Tíminn - 05.05.1966, Page 9

Tíminn - 05.05.1966, Page 9
FIMMTUÐAGUR 5. maí 1966 TÍMINN Halldór Þorsteinsson: „Steiktar dúfur nújá. Séð hefur maður annað einsá< Ekki linnir veizluhöldum í höf- { uðborginni, þótt vor sé í lofti og | krían rétt ókomin. Við erum ekki I fyrr staðin upp frá allsnægtaborð- j inu en að okkur er boðið í dúfna- veizlu af sama gestgjafa. Nei, þetta er annars ekki allskostar rétt, af því að það er reyndar pressarinn, sem er gestgjafinn við þetta tækifæri. Enda þótt hann sjálfur hafi ekki haft annað en fisk og kartöflur í hvert mál alla sína tíð, þá tekur hann upp á því á sjötugs afmæli sínu að bjóða símaskránni upp á steiktar dúfur á Grandhóteli. Hvað á slíkt uppá- tæki eiginlega að þýða kynnu ein- hverjir sérvitringar að spyrja. Nú liggur það ekki í augum uppi, að hann heldur þessa dýrlegu veizlu einmitt vegna þess að hann „skil- ur tilgang lífsins" eins og konan hans kemst að orði. Pressarinn, sem gerir kraftaverk með pressujárni, er kærleiksmað- ur og dulspekingur í senn. Þessi saklausa sál og hrekklausa unir sæl við sitt, ágirnist ekiki þessa heims gæði og gerir sig ánægða með soðningu með kartöflum og export. „En vinna sitt lítilfjör- lega verk eftir getu í horni, þar sem ekki er hávaði og enginn tek- ur eftir manni. Það er mitt rórill, kona, og það veiztu,“ segir press- arinn á einum stað. Á sama hátt og hálfbróðir hans, hann Ibsen Ljósdal í Prjónastofunni, þá lif- ir þessi dulspaka sál og hrærist í yfirskilvitlegum hugarhieimi, haf in yfir hálfsannindi, blekkingar og lífslygi. Þeir sem fundið hafa sann leikann eða ratað hafa á réttan „veg“ (Taó) eru sáluhólpnir og „fyrir ofan tíðina" og jafnvel fyr- ir ofan lífið eða að minnsta kosti fyrir ofan það líf, sem aðrir mann lega breyzkir jarðbúar lifa. Höfundur etur hér saman „yin“ og- „yang“ þ. e. a. s. jákvæð- um öflum mannlífsins og neikvæð um eða með öðrum orðum ósvikn- urn mannvini og dulspekingi ann- ars vegar og lífsþægindasnápum og falsspámönnum hins vegar. Dyggðum prýtt góðmenni með geislabaug frá Austurlöndum stendur einn og óvaldaður, en þó alltaf jafnóbifanlegur andspænis sníkjusálum, nagdýrum og mann- úðarlausum níðhöggum, sem eru reiðubúnir að fórna öllu, siðgæði, æru og mannreisn fyrir peninga og völd, metorð og titla, lystisemd ir og lífsþægindi. Þetta skilst mér Sviðsmynd úr Dúfnaveizlunni. Gísli Halldórsson á stólnum. eða misskilst kannski!, að sé „sá innri veruleiki, sem í leiknum felst.“ Úr þessum andstæðum sem ur Halldór Laxness skemmtunar- leik í hvorki meira né minna en fimm þáttum. Finnst ykkur ekki, lesendur góðir, fjarstæðustíllinn fullkomnaður, þegar yfirlætislaus Suðurnesjamaður setur upp aust- urlenzkan geislabaug um sinn þorskhaus. Ég bið alla Suðurnesja menn afsökunar á orðbragðinu, en pressarinn hans Kiljans er ekki sú manngerð, sem gumar af gáf- lum sínum og brjóstviti. Hann er lítillætið sjálft og hæverskan. Enda þótt ekki sé að finna jafnóhrjáleg missmíði á Dúfnaveizl- unni eins og Prjónastofunni, þá 1 er þetta síðasta hugverk nafna míns ekki vænlegt til að valda straumhvörfum í íslenzkri leiklist. Greinilegt er, að höfundurinn hef- ur lagt mesta rækt við samning fyrsta og annars þáttar, enda eru þeir ólíkt heillegri og skemmti- legri en þættirnir þrír, sem á eft- ir fara, en það er auðvitað ekki mikið sagt. Allri orku sinni og hugmyndaflugi virðist Kiljan hafa eytt í byrjunina, en látið svo kylfu ráðá kasti með miðhlutann og end írinn Ef frá eru talin örfá tilsvör, sem hitta beint í mark, þá virð- ist það vægast sagt furðu sæta hversu skopskyn Halldórs Lax- ness hefur sljóvgast og dofnað und