvi að búningurinn geri sér örðugt um stjórn. Þar sem sjónvarp er komið, kvarta þær yngri og betur menntuðu um, að hinar eldri vilji ekki horfa á ann- aö en „dægurlagasöng og þess háttar fávislega þætti”. Við vilj- um sjá fréttaþætti”, segja þær. „Getur fólki verið illa við okkur?” Margar þeirra eru reiðar yfir fjölda nýrra italskra kvikmynda, sem ætlað er að sýna nunnulif. Illlllllllll M) Umsjón: H.H. Þær sjá ekki kvikmyndirnar, en auglýsingaspjöldin blasa við þeim. „Þetta fær mig til að halda, að fólk þekki okkur ekki og þvi sé jafnvel ekki vel við okkur”, segir ein nunnan. „Sumar nunnur vilja láta auðmýkja sig, þvi að Kristur hafi verið auðmýktur. Ég spyr mig þó, hvers vegna svo illa sé farið með okkur, þegar við bjóð- umst til að verja öllu lifi okkar til aö hjálpa öðrum”. Yfirmaður geðlækningadeild- ar, sem hefur talsvert starfslið nunna, segir: ,, Sumum þeirra finnst þær verða útundan, meðal annars i kynferðismálum. Stund- um finnst mér þær vera eins og stíflur, sem séu að þvi komnar að bresta”. Þetta kann að hafa verið satt á öllum timum. En áður fyrr var hljótt um það. Nú er málið rætt. Nunna, sem einnig er sálfræðing- ur, segir: „í reyndinni höfðum við minni kynferðisleg vandamál en prestarnir... Við lifum i trú- arsamfélagi, og tilfinni'ng vinar- þels og samkenndar hjálpar”. Nunnur, sem fást við félagsráð- gjöf, þurfa auðvitað að glima við kynferðislegu vandamálin, meðal annars fóstureyðingar og „pill- una”. Þær eru allar andvigar fóstureyðingum, en hjá sumum kemur fram gagnrýni á kenning- ar kirkjunnar um pilluna. ,,í sumum tilvikum samþykki ég notkun pillunnar”, segir ein af þeim 500itölsku nunnum, sem eru læknar. Engin itölsk nunna hefur enn óskað eftir að verða prestur, en þær vilja fá heimild til að láta meira til sin taka i söfnuðunum. Sumar stjórna eigin söfnuði, þar sem prestur kemur þó daglega og flytur messu. Sumar berjast fyrir þjóðfélags- umbótum. Af þessu öllu leiðir oft barátta milli kynslóða. Stundum hafa eldri nunnurnar flúið i algera ein- angrun, af þvi að þeim lizt ekki á blikuna. Blaðamenn fengu naumast til skamms tima að skyggnast bak við fortjaldið i klausturlifinu. Þetta hefur breytzt. Vildi ekki giftast þeim, sem nauðgaði henni ttalskar konur eru einnig yfir- leitt á leið til frjálsara lifs. Æ fleiri þeirra brjótast undan karla- veldinu gamla. Konurnar eru i nokkrum vanda, þegar þær reyna aö finna sjálfar sig við breyttar aðstæður.” Það er miklu erfiðara að vera nútimamaður i þessu landi en öðrum löndum,” segir blaðakonan (blaðamaðurinn) Oriana Fallaci. Atvinnuleysi ræð- ur miklu um ósjálfstæði itölsku konunnar. Breytingarnar verða fremur i millistétt en meðal verkafólks. Elena Gianni Belotti uppeldis- fræðingur segir: „Stúlkur á tán- ingsaldri fá enn flengingu og eru lokaðar inni, ef þær koma fimm minútum of seint heim á kvöld- in.” Frægt er dæmið um stúlkuna á Sikiley, sem vildi ekki giftast manni, sem hafði nauðgað henni og gert hana barnshafandi, en slikt er forn siðvenja á Sikiley og kallað „viðgerðarhjónaband”. Þess i stað fór svo, að hún giftist ungum lögfræðingi, sem hafði tekið mál hennar að sér. Þannig breytist mannlifið á ítaliu, hægt en örugglega. Heimildir: AP og Time.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.