Tíminn - 05.05.1966, Blaðsíða 12

Tíminn - 05.05.1966, Blaðsíða 12
12 TÍMINN DAGUR EVRÓPU Fjölþætt samvinna um skóla- og menningarmál DAOUR EViRÓPU er haldinn hátíðlegnr í dag, 5. maí. Þennan dag fjndr 17 árum var stofnskrá Evrópuráðsins undirrituS í Lond on. Nú eiga 18 ríki aðild að ráð- inu, og eru fbúar þeirra um 300 milljónir. Evrópuráðið stendur að margs konar starfsemi. Þessa dagana er t. d. haldið í aðalstöðv um þess í Strasbourg ráðgjafar- þing Evrópuráðsins, þar sem þing menn hittast til að ræða um sam- vinnu Evrópuríkja og heimsmálin. U Thant, forstjóri Sameinuðu þjóðanna, var gestur á þinginu að þessu sinni. En Evrópuráðið vinn ur ,einnig á annan hátt. Veruleg ur hluti þess starfs, sem fram fer á vegum ráðsins, er unninn í ým iss konar nefndum, sem fulltrúar aðildarríkjanna eiga sæti í. Ein þeirra er Samvinnuráð Evrópu um menningarmál (CCC). Hér verður lítillega sagt frá menningarmála starfsemi Evrópuráðsins, og hún tekin sem sýnishorn þeirrar starf semi, sem fram fer til að efla samvinnu Evrópuríkja fyrir milli göngu þessarar stofnunar. Fræðslumál. Fjöldi . þeirra starfa fer sí- fellt vaxandi, sem ekki verða unn in af öðrum en þeim, sem sér- staka menntun hafa fengið. Með batnandi efnahag almennings verður aukin almenn menntun einnig eitt þeirra lífsgæða, sem fleiri veita sér en áður. Þessi tvö atriði hafa leitt til mjög auk innar starfsemi og margs konar nýjunga í fræðslumálum. Komið hefur í ljós, að reynsla frá öðr um löndum hefur ekki verið not- uð sem skyldi. Þess vegna hafa ýmsir aðilar, þar á meðal Evrópu ráðið, unnið að því að auðvelda upplýsingaskipti um fræðslumál milli ríkja. Einnig hefur ráðið leitazt við að samræma ýmis at- riði varðandi þessi mál, t. d. prófkröfur. Starf Evrópuráðsins að fræðslu málum fer fram undir stjórn Samvinnuráðs Evrópu um menn ingarmál, en þrjár nefndir vinna að skipulagi þess undir eftirliti ráðsins. Ein þeirra fjallar um æðri menntun og vísindi. Með al þeirra verkefna, sem hún hef- ur sinnt, er samræming efna- fræðikennslu í háskólum í Evr- ópu, samræming rannsókna í stjarnefnafræði, samning upp- lýsingabókar um háskólastöður og réttindi manna, sem flytjast milli háskóla. Önnur nefnd fjallar um almenna menntun og tæknimennt- nn. Á vegum þessarar nefndar hef ur verið gerður samanburður á skólakerfum Evrópuríkja og gefn ar út bækur um niðurstöður þeirra athugana. Meðal fjöldamargra ann arra viðfangsefna má nefna kynn ingu á nútímaaðferðum við tungu málakennslu, en styrkir til kenn ara, sem fara vilja á námskeið í Strasbourg á sumri komanda til að kynna sér slíkar aðferðir, hafa nýlega verið auglýstir hér á landi. Endurskoðun kennslubóka í sögu og landafræði ber einnig að nefna. Ráðstefna um kennslubæk ur í landafræði var haldin hér á landi sumarið 1964. — Þriðja nefndin, sem vinnur að fræðslu málum, fjallar um kennslu utan skóla og æskulýðsmál. Fræðslu- mál fullorðins fólks, sem lokið hefur skólanámi, hafa orðið æ mikilvægari á síðari árum, þar sem tómstundir manna lengjast í flestum löndum. Evrópuráðið hef ur komið upp æskulýðsmiðstöð í tilraunaskyni, þar sem forystu- menn í félagsmálum ungs fólks sækja námskeið. Allmargir íslend ingar hafa tekið þátt í slíkum nám skeiðum. Þá hefur sérstök áherzla verið lögð á þjálfun íþróttaleið- beinenda. Ýmiss konar athuganir á tómstundastörfum hafa einnig verið gerðar og niðurstöðurnar birt ar í bókarformi. Önnur mcnningarmál. Samvinnuráð Evrópu um menn ingarmál hefur látið sig fleira skipta en fræðslumál. Nýlega vakti það athygli, er kvikmyndin Surtur fer sunnan hlaut sérstaka viðurkenningu á kvikmyndahátíð, sem Evrópuráðið gekkst fyrir í Edinborg. Við ýmis önnur tæki í dag er borin til moldar aö Baldursheimi í Mývatnssveit Þuríður Sigurðardóttir húsfreyja þar. Hún er jarðsett í heimagraf- reit þar á staðnum, Baldursheims- jörð, er fóstraði hana til mikils manndóms og þroska, tekur nú við henni látinni og fer vel