Vísir - 05.11.1974, Side 9

Vísir - 05.11.1974, Side 9
Vísir. Þriöjudagur 5. nóvember 1974. Vlsir. Þriöjudagur 5. nóvember 1974. ^m Ækmw Player ástralskur meistari í 7. sinn Gary Player sigraöi aö venju i áströlsku opnu golfkeppninni, sem lauk i gær i Lake Karrinyup. Þetta var I sjöunda sinn, sem Player sigrar I þessari keppni og heldur á brott með 5000 dollara verðlaun. ,,Ég hef aldrei veriö eins á taugum I neinni keppni — sagöi þessi frábæri golfleikari, sem hefur unnið öll stærstu golfmót heimsins á undanförnum árum, cr blaöamenn töluðu viðhann eftir keppnina.” „Þaö voru allir aðóska mér til hamingju meö sigurinn áöur en keppnin hófst og á meöan á henni stóö”. Player komst lfka f vandræði siöasta daginn, er hann lék á 72höggum, en forusta hans var það góö fyrir, aö hann slapp meö skrekkirtn. Hann lék 72 holurnar á 277 höggum, sem er 11 undir pari. — Annar var Norman Wood, sem eitt sinn var golfkennari hér á landi, á 280höggum. Wood er nú talinn einn af beztu atvinnumönnum I golfi I Evrópu. Player sagði, aö Wood hcföi sigraö i þessu móti, ef hann heföi „púttaö” eölilega, en hann notaði að meðaltali 36 pútt á 18 holur, sem er óvenju hátt meöal atvinnumanna. t þriðja sæti kom Bandaríkjamaöurinn Tom Kite á 282 höggum og fjóröi varö Brian Jones Astralfu á 283 höggum.____________________ Öll íslenzka þjóðin kœmist þar tyrir... Heimsins stærsti iþróttaleikvangur er i Rio de Janeiro í Brasilfu. Hann tekur 220.000 áhorfendur þar af 178.000 I sæti. Frá þvi að hann var opnaður hefur alls 18 sinnum verið uppselt á leiki, sem fram liafa farið á honum. Nú siöast fyrir nokkrum dögum er 1. deildarliðin Flainengo og Flummenes kepptu þar. t Asiu er stærsti leikvöliurinn Þjóöarleik vangurinn f Kambódiu, sem tekur 117.000 inanns — flesta i sæti. t Afriku eru tveir vellir jafnstórir, Nasser-leikvangurinn I Kairo og ieikvöllurinn i Kinshaza f Zaire, þar sem keppni Foreman og Ali fór fram, Þeir taka báðir 100.000 manns. 1 Evrópu er stærsti leikvöllurinn Ilampden Park f Glasgow, sem tekur 134.000 manns. Til samanburöar við þessa velli má geta þess að Laugardalsvöllur- inn okkar tekur innan viö 20.000 manns, og þar hefur áhorfendafjöldinn mest orðið á einum leik 18.000 manns, en þaö var á leik Vals og Benfica fyrir nokkrum árum. Ég hef engan tíma til að stœkka meira — segir risinn í körfuboltanum, Pétur Guðmundsson, sem er 212 senti- metrar á hœð — notar skó númer 50 — og er rétt aðeins 16 ára gamall ,,Ég held, að ég sé hættur að stækka, enda varla timi til þess, þvi að ég er á æfingu eða að keppa i körfubolta á hverju einasta kvöldi vikunnar og i skóla á daginn. Það er lika komið nóg i lengdina, þvi ég er orðinn 212 sentimetrar á hæð og það er ekki nema rétt vika siðan ég varð 16 ára gamall”. Þetta sagði stærsti körfuknatt- leiksmaður landsins, Pétur Guðmundsson, er við hittum hann á æfingu hjá unglingalandsliðinu i körfuknattleik i gærkveldi, en þangað gerðum við okkur sér- staka ferð til að spjalla við þennan sextán ára risa. ,,Ég er búinn að vera i körfu- bolta f tvö eða þrjú ár, og hef Aðalf undur KRR Aðalfundur Knattspyrnuráðs Reykjavikur verður haldinn i ráðstefnusal Hótel Loftleiða laugardaginn 9. nóvember nk. og hefst kl. 13,30. \i Keflvfkingurinn Björn Skúiason, sem er I unglingalandsliöinu I körfu- knattleik, er meöalmaöur.