Tíminn - 05.05.1966, Blaðsíða 3

Tíminn - 05.05.1966, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 5. maí 1966 TIMINN heimilis að Sogavegi 46. Guð- björn er 18 ára að aldri og starf ar við hitaveituframkvæmdirn- ar hjá Verk h.f. — Hvernig fellur þér starfið, Guðbjörn? — Það er alveg þolanlegt. Ég vinn hér frá kl. 7.20 á morgnana til kl. 6.00 á kvöld- in. Ég hef samt' í hyggju að breyta til innan tíðar. Helzt er ég að hugsa um að læra húsa- smiði, en gæti líka hugsað mér að verða rafvirki. — Hvenær verður þessum hitavéituframkvæmdum hér í smáíbúðahverfinu lokið? — Ég verð nú að játa að ég veit það ekki. Ég geri samt ráð fyrir að hitaveitan verði komin hingað eftir 2—3 ár, eða að minnsta kosti vona ég það. Það er að minnsta kosti mikil nauðsyn að þessu verði lokið sem allra fyrst, því að allar þessar lagnir hafa í för með sér mikið umrót og rask í göt- unum. Ég verð að bæta því við, að göturnar hér í smáíbúahverf inu hafa um árabil verið fyrir neðan allar hellur. Þegar rign- ir þá er hér allt í aur og leðju en í þurrki fyllir rykið hvers manns vit. Ég held, að ástand- ið í gatnagerðarmálunum sé langsamlega verst hér í smá- íbúðahverfinu og Bústaðahverf inu og náttúrulega líka í nýju hverfunum aujc þess eru gang- stéttir gersamlega vanræktar. — Hvað gerir þú helzt í tóm stundum þínum? — í vetur hef ég farið mik- ið á skauta og skíði. Mér finnst útilífið mjög skemmtilegt. Einn ig fer ég á dansleiki. Hins veg- ar er alls ekki hægt um vik fyr ir okkur unga fólkið að kom- ast á þá skemmtistaði sem við helzt kjósum. Einu staðirnir, sem minn aldursflokkur kemst inn á er Silfurtunglið og Breið firðingabúð. Þangað komast unglingar 18 ára gamlir en þeir fá ekki afgreiðslu á áfengi fyrr en 21 árs. Ég held að ég mæli fyrir munn allra minna kunningja, þegar ég segi að við séum mjög óánægðir með þá Skemmtanaaðstöðu, sem borgin býður upp á fyrir okk- ur. — Nú eru nokkur brögð að því, að unglingar undir 21 árs og jafnvel undir 18 ára aldri hafi áfengi með höndum. Hvernig fara unglingar að ná í það? — Aðallega með því að láta fullorðið fólk kaupa það fyrir sig og svo iðulega hjá sprútt- urum. — Hefur fólk á þínum aldri áhuga á þjóðmálum? — Ég held, að fólk á mín- um aldri lesi blöðin að ein- hverju leyti að minnsta kosti. Þó held ég að unga fólkið hugsi lítið um dægurmálin. Ég held að við ættum að gera það í miklu ríkara mæli. Það yrði efalaust mjög til bóta, ef að það yrði tekið upp tveggja flokka kerfi á íslandi. Við ætt- um að stefna að því hið allra fyrsta. Við berjum að dyrum að Bergþórugötu 45 hér í bæ. Hús- móðirin, Þórunn Styff Gísla- dóttir, 25 ára gömul birtist i dyrunum og býður okkur inn. Þórunn býr hér ásamt eigin- Elríkur Rósberg viS vinnu sína. Við hittum að máli Eirík Rósberg, rafvirkjanema, til heimilis að Barónsstíg 61. Ei- ríkur er 21 árs að aldri og lýk- ur sveinsprófi í sumar. — Hvar vinnur þú, Eiríkur? — Ég vinn hjá fyrirtæki, sem heitir Ljósvirki h.f. Mér líkar ágætlega við starfið, en kaupið mætti að sjálfsögðu vera hærra, segir Eiríkur hlæj andi. Ég vinn öll algeng raf- virkjastörf, bæði