Tíminn - 05.05.1966, Blaðsíða 13

Tíminn - 05.05.1966, Blaðsíða 13
roiMTUDAGUR 5. maí 1966 TÍMINN FUNDUR B-USTANS Framhald at bls. 1 þar að auki talið heilsuspill- andi. Sjálfstæðisflokknum hefði ekki nægt tveir áratugir til þess að útrýma bröggunum úr Reykjavík. Kristján sagði, að straumur inn lægi nú til Framsóknar- flokksins, og það færi vel sam an, að Reykvíkingar fengju fleiri konur og fleiri Framsókn armenn í borgarstjóm. Sigríður Thorlacíus, frú, ræddi sérstaklega um heilbrigðismál og málefni barna og unglinga. Hún benti á, að aldrei hefði verið gert heildarskipulag, sem þeir, sem starfa að barnaverndar málum, gætu farið eftir og stuðst við. Væri nauðsynlegt að koma á slíku skipulagi. Þá ræddi Sigríður nauðsyn þess, að sjá unglingum fyrir holl um verkefnum á sumrin. Einnig sagði hún, að sjá yrði ungiing um fyrir skemmtunum. Væri nú svo komið, að unglingar, sem ekki eru lengur í skólum, séu að verða útlægir af svo að segja öllum dansstöðum í borginni. Það h'efði slæm uppeldisáhrif, að unglingarnir stæðu fyrir utan dyr samkomuhúsanna og reyndu að svíkjast inn á vínveitingastaðina. Úr þessu yrði að bæta. Sigríður minntist á þann óheyri- lega drátt, sem orðið hefur á að borgarsjúkrahúsið ' taki til starfa, og sagði, að góð skipulagn ing heilbrigðismála væri lífsnauð syn. Hún ræddi skort þann, sem nú er í borginni, á dagheimilum og vöggustofum, og sagði, að bæta þyrfti aðstöðu aldraðs fólks, og auka til muna þjónustu við það. Einnig þyrfti að stórbæta að- stöðu vangefins og fatlaðs fólks — „Ef Reykjavík á að verða sú höfuðborg, sem við teljum að íslenzku þjóðinni hæfi, þá verður hún að vera í senn borg fjölþætts atvinnulífs og miðstöð mennta og lista“, — sagði Sigríður Thorlac- íus að lokum. Óðinn Rögnvaldsson, prentari, ræddi um dýrtíðina og þá bar- áttu, sem launþegar eiga framund an til þess að rétta hluta sinn. Hann sagði, að æskilegast hefði verið, ag menn gætu nú fyrir þess ar borgarstjórnarkosningar ein- göngu rætt um borgarmálin, því að þar væri nóg að gagnrýna og um nóg að kjósa. En brigðir ríkis- stjórnarinnar í júní-samkomulag- inu og uppgjöf hennar í dýrtíðar- málum gerði það að verkum, að nú kæmust launþegar ekki hjá því að láta iþetta hafa áhrif á afstöðu sína við kjörborðið og hirta stjórn arflokkana svo að eftir yrði tekið. Ef stjórnarflokkarnir kæmu jafn réttir út úr þessum kosningum myndu þeir telja sér fært að etja dýrtíðarófreskjunni með sama purkunarleysi á almenning og ekki telja neina nauðsyn að standa við gerða samninga við verkalýðsfélögin og þá mundu launþegar ekki ná betri árangri en í fyrra. En ef launþegar efldu nú Framsóknarflokkinn, sterkasta í- haldsandstæðinginn og hið eina stjómmálaafl í landinu, sem getur hamlað gegn íhaldinu, ef stjórnar- flokkarnir fengju nú slíka verð- skuldaða ráðningu hjá launþegum mundi það auðvelda þeim sóknina til réttlætis, og hún mundi ekki þora annað en sýna lit á þvi að standa við samninga um dýrtíð- arstöðvun. Slík hirting stjórnar- flokkanna nú þegar væri eina leiðin til þess að geta samið um dýrtíðarstöðvun og kjaramál. svo að nokkru haldi kæmi, sagði Óð- inn. Guðmundur Gu»narsson, verk- fræðingur, hóf mál sitt með þvi að þakka núverandi borgarstjórnar- fulltrúum Framsóknarflokksins fyrir gott starf á kjörtímabilinu. Síðan ræddi hann um hitaveit- una. Hann sagði, að hitaveitulögn um í götum miði áfram, en aftur á móti hafi orðið útundan að tryggja næga varmaorku handa hitaveitunni. Þag hafi orðið út-1 undan að koma upp toppstöðvam' fyrir hitaveituna, en