Tíminn - 05.05.1966, Blaðsíða 5

Tíminn - 05.05.1966, Blaðsíða 5
FJMMTUDAGUR 5. maí 1966 5 Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvœmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjómar- Tómas Karlsson Aug- lýsíngastj.: Steingrimur Gíslason Ritstl.skrifstofur I Eddu- hCt^Siu, simar 18300—18305 Skrifstofur Bankastraeti 7 Af- greiðslusími 12323. Auglýsingasimi 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300. Askriftargjald kr 95.00 á mán lnnanlands — f lausasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f 160% Samkvæmt fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir áriS 1966 verða heildartekjur borgarinnar og fyrirtækja hennar og stofnana yfir 1300 nnlljónir króna Til saman- burðar má geta þess, að síðasta fjárhagsáætlun næsta kjörtímabils á undan því, sem nú er að ljúka, hljóðaði app á um það bil 500 milljónir króna og þar með taldar á sambærilegan hátt tekjur fyrirtækja borgarinnar og stofana. Hér er átt við fjárhagsáætlunina 1966. Þannig hefur aukningin á þessu eina kjörtímabili, sem nú lýkur, á álögum á borgarana orðið rúmar 800 millj- ónir króna — eða hvorki meira né minna en 160%! Ekki verður sagt, að meirihluti Sjálfstæðisflokksins hafi ekki haft úr neinu að spila! Það skal að vísu viðurkennt. að dýrtíðarvöxtur í land- inu hefur verið meiri á þessu kjörtímabili en nokkru sinni fyrr og því ræður einnig Sjálfstæðisflokkurinn. Engu að síður er sjáanlegt af þessum tölum, að álögu- aukningin hefur verið gífurleg umfram verðbólguvöxt. Þegar meirihlutinn samþykkti í vetur að leggja 1300 milljónir króna á borgarbúa á þessu ári, var yfirskriftin í Morgunblaðinu: „Afsláttur á útsvörum a.m.k. sá sami og í fyrra“. Borgarbúar munu eflaust finna það skömmu eftir kosn- ingarnar, þegar útsvarsseðillinn kemur, að „afsláttur- inn“ af útsvörunum verður álíka jéttvægur og hann var í útsvarshneykslinu 1964. Ekkt virtist draga mikið úr þunga útsvaranna í fyrra, og voru þó fasteignagjöld tvö- földuð á því ári. Svo á það að teljast sérstaklega þakkarvert og bera vott um sérstakan dugnað og hagsýni meirihlutans, að þess sjást nokkur merki í framkvæmdum borgarinnar, að allar þessar fúlgur hafa verið teknar af íbúum Reykja- víkur! Hitt er þó vissulega meira íhugunarefni, að þess skuli ekki sjást frekari merki í framkvæmdum borgarinnar, að álögur hafa verið hækkaðar um 160% á fjórum árum. Það ber þess merki, að Geir borgarstjóra er annað betur gefið en traust fjárstjórn. Alger uppgjöf Eldhúsdagsumræðurnar, sem fóru fram a mánudags- kvöld og þriðjudagskvöld, voru að einu leyti alveg sér- stæðar. Aldrei fyrr hafa ríkisstjórn og stuðningsmenn hennar játað eins fullkomlega að ríkisstjórnin réði ekki neitt við dýrtíðina. Engin ríkisstjórn hefur líka gef- izt eins algerlega upp við að fást við þann vanda. Stjórnarliðið gat ek'ki annað en játað að hér væri um fulla uppgjöf að ræða. í hvaða öðru lýðræðisríki, þar sem ríkisstiórnin hefur þannig gefizt upp við aðalhlutverk sitt myndi hún sjá sóma sinn í því að segja af *éi. Engir ábvrgir menn hanga í stjórnarstólum eftir að þeir finna, að þeir hafa engin tök á því að stjórna. Ríkisstjórnin situr samt áfram sem fastast. Hún læt- ur sig einu gilda, þótt dýrtíð ';axi, heldur magnar hana sjálf sem kappsamlegast, sbr tiskverðshækkunina og smjörlíkishækkunina. Hún sér enga aðra leið en dýrtíðar- leiðina. Hér verða því kjósendurni? að grípa í t.aumana við fyrsta tækifæri. Þeir verða að knýja það fram með at- kvæðaseðlum, að breytt verði nm stefnu og starfshætti. Öðruvísi verður stefnubreyting ekki knúin