Tíminn - 05.05.1966, Blaðsíða 1

Tíminn - 05.05.1966, Blaðsíða 1
Augiýsing 1 Hmanuro kemur daglega fyrir augu 80—100 þúsund lesenda Þessi mynd var tekin i upphafi fundarins af nokkrum hluta fundargesta í Súlnasalnum. Þá þegar var orðiS fullt út úr dyrum, (Tímamynd GE) EJ—TK—Reykjavík, miðv.dag. Hinn fjöimenni og glæsilegi kjósendafundur B-listans í Súlnasalnum á Hótel Sögu í kvöld, sannaði eftirminnilega, að straumurinn liggur nú til Framsóknarflokksins, og að kjósendur hafa hug á að efia hann mjög í borgarstjórnar- kosningunum 22. maí. Á fund- inum héldu sjö efstu framfcjóð endur Framsóknarflokskins í Reykjavík ræður — Einar Ágústsson, Kristján Benedikts son, Sigríður Thoriacius, Oð iin Rögnvaldsson, Guðmundur Gunnarsson, Gunnar Bjarna- son og Kristján Friðrikssor. Var mjög góður rómur gerður ^ að máli þeirra, og á fundinum kom í ljós ákveðinn ásetninguv Framsóknarmanna um að efla flokkinn sem mest í borginni og vinna ötullega og skipulega að hagsmunamálum borgar- anna í heild. aukna varmaöflun, nýja hafnar gerð, m. a. fyrir smábáta, á- samt betri nýtingu og skipu- lagi í gömlu höfninni, auknar skólabyggingar og betra fyrir komulag fræðslumála, sjúkra- hús og heilsugæzlu, velferðar- mái aldraðs fólks, aðstoð við vangefna, öflugan stuðning við listir, fegrun borgarinnar, barnaheimili og leikskóla, íþróttalíf og tómstundastarf ungmenna, svo nokkur atriði séu nefnd. Einar sagði í lok ræðu sinn ar m. a., að Sjálfstæðisflokkur inn hefði nú stjórnað borginni í áratugi og væri farinn að líta á borgina sem eign sína. Svo löng og örugg meirihlutaað- staða gerir þá makráða og ósamvinnuþýða, sem m. a. kem ur fram í því að neita sjálf sögðum kröfum minnihluta- flokkanna um bætta vinnuað- stöðu. Reykvíkingar eiga nú þess kost að vekja þennan flokk af værðarblundinum með því að minnka meirihluta hans og helzt eyða honum alveg. Við sem erum í kjöri fyrir Fram- sóknarflokkinn biðjum Reyk- víkinga að kynna sér stefnu- mál okkar og málflutning. Við treystum því að heilbrigð dóm greind fái að ráða atkvæðum manna á kjördag og kvíðum ekki þeim dómi. Kristján Benediktsson, kenn- ari, ræddi um borgarmálin al- mennt og starf borgarstjórnar á síðasta kjörtímabili. Hann ságði, að greinilegt væri nú, að Framsóknarflokkurinn hefði mikinn byr í seglin í borginni. Ástæðurnar fyrir því, væru fyrst og fremst þrjár. í fyrsta lagi, þá væri það aukin kynning á flokknum og baráttumálum hans meðal borg arbúa. í öðru lagi óvinsældir og ráðleysi ríkisstjórnarinnar, og í þriðja lagi málefnabarátta Framsóknarflokksins í borgar stjórn. Kristján vék síðan að ýmsum borgarframkvæmdum, og benti á það, sem fyrst og fremst hefði farið aflaga hjá íhalds- meirihlutanum. Hann sagði, að mikill skortur væri nú á skóla húsnæði í borginni, og eins á dagheimilum og leikskólum. Hann benti á, að Öitaveitan væri í hinum mesta ólestri í gamla bænum, og þar væni ekki fyrirhugað að gera neitt til úrbóta. Mikill hluti borgar búa byggi enn við moldargöt- ur, og þó væru gangstéttalagn- ir enn skemur á veg komnar. Þá sagði Kristján, að sam kvæmt skýrslum borgarlæknis væru í dag á annað hundrað íbúðir í borginni óíbúðarhæfar, og álíka mikið af húsnæði væri Framhald á bls. 13. Einar Ágústsson ræddi ai- mennt um borgarmálin og gerði grein fyrir stefnumálum Framsóknarmanna. Einar sagði, að Framsóknarmenn myndu leggja áherzlu á að knýja fram meiri sparsemi og hagsýni í rekstri borgarinnar og fyrirtækja hennar, stuðning við atvinnuvegi borgarinnar, skipulagsmálin og samstarf við grannsveitarfélög um þau, hús næðismálin með hliðsjón af nýjungum er lækkað geti bygg ingarkostnað, úrbætur í lóða málum, varanlega gatnagerð með tilheyrandi gangstígum, endurbætur á hitaveitunni og Ræðumenn á fundinum: Tallð frá vinstri, Guðmundur Gunnarsson, Gunnar Bjarnason, Anna Tyrfingsdóttir, fundarritari, Jóhannes Elíasson, fundarstjóri, Kristján Benediktsson, í ræðustól, Óðinn Rögnvaldsson, Sigríður Thorlaeius, Einar Ágústsson og Kristján Friðriksson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.