þær taldi hann mjög þýðingarmiklar. Á- taldi hann meirihluta borgar- stjómar fyrir sleifarlag í hita- veitumálunum. Þá ræddi Guðmundur fram- haldsframkvæmdir hitaveitunnar, og átaldi þann hátt, sem hafður ’hefur verttð á í Árbæjarhverfinu, að ekki hefur verið farið út í að leggja hitaveituna strax. Þetta hafi orðið til mikils aukakostnað- ar fyrir húsbyggjendur, sem verði nú þegar að byggja kyndiklefa og kaupa katla og önnur kynditæki. Verði þeir því raunverulega að leggja í tvöfaldan kostnað af pess um sökum. Guðmundur átaldi síðan almenn ar framkvæmdir borgarfyrirtækj anna og átaldi það harðlega, að svo virðist, sem engin samstaða sé milli hinna einstöku borgarfyr- irtækja. Þau virðist hvert um sig vinna sér fyrir luktum dyrum, og ekkert samráð hafa. Sagði hann að nú væri ástandið þannig, að vart væri eitt borgarfyrirtækið búið að ljúka framkvæmdum sínum og moka niður í skurði sína fyrr en það næsta byrjar að rífa upp aft- ur. Guðmundur minnti síðan nokk- ug á, hverju Framsóknarmenn ætla að berjast fyrir í borgar- stjórn næsta kjörtímabil á þessu _____________________________13 sviði. Myndu 'þeir m.a. gera kröfu um, að borgarfyrirtækin hafi með sér samvinnu og samstöðu um framkvæmdir, að framkvæmdaá- ætlun verði gerð til lengri tíma, að verk á vegum borgarinnar verði boðin út og útboðum hagað þannig, að öruggt sé, að borgin njóti beztu fáanlegra kjara, bæði varðandi efnisgæði og vinnu. Guð- mundur sagði, að stuðla yrði að því, að borgararnir geti leitað trausts hjá borgaryfirvöldunum og séu fúsir til samvinnu við þau, en þurfi ekki að vera í varnarað- stöðu gegn þeim eins og nú. Gunnar Bjarnason, leikmynda- teiknari, ræddi einkum menningu og listir í borginni og aðbúnað þeirra. Hann kvað það brýna nauð syn, að borgaryfirvöldin gerðu nú þegar raunhæfar ráðstafanir svo að hægt verði hið bráðasta að reisa borgarleikhús, og stuðla með því ag eðlilegri þróun leikstarf- semi í borginni, en það væri orð ið mjög aðkallandi, þar sem að- búnaður Leikfélags Reykjavíkur væri fyrir löngu orðinn allsendis ófullnægjandi miðað við nútíma kröfur um atvinnuleikhús. Skapa þyrfti ungu fólki I borginni, sem lagt hafi stund á leiklistarnám, en ekki starfað ag jafnaði viðÞjóð leikhúsið eða Iðnó, aðstöðu til að iðka sína listgrein frekar en hing að til hafi verið gert, því að meg- in undirstaða grósku í allri leik- hússtarfsemi væri, að ungt fólk fengi tækifæri til að þjálfa hæfi leika sína á sem breiðustum grundvelli og hafi til þess aðstöðu Framhald á 14. síðu. nátta, þegar sól gekk ekki undir nema örskamma stund. Þuríður var há kona vexti og svaraði sér vel. Hún var stórskor in í andliti, e. t. v. nánast ófríð af konu að vera, en maður festi ekki hugann við það. Persónuleiki hennar var svo eindreginn og sterk ur, að hún getur engum gleymzt er þekktu hana. í minni bernsku og mikið leng- ur var farskóli í Mývatnssveit. Þá var að sjálfsögðu seilzt til að hafa skóla þar sem rýmst var húsnæði. f þann tíð var óvíða betri húsa- kostur í Mývatnssveit en í Baldurs heimi. Það leiddi því af sjálfu sér að þegar synir Þuríðar og Þór- is komust á skólaaldur, hófst þar skólahald er stóð, með sínu far- skólasniði þar til sá háttur lagð- ist niður og heimavistarskólar tóku við — og það jafnvel þótt í Baldursheimi væru engin börn á skólaaldri. Og í rauninni var fyrsti heimavistarskólinn einnig þar. Þegar Þráinn sonur þeirra hjóna gerðist skólastjóri í Mý- vatnssveit fyrir 20 árum var hann heima í Baldursheimi með skóla sinn. Það var bæði gott og gaman að