á hæð. Samt nær hann rétt undir hendur á ^félaga sínum Pétri Guðmundssyni. Keino vill fara heim Aftur sigur i Fœreyjum Kipchoge Keino, einn þekktasti hlaupari heims —oiympiumeistari og heimsmethafi meö öðru — liefur tilkynnt, aö hann muni leggja gaddaskóna á hilluna innan skamms og snúa heim til Kenya, þar sem honum standi opiö starf sem landsliðsþjálfari I frjálsum iþróttum. Keino, sem hefur verið atvinnumaöur I Michael O’Hara sirkusnum eins og at- vinnumannafélagsskapur frjálsiþróttamannanna er kallaöur, sagöi f viðtali við banda- riskt iþróttablað á dögunum — „Ég er orðinn 35 ára gamall, hef hagnazt vel á fþróttum og vil nú deila þeirri þekkingu, sem ég hef hlotiö meöal landsmanna minna”. tslenzka kvennalandsliöinu i handknattleik tókst mun betur upp i siöari landsieiknum viö þaö færeyska, sem háöur var I Klakksvfk I gærkveldi en þeim fyrri, sem leikinn var i Þórhöfn á sunnudaginn, í leiknum i Þóhshöfn sigruöu islenzku stúlkurnar með fjögurra marka mun 11:7 en I leiknum i gærkveldi var munurinn ellefu mörk — eða 18:7 fyrir island. tslenzku stúlkurnar höfðu al- gjöra yfirburði i leiknum I gær eins og úrslitin gefa til kynna. Erla Sverrisdóttir var. i miklum ham i leiknum og skoraði 9 mörk. Alda Helgadóttir skoraði 3 og þær Björg Jónsdóttir, Oddný Sigsteinsdóttir og Arnþrúður Karlsdóttir 2 mörk hver. í sambandi við þessa leiki var forseti Iþróttasambands Færeyja, Liggjas Johansen, sæmdur merki Handknattleiks- sambands islands, og er hann fyrsti útlendingurinn, sem verður þess heiðurs aðnjótandi. —klp— GUÐMUNDUR PÉTURSSON SKRIFAR FRÁ EM í BRIDGE í ÍSRAEL Horfðum á þá ítölsku hirða allt sitt Evrópumeistaramótið i bridge— hið 31. í röðinni — hófst í ísrael á sunnudag. 19 þjóðir taka þátt í mótinu og er það talsvert minni þátt- taka en verið hefur á undanförnum mótum. Aðeins ein þjóð úr Austur- Evrópu mætti til leiks — Júgóslavía — og Grikkland hætti þátttöku á síðustu stundu. island sendir sveit á mótið og spila f henni Ásmundur Pálsson, Guð- laugur Jóhannsson, Guð- mundur Pétursson, Hjalti Elíasson, Karl Sigur- hjartarson og örn Arnþórs- son, en fyrirliði án spila- mennsku er Alfreð Alfreðs- son, sveitarstjóri. Guðmundur Pétursson, blaða- maður á Visi, skrifar um keppnina og fyrsta grein hans fer hér á eftir. „Við komum til ísrael á föstu- dagskvöldið og búum á elzta, en þó einu bezta hótelinu i Tel Aviv. tsland fékk eitt i töfluröð og mætir þjóöunum þvf i þessari röð. 3. nóv. Finnland og Italia 4. nóv. Belgia og Austrriki 5. nóv. Sviþjóð — fri 6. nóv. Israel og Þýzkaland 7. nóv. Portúgal — fri 8. nóv. Noregur og Holland 9. nóv. Júgóslavia og Irland 10. nóv, Skoðunarferð 11. nóv. Spánn og Tyrkland 12. nóv. Danmörk og Frakkland 13. nóv. Sviss og Bretland. Alfreð Alfreðsson fyrirliöi stillti nýliðunum upp i fyrsta leik íslands á Evrópumótinu i Tel Aviv. Eftir mikil læti i Finnum, sem létu Karl og Guðmund taka flestar ákvarð- anir á fimmta sagnþrepi, vorum við þó 21 stigi yfir eftir fyrri hálf- leik, og höfðum þó gefið game, misst auðvelda slemmu og svikið lit. Seinni hálfleik spiluðu Asmundur og Hjalti, meðan Karl og Guð- mundur hvildu. Finnar