Tíminn - 05.05.1966, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 5. maí 1966
TÍMINN
54
ensku kirkjunnar notað til að koma hálfu níunda kílói af
ópíum frá Bombay til Singapore. Giæpamennirnir komust
einhvem veginn yfir farþegalistana, og þegar þeir sáu að
sérstaklega tiginn farþegi var með, brugðu þeir við og
sendu á eftir honum fulla tösku af eiturlyfjum undir því
yfirskyni að hún hefði gleymzt úr farangri.
Upp komst um þetta bragð, þegar sérþjálfaður hundur,
einn af mörgum sem notaðir eru til að þefa uppi ópíum,
réðst á eftirlegutösku biskupsins.
Enn kynlegri er sagan af apaflutningunum. Um eitt skeið
voru apar í þúsundatali fluttir frá Indlandi til Bandaríkj-
anna vegna rannsókna á lömunarveiki. Af dýrum þessum er
stækur þefur, svo apaflutningavél verður ekki notuð til
mannflutninga fyrst um sinn. Var því það ráð tekið að
flytja apana í sérstakri leiguvél. Þefurinn af ópíumi er
álfka sterkur og af hvítlauk, og Fish datt í hug að daunn-
inn af nokkur hundruð öpum væri tilvalinn til að breiða
yfir flutninga á eiturlyfinu.
Honum tókst að koma tveim starfsmönnum sínum í apa-
flutningaflugvélina til aðstoðar við dýragæzlu. Hnífur þeirra
komst í feitt í Bahrein, þegar á daginn kom að flugaf-
greiðslumaður þar annaðist smygl í stórum stíl. Við leit í
Karachi fundust í einni flugvél sex tveggja og hálfs kílós
bögglar af ópíum, vafðir í tuskur sem gegnvættar höfðu
verið í frönsku ilmvatni.
Níundi kafli.
Góðviðriskvöld eitt árið 1952 seig hollenzka farmskipið
Combinatie frá hafnarbakkanum í Tangier og sneri stefni
út á hlýtt og blátt Miðjarðarhafið. Hópur iðjuleysingja og
sjómanna stóð að vanda á bryggjunni og horfði á eft.ir skip-
inu, sem var 249 tonn .Á stjórnpalli stóð Van Delft skip-
stjóri, reyndur maður og snarráður, ættaður frá Rotterdam,
og vanur siglingum á öllum heimsins höfum. Argentínskur
kaupsýslumaður, Pastorino að nafni, hafði tekið skip hans
á leigu, og í lestinni voru 2700 kassar af sígarettum sem
fara áttu til Möltu. Um þessar mundir var smygl um frí-
höfnina í Tangier í hámarki.
Klukkan eitt eftir miðnætti 4. október sat Van Delft
skipstjóri og reykti síðustu pípuna fyrir svefninn. Combina-
tie var stödd hundrað og tuttugu mílur norðaustur af
Tangier, á að gizka sextán mflur undan Spánarströnd. Lá-
dautt var og siglt beina stefnu. Skipstjórinn hafði samband
við vélarrúmið til að ganga úr skugga um að þar væri allt
í lagi og bað fyrsta stýrimann að koma eftir tíu mínútur
að taka við stjórn. Skipverjar á frívakt sátu við spil og
Pastorino var steinsofnaður.
Allt í einu kom rennilegur, hvítur mótorbátur í ljós á
stjómborða og dró ört á Combinatie. Þegar hann náði skip-
inu var dregið úr ferðinni og siglt jafnhliða því í tíu faðma
fjarlægð. Skothríð úr handvélbyssu dundi á stjórnpallinum
og rödd með bandarískum hreim kallaði: „Stöðvið vélina.
Við ætlum að koma um borð.“
Van Delft skipstjóri heyrði vel til mannsins og hringdi
í vélsímann. Hann vissi að skip hans var allt of hægskreitt.
— Hverjir eru þið? kallaði hann á móti. — Hvað viljið
þið?
— Það látum við vita, þegar við erum lcomnir um borð.
Van Delft greindi að minnsta kosti sex vopnaða menn
á þilfari vélbátsins. Nú var öll skipshöfn hans lika komin
út á þiljur en óvopnuð. Þar stóðu Bachmann stýrimaður,
Moules matsveinn, vélamennirnir Sankey og Clover, Manuel
háseti og farþeginn Pastorino, berfættur og í slopp utan-
yfir náttfötunum.
— Hvað er um að vera, skipstjóri? spurði hann.
— Það hef ég ekki hugmynd um, en þessir menn eru
vopnaðir og skipa mér að stanza.
Combinate hafði numið staðar og vaggaði sér létt á undir-
öldunni. Mótorbátnum var lagt upp að skipinu og bundinn við
það. Fimm menn með grænar grímuhettur, svipaðar þeim
sem Ku Klux Klan notar, og vopnaðir handvélbyssum stukku
yfir borðstokkinn. Foringinn æpti nýja skipun:
— Upp með hendurnar, allir saman, og setjist á dekkið.
Gerið eins og ykkur er sagt, þá verður ykkur ekkert gert.
