Vísir - 05.11.1974, Qupperneq 2
2
Vlsir. Þri&judagur 5. nóvember 1974.
risœsm'-
Finnst þér of mikið um aug-
lýsingar i sjónvarpinu?
Baldvin Gislason, útger&arstjóri:
— Ég er alveg ánægður með aug-
lýsingarnar eins og þær eru núna.
Krakkarnir hafa gaman af þeim
og eru fljótir að læra setningarn-
ar utan að. Jú, þau biðja frekar
um þær vörutegundir, sem búið
er að auglýsa i sjónvarpinu.
Fjöldi auglýsinganna finnst mér
lfka hæfilegur, nema þá um jólin.
Kristinn Eggertsson, verziunar-
ma&ur: — Mér finnst það ágætt
eins og það er. Mér fyndist til
dæmis alveg ófært, ef farið væri
aö setja þær inn i þætti. Til þeirra
islenzku er lika stundum litið
vandaö.
Bergmundur Sigur&sson, véi-
stjóri: — Nú orðið er orðið full-
mikið um þær. En það er svo sem
ágætis afþreying að horfa á þær.
Það er þó heldur lakara, ef fariö
er aö endurtaka þær sömu ár eftir
ár.
Helgi Þór&arson, fyrrverandi út-
geröarmaöur: — Þær mættu vera
færri. Manni leiðist þær og vill
frekar fá að sjá eitthvert efni,
fréttir og þess háttar.
Rósa Hallgrimsdóttir, skrifstofu-
stúlka: — Það er of mikið af
þeim. Maður horfir þó yfirleitt á
þær, ef maður er viö sjónvarpið á
annað borð.
Jón Þór Armannsson, verzlunar-
skólanemi: — Það er allt of mikiö
um þær. Þaö fer að koma aö þvi
lfka, aö maður læri margar
þeirra utan að.
„Vonandi leitar borgarróð
eftir óliti íbúa Laugavegs"
Arni Björnsson hringdi:
,,Ég bý við Laugaveg. Vegna
banns við bilastöðum þar og
frekjuláta kaupmanna þeirra
vegna, vil ég benda á, að enn
búa 7 til 800 borgarar við þessa
götu. Þeir ættu vonandi ekki að
hafa minna til sins máls að
leggja heldur en búðaeigendur.
Afnám bifreiðastæðanna er
fyrsta skrefið i þá átt að gera
Laugaveg að göngugötu og
banna öðrum en strætisvögnum
að aka um hana. Þó verður vist
að leyfa sendibilum að aka
vörum I verzlanir, og til greina
kæmi, að bilar fatlaðra, sem þá
yrðu merktir, fengju að standa
framan við verzlanir.
Það er engum nema sjúkling-
um vorkunn að ganga þessar 10
til 15 minútur, eða nota strætis-
vagna.
Hins vegar er tillitsleysi við
ibúa þessarar ágætu götu að
leyfa þessa dynjandi bila-
umferð nótt sem dag.
Vonandi endurskoðar borgar-
ráð ekki afstöðu sina án sam-
ráðs við hinn þögla meirihluta
götunnar, heldur leitar eftir áliti
hans.”
FARÞEGARNIR SKAPA
SJÁLFIR SÓÐASKAPINN
y skrifar:
Vegna athugasemda um
skituga strætisvagna I Kópa-
vogi.
Ég get ekki látið hjá liða að
svara grein, er birtist i laugar-
dagsblaði Visis þann 19. október
1974 og fjallar um skituga
strætisvagna i Kópavogi.
Greinarhöfundur er „gramur
Kópavogsbúi” liklega
kvenkyns.
Um þrifnaö á vögnunum ætla
ég ekki aö dæma.Hann mætti ef
til vill vera betri, en þó held ég
að það sé ekki verr gert en
gengur og gerist með þrifnað á
slikum farartækjum.
Þegar við tökum við vögnun-
um á morgnana, eru t.d. gólfin
hrein, skoluð út, en „gramur
Kópavogsbúi” segist koma i
vagninn um klukkan 8.30. ár-
degis. Þá eru mjög margir far-
þegar búnir að fara um
vagninn, eða frá klukkan 6,45 og
berst eðlilega óþrifnaður inn á
gólfin, ég tala nú ekki um, ef
blautt er. Vagnarnir eru ekki
þrifnir eftir hverja ferö, þó þess
væri vissulega þörf, þvi margir
ganga þannig um vagnana.
Strax eftir fyrstu ferö er gólfið
oröið fullt af bréfarusli og
öðrum óþrifnaði, oft utan af
sælgæti eða öðru. Fólk hendir
ruslinu bara undir næsta sæti
eða fram á gólfið og svo kvartar
það um óþrifnað i vögnunum.
Það athugar ekki að þaö skapar
þennan óþrifnað sjálft, gengur
sjálfsagt svona um heima hjá
sér, og þá er ekki von á góðu.
„Gramur Kópavogsbúi” get-
ur þess einnig, að þekkja megi
fingraförin sin frá þvi i fyrra.