ruddust i fjögur game, sem Asmundur og Hjalti létu eiga sig. Sumum þeirra hefði ef til vill mátt hnekkja. En án þesr að gera nokkuð rangt, missti islenzka vörnin af möguleikum sin- um. — Þegar staðið var upp, reyndist lokastaðan vera 75-72 eða ellefu gegn niu fyrir ísland. Hafi einhverjir haldið, að italska sveitin væri þriðja flokks, þá skiptu þeir um skoðun, áöur en fyrsti mótsdagurinn var á enda. — Þeir byrjuðu á að vinna Breta nltján-eitt, og ku hafa verið vel aö þeim sigri komnir, án þess að Bretar hafi spilað neitt tiltakanlega illa. I sveit þeirra eru tveir ungir menn, sem enginn hefur heyrt eða séð áður. — Þeir spila eins og fimm stjörnu herforingjar. — Bellantini og Bresciani eru kunnir af fyrri Evrópumótum og heims- meistarann Bianchi þekkja allir, en félaga hans, Matteucci, hef ég aldrei heyrt getið um. Þetta kompani hreinlega slátraði okkur — Asmundur og Hjalti, Karl og Guðmundur spiluðu allan leikinn. Það var dapurlegt að sitja i sláturhúsinu austur og vestur og melda þrjú eðlileg game, sem voru óvinnandi vegna legu, nema eitt var drottningarleit. Auðvitað fundum við ekki drottninguna. Annars sátum við og horfðum á ungu ttalana hirða allt sitt, nema ef við gátum rifið af þeim einn og einn bút. Bútarnir þessir reyndust vera unaðsleg skemmtispil, þar sem tveir og þrir og fjórir niður blöstu við. Þótt við slyppum einum og tveimur betur en efni stóðu til grunaði okkur að ekki væri ísland að græða á þvi. Ég var farinn að ör- vænta að ég fengi að spila spil, þar sem ég eygði vinningsmöguleika. En ég fékk mitt tækifæri i spili nr. fimm. Norður gjafari, N-S á hættu 4 AK10932 V----------- ♦ KG9643 4 8 4 7 V AKD109875 ♦ 2 4 ÁK10 A okkar borði voru sagnir: N A S V lt 3 t dobl p 3 sp. 4 hj. 4 sp. 5 hj. 6 t dobl pass hringinn Þeir spiluðu Róman-sagnkerfið. — Þrir tiglar hjá mér i austur lofuðu þéttum lit, niu slögum eða svo og báðu makker að segja grönd ef hann stoppaöi tigul, en þau hefði ég aldrei spilað.— Ég er búinn að heyra, að allt annað hefði áreiðan- lega heppnazt betur, og að ég hefði ekki átt að dobla. Nú, jæja, ég van- mat norður og er vlst eini bridge- spilarinn, sem komið hefur á Evrópumót og vanmetið italskan keppanda.— Þeir spiliiðu sex hjörtu á hinu borðinu dobluðu og græddu fimmtán stig á spilinu. Það var smá sálarbót að við gátum snúið á þá og Asmundur þrælaði heim fimm spöðum i 15. spili með smáaðstoð meðan við Karl stálum lokasögninni og unnum fjögur lauf. Siðari hálf- leikur var martröð, sem liknandi gleymskan miskunnar sig vonandi ffjótlega'yfir. — Leikurinn fór min- us fimm. Þriðja og fjórða umferð voru spilaðar i gær og eftir þriðju umferðina náði Portúgal óvænt for- ustu með stórsigri gegn Spáni (20-0). ítalir sýndu þá, að þeir eru aðeins mannlegir og gerðu ekki nema jafntefli við Finna. í skeyti Reuters i nótt segir: Italir, sem stefna i enn einn sigur á Evrópumótinu, virtust vera að ná sinum þriðja sigri gegn Finnum og höfðu vel yfir i hálfleik. Hins vegar sneru Finnar dæminu við i siðari hálfleiknum og náðu jafntefli. Júgóslavia vann sinn fyrsta sigur á mótinu — tók Holiand 15-5, og komst af botninum, en Island lenti i neðsta sætinu eftir tap gegn Belg- um. Úrslit I 3. umferð: Italia— Finnland 10-10 Júgóslavia—Holland 15-5 Belgia—ísland 16-4 Noregur—trland 20-0 Bretland—Austurriki 16-4 Portúgal—Spánn 20-0 Sviþjóð—Sviss 20-0 Tyrkland—Þýzkaland 17-3 Danmörk—ísrael 17-3 Frakkland átti fri Staðan eftir þessa þriðju umferð var þannig. 