anfarin ár. Hvílíkur reginmunur er ekki á samtölum 1 leikritum hans annars vegar og skáldsögunum hins vegar og þá einkum þeim eldri. í þeim síðarnefndu er kímn in mergjuð, hárbeitt og markvís, hvort heldur er um frásögn eða samtöl er að ræða, en samtöl í leikriti og skáldsögu eru sitthvað, eins og allir vita. Fyndnin í leik- húsverkum verðlaunaskáldsins, ef fyndni skyldi kallast, er helzt fólgin í strákslegum útúrsnúning- um og fátæklegum fjarstæðum. Nú væri ef til vill ekki úr vegi að vitna í nokkrar setningar okk- ur til frekari glöggvunar og við- miðunar. í dúfnaveizlunni spyr Anda Gvendó: ,,Það opinbera, hvaða helvítis kvikindi er það?“ í fimmta þætti, þegar pressarinn og kona hans ætla að fara að heimsækja „dóttur" sína í fangels- inu, þá finnst gamla manninum ekki annað við eiga en, að kon- an setji upp fjaðrahatt í staðinn fyrir húfuna gömlu, og hún svar- ar á þessa leið: „Fjaðrahatt? Ég, fótalaus manneskjan . . . .“ Sum- um finnst þetta eflaust gráthlægi- legt og þeir um það. Aðeins tvær eða þrjár persón- ur eiga samúð höfundar, en það er vitaskuld góðmennið með barns hjartað og kona hans og svo hún Anda. Á hinum afkvæmum sín- um hefur hann bæði fyrirlitningu og skömm, þó segja megi, að hann sjái aumur á Gvendó annað veifið. Það er ekki nema von, að fari illa fyrir þessum greyjum, sem hafa farið svo gersamlega á mis við föðurlega umsjá og ástúð. Rögn- valdur Reykill, Gvendó og veizlu- gestir eru dregnir svo óskýrum dráttum og daufum, að það er ekki heiglum hent að vita, hvaða hlutverki þeir eiga að gegna í Dúfnaveizlunni. Það er kannski ljótt að segja það, en sannleik- urinn er sá, að eftir annan þátt er fjandinn laus og leikskáldinu tekst ekki að fjötra hann fyrr en rétt undir leikslok. Leikstjórn Helga Skúlasonar er MINNING Sigurður Steinþórsson Sigurður Steinþórsson var fæddur að Litluströnd í Mývatns- s\'eit 11. ókt. 1899. Að honum stóðu miklar ættir norðlenzkar. Faðir hans var Steinþór Björnsson bóndi og byggingarmeistaii á Litluströnd, kominn af Becks-ætt í föðurætt, en Þúfnavallaætt í móðurætt. Móðir Sigurðar var Sig rún Jónsdóttir alþingismanns Sig urðssonar á Gautlöndum og er því Gautlanda- og Reykjahlíðarætt móðurkyn hans. Heimahagar Sigurðar Steinþórs sonar vorú að Litluströnd. Þar ólst hann upp hjá foreldrum sln um og með bræðrum sínum fjór um en þeir eru Steingrímur frv. forsætisráðherra, Þórir fyrv. skóla stjóri i Reykholti, Eggert læknir í Reykjavík — allir mannkosia og hæfileikamenn eins og þeir eiga kyn til. Um tvítugsaldur fór Sig- urður úr föðurhúsum til náms í og lauk þaðan prófi með ágætum vitnisburði enda voru námsgáfur hans frábærar. Tæplega 84 ára gamall eða vorið 1923 réðist hann kaupfélagsstjóri að kaupfélagi Stykkishólms og var hann fyrsti kaupfélagsstjóri félagsins. Þessu starfi gegndi hann síðar í nærri þrjá áratugi að hann fluttist til Reykjavíkur Sigurður kvæntist eftirlifandi konu sinni Önnu Odds dóttur, hinn 28. ágúst 1926. Anna er dóttir hinna góðkunnu hjóna Odds Valentínusarsonar hafnsögu manns í Stykkishólmi og Guð rúnar Hallgrímsdóttur. Hjónaband þeirra Sigurðar og Önnu var íar- sælt og heimili þeirra löngum róm að fyrir snyrtimennsku, gest- risni og rausn enda var þar jafn an gestkvæmt. Þau eignuðust fjög ur mannvænleg börn, sem öll eru á lífi en þau eru Steinþór list- málari, Gunnar deildarstjóri hjá Loftleiðum, Haraldur jarðfræðing ur og Sigrún bankaritari. Auk þess ólu þau hjón upp tvær fóstur- dætur, systurbörn Önnu, þær lngi björgu og Önnu Þorvaldsdætur. Fundum okkar Sigurðar Stein- þórssonar bar fyrst saman er hann réðist starfsmaður raforkumála- stjóra