Vísir


Vísir - 05.11.1974, Qupperneq 1

Vísir - 05.11.1974, Qupperneq 1
VÍSIR 64. árg.—Þriðiudagur 5. nóvember 1974. —219. tbl. KEMUR GERVIHNÖTTUR í STAÐ SÆSÍMASTRENGSINS? Um þessar mundir er verið að taka ókvörðun um, hvernig fjarskiptamólum okkar við útlönd verður varið. Líklegasti möguleikinn er samstarf um gervihnött — Baksíðö Hann er 2,12 metraró hœð notar skó númer 50 og er ekki nema 16 úra gamall Sjó nónar íþróttir í opnu Kissinger gerir áœtlun um herferð gegn hungri Sjá bls. 5 Fjöldamorðingi með barnsandlit Sjá bls. 5 Dularfullt samsœri á Ítalíu Sjá bls. 6 V-Þjóðverjum hleypt inn fyrír 50 mílurnar? — ef samningsdrög embœttis- manna verða samþykkt ,,Það, sem embættis- mannanefndin kom með heim var ekki langt frá þeim grundvelli, sem Lúðvik Jósepsson lýsti áðan i ræðu sinni”, upplýsti Steingrimur Hermannsson alþingis- maður i gærkvöldi á fundi i Félagi áhuga- manna um sjávarút- vegsmál. Sagði Steingrímur, að þetta væri allt og sumt — allt að 17 verksmiðjutogarar og 48 minni togarar fó þá veiðiheimild sem hann gæti sagt um þau samningsdrög, sem embættismenn komu með eftir viðræður við V-Þjóðverja og nú liggja fyrir hjá rikis- stjórninni. Steingrimur staðfesti þar með, að i þessum drögum væri gert ráð fyrir veiðum allt að 17 verksmiðjutogara innan 50 milna landhelgi og 48 minni togara. , i 1 p il f 11 W £ Rigning og dimmviðri — erfið ökuskilyrði Akstursskilyröin i höfuðborg- inni hafa ekki veriö mjög ákjósanleg undanfarna daga. Rigning, suddi og dimmviöri. ökumenn hafa þó greinilega brugöiö rétt viö og sem betur fer sloppiö viö öll meiri háttar óhöpp. Um 10 leytiö i morgun varö þó allharöur árekstur á horni Brekkuiækjar og Kleppsvegar Þar rákust saman tveir fólks- bílar. Annar þeirra skemmdist mikið og varö aö flytja öku- mann hans á slysadeild. Rétt er aö brýna fyrir öku- mönnum aö spara ekki öku- ljósin, nú þegar vetrarmyrkriö leggst yfir. Ljós átti aö vera búiö aö stilla á öllum bilum um siöustu mánaöamót, og getur lögreglan þvi hvenær sem er stöövaö þá ökumenn, sem enn hafa trassað aö láta stilla Ijós blla sinna. —JB/Ljósm. B.G. -7 Island vann Austur- ríki á EJI/I í bridge Guðmundur Pétursson skrifar um mótið bls. 8 Lúðvik Jósepsson, fyrrv. sjávarútvegsráðherra flutti ræðu á fundi félagsins nokkru á undan Steingrimi. Sagðist Lúðvik halda, að i samningsdrögunum væri um að ræða mjög likar tillögur og komu fram i siðustu viðræðum viö Þjóðverja, sem sé að fækka verksmiðjutogurum þeirra úr 39 i 17, en halda óbreyttri tölu minni togara. , Það var góð mæting hjá alþingismönnum á fundinum i gærkvöldi, en hann stóð fram á nótt. Auk Lúðviks og Steingrims töluðu Þorvaldur Garðar Kristjánsson, Karvel Pálmason og Albert Guðmundsson. A fundinum var harðlega deilt á þá leynd, sem hvilt hefur yfir hverjar tillögur embættis- mennirnir komu með frá V- Þýzkalandi. Þorvaldur Garðar sagði hana eðlilega, en Lúðvik kvartaði undan þvi, að stjórnar- andstaðan hefði alls ekki fengið neitt að vita. Pétur Guðjónsson, formaður Félags áhugamanna um sjávar- útvegsmál flutti framsöguræðu á fundinum. 1 ræðu sinni taldi Pétur af og frá að nokkrir samningar kæmu til greina við Þjóðverja. Það kom fram i ræðum al- þingismannanna, að ei væri eining rikjandi i röðum stjórnar- flokkanna um samninga við Þjóð- verja. Steingrimur Hermannsson sagöi, að þá aðeins gæti hann fall- izt á samninga við V-Þjóðverja, að ryksugutogarar yrðu útilokaðir, og samningarnir yrðu Islendingum hagstæðir og full- nægöu lágmarksskilyrðum. ,,En það vaknar sú spurning, hvort nokkur ástæða sé til að semja nú. Þróun hafréttarráð- stefnunnar er sú, að innan hálfs árs verður henni lokið, og þá skorið úr mikilvægum atriðum. Við verðum að fara varlega i sakirnar, ef við eigum ekki að viðurkenna núna framtiðarrétt Þjóðverja til veiða innan 50 mllna,” sagði Steingrimur. A fundinum i gærkvöldi kom fram sú almenna skoðun, að tollaivilnanir Þjóðverja fyrir veiðiréttindi væru aðeins dropi i hafið, miðað við þau þjóðar- verömæti, sem væru að tapast við að leyfa þeim veiðar. Benti Pétur Guðjónsson á, að á siðustu 2 árum heföi aflamagn við Suðurnes minnkað um 50%. Visir hafði samband við for- sætisráðherra og utanríkisráð- herra 1 morgun, en hvorugur vildi nokkuð tjá sig um málið. Það er enn til umræðu innan rikisstjórn- arinnar og fer nú fyrir þingflokk- ana. —ÓH

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.