fram. TÍMINN____________________________ Freymóður Jóhannsson: Úthlutnn listamannalauna Eyjólfur Eyfells og Ásgeir Bjarnþórsson enn settir hjá -— Gremja manna — Tilraunir til úrbóta — Lagafrumv. á Alþingi Síðan blaðinu barst grein þessi hefur komið fram og verið sam- þykkt á Alþingi tillaga um að skora á ríkisstjórnina að láta undirbúa frumvarp um nýja skipan á úthlutun listamanna- launa. Jafnframt hefur verið samþykkt, að frumvarp þeirra Karls Kristjánssonar og Gils Guðmundssonar, sem rætt er um í greininni, verði höfð til hlið- sjónar. Ætlazt er til, að áður- nefnt frumvarp verði tilbúið fyr- ir næsta þing. Úthlutun listamannalauna hef ” ur hverju sinni orðið hið ógeð- felldasta þrætuepli og óánægjan ' magnast, að því er mér virðist, ár frá ári. .Úthlutunin hefur í vaxandi mæli tekið á sig ,,pólitískan“ blæ á hinn furðulegasta hátt, — en þó sennilega af útreiknan- legum !ástæðum. Úthlutunar- nefndin hefur sem sé hverju sinni verið kosin af stjórnmála- flokkunum á Alþingi og því full- trúi þeirra. Úthlutunin hefur af sömu ástæðu jafnan verið hlut- dræg, og það í meira lagi á stundum, — skussar verið verð- launaðir, en kunnáttumenn, sem hafa verið of ærukærir til þess að feta betlaraleiðina til nefnd- arinnar og eiga með því á hættu stimpii 4. eða 5. flokks, — verið settir hjá eða þeim hreinlega gleymt. Þegar ég leit yfir síðustu út- hlutun nú eftir nýárið og staldr- aði við nöfn málaranna, sakn- aði ég enn ýmsra þeirra, er sett- ir hafa verið hjá árum saman, en eru svo sannarlega verðugri þessarar viðurkenningar, ef við urkenningu skyldi kalla, heldur en sumir þeir, er tekið hafa upp gólfþurrku-stfl síðari tíma og hlotið þóknun fyrir. Einkum eru það tveir menn, sem ég get ekki, að þessu sinni, stillt mig um að nefna á nafn, þó fleiri ættu það vissulega skilið, — en það eru listmálararnir Eyjólfur Eyfells og Ásgeir Bjarnþórsson. Eyjólfur hefur aðeins einu sinni, fyrir mörgum árum, hlot- ið lág-flokka-skráningu, eða eigum við að nefna það viður- kenningu, að eignast við það sömu aðalstign^ að sá er þetta ritar, — en Ásgeir aldrei, — segi og skrifa: aldrei! Eyjólfur verður áttræður á þessu ári, — Ásgeir 67. Skínandi framkoma við þessa menn!! — Finnst ykk- ur ekki? Þó eru þessir menn meðal sönnustu og snjöllustu listamanna okkar og áratugum saman landskunnir fyrir næm- an skilning á okkar fagra landi, eða fólkinu sem hér býr, og sanna listræna og sálræna túlk- un viðfangsefna sinna. Þó þetta sé nú slæmt, söm hér hefur verið sagt, er þó hin háðungin, þessarar árlegu úthlut- unar hinna svokölluðu lista- mannalauna sínu vérri. — sem sé sú. að flokka styrkþegana í marga flokka, 1.-2.-3.-4.-5. flokks listamenn eða hamingjan má vita hvað flokkarnir hafa verið margir þegar þeir hafa ver ið flestir. Hlýtur þó hver meðal vitiborinn maður að geta skilið. að 3.-4. eða 5 flokks listamenn eru hvergi til. Annaðhvort eru menn listamenn, eða ekki. Er því fjarstæða að reyna að raða þeim f gæðaflokka. eins og varn- Ásgeir Bjarnþórsson Eyjólfur Eyfells ingi eða matvöru, feitmeti, kjöti eða grænmeti, svo að maður nefni nú ekki annað verra á nafn. Þessi flokkaskipting úthlutun- arnefndanna hefur hins vegar orðið nokkurs konar brenni- merki, er valdið hefur sumum þolendum þess, hinum sönnu listamönnum, óbærilegum þján- ingum og blygðunartilfinningu, þó þeir hafi neyðst til að þiggja þessar krónur, vegna bágborins efnahags. Má því með all mikl- um sanni segja, að betra sé að vera settur alveg hjá, en fá á sig þennan árlega háðungarstimp il, — 4. eða 5. flokks listamaður! Flestir hugsandi