Vísir - 08.11.1974, Qupperneq 3
Vlsir. Föstudagur 8. nóvember 1974
3
Vestmannaeyjamyndin í síðasta sinn
Féll niður
landganginn
og rotaðist
Loftskeytamaðurinn á Laxfossi
rotaöist I gær, er hann féil niöur
úr Iandganginum á skipinu.
Skipið lá í Hafnarfjarðarhöfn,
og var háflæði, þannig að
landgangurinn var brattur upp.
Loftskeytamaðurinn var á leið
um borð I skipið með bókakost
þess I fanginu. 1 miðjum
landganginum skrikaði honum
fótur, og féll hann niður á bryggj-
una með bækurnar i fanginu.
Hann var fluttur á slysadeild, en
rannsókn þar benti ekki til alvar-
legra meiðsla. —óH
Sföasta tækifæriö til aö sjá Vest Eins og fram hefur komið i
mannaeyjamynd ósvaldar viðtölum við Ósvald er ósenni-
Knudsen veröur f kvöld. Þessi legt, að myndin verði sýnd oftar
nýja mynd hefur veriö sýnd.
tvisvar á sögusýningunni á Kjar-
valsstööum, en lokasýningin þar
veröur klukkan hálfnfu í kvöld.
hér á landi. Er því siðasta
tækifærið i kvöld að sjá þessa
ágætu mynd. —JB
„The Exorcist" vekur óhug: f
SETJARINN FEKK
SIG FULLSADDAN
„Ég kæmi aldrei til meö aö
sjá þessa mynd”, sagöi setjari
hjá prentsmiöjunni, sem nú er
aö ganga frá „The Exorcist” i
fslenzkri þýöingu
Fá varö nýjan setjara til aö
ljúka viö bókina, eftir aö sá fyrri
haföifengiö nóg af ósköpunum.
„Það er vafalaust mjög mis-
jafnt, hvernig menn taka
lýsingunum I bókinni. Þeir, sem
aldir eru upp f kristUegu um-
hverfi, eru vafalaust við-
kvæmari en aðrir fyrir djöfla-
lýsingunum I bókinni”, sagði
annar setjaranna.
„Ég veit það með mig, að mér
leið allt annað en vel, þegar ég
var að setja bókina niðri i prent-
smiðju að kvöldi til. Þarna
eru allskonar aukahljóð og svo
fór, að ég lagði ekki i meira
þarna um kvöldið. Ekki bætti
það heldur úr skák, að setjara-
vélin var ekki I góðu lagi”.
Eins og menn hafa séð i
blöðum undanfarna daga eru
ekki allir á eitt sáttir meö
væntanlegar sýningar hér á
landi, á kvikmyndinni, sem gerð
var eftir sögunni.
Þótt lýsingár i bókinni séu
ekki alltaf mjög geðslegar,
hlýtur kvikmyndin þó að virka
enn sterkar á fólk. —JB
Eigandi óskila-
bílsins fundinn
Meö nokkurri fyrirhöfn tókst
lögreglunni I Árbæjarhverfi aö
finna eiganda „óskilabflsins”,
sem sagt var frá I blaöinu I
fyrradag.
Óviss grunur var um það, að
maður I Vestmannaeyjum
hafði eitt sinn átt bilinn. Sá
maður fannst út I Eyjum og gat
gefið upplýsingar um, hvaða
númer hefði verið á bilnum i
hans eigu. Bifreiðaeftirlitið
rakti svo slóð bilsins á skrám
sinum. Að endingu fannst nú-
verandi eigandi, sem reyndist
búsettur I Mosfellssveit.
Þegar lögreglan hafði
samband við hann, var hann
búinn að sjá fréttina i Visi og
hafði I hyggju að setja sig I
samband viö lögregluna.
Hann gaf þá skýringu á veru
bflsins þarna, að hann hefði
lánað frænda sinum hann.
Frændinn notaði bilinn nokkurn
tima og skildi hann siðan eftir á
lögreglustöðinni. Eigandinn
fékk hins vegar nýjan bil og
hafði litlar áhyggjur af þessum.
Eigandinn ætlar aö sækja
bilinn i dag á lögreglustöðina.
Það veröur þvi ekkert úr þvi, aö
Guðbergur Auðunsson teiknari
hirði hann, likt og hann haföi
stungið upp á i VIsi I gær.
Eftir að fréttin um
óskilabilinn kom i Visi I fyrra-
dag, lögðu margir leið sina upp I
Arbæjarlögrelgustöð. Sumir
komu til að skoða gripinn, og
margir vildu kaupa. Lögreglan
hefði eflaust fegin viljað losna
við hann á þann hátt.
Af kaupum varð þó ekki.
