Vísir - 05.11.1974, Blaðsíða 6

Vísir - 05.11.1974, Blaðsíða 6
6 Vísir. Þriöjudagur 5. nóvember 1974. VÍSIR (Jtgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: yFréttastjóri: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingastjóri: Auglýsingar: Afgreiðsia: Ritstjórn: Reykjaprent hf. Sveinn R. Eyjólfsson Jónas Kristjánsson Jón Birgir Pétursson Haukur Heigason Skúli G. Jóhannesson Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Hverfisgötu 44. Simi 86611 Siðumúia 14. Simi 86611. 7 linur Askriftargjald 600 kr. á mánuði innanlands. 1 lausasölu 35 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Milljón á mann Rikið hefur löngum lagt fram mikla fjármuni til styrktar landbúnaðinum. Þetta hefur verið gert til að stuðla að jafnvægi i byggð landsins og halda uppi fjölbreytni i atvinnulifinu. Menn hafa deilt um réttmæti þessa stuðnings, en styrktar- kerfið hefur samt reynzt ósigrandi virki. Það kann að koma mönnum á óvart, að þessi upphæð er að niðurgreiðslum meðtöldum komin upp i tæpa fimm milljaðra króna á ári, sam- kvæmt fjárlagafrumvarpi þvi, sem lagt hefur verið fyrir alþingi. Þetta jafngildir um það bil einni milljón króna á ári á hvern bónda i landinu. Rétt er að benda á, að niðurgreiðslurnar eru ekki beinlinis i þágu bænda, heldur aðferð til að halda visitölunni i skefjum. En þær skekkja lika verðlagið og valda þvi, að neytendur gera sér ekki grein fyrir þvi, hversu dýrar landbúnaðaraf- urðir eru i raun og veru. Hinar miklu niðurgreiðslur nægja ekki til að gera islenzkar landbúnaðarafurðir jafnódýrar og innfluttar væru. Samkvæmt heimsmetabók Guinness er sjaldgæfur franskur ostur dýrasti ostur i heimi. Þar er þess ekki getið, að venjuleg- ur islenzkur ostur er dýrari en þessi dýrasti ost- ur i heimi, enda mundu höfundar bókarinnar ekki trúa þvi, þótt þeim væri sagt það. Nú vaknar sú spurning hvort ekki sé rétt að greiða hverjum alvörubónda eina milljón á ári fyrir að leggja niður búskap. Rikið hefði engin aukaútgjöld af sliku og neytendur ættu kost á furðulega ódýrum innfluttum landbúnaðar- vörum. Þeir gætu lifað i ostaveizlum, svinakjöts- veizlum og kjúklingaveizlum upp á hvern einasta dag og bændur gætu hætt að slita sér út fyrir aldur fram. Þetta mundi að visu kosta nokkurn gjaldeyri En þá hlið má leysa með þvi að reisa svo sem tvær stórar álverksmiðjur eða hliðstæða stóriðju og láta nokkur hundruð starfsmenn hafa fyrir þvi að afla gjaldeyrisins, sem vantar, til þess að allir Islendingar geti lifað i vellystingum praktuglega á innfluttum landbúnaðarafurðum. Þetta er ekki sagt landbúnaðinum til hnjóðs. Þéttbýlisfólki er kunnugt um sögulegt gildi land- búnaðarins og veit, að fæstir bændur eru öfunds- verðir af hlutskipti sinu. Þvi er lika kunnugt um, að jafnvægi i byggð landsins er ekki hægt að meta til fjár. En það er rétt, að allir geri sér grein fyrir, hvað þetta kostar. Allir hafa gott af þvi að horfast i augu við staðreyndir, þótt óþægilegar séu. Og staðreyndirnar segja okkur að á næsta ári ætli rikið að leggja fram 4.989.798.000 krónur i niðurgreiðslur, uppbætur og önnur framlög til landbúnaðarins, eða um það bil eina milljón króna á ári á hvern meðalbónda i landinu. Og eru þá ótaldar 809.966.000 krónur, sem renna til landbúnaðarins á annan hátt en sem bein fram- lög. Það er hrollvekjandi, að ástandið i verðlags- málum landsins skuli vera orðið þannig, að unnt er að setja upp reikningsdæmi um, að þjóðin geti hagnazt á að leggja landbúnaðinn niður á einu bretti og fara að flytja inn landbúnaðarafurðir. Hér