um miðjan marzmánuð 1954. En þar höfum við starfað saman síðan Kynni mín af Sigurði þessi Framhald á bls. 12. ^ “bb ”5 11 dlidl ðVU IuIIqI ocill hún nær eða réttara sagt getur náð þ.e.a.s. til loka annars þáttar. Lítt er þar að leikhraða, staðsetning- um og túlkunarmáta að finna. Þeg ar aftur á móti þriðji þáttur hefst er allt i hvers höndum og leik- stjóranum er í rauninni vorkunn, þótt honum veitist erfitt að stjórna þessu sundurleita liði, sem Kiljan hefur boðið út. Fyrir utan góðmennið með geislabauginn, konu hans og Öndu, þá eru þarna samankomnir fjárplógsmenn af lægstu gráðu, fatahreinsunarmenn, kæmeistari og léttadrengir, mað- ur með englahár, maður með hettu fyrir eyru, endurnýjunar- menn, sendiráðsfrú og svo auðvit að hann Baldur Pálmason. Þrátt fyrir allt að því óyfirstíganlega örðugleika, þá hefði leikstjórinn engu að síður getað lagt görvari hönd á plóginn en raun ber vitni. I fyrsta lagi hefði hann hægle-ga getað vandað betur til hjónavigsl- unnar, og í öðru lagi hefði hann átt að stytta, gjörbreyta eða fella alveg niður fimmta atriði fjórða þáttar, þar sem Anda og R.R. gera upp sínar saurugu sakir. Þetta at- riði býr yfir álíka miklum stíl- töfrum og listfengi og eldhúsreyf- ari eftir Frank G. Slaughter. Þorsteinn Ö. Stephensen leikur aðalhlutverkið af myndugleik og alvöruþunga, sem jaðrar við að vera fullmikill á stundum. Að mínu viti hefði örlítil meiri glettni og léttleiki ekki komið að sök. Anna Guðmundsdóttir sómir sér prýðilega við hlið bónda síns. Gísli Halldórsson bregður upp lifandi mynd og skoplegri af Gvendó í 1. 2. og 5. þæíti, en fluguveiðar hans og framferði í dúfnaveizl- unni sjálfri kann ég hins vegar ekki að meta til fulls. Öðrum leik- endum, sem falið er að leika gervi fólk gef ég enga einkunn að svo stöddu. Þegar öllu er :á botni-nn hvolft, þá efast ég stórlega um, að vinum Kiljans í Iðnó hafi tek- izt að koma „innra veruleika leiks- ins“ til skila og enginn láir þeim það. . . . Leiktjöld Steinþórs Sig- urðssonar eru áferðarfalleg og snotur, en oft hefur honum samt sem áður tekizt betur upp en nú. Um tónlist Leifs Þórarinssonar er ég því miður ekki dómbær. Sumir munu hafa mikla skemmt un af Dúfnaveizlunni, sumir nokkra og sumir mjög takmark- aða. Sá sem þetta ritar fyllir hóp þeirra síðustu. f viðtali við Alþýðu blaðið á dögunum segir Halldór Laxness m.a.o.: „Það er ekki mitt hlutverk að ráða fram úr þeim gátum sem menn kunna að sjá í leikritum mfnum.“ „Mitt er að yrkja, ykkar að skilja", sagði líka Benedikt Gröndal. Þessir heiðurs- menn hafa báðir lög að mæla, en þeir geta hins vegar ekki með góðu móti varpað frá sér þeirri ábyrgð að hafa búið gáturnar til. Vonandi eiga gátur Kiljans ekki eftir að sæta sömu örlögum og fyrirtækið Getraunir h.f., sem var lýst gjaldþrota fyrir allmörgum ár- um. ef mig misminnir ekki Engum íslendingi blandast hug- ur um, að Halldór Laxness sé sannur snillingur í skáldsagnalist. Þótt skáldgammur hans sé að vísu farinn að reskjast, þá er hann þrátt fyrir það ennþá ljónvakur og jafnvígur á allan gang, hvort heldur er tölt, skeið eða stökk. Nú er mér spurn, hvort það sé ekki misráðið af eigandanum að fara að kenna honum hindrunarlilaup á gamals aldri, en eins og bæði lærðir og leikir vita, þá er leik- ritaformið álfka mannskætt háska hlaup og Derby-hlaup Breta. Mig tekur sárt að sjá þennan gamla gæðing, augastein allrar þjóðarinn ar, hrasa við fyrstu eða aðra hindr un, skilja eftir knapann skeifulost inn á brautinni og renna svo skeið ið á enda taumlausan, knapalaus- an og dæmdan úr leik.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.