—ÓH
ökumenn, sem leiö hafa átt upp I Breiöholt eftir nýja veginum, hafa kvartaö undan þvf hversu óslétt malbikiö er.
Ljósm. Bj.Bj.
Bílarnir skoppa til á nýlögðu malbikinu
Þeir, sem lagt hafa leiö sfna
upp i Breiöholt eftir aö nýja
akreinin á veginum þangaö var
tekin I notkun, hafa furöaö sig á
þvi, hversu óslétt nýja malbiks-
lagiö er.
Blaðið fékk þær upplýsingar
hjá gatnamálastjóra, að sjálf-
stýring á malbikunarvélinni hefði
bilað, er þetta verk var unnið og
hefði það haft sitt að segja um
árangurinn.
Auk þess var notað grófara og
sterkara burðarlag á þennan veg
en almennt tiðkast, sem leitt hefði
til þess, aö ekki var unnt aö slétta
fullkomlega jafn vel úr þvi.
Þá bætist það við, að sögn
gatnamálastjóra, að viðkomandi
malbikunarvél var þarna notuð i
sinni breiðustu stillingu, og þar
sem skólarnir höfðu tekið til
starfa, voru færri menn að vinna
við vélina en almennt gerist.
Til stendur að steypa lag ofan á
núverandi malbikslag næsta vor,
og hverfa við það ójöfnunarnar.
—JB
RÆKJA SKAG-
STRíNDINGA í
NIDURSUÐUDÓSIR
Upp úr áramótunum munu
landsmenn geta gætt sér á niöur
soöinni rækju frá Rækjuvinnsl-
unni á Skagaströnd. Rækju-
vinnslan hefur nú veriö starfandi
i þrjú ár, og afgreitt rækju
þriggja vertföa meö vélpillun.
Áöur var rækjan pilluö I
höndunum og eru vélarnar mikil
hagræöing.
Vfsir talaði við Kristófer Arna-
son verkstjóra, og sagði hann, að
veriö væri að byggja 1000 fer-
metra hús, þar sem bæði verður
vinnsla og niöursuða þegar hún
verður tekin upp. Hingað til hefur
rækjuvinnslan haft aðsetur i
húsakynnum Hólaness, sem hefur
veriö starfrækt siðan 1943.
Ekki er hægt að sjá nákvæm-
lega fyrir, hvenær niðursuðan
getur hafizt, en siðustu áætlanir
miðuðu viö næstu áramót eða að
niöursuöan hæfist meö næstu
vertiö. Mun hún þá verða sett I
dósir eftir hreinsun. Eitthvaö
verður sett á innlendan markaö
en ekki hefur erlendur markaöur
fengizt ennþá, og mun þar seglum
veröa hagað eftir vindi eins og
Kristófer komst að orði.
Rækjuvinnslan vinnur nú 6 tonn
á sólarhring og er það afli sjö
báta. Rækjan er soðin á leið gegn
um vélarnar, siðan sett I salt-
pækil, lausfryst og pökkuð I
tveggja kilóa pakkningar.
Fastafólk er fjórtán manns á
vakt fyrir utan igripafólk og
áhafnir bátanna. Framkvæmda-
stjóri er Guðmundur Lárusson.
—JH
MEÐVITUNDARLAUS AF LYFJA-
NOTKUN í LÆSTU HERBERGI
• Lögreglan var fengin til aö fara
inn I herbergi manns nokkurs I
gær, þvi hann haföi ekki látiö i sér
heyra I langan tima.
Maðurinn býr vestur I bæ. Fólk
i sama húsi vissi, að hann var I
herbergi sinu. En hann svaraði
ekki köllum né banki, og var þvi
fariö að óttast, að eitthvað hefði
komið fyrir hann.
Þegar lögreglan kom inn I her-
bergið, lá maðurinn út af
meðvitundarlaus. 1 ljós kom, að
ástæöan var ofnotkun lyfja.
Maðurinn var fluttur i Borgar-
sjúkrahúsið.
—ÓH
UTBOÐ
Stjórn verkamannabústaða í Reykjavík
óskar eftir tilboðum i eftirfarandi verkþætti og efni vegna fyrir-
hugaðra byggingaframkvæmda við 308 íbúðir í Seljahverfi í
Reykjavik:
Verkútboð:
Gluggasmiði: efni og vinna.
Hita og hreinlætislagnir
innanhúss: efni og vinna.
Blikksmiði: efni og vinna.
Efnisútboð:
Þakjárn,
gler,
hreinlætistæki og fylgi-
hlutir,
ofnar.
útboðsgögn verða afhent i Lágmúla 9, 5. hæð, Reykjavik, gegn
5000- kr. skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á Hótel Esju 2. hæð kl. 14,00 föstudaginn 13.
desember 1974.