Vísir - 08.11.1974, Qupperneq 6
6
Vísir. Föstudagur 8. nóvember 1974
vísir
(Jtgefandi: Reykjaprent hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgas'on
Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson
Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611
Afgreiösla: Hverfisgötu 44. Simi 86611
Ritstjórn: Sföumúla 14. Slmi 86611. 7 llnur
Askriftargjald 600 kr. á mánuði innanlands.
i lausasölu 35 kr. eintakið. Blaðaprent hf.
Varanlegar umbætur
Til þessa hefur mestur timi hinnar nýju rikis-
stjórnar farið i tilraunir til að leysa efnahags-
vandamál liðandi stundar. En stjórnin hefur
einnig gefið sér tima til að hefja undirbúning
langtimaaðgerða á sviði efnahagsmála. 1
stefnuræðu sinni hefur Geir Hallgrimsson for-
sætisráðherra lýst margvislegum hugmyndum
rikisstjórnarinnar um varanlegar umbætur i
efnahagsmálum.
Rikisstjórnin leggur sérstaka áherzlu á hag-
sveiflujöfnun, bæði með aðferðum, sem áður hef-
ur verið beitt, og með með nýjum aðferðum.
Rikisstjórnin hyggst áfram beita gjaldeyrisvara-
sjóði, sveigjanlegri gengisskráningu,
verðjöfnunarsjóði fiskiðnaðarins og aukinni stór-
iðju til þess að draga úr sveiflum. Og hún hefur
áhuga á að fara að beita sveigjanlegri vöxtum og
verðtryggingu fjárskuldbindinga i þessu skyni,
svo og að vinna að eflingu varasjóða rikis,
sveitarfélaga, atvinnugreina og fyrirtækja.
Rikisstjórnin telur, að núverandi kerfi
kaupgreiðsluvisitölu sé hættulegt, þótt það hafi
nokkra kosti. Hún vill nota næstu mánuði til að
endurbæta þetta kerfi i samráði við samtök
launþega og vinnuveitenda. Hún vill fyrir sitt
leyti stuðla að þvi, að samtök vinnumarkaðsins
komi á bættum vinnuaðferðum við gerð kjara-
samninga, bæði að þvi er varðar aðdraganda
samninga, uppsagnarfresti og timasetningu
kröfugerðar, og að þvi er varðar milligöngu
sáttasemjara. Ennfremur vill hún koma fastri
skipan á samráðin við aðila vinnumarkaðsins.
Rikisstjórnin hyggst koma i veg fyrir að menn
þurfi að greiða tekjuskatt af almennum
launatekjum og miðar við, að hjón með tvö börn
greiði ekki tekjuskatt af 1100 þúsund króna
brúttótekjum eða 830 þúsund króna nettótekjum.
Jafnframt er hún að vinna að þvi að sameina
þegar i vetur fjölskyldubætur og tekjuskatt og á
það að vera fyrsta skrefið i sameiningu tekju-
skatts og helztu bóta almannatrygginga svo og ef
til vill einnig ýmissa bóta lifeyristrygginga.
Rikisstjórnin vill vinna að þvi að minnka mis-
ræmið á stöðu lifeyrisþega sem stafár af þvi, að
sumir sjóðir þeirra eru verðtryggðir en aðrir
ekki. Hyggst hún koma upp rammalögum um
starfshætti lifeyrissjóða, þar sem einkum sé
fjallað um, hvernig haga skuli ávöxtun og
verðtryggingu lifeyris og útlána.
Þess hefur áður verið getið, að rikisstjórnin
hefur lagt grundvöll að gjörbreytingu á að-
stöðunni til að efla jafnvægi i byggð landsins. Af
heildarupphæð fjárlagafrumvarpsins eru2% lögð
i byggðasjóð og mun afl hans þá margfaldast
Rikisstjórnin hyggst ennfremur hverfa frá
núverandi kerfi verðlagshafta, sem er gamall
arfur frá krepputimanum, og taka i þess stað upp
frjálslegra kerfi, sem reynzt hefur vel á Norður-
löndunum og i fleiri nágrannalöndum okkar.
Þá vill rikisstjórnin breyta áætlanagerð sinni
fyrir efnahagslifið á þann hátt, að hún sé ekki i
formi valdbundinna framkvæmdaáætlana,
heldur til viðmiðunar og leiðbeiningar fyrir
einstaklinga, samtök þeirra, fyrirtæki og at-
vinnuvegi.
Loks leggur rikisstjórnin sérstaka áherzlu á
aukinn hraða i virkjun islenzkra orkugjafa, bæði
til iðnvæðingar og til að gera Islendinga sem
minnst háða innfluttri orku. Hyggst hún gera
þetta að einu helzta forgangsmáli sinu. -JK
flugfélög beri ábyrgð á ástandinu
og verði I sameiningu að axla
byrðarnar. Rikisstjórnir ættu að
beita sér fyrir samningum um
takmörkun á starfsemi og
samvinnu um hana.
Framleiðendur ættu, segir
Hammerskjöld, að byggja áætl-
anir á raunverulegum þörfum
ferðamanna og gera sér fulla
grein fyrir almannaheill, áður en
nýjar flugvélar eru settar á
markað. Rikisstjörnir skyldu
ekki neyða ferðafólk og skatt-
greiðendur til að bera byrðar af
miklum framleiðslukostnaði á
nýjum flugvélum. Hávaðasöm-
ustu og óarösömustu
flugvélategundir ætti að leggja
niður.