Hann stóð fyrir framan hópinn með byssuna á lofti meðan
félagar hans bundu hendur skipshafnarinnar og Pastorion
á bak aftur. p
F
t
5
i
KONI
KONI
HÖGGDEYFAR
FYRIRLIGGJANDI
í EFTIRTALDAR
BIFREIÐIR:
Chevrolet fólksbfla ................... 1949—‘64
Chevrolet Chevelle ................... 1964—‘65
Chevrolet vörubfla ................... 1955—‘58
Dodge fólksbfla........................1951—‘63
Ford fólksbfla ....................... 1949—‘62
Land Rover ..................... 1954—‘64
Mercedes Benz ................... 1956—‘61
Opel Karavan .................... 1955—‘63
Opel Rekord ..................... 1955—‘63
Opel Kapitan..................... 1958—‘63
Rambler Classic ................. 1962—‘65
Scania Vabis
Skoda Oktavía ................... 1956—‘64
Volkswagen 1200 ................. 1960—‘64
Volga
Wiflys Jeep ......:.............. 1941—‘52
SMYRILL
Laugavegi 170, sími 1-22.60.
ÁKLÆÐI
Þér, sem xaupið ný húsgögn eða látif endurnýja
áklæðj: Snvrjið bólstrarann um sterka alullar-
ákiæðin frá O'itimu Meða1 klæða. sem eru ný á
markaðinum. eðí* hafa þegar h'otið sérstakar vin-
sældir bendum vér á gerðir sem auðkenndar
eru þannig:
L-8 grænbrtmt
R ? blátt
B-S Ijósbrúnt
V-134 rantt
L-54 grænt
R-4 dökkblðtt
H-9 liósgulRrænt
V-138 erænt-brúnt
svart .
R-2 ólifngrænt
R-6 grængnlt
V-112 Uósbrúnt
V-143 blátt-svart
Athugið. að mikilvægt er, að áklæðið sé úr alull
og hafi fengið þá fágunarmeðferð, sem dúkum
úr ull er nauðsynleg.
Últíma, Kjörgarði
GLERULL - TREFJAPLAST
Glerullareinangrun 1 mottum og gierullarhólkar
ýmsar stærðir.
Trefiaplast á þök. gólf og veggi einnig til iðnað-
ar fyrirhggiandi Höfum útlausi goitiakk á harð-
við og dúka, afar mikið shtþoi og þolir mikinn
hita.
IÐNFRAMI, S.F.,
Hverfisgötu 61, sími 21364 Reykiavík.
Fimmtudagur 5. maí
7.00 Morgunútvarp 12.15 Hádeg
isútvarp 13.00 Á frívaktinni. Ey
dís Eyþórsdóttir sér um óska-
: lagaþátt
fyrir sjó-
menn 15.00
Miðdegisútvarp 16.30 Síðdegis
útvarp. 17.40 Þingfréttir 13.00
Úr söngleikjum og kvikmynxi
um. 18.45 Tilkynningar 19.20
Veðurfregnir. 19.30 Fréttír 20.
00 Daglegt mál Árni Böðvars
son flytur þáttinn. 20.05 Tón
leikar í útvarpssal. 20.30
Byggðarlýsing Héðinsfiarðar
Sigurbjörn Stefánsson flytur
erindi frá Guðlaugi Sigurðs=vni
á Siglufirði. 20.50 Einsóngur
Gloria Davy syngur negrasaima
21.10 Trúlofun. gifting og brúð
arsæng Svava Jakobsdotíir
spjallar um brúðkaupssiði í
Svíþjóð- 21.30 Konsert i c-
mill fýrir tvö píanó og hlióm
sveit eftir Jóhann Sebasfian
Baeh. 21.45 Ung ljóð Nma
Björk Árnadóttir les úr Ijóða-
bók siniii. ásamt með Arnari
Jónssyni. 22.00 Fréttir >g veð
urfregnir. 22.15 „Jarðarfór"
smásaga eftir Guðmund Frið-
jónsson: síðari hluti Sigurður
Sigurmundsson bóndi i Hvítár
holti les. 22.40 Djassþáitur
Ólafur Stephensen kynnir 23.
10 Bridgeþáttur Hallur Simon
arson flytur 23.35 Dagskráriok
Föstudagur 6. maí
7.00 Morgunútvarp 12.00 Há-
degisútvarp 13.15 Lesin dag-
skrá næstu viku. 13.30 Við vinn
runa 15.00
| Miðdegis-
útvarp 16.
30 Síðdegisútvarp 17.00 Fréttir
17.05 Tónlist á atómöld Þorkeil
Sigurbjörnsson kynnir nvjar
músikstefnur 18.00 íslenik tón
skáld: Löig eftir Jón yg Sig-
valda Kaldalóns 1845 rilkvnii
ingar. 19.30 Fréttir. 20.00 Kvöld
vaka. a. Lestur fornrita. o. Sið
asta ferð Reynistaóabræðra. c.
Á Kiii d. Tökum lagið e. f
hendingum Þórður Halldórsson
frá Dagverðará flytur frinnort
kvæði og stökur 21 25 Útvaros
sagan: „Hvað sagði tröllið?“
eftir Þórleif Bjarnason Höf.
flytur 22.00 Fréttir og veður
fregnir. 22.15 íslenzkt mál Jón
Aðalsteinn Jónsson eand mag.
flytur þáttinn 22.35 Vætur-
hljómleikar. 23.25 Dagskrárlok.
Ctgerðarmcnn
.
FiskvinnslustöíKai
Nú er rétti timinn að at-
huga um bátakaup fvnr
vorið. Við höfum ti) sölu
meðferðar úrval af skinum
frá 40-18d lest.a Hafið sarp
band við okkur. ef bér
þurfið að kaupa eða selja
fiskiskip.
Uppl. í símum 18105 og
16223. utan skrifstofutima
36714.
FyrirgreiSslusltrifstofan,
Hafnarstræti 22.
Fasteignaviðskipti:
Björgvin Jónsson.
Auglýsið í Tímanum