menn, sem finna ti! einhverrar ábyrgðar, hafa líka séð, að svona getur þetta ekki haldið áfram. Hafa nokkrir þeirra gert virðingar- verðar tilraunir til úrbóta, þó að litlu gagni hafi komið tii þessa. Nú er því enn framkomnar á Alþingi tilraunir til að leysa þessi mál. eða lagfæra að minnsta kosti. Á ég þar við frumvörp þeirra Karls Kristjáns sonar og Gils Guðmundssonar. Þá margt gott sé um frum- varp Gils Guðmundssonar að segja, þá virðist það of þungt í vöfum og of fjölþættu og víð- tæku valdi í listmálum almennt komið í hendur of fárra manna, ef samþykkt yrði. Frumvarp Karls Kristjánssonar er hins vegar einfaldara í sniðum og úr- skurðarvaldinu í einstökum at- riðum dreyft-meira á milli sér- ábyrgra nefnda í hinum ýmsu listgreinum. Bæði frumvörpin gera ráð fyr- ir, að Alþingi verji að minnsta kosti fimm milljónum króna ár- lega í þessu skyni. Iíöfuðkostur beggja frumvarpanna er fækk- un úthlutunarflokkanna í hverri listgrein í 2 aðalflokka, al- mennan flokk og heiðursflokk. Er þetta stórt spor i rétta átt og vel viðunandi lausn, eftir at- vikum. En þetta er öllu einfaid- ara og ákveðnara í frumvarpi Karls. Skal frumvarp hans því at- hugað nokkru nánar. Ef frumvarp Karls Kristjáns- sonar yrði að lögum, mundu listamenn þeir, er Alþingi sjálft verðlaunaði við síðustu úthlutun 5 að tölu, ásamt 5 öðrum hugs- anlegum, hljóta heiðurslaun í þeim flokki við fyrstu úthlut- un, eftir gildistöku laganna, — nálægt 100.000,- kr. hver. Yrði það samtals nálægt einni millj. króna. En samkvæmt frumvarpi Karls, gætu menn í þessum flokki orðið í hæsta lagi 12, — nema að fjárveitingarákvæðum yrði breytt. f hinum almenna flokki gætu orðið allt að 38 manns með um 66.000,- kr. árs- styrk hver, eða samtals um 50 manns í báðum flokkunum, er fengju þá í árslaun samtals um 3% milljón króna. Er það næst- um sama tala listamanna og þeirra, er voru í þremur efstu flokkunum við síðustu úthlutun, en í þeim voru samtals 49 manns með hlutfaíislega 75, 50 og 30 þúsund kr. hver. Fjárhæðin er hins vegar svipuð og öll úthlut- unarupphæðin síðast. Þar sem 126 manns fengu lista mannalaun við síðustu úthlutun, vantar hins vegar allmikið á, að jafn margir komist að í þessa 2 flokka, samkvæmt frumvarpi Karls, — eða 77 manns. En til þess að mæta því gerir frum- varp Karls ráð fyrir, að úthlut- unarnefndirnar hafi samtals til umráða nálægt 1% milljón fyrsta árið og eftir það ekki minna en lVé milljón árlega, — og noti þá fjárhæð til að styrkja, eftir ástæðum og mati, listamenn til vissra tiltekinna starfa, hvern og einn, — og þá að sjálfsögðu þá listamenn er ekki hefðu feng- ið föst árleg laun samkvæmt flokkunum tveim. Færi það þá að sjálfsögðu eftir mati nefnd- armanna hve mikið hver einstak ur fengi og hve margir. Þessi áður greindu 77 menn fengu við síðustu úthlutun sam- tals 1.395.000,- í styrk. Er það næstum sama fjárhæðin, eða svipuð, og sú, er nefndirnar mundu hafa, samkvæmt frum- varpi KarlS, til stuðnings þess- um sömu mönnum, eða öðrum er þættu þessi maklegri. Annar höfuðkostur á frum- varpi Karls Kristjánssonar er sá, að það gerir ráð fyrir að hver deild fyrir sig, — rithöf- unda, myndlistarmanna, tónlist- armanna og leiklistarmanna, ráði sjálf að mestu leyti vali þeirra manna, er úthluta eiga hverju sinni hennar listamönn- um þeirra launum. Ætti því að vera nokkuð tryggt, að hver nefnd hefði fullt vit á, hvað hún er að gera og hið óþolandi „póli tíska“ mat væri þar með úr sög- unni. Þá breytingu tel ég nauðsyn- Framhald á bls. 15 ■ I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.