vera á skóla í Baldursheimi. Ég var í fyrsta hópnum er þang að kom til skólahalds. Það var á jólaföstu. Líklega höfum við börn in farið þá í fyrsta sinni að heim- an til vandalausra og vafalaust verið kvíðin. En þegar við skyld- um halda heimleiðis aftur fyrir jólin, vorum við ófús til heimferð ar, þó að góðu væri heima að hverfa. Þannig hófst barnaskólinn í Baldursheimi. Og sannast að segja virðist mér að þessu lík hafi verið reynsla flestra „far- skólabarna" a. m. k. í Mývatns- sveit. Því farskólinn hafði einn kost dýrmætan, sem enginn nú- tímaskóli hefir og getur aldrei haft. Hann var einskonar hluthafi þess heimilis, sem hann var á og m. a. s. sá, er ávallt sat í fyrir- rúmi. Húsbændur og hjú létu sér annt um andlega og líkamlega vel líðan barnanna og margir tóku ríkan þátt í námi þeirra og leikj- um. Slíkrar umhyggju nutum við skólabörn í Baldursheimi í ríkum mæli. Við blátt áfram fleyttum rjómann af gáfum og gæðum þess ágæta heimilisfólks, sem þar var. Þá kynntist ég Þuríði eða Þuru í Baldursheimi eins og við kölluð- um hana ætíð. Við, skólabörnin hennar bundum þá við hana vin- áttu, sem hefur æ vaxið og skýrzt með árunum. Reyndar var ég ekki á hennar heimili, heldur á heimili móður hennar og bróður, Þórólfs Sigurðssonar og þá eig- inlega í vörziu tveggja vinnu- kvenna þeirra, sem hvor um sig væri verðug loflegs minnisvarða. En andi heimilanna var einn og beindi ungum hugum til feg- urra og betra mannlífs. Þura lét sér ekkert óviðkomandi, er varð- aði okkur börnin, þótt við vær- um ekki á hennar vegum. Hún fylgdist með lestri okkar, hlýddi okkur yfir kvæði, sjálf virtist hún kunna öll íslenzk kvæði og meira til, spilaði á orgel og söng með okkur, oft bæði kvölds og morgna. Hún hvatti okkur til náms en einn ig til leikja og yfirleitt til þess að lifa lífinu af lífi og sál, ef svo mætti segja. Seinna, er ég starfaði mikið í félagsskap með sonum hennar, kynntist ég þessu sama og enn betur. Hún tók þátt í öllum okkar fyrirtækjum af lífi og sál — og þær Baldursheims- konur allar, ávallt reiðubúnar með áhuga og hjálparhönd okkur til uppörvunar og aðstoðar. Og aldrei hættum við svo seint leikæfingu, söngæfingu eða skrafi að ekki birt ist Þura með hressingu handa okk ur og líknarorð, værum við eitt hvað stúrin. Ég hef aldrei kynnzt slíku bjartsýnisbjargi og skap- ferli Þuru í Baldursheimi og ég er viss um að því líkt finnst ekki nú. Ekki svo sem hún talaði um fyrir eða boðaði manni eitt eða neitt í því efni. Síður en svo. Hún þurfti þess ekki. Frá henni stafaði svo jákvæðri lífstrú að all ar hálfkærings vangaveltur féllu sjálfkrafa í valinn í návist henn ar. Þura var kona gáfuð og fróðleiks fús. Fróðleiksþorsti hennar þvarr ekki með aldrinum. Hún hlustaði mikið á útvarp og las, einkum á nóttum, eftir föngum og kannske oft meira en þau leyfðu. Hún fylgdist svo vel með tímanum til síðustu stundar að til ólíkinda má telja. Hún hafði með afbrigð um ríka skoðanagáfu'Og vildi jafn an vita sem gleggst skil á hverju máli til þess að geta af sjálfs- dáðum myndað sér skoðun um það. Mér er nær að halda, að hún hafi litið einmitt á þetta sem eina af höfuðskyldum manns ins við sjálfan sig. Hún hélt vel á sínu máli í umræðum. Pre- dikaði aldrei og deildi ekki í hörku en lét yfirleitt ekki róta sér frá áunnum skoðunum eða öðrum teknum ákvörðuunm. Þura í Baldursheimi var svo ramíslenzk í sjón og raun, í beztu merkingu þess orðs, að ég hefði treyst henni til að lækna hvern einasta óþjóðlegan undanvilling af meini sínu. Og ekki með fortöl- um