1. Portúgal 54 stig. 2. Italia 49. 3. Sviþjóð 47 4. Noregur 47 5. Frakk- land 40 6. ísrael 39 7. Sviss 37 8. Holland 37 9. Bretland 33 10. Danmörk 33 11. Tyrkland 29 12. Irland 25 13. Finnland 20 14. Belgia 20 15. Þýzkaland 16 16. Júgóslavia 15 17. Spánn 12 18. Austurriki 11 19. tsland 10 stig. 1 fjórðu umferðinni vann Island Austurriki með 16-4 og hifði sig upp um fimm sæti. Mest á óvart kom hin unga sveit Sviþjóðar Þar sem keppendur hafa þó mikla reynslu I stórmótum, og vann stórsigur á Bretlandi. Sviarnir sigruðu með 80 Imp-stigum gegn 10, sem þýðir 20 til Svia, en minus tveir hjá Bretum. Efsta sveitin, Portúgal, lenti i hörkuleik gegn Tyrkjum og var góð að ná sjö vinningsstigum úr leikn- um eftir að hafa verið 38 Imp-stig- um undir i hálfleik. Italia vann góðan sigur á Belgiu — en Sviar hafa þó forustu. Israel vann góðan sigur á Frakklandi — einni þeirri þjóð, sem fyrirfram var talin hvað sigurstranglegust. Annars urðu úrslit þessi i 4. um- ferð. Finnland—Júgóslavia 15-5 ítalia—Belgla 17-3 Irland—Holland 12-8 Island—Austurriki 16-4 Tyrkland—Portúgal 13-7 Sviþjóð—Bretland 20-2 Noregur—Spánn 12-8 Danmörk-Þýzkaland 18-2 Israel—Frakkland 16-4 Sviss fri. Eftir fjórðu umferðina var stað- an þannig: ll.lrland 37 12. Finnland 35 13. Bretland 31 14. Island 26 15. Belgia 23 16. Júgóslavia 20 17. Spánn 20 18. Þýzkaland 18 19. Austurriki 15 1. Sviþjóð 2. ttalia 66 3. Portúgal 61 4. Noregur 59 5. ísrael 55 6. Danmörk 48 7. Sviss 47 8. Holland 45 9. Frakkland 44 10. Tyrkland 42 Danska sveitin er skipuð þeim Hulgaard—Hulgaard, Möller-S. Werdelin, O. Werdelin og Aastrup. I frönsku sveitinni eru Boulenger- Svarc, Lebel-Mari, og Leenhart- Vial. Brezka sveitin virðist sterk með Pr-iday-Rodrigue, Rose-Shee- han, og Casino-Flint. I sveit Israel eru Stampf-Schwarz, Schaufel- Frydrich, og Romiklev. I þeirri itölsku eru Bellantini-Bresciani. Bianchi-Matteucchi, og Mosca- Sfarigia. ofsalega gaman af þvi. Það má kannski segja að þetta sé heldur mikið af þvi góða hjá mér. Ég þarf að mæta tvisvar I viku á æfingu hjá unglingalandsliðinu, þrisvar i viku á æfingu hjá 2. flokki Vals og svo eru leikir þar fyrir utan. Við þetta gæti ég bætt ef ég vildi, þvi ég er enn i 3. flokki og á að mæta á æfingar þar, en það finnst bara enginn timi til þess”. Við spurðum Pétur að þvi, hvort hæðin hái honum nokkuð i daglegu lifi: „Ég get varla sagt það. Það er að visu stundum óþægilegt en hún kemur sér llka vel, eins og t.d. i körfuboltanum. I sambandi við föt og skó er það ekki svo slæmt, ég fæ á mig allt sem ég þarf með. Að visu þarf ég að láta sauma á mig buxur og sérpanta skó, en skór á mig finnast ekki hér á landi, enda þarf ég númer 50 af þeim. Ég er llka farinn að venjast þvi, að fólk horfi á mig með undrunar- svip, og það snertir mig ekki lengur. Heldur ekki þegar ég hitti fyrir fólk, sem vill vera fyndið á minn kostnað, þótt það sé samt leiðinlegt til lengdar. Maður Malmö áfram Sænska meistaraliðið Malmö varð fyrst liða til að komast 