við raflagnir og ei-ns ek ég um bæinn og geri við eða set upp ljós eða önnur rafmagnstæki. — Þú ekur á eigin bíl Hvað finmst þér helzt að í umferðar- málum? — Það, sem fyrst og fremst er að, er að mínu áliti, að fólk sýnir hvert öðru ekki nægi lega mikla tillitssemi. Það gild ir ekki síður um gangandi fólk en ökumennina sjálfa. Ég held að borgaryfirvöldin verði að gera enn meira af því að kenna fólki að hegða sér vel í um- ferðinni. Það þýðir ekki að setja reglur, ef þær eru að engu hafðar. Nú svo þarf að sjálfsögðu að leitast við að skipuleggja umferðina sem allra bezt eins og allt annað í nútíma þjóðfélagi. Bn því miður hafa margar framkvæmd ir borgarinnar einkennzt af handaihófskenndum aðgerðum. Eins ogt .d. að staðsetja þann- ig sorpeyðingarstöðina að hún verður eftir örfá ár í mið-aust urhluta borgarinnar, ásamt allri sinni góðu lykt og fagra umhverfi. Þá er ég heldur ekk- ert sérstaklega hrifinn af ódauninum sem leggur frá síld arbræðslunum hér í borginni. — Hvað gerir þú helzt í tóm stundum þínum, Eiríkur? — Eg spilaði á trompet hiá .Lúðrasveitinni Svanur í fimm ár, en er nú nýlega hættur því vegna atvinnunnar. Ég var líka um árabil mjög virkur í skáta- hreyfingunni og hafði af því mikla ánægju. Við vörðum mikl um tíma, ég og félagar mínir til að byggja skíðaskála fyrir ofan við Kolviðarhól. Ég er trúlofaður 19 ára stúlku, Bíbí Sveinsdóttur. — Eruð þið búin að stofn- setja heimili? — Nei, ekki ennþá en við hyggjumst gera það þegar tækifæri gefst til. Hins vegar er allt annað en auðhlaupið að því að stofnsetja heimili nú til dags í þessu dýrtíðarflóði. Við unga fólkið hljótum að gera þá kröfu til hins opinbera, að það skapi okkur aðstöðu til að eignast þak yfir höfuðið, en skilyrðin til þess eru allt ann að en góð nú til dags. Inni í smáíbúðaliverfi hittum við að máli ungan Reykvík- ing, Guðbjörn Gunnarsson til Gunnbjörn Gunnarsson manni sínum, Bjarna Kjartans- syni, mjólkurfræðingi og þrem- ur börnum þeirra. Við t.yllum okkur niður í eldhúsinu yfir kaffibolla og leggjum fyrir hana nokkrar spurningar. — Hvernig finnst þér að- staða ungs fólk til að eignast eigið húsnæði? — Hún er vægast sagt mjög slæm. Við erum núna nýbyrj- uð að byggja litla íbúð. Við verðum að sjálfsögðu að leggja mjög hart að okkur til að geta klofið byggingarkostnaðinn, t. d. verð ég að vinna nokkra tíma á kvöldin, meðan eigin- maðurinn passar börnin. Auk þess getum við sáralítið veitt okkur af veraldlegum munaði. Ég geri ekki ráð fyrir, að við getum gert það á næstunni. Ég vildi gjarnan hafa tækifæri til þess að vinna úti nokkra tíma á dag. Eins og ástatt er núna með barnagæzlu, þá er alveg ómögulegt að koma börnunum fyrir nokkra stund, hvorki á daginn eða kvöldin. Það er af- leitt að giftar konur hafi ekki aðgang að barnaheimilum, sér- staklega fyrir ungar húsmæð- ur sem eru að reyna að koma þaki yfir höfuðið eða koma undir sig fótunum. Auk þessa held ég, að það gæti líka verið ánægjulegt fyrir húsmæður að vinna úti nokkra tíma á dag. Ég vildi gjarnan koma þeirri Þórunn Gísladóttir hugmynd á framfæri