eða boðskap, heldur með sínu jákvæða, óbrenglaða viðhorfi til lands, þjóðar og tungu. Þó leit hún ekki aðrar þjóðir og þeirra siði smáum augum, heldur þvert á móti með virðingu eins og hátt ur er þeirra, sem í reynd eru 'hollir sinni eigin þjóð. Ég tel víst að Þura hafi haft til að bera sína mannlegu bresti en það vill nú svo til, að ég kynntist þeim ekki. Hún var mikil móðir sonum sín um og mikil „húsmóðir", því hún hafði vilja og hjartaþel til að leysa hvers manns vandræði, er hún náði til og trúði alltaf á að það tækist. Hvort henni hefir verið einhverra þeirra kosta vant, sem venjulega eru tengdir við mikla húsmóður læt ég ósagt um. Hún Uét ekki hversdagsstörfin sliga |sig svo, að hún fengi einskis not- ið, og mínútumennska þjáði hana ekki heldur. En umhverfis hana var heiðríkja og ró, sem holl er hverju mannsbarni. Og hún hafði alltaf tíma til að gera það, sem gaman er að. Ég hefi áður minnzt á músikhneigð Þuru. Mig furðaði oft á því hvílík firn hún kunni af lögum, íslenzkum og erlend- um og auk þeas millirödd í ílest- um þeirra. Hún gróf ekki heldur þetta pund sitt í jörðu. Nutu marg ir góðs af því og þó einkum syn- ir hennar. Ég var nokkur ár í kvenfélagi með henni og kynntist þá þeirri hlið er þangað sneri. Hún bar sama svip og þær, sem ég hafði áður kynnzt. Allt var hægt og sjálfsagt að gera fyrir málefni og félagsskap. Og hún var bjargviss um, að þótt hún sjálf væri ófær um að leysa af hendi sinn hlut og helzt meira, þá mundu tengdadæturnar gera það. Þær brugðust henni heldur ekki fremur en hún þeim, enda hefði slíkt verið óhugsandi í sam- bandi við Þuru í Baldursheimi. Þura hefir verið sjóndöpur í mörg ár og hin síðustu næstum blind. En hún æðraðist ekki og nagaoi ser rremur sem sjaanai. Hún vann ýmis heimilisstörf, prjónaði og las meðan nokkur glæta var, ég veit eiginlega ekki hvernig. Hún hefir og verið heyrn arlítil í mörg ár. Þó ekki svo, að hún gæti ekki notið útvarps og haldið uppi samtali. Hiin sagði stundum, að með heyrnarleysi sínu kæmist hún hjá því að heyra ýmislegt, sem engin bót var að, að heyra. Bjartsýnin var einlægt söm við sig. Nú hefir Þura í Baldursheimi lokið löngum, glöðum starfsdegi, óumbreytanleg til hins síðasta, sterk, sönn og stór í sniðum. Ég óska þess og bið, að sá andi, sem í athöfnum hennar bjó megi æ ríkja í Mývatnssveit, þá mun henni vel farnast. Ásgerður Jónsdóttir. Sjómenn í Eyjum skora á Alþingi SK—Vestmannaeyjum, miðvikud. Á fjölsóttum fundi í Vestmanna eyjum í kvöld var eftirfarandi ályktun samþykkt: Sameiginlegur fundur Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Verðandi í Vestmanmaeyjum og Vélstjóra- félags Vestmannaeyja, haldinn 4. maí 1966, skorar eindregið á hátt virt alþingi, að samþykkja frum varp til laga, sem Sigfús Johnseh hefur nýlega flutt í neðri deild um breytingu á gildandi lögum um bann gegn botnvörpuveiðum. Fund urinn telur fyllilega tímabært, og reyndar bráðnauðsynlegt, að gerð ar verði nú þegar á þessu þingi þær breytingar á lögum þessum, sem frumvarpið gerir ráð ryrir, og vísar að öðru leyti til greinar gerða sem frumvapinu fylgir. Enn fremur krefst fundurinn þess af hæstvirtum sjávarútvegsmálaráö- herra, að hann svari undanbragða laust fyrirspurn sama þingmanns í sameinuðu þingi, á þingskjali 586, um störf vélbátanefndar. EYJAFLUG með HELGAFELLI NJÓTIÐ ÞÉR ÚTSÝNIS, FUÓTRA OG ÁNÆGJUIEGRA FLUGFERÐA. AFGREIDSLURNAR OPNAR ALLA DAGA. SÍMAR: _____ VESTMANNAEYJUM 1202 REYKJAVíKURFLUGVELLI 22120

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.