1 átta-liða-úrslit i Evrópumótunum i knattspyrnu. t gær gerði Malmö jafntefli við Reipas I Finnlandi 0-0 i Evrópukeppni bikarliða. Malmö vann heimaleikinn 3-1. Átta-liða- úrslitin verða i marz. Margir stórleikir verða I Evrópukeppninni nú i vikunni, en athygli mun þó mest beinast að leik Magdeburg og Bayern Munchen I Evrópubikarnum. Hann verður á morgun i Magde- burg og nægir austur-þýzka liðinu 1-0 sigur, þar sem Bayern vann heimaleikinn 3-2 eftir að hafa verið tveimur mörkum undir i hálfleik. verður bara að taka þvi eins og öðru”. Þegar hinn frægi bandariski körfuknattleiksþjálfari, Harsman, kom hingað i sumar og sá Pétur i fyrsta sinn, varð hann mjög hrifinn af honum sem körfu- knattleiksmanni og vildi óður og uppvægur fá hann til að koma til Bandarikjanna, þar sem hann sagði að hann gæti orðið stór stjarna, ef hann fengi rétta þjálfun: „Jú, það er rétt — hann hafði orð á þvi við mig og aðra, sem hann talaði viðhér. Éghef mikinn áhuga á þessu og bið eftir þvi að fá að heyra nánar frá honum. Ég er I fyrsta bekk i Menntaskól- anum I Hamrahlið og ætla i fram- haldsnám þegar ég hef lokið prófi þaðan. Spurningin er bara hvort ég á að fara strax eða ekki fyrr en ég hef lokið prófi. Það er beðið eftir áliti Harsmans á þvi og eftir þvi sem ég hef heyrt, er von á svari frá honum mjög fljótlega. En þetta er fjarlægur draumur enn sem komið er og á meðan læt ég mér nægja Val og unglinga- landsliðið, enda nóg að gera þar. Unglingalandsliðið mun keppa á Norðurlandamótinu i Sviþjóð i byrjun janúar og einnig munum við leika i Noregi i sömu ferð, og svo er tslandsmótið I 2. og 3. flokki að hefjast og margir leikir þar framundan”. Þar með var þessi geðugi ungi risi þotinn inn á æfingu og um hann hópuðust félagar hans i ung 1 i nga1 i ð i nu ásamt þjálfurunum Gunnari Gunnars- syni og Kristni Stefánssyni, og allir þurftu þeir að lita upp til hans i orðsins fyllstu merkingu. —klp— +**»******************* Risinn ungi úr Val, Pétur Guð- mundsson, á auðvelt með að ná upp I körfuna, þótt hún sé 3,05 metra frá gólfi, enda er hann sjálfur 2,12 metrar á hæð og er ekki nema 16 ára gamall. Ljósmyndir BjBj. Enn tapar liðið hans Wilsons! Huddersfield Town, liðið, sem hann Harold Wilson, forsætisráð- herra Breta, heldur svo mikið upp á frá æskudögum slnum i Huddersfield, gengur afar illa um þessar mundir. I æsku Wilson var það stórveldi enskrar knatt- spyrnu — vann deildakeppnina i þrjú ár I röð. Huddersfield, sem lék I 1. deild leiktimabilið 1970-1971, en féll þá niður i 2. deild og þaðan beint niður i hina þriðju, er nú i fall- hættu i 3. deildinni eftir enn eitt tapið Þá for Huddersfield til Norður-Wales og lék við Wrexham, sem sigraði með 3-0. Á sama tima léku Miðlanda- liðin Port Vale og Walsall i Burslem og varð jafntefli 1-1. Sá leikur var einnig I 3. deild. I fjórðu deild léku Brentford, Lundúnaliðið, sem lék hér á landi 1951, og Bradford City. Jafntefli varö 1-1. Bæði þessi lið mega muna fifil sinn fegri — léku eitt sinn i 1. deild. B O % M M 1 Vonaégsjái ^ er viss um þaö. þig fljótt aftur. ) Bróðir minn er blaðaljósmyndari og : C'^.égferalltaf með Uionum á stórleikina á hótelið á ströndinni

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.