hvort ekiki væri mögulegt fyrir stærstu fyr- irtæki bæjarins að koma upp barnagæzlu fyrir húsmæður sem störfuðu við fyrirtækið, þannig að þær gætu tekið börn in með sér í vinnuna. í þessu sambandi koma mér frystihús- in eða fiskiðnaðurinn í hug. Það eru áreiðanlega margar húsmæður sem myndu vilja vinna í fiskvinnu eða annarri vinnu hluta úr degi, ef þær gætu komið börnum sínum fyr- ir á öruggum stað á meðan. — Þú minntist á fiskiðnað- inn, Þórunn, finnst þér ekki erfitt að fá góðan eða fjöl- breyttan fisk hér í bænum? — Jú. fiskverzlunin hefur verið mjög slæm undanfarið, ég verð líka að segja, að ég er þrumulostin yfir þeirri gífur- legu hækkun á fiski, sem varð um daginn. En það er svo sem ekki bara á þessu sviði sem verðhækkanir verða. Fiskur er bara snar þáttur í fæðu al- Svavar Helgason nings, að ég er hrædd um þessi verðhækkun hafi al- egar afleiðingar fyrir mörg nili. - Það er þá heldur lítill til að sinna þínum áhuga- um? — Já, því miður gefast okk- jr sjaldan tækifæri til að njóta þess að vera ung. Við hjónin höfum mjög gaman af að fara út að dansa og sömuleiðis að fara í kvikmyndahús og leik- hús, en eins og ég sagði áðan þá verðum við að passa bless- uð börnin og barnfóstrur eru nú ekki á hverju strái nú til dags. Eg held að það sié mjög hættulegt fyrir ungar húsmæð- ur að loka sig alveg inni á heimili sínu og umgangast lít- ið annað fólk. En þessar verð hækkunaröldur sem alltaf rísa og verða hærri og hærri hindra það, að maður geti nokkunr tíma veitt sér frjálsa stund. Við Breiðagerðisskólann, sem er stærsti barnaskólinn í Reykjavík núna með um 1200 nemendur, kennir meðal ann- arra, ungur kennari, Svavar Helgason, til hcimilis að Leifs- götu 15. Hann hefur komið mikið við sögu í félagsmálum barnakennara, m.a. verið for- maður félags barnakennara í Reykjavík og á nú sæti í stjórn Sambands «1. barnakennara. Við hittum Svavar að máli á dögunum og fengum að leggja fyrir hann nokkrar spurningar. — Hvenær útskrifaðist þú úr Kennaraskólanum, Svavar? — Það var 1954. Fyrsta vet- urinn kenndi ég við ísaksskól- ann, en allt frá stofnun Breiða- gerðisskólans haustið 1955 hef ég kennt við hann. Þetta er stærsti skólinn í borginni, þar sem eingöngu eru börn. í fyrra vorum við með á 14. hundrað nemenda, en í haust tók Hvassa leitisskólinn við nokkrum hluta þeirra, svo að nú eru nemendurnir hjá okkur rétt um 1200. — Hvað er kennaraliðið fjöl mennt hjá ykkur? — Föstu kennararnir eru 36, en stundakennarar 7. Við erum ekki fleiri vegna þess, að þetta eru flest ungir kennarar og ■ því enn með fulla tíma- skyldu, sem er 36 stundir, en við 55 ára aldur minnkar þessi tímaskylda í 30 stundir. — Og það er tvísett hjá ykk- ur? — Já, alveg tvísett. Við höf- um tvö önnur hús í takinu, svonefndan Háagerðisskóla og ennfremur höfum við fjóra bekki í félagsheimili Víkings. Yfirleitt er um bekkjakennslu að ræða og hver kennari kenn- ir tveimur bekkjum. Þó er nokkuð um að húsmæður með Kennaraskólapróf kenni einum bekk, sem er talið vera % hlut- Framhaid a 14. síðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.