er ekki ætlunin að hvetja til sliks, heldur reyna að hvetja menn til umhugsunar um stór- brotið vandamál. —JK Dularfullt samsœri um stjórnarbyltingu ó Ítaiíu - eða bara ítalskur brandari? Átti að handjárna héra og refi? Þorpsbúar i Cavallino, fyrir austan Feneyjar, vöknuðu við vondan draum, þegar vörubilar og brynvarðir bilar fóru með háreysti eftir aðal- götunni. Þeir héldu, að þetta væri stjórnarbylt- ing, og hringdu i lögregl- una, blessaðir. Lögregluþjónn, sem var á vakt, sefaði fólk. Hann sagði þvi, að þetta væri bara heræfing. Það skal tekið fram, að hinir ágætu þorpsbúar sýndu virðing- arverða stillingu. Italir lifa i mar- tröð ótta við byltingu. Það er virðingarvert, að ekki skuli verða uppi fótur og fit, I hvert sinn sem skipt er um verði við forseta- höllina. Blöð og timarit hafa síðustu vikur verið uppfull af afhjúpun- um á hvers konar ráðabruggi um byltingu. Nýfasistar hafa löngum stefnt að þvi að velta um koll lýð- ræðisskipulaginu, og margt geng- ur þeim i haginn i óstöðugu þjóð- lifi. Eitrað neyzluvatn „Tora tora samsærið (það var notað i dulmálsskeytum um árás Japana á Peral Harbour), land- búnaðarráðherrann kaupir 3000 pör af handjárnum, ráðabrugg um að eitra vatnsból með úrani, 197 skógarverðir tilbúnir að her- nema útvarps- og sjónvarps- stöðvar i Róm,” þannig hljóða fréttir. Bætum við þennan seðil frétt- um um tvær vélbyssur með sama númeri og sveit nýfasista, sem tekur innanrikisráðuneytið and ófslaust, og þá er komin upp- skrift að stjórnarbyltingu, eins og ttalir mundu gera hana. Erfitt er að segja, hvar raun- veruleikanum sleppir og imyndunaraflið fær völdin i þess- um „fréttum”. Um það fjallar rannsókn dómsmálaráðuneytis- ins á ttaliu, en hún fylgir i kjölfar handtöku og málsóknar á hendur samsærismönnum undanfarinn mánuð. „Hættan er engu siður raun- veruleg, og henni hefur ekki linnt.” Sú er skoðun varnarmála- ráðherrans, Guilio Andreottis. í þingræðu um málið lét hann litið uppi um einstök atriði, en ýmis- legt hefur lekið út frá dómsmála- ráðuneytinu og leyniþjónustunni. Þetta er vitað: Varðmenn urðu ,,blindir” Aðfaranótt 8. desember 1970 ruddust um 50 stuðningsmenn Valerio Borgheses prins, sem nú er látinn, og flokks hans „þjóðar- fylkingarinnar” inn i innanrikis- ráðuneytið i Róm. Þeir héldu til vopnabúrsins og tóku þar um 180 vélbyssur. Verið er að rannsaka skjöl til að komast að þvi, hvaða menn voru á vakt i ráðuneytinu þessa nótt og hvers vegna þeir voru „blindir”, þegar þetta gerðist. Meðan ráðuneytið var i hers höndum, ók lest flutningabila með 197 liðsforingjum og öðrum mönnum úr skóla skógarvarða skammt frá Róm til aðalstöðva útvarps og sjónvarps. Þeir voru vopnaðir vélbyssum, handsprengjum og eldvörpum, meðal annars, segir i skýrslu leyniþjónustunnar. Skipun þeirra var að hertaka stöðvarnar og búa sig undir að útvarps og sjónvarps yfirlýsingu frá prinsinum um það að „ný öld sé gengið i garð”. Prinsinn var fyrrum hjálpar- kokkur Mussolinis. Hins vegar segir liðsforingi einn, að skógarverðir þessir hafi verið á æfingu þá um nóttina og ekki haft annað vopna en haka, skóflur og sigðir. Borghese prins er ekki til stað- ar. Hann flýði land i marz 1971 og lézt úr hjartaslagi á Spáni siðast- liðið sumar. Meðan slikt gekk á, sem að framan greinir, dreifði fjöldi nýfasista og mafiumanna sér um borgina. Þeir voru dulbúnir sem lögreglumenn og komu saman i húsnæði gagnfræðaskóla, þar sem þeir fengu lokafyrirmælin. Lið þetta hélt til heimilis stjórn- málamanna, verkalýðsleiðtoga og æðstu manna lögreglu, flug- vallar