á því. Þuríður var fædd í Baldursheimi þ. 24. apríl 1892. Þann dag bar upp á sunnudaginn fyrstan í sumri. Var hann jafnan talinn af- mælisdagur hennar og haldið upp á hann sem slíkan. En einkenni- lega skipast um margt. Þuríður lézt 24. apríl síðastliðinn og þá bar hann einnig upp á fyrsta sunnud^g í sumri. Þuríður var eina dóttir hjón- anna í Baldursheimi, 1 Sólveigar Pétursdóttur, Jónssonar, Þor- steinssonar prests UReykjahlíö og •Sigurðar Jónssonar, Illugasonar Hallgrímssonar bónda þar, er upp komst. Þau áttu og þrjá sonu, Þórólf f. 1886 og tvíbura Jón og Pétur f. 1889. Pétur lézt árið 1899, Jón 1917 og Sigurður fað- ir þeirra 1911. Ég sá hann því aldrei. En Sólveigu kynntist ég. Hún var göfug kona og kurteis svo bar af að dómi allra er hana þekktu. Þuriði brá til móður sinn ar í því sem fleiru. Það kom snemma í ljós að Þuríður var hneigðari til bók- legra fræða og náms, en hann- yrða og annarra kvenlegra sýsla. Þó urðu þær hlutskipti hennar í lífinu, og hún rækti það með gleði og skyldurækni eins og allt, sem hún tók sér fyrir hendur. Henni þótti útivinna ágætust allra starfa, en bókin var einlægt henn ar eftirlæti. Baldursheimsheimili var löng- um mannmargt og umsvifamikið. færi hefur menningarmálastarf Evrópuráðsins varðað íslenzk mál efni. Meðal viðfangsefna, sem nú er unnið að, má nefna svæðaskipu lag og nauðsyn þess að hafa menn ingarlegar þarfir í huga við gerð þess. Evrópsk nytjalist á síðustu 20 árum er nú rannsökuð svo og vandamál varðandi grafík í iðn aðarlöndum, t. d. notkun skilta og auglýsinga. Hinar svokölluðu Evrópusýningar hafa um árabil vakið athygli, en þá er safnað sam an á einn stað verkum frá til- teknu tímabili og þau sýnd almenn ingi. í fyrra var slík sýning í Aachen í Þýzkalandi um Karl mikla og hans öld. Eftir nokkrar vikur verður opnuð sýning í Stokk hólmi um Kristínu Svíadrottningu og hennar samtíð. Þess er einnig að minnast, að Evrópuráðið veitti fyrir nokkrum árum styrk til útgáfu á safni ís- lenzkra smásagna á ensku. Gaf menntamálaráðuneytið bókina út Þótt Sólveig hefði frábærar kon- ur sér við hlið — vinnukonurnar sínar — átti hún bágt' með að sjá af dótturinni, einkum eftir að eiginmaður og synir féllu frá hver eftir annan. Þuríður átti af þeim sökum illa heimangengt. Hún hóf samt nám í Gagnfræðaskólan um á Akureyri en varð frá að hverfa á miðjum vetri vegna veik inda móður sinnar. Seinna var hún tæpan vetur á lýðskóla á Húsavík hjá Benedi'kt Björnssyni skólastjóra. — Þá var lokið hinni eiginlegu skólagöngu Þuríðar. En hún ávaxtaði vel sitt pund og reyndist fús tií að nema og læra meðan henni entist fjör. Hún las öll Norðurlandamálin sem sitt eigið, var mikill stærðfræð- ingur og vel að sér í öllum al- mennum fræðslugreinum. Þó bar af, hversu hún var vel heima í íslenzkum fræðum, þjóðlegum og skáldlegum, eldri og yngri og vandlát fyrir hönd íslenzkrar tungu. Tvívegis var hún vetrar- part á Húsavík hjá Gísla Péturs syni lækni og Aðalbjörgu Jakobs dóttur, frændkonu sinni. Bundust þær þá órjúfandi vináttuböndum og dáði Þuríður mjög Aðalbjörgu. Vetrartímann, sem Þuríður var á Akureyri byrjaði hún að læra á orgel hjá Sigurgeir Jónssyni frá Stóru-Völlum, sean var alþekkt ur „músikant" og kennari í þeirri grein. Og veturna, sem hún var hjá Aðalbjörgu og Gísla hélt hún áfram við það nám hjá frú Þór- dísi Ásgeirsdóttur á Húsavík. Eftir nýár 1917 fór hún- til Reykjavík- ur til þess bæði að sjá sig um og læra meira í organleik hjá Elísa- betu Jónsdóttur prestsfrú á Grenj aðarstað. Hún var orðlögð tónlist arkona og um þessar mundir með formála eftir Steingrím J. Þorsteinsson prófessor. Nú vinn ur Eiríkur Benedikz sendiráðu- nautur í London að útgáfu enskra þýðinga á íslenzkum Ijóðum. Mun sú bók einnig gefin út með .styrk frá Evrópuráðinu, enda er það eitt af stefnumálum Samvinnu- ráðs Evrópu um menningarmál að aðstoða við útgáfur á málum stór þjóðanna á bókmenntaverkum, sem