Það má vera, að greinar-
höfundi hafi tekizt að finna
fingraförin sin, en það sannar
bara ennþá betur sóðaskapinn
hjá sumum farþeganna.
MOTMÆLIR „MOÐUR-
SÝKISSKRIFUM"
Gu&ni Helgason hringdi:
„Margt af þvi, sem hefur
veriö sagt um myndina „The
Exorcist”, erbölvu&vitleysa.Ég
sá hana úti i Kaupmannahöfn,
og fannst hún ekki mjög hrylli-
leg. Og mér finnst blóðug morð I
myndum langtum hryllilegri en
sum atriðin i Exorcist. Þetta er
bara einhver móðursýki i þeim,
sem eru á móti henni.”
Þaö hitnar sifellt I kolunum I
umræOum um Exorcist. Visir
hefureinnig fengiO nokkrar
upphringingar aörar var&andi
eíniö. En þaö viröist slá nokkuö
út I fyrir mönnum, og ber einna
mest á þvi, aö þeir vilja ekki
láta banna sér neitt, en ekki
endilega, aö þeirséu fylgjandi
þvi, aö „The Exorcist” veröi
sýnd hérlendis.
Annars hefur máliö tekiö þá
merkilcgu stefnu, aö
Kirkjuþing hefur tekiö fyrir
ályktunartillögu frá biskupi,
þar sem varaö er viö a& sýna
myndina hérlendis vegna hinna
skaölegu áhrifa hennar.
Á ekki
að
stilla
þau
líka?
Hálfblindaöur ökumaöur
hringdi:
„Þessa dagana er verið að
ljúka ljósaskoðun, og frá og með
þessum mánaðamótum eiga
allir bilar að vera með rétt stillt
ljós. En ég er viss um, að varð-
andi þessa ljósaskoöun er
gloppa i „systeminu”. Þessi
gloppa er að mér virðist varð-
andi „aukaljósin”, þ.e. þoku-
luktir og þess háttar ljós, sem
eru framan á bilum til viðbótar
lögboðnum ökuljósum. Þegar
svo skyggnið er eins og það er i
dag (mánudag) freistast marg-
ir til að láta þessi ijós loga,
annaöhvorteinséreða með aðal-
Ijósunum.
Þá er ég kominn að aðal-
kjarna málsins. Svo virðist sem
þessi ljós séu bara alls ekki
stillt, og vegna þess, að I þess-
um ljósum eru oft sterkar
perur, geta ljósin snarblindaö
ökumenn, sem á móti koma.”
Því ó að banna?
Kristinn Atlason skrifar:
„Ég get ekki lengur orða
bundizt vegna skrifa um
kvikmyndina „The Exorcist”.
Ég sá þessa mynd I Danmörku i
sumar. Við vorum fjórtán
saman i hóp, misjafnlega
taugasterk. Myndin hefur ekki
haft áhrif á geðheilsu okkar.
Eitthvað virðast nefnd tilfelli i
þessu sambandi sjaldgæf eða
orðum aukin.
Eftir þau blaðaskrif, sem hér
hafa orðiö um þessa mynd, ætti
öllum að vera ljóst, um hvað
hún fjallar. Ættu þá þeir, sem
óttast slæm eftirköst, að geta
setið heima. Þvi i ósköpunum
ætti að banna þeim, sem áhuga
hafa á, að sjá þessa mynd, en
þeir hljóta að vera fjölmargir,
ef marka má aðsóknina að
henni erlendis.”
KLAMMYNDIR
LilÐA iKKI TIL
SJÁLFSMORÐA
Hvort á aö banna? Myndin vinstra megin er úr kvikmyndinni
Exorcist, en hægra megin er dæmigert atriöi úr „klámmynd.”
Þaö til vinstri getur enginn bannaö, en ef þaö hægra megin er
sýnt, geta kvikmyndahús átt málshöf&un yfir $ér.
T.S....dóttir skrifar
„Mig langar að hafa orð á þvi,
sem Erlendur Vilhjálmsson
hafði að segja um starf kvik-
myndaeftirlitsins. Hann sagði,
að kvikmyndaeftirlitiö benti
lögreglunni á.efum klám væri
aö ræða. Af hverju að banna
klám, frekar en þessa umtöluðu
mynd „The Exorcist”. Ég hef
ekki heyrt hingað til að fólk hafi
framiö sjálfsmorð eða verið sett
á taugahæli eftir að hafa séð
einhverja klámmynd.
Að minu mati liður manni
bara vel á eftir. Þetta, sem þið
kallið klám, er ekkert annað en
þarfir mannsins og er ég
viss um, að þið hafiö allir gert
eitthvað svona lagaö, þ.e.a.s.
ef þið eruð menn til þess.
Þetta er bara mannlegt eðli sem
enginn getur gert að, svo er
þetta sett á filmu, og þar eru
bara fengnar persónur til að
leika þetta.
„Ég tek það fram, að ég er
alls ekki á móti myndinni „The
Exorcist”, ég er sammála Páli
Danielssyni. Er ég las bréf
Magnúsar nokkurs varð ég
mjög hneyksluð”.