og járnbrautarstöðvar. Kannski „rigndi sam- særið niður” Þetta var „tora tora áætlunin” i stuttu máli, sem nú er nefnd sam- Vera má, að einhverjir sam- særismenn hafi tekið vopn með sér úr ráðuneytinu sem „minja gripi” og embættismenn, sem skömmuðust sin fyrir eftirlits- leysið, hafi látið setja önnur vopn i þeirra stað með sömu númerum til að fela málið. Þá er ekki vitað, hvers vegna landbúnaðarráðuneytið pantaði 3000 pör af handjárnum handa skógarvörðum i áður nefndum skóla. Átti að handjárna héra og refi i skógunum? Svo segir eitt dagblaðið. Átta menn hafa verið hand- teknir til þessa, 12 er leitað og 55 að auki eru „rannsakaðir” i sam- bandi við samsærið, bæði þetta og önnur. Meðal þeirra eru háttsettir liðsforingjar. 1 þeim hópi er einnig fyrrum yfirmaður leyni- þjónustunnar S.i.d., Vito Miceli að nafni. Vitað er, að hann hafði samband við prinsinn. Leyni- þjónustan er sögð hafa haft verði fyrir utan innanrikisráðuneytið hina umræddu nótt.en frá þeim heyrðist hvorki hósti né stuna. Miceli er kærður fyrir að hafa .Þetta var alvörusamsæri ráðherrann Andreotti llllllllllll m Umsjón: H.H. særi Borgheses. Þó er sitthvað á huldu um málið, einkum hvers vegna samsærismenn létu stað- ar numið, þegar'hér var komið. Það gerðist skömmu eftir mið- nættið, segir i skýrslu. Innrásar- menn I innanrikisráðuneytinu sátu og drukku kaffi úr hitabrús- um og átu brauðsneiðar, þegar hringt var til þeirra og þeim sagt að hætta. Hver hringdi og hvers vegna? Það vita menn ekki. Ein tilgátan er, að einhver hafi varað sam- særismenn við þvi, að upp hefði komizt um ráðabrugg þeirra. Sumir segja, að samsærið hafi „rignt niður”. Vist rigndi mikið en það hefði varla dugað til að draga kjark út þessu liði, hversu óharðnaðir sem mennirnir voru. Leyniþjónustan er sökuð um að hafa hylmt yfir með samsæris- mönnum æ siðan, og einhverjir embættismenn munu vera við riðnir. Innanrikisráðuneytið neitaði ákaft, að vopn hefðu verið tekin þaðan. Þó hefur komið I ljós, að vélbyssa i ráðuneytinu ber sama númer og vélbyssa, sem fannst á heimili eins, sem grunaður er um tilburði til byltingar. stutt samsærið með fé. Miceli hafði áður lengi rifizt opinberlega við varnarmálaráðherrann um, hvað væri hæft i orðróminum um samsæri Borgheses. Milljón atkvæði frá ný- fasistum? ítalir eru vanir seinlæti. Hvers vegna er þetta mál nú á döfinni eftir fjögurra ára leynd? Það er talið vera vegna komandi kosn- inga. Þetta mál er talið geta fært mið- og vinstri flokkunum allt að milljón atkvæði frá nýfasistum. Og þá erum við komin að nútimanum og fréttum uha sam- særi nú i ágúst um að eitra neyzluvatn með geislavirku úrani, skapa almenna skelfingu og leggja grundvöll að byltingu hersins. Ráðherrann Andreotti tók þetta nógu alvarlega til að til- kynna þingnefnd. Einn þeirra, sem voru viðriðn- ir, segir þó: „Þið vitið, hvernig þetta er.... þetta var bara umtal...” Sósialistaflokkurinn telur, að samsæri prinsins hafi bara verið „brandari”. Hins vegar hafi italskt lýðræði verið i raunveru- legri hættu i janúarmánuði siðastliðnum, þegar herinn var reiðubúinn vegna einhverrar óskýrðrar hættu. Innanrikisráðu- neytið neitaði fyrst, að þetta hefði gerzt, en sagði seinna, að fréttir hefðu borizt um hættu á árás ara- biskra skæruliða, og enn siðar að lögregla hefði verið reiðubúin til að fylgja fram banni á akstri á sunnudögum, sem þá var i gildi vegna oliuskorts. Þetta mál verð- ur ef til vill leyst eftir fjögur ár.... Heimild: REUTEIt

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.