rituð eru á tungumálum, sem fáir kunna. , Menningarmálastarfsemi Evrópu ráðsins er aðeins einn þáttur þess, sem ráðið hefur á stefnuskrá sinni að vinna að. Það, sem hér hefur verið nefnt, er aðeins dæmi um það, sem gert er á þessu eina sviði. Það gefur þó til kynna, hve margvíslegt og mikilvægt það starf er, sem þessi alþjóðastofn un hefur með höndum. Samskipti þjóða í milli fara sífellt vaxandi og Evrópuráðið og aðrar slíkar stofnanir gegna hlutverki, sem varðar miklu fyrir okkur öll. Þess dvaldi hún í Reykjavík á vetrum og stundaði orgelkennslu. Þuríð ur taldi hana bezta kennara sinn. Enn var henni-markaður vegur. Seint um vorið fékk hún boð um lát Jóns bróður síns og að hennar væri brýn þörf heima. Hún gegndi því kalli og hugði ekki framar til langdvalar frá Baldursheimi, enda sýnt að þar var henni ætlað að vera. Það hefir og reynzt farsæl ráðstöfun frá hendi guðs og manna. 27. júní 1918 giftist Þuríður eft- irlifandi manni sínum, Þóri Torfa syni frá Birningsstöðum í Laxár dal í S-Þing. Var hjónaband þeirra einkar ástúðlegt frá fyrsta degi til hins síðasta. Þau eignuðust sex sonu: Baldur bónda í Baldurs- heimi, Sigurð bónda á Græna- vatni, þeir eru tvíburar, Ketil bónda í Baldursheimi, Þráin skóla stjóra í Mývatnssveit, Pétur bónda í Baldursheimi og Jón iðnaðar- mann á Akureyri. Jón og Pétur eru einnig tvíburar. Það er mál manna, að þau hjón hafi léð sveit sinni sérlega mikinn og góðan kost manna. Þeir bræður þóttu allir miklir námsmenn í skóla, en drýgst munu þeir hafa numið af móður sinni. Þuríður var söngvin í bezta lagi og þau hjónin bæði og ekki _ eru synirnir eftirbátar þeirra. Ég hygg, að um skeið hafi öll fjölskyldan sungið í kór- um sveitarinnar, karlakór, kirkju kór og öðrum blönduðum kórum, því Þuríður var oft þar með, auk þess sem hún söng í kirkjukórn um í 25 ár. Eins og nærri má geta um jafn „humanistiska“ konu og Þuríður var, tók hún veruleg an þátt í félagslífi sinnar sveitar. Var, auk þess sem áður er nefnt, MINNING Þuríður Sigurðardóttir Baldursheimi FIMMTUDAGUR 5. maí 1966 . Evrópuráðið hefur á undanförn um árum efnt til sýninga til að kynna sögu evrópskrar menningar. í fyrra var haldin sýning í Aachen um Karl mikla og Evrópu um alda mótin 800. Eftir nokkrar vikur verð ur opnuð sýning í Stokkhóimi um Kristínu Svíadrottningu og Evrópu um miðja 17. öld. Verður þetta 11. Evrópusýningin. Gildi sýninganna er ekki sízt í því fólgið, að Evrópuráð ið satrer saman á einum stað verk um, sem geymd eru I söfnum víðs vegar um álfuna, svo að samfelidari heildarmynd fæst af þvf tímabili, sem um er að raeða, en ella gefst færl á að kynnast. Myndin að ofan er af Karli mikla. vegna er Dags Evrópu minnzt í 18 rfkjum nú í dag. bæði í ungmennafélagi og kven- félagi og lá ekki á liði sínu þar fremur en annarsstaðar. Þuríður og Þórir bjuggu í sambýli við Sólveigu og Þórólf, meðan þau lifðu. — Það heimili var jafnan mannmargt af konum og körlum. Þuríður átti því góðan kost á að skreppa frá búi og börnum við og við, til þess að sinna félags- legum hugðarefnum. Árið 1915 var haldin mikil hér aðssamkoma að Breiðumýri í S- þing. Þar var höfð heimilisiðnað- arsýning, hin fyrsta þar um slóðir og vakti hún mikla athygli. Þá var íslenzki fáninn dreginn að hún í fyrsta sinn í þessu héraði og hann hylltur. Það var mjög vand að til þessarrar samkomu. M. a. æfðir tveir kórar. Frú Elísabet á Grenjaðarstað, sem fyrr er get- ið stjórnaði kvennakór en Ás- kell Snorrason frá Þverá tónskáld, stjórnaði blönduðum kór. Til þessa kórsöngs komu konur víða og langt að úr héraðinu. Meðal mývetnskra kvenna var Þuríður í Baldursheimi. Hún hefir eflaust átt 3—4 klst. reið hvora leið á æfingar. Og Aðalbjörg húsfreyja á Mýri í Bárðardal átti sex klst. reið hvora leið. En konurnar töldu ekki eftir sér erfiði né tíma og oft heyrði ég þær minnast þess ara dýrðlegu daga og ekki síður

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.