„Snyrtivörur duga
ekki”
Hammerskjöld segir, að betra
væri að losa sig við gamlar
flugvélar og þar með mengunar-
áhrif þeirra, að meðtöldum
hávaða, en að gera dýr tæki til að
hafa hemil á menguninni.
„Ekki duga snyrtivörur fyrir
efnahagslega sjúkan iðnað, þegar
brýn þörf er á skurðaðgerð,”
segir hann.
Flugið er gott dæmi um
atvinnugrein, sem hefur „sprengt
sig” með of miklum umsvifum,
þegar allt lék I lyndi, likt og oft
hefur verið um fjárfestingu I
fiskiðnaði á íslandi, einstökum
greinum og I einstökum lands-
hlutum.
Vafalaust tekur nokkur ár að
rétta þessa grein úr kútnum.
Viö getum huggað okkur við, að
stofnun Flugleiða hafi, þrátt fyrir
allt, verið „fagurt fordæmi” I
þessum efnum.
Flugfélögin hafa verið „hátt uppi”. Slfellt stærri Júmbóflugvélar
birtust.
Flugfélög heimsins
striða við kreppu vegna
geysihækkunar á oliu-
verði og færri farþega
en búizt var við. Þau
hafa einfaldlega of
margar flugvélar.
Flugfélögin hafa neyðzt til að
draga úr starfsemi. ítalska flug-
félagið Alitalia er gott dæmi. Gert
er ráð fyrir, að félagið hefji mik-
inn sparnað, felli niður óaröbæra
þjónustu og minnki flugvélaeign
slna. Sennilega hættir félagið við
flug til Norður- og Suður-Ame-
rlku, Afriku og Austur-Evrópu,
sem ekki hefur skilað hagnaði.
Brezka félagið Caledonian
ætlar að fækka starfsfólki um 800
manns. Það fellir nú niður ferðir
yfir Norður-Atlantshaf og minnk-
ar starfsemi á öðrum sviðum.
Þessara vandræða gætir einnig
hjá Flugleiðum, eins og fram
hefur komið.
Astandið er eins I Bandarikjun-
um. Pan American World Air-
ways og Trans World Airlines
hafa tapað milljónum dollara
(hundruðum milljóna króna) á
millilandafluginu, sem einu sinni
gaf þeim drjúgan ábata.
Mest er tapið á Norður-Atlants-
hafsfluginu, en bæði þessi flug-
félög hafa lagt I mikið I það.
Félögin hafa nú gert áætlun um
að hætta flugi á sumum leiðum til
að hindra útgjaldasama
samkeppni sln á milli. Með þeim
samningum er búizt við, að ár-
lega sparist nærri 3 milljarðar
Islenzkra króna.
„Sjúkdómur”
Rótarmeinið er það, sem fram-
kvæmdastjóri alþjóðasambands
flugfélaga, IATA, kallar
„sjúkdóm of margra flugvéla”.
A slðasta áratug var flugið
ábatasamt og flugfélögin „hátt
uppi”. Afleiðingin varð of mikil
framleiðsla á farþegavélum, eins
og nú kemur I ljós. Sifellt stærri
Júmbóvélar birtust.
En með þvi v-arð hörð
samkeppni um að fylla
flugvélarnar til að ýta verðlaginu
niður fyrir það, sem hagstætt var
flugfélögunum, einkum á Norður-
Atlantshafsleiðinni, segir i
Reutersskeyti.
Nú hefur IATA orðið að hætta
við áætlun um ódýrar ferðir yfir
N-Atlantshaf, ef keypt er fyrir-
fram. Þvi veldur, að Bandarikja-
stjórn hefur samþykkt lágt verð-
lag leiguflugvéla, sem var lægra
en hin reglulegu félög bjuggust
við og ógnar enn afkomu þeirra.
100 milljarða tap
Meiri tilkostnaður hefur nú
þegar valdið meiri hækkun á
fargjöldum en dæmi hafa verið
um áöur, en þó er hækkunin minni
en verðbólgan almennt. Flugfélög
eru talin hafa tapað einum
hundrað milljörðum króna fyrir
vikiö.
Fólk á Vesturlöndum verður nú
að þola búsifjar vegna verðbólg-
unnar. Það hefur minna aflögu til
aö eyða I munað, svo sem
skemmtiferðir. Þannig vex
farþegafjöldinn hvergi nærri
jafnmikið og flugvélafjöldinn, og
fjölgun farþega er i ár núll á
ýmsum mikilvægum flugleiðum.
Framkvæmdastjóri IATA,
Knut Hammerskjöld, segir, að
rikisstjórnir, framleiðendur flug-
véla, lánastofnanir og bæði
regluleg flugfélög og leigu-
llllllllllll
m mm
Umsjón: H.H.
Slík sameining væri æskileg að
dómi framkvæmdastjóra IATA til
að draga úr eyðslusemi og lækka
fyrir vikið verðlag til neytenda.
Verðbólga er mikil i flestum
nálægum löndum. Er stjórnvöld
grlpa til vopna gegn henni, skap-
ast víðast nokkur samdráttur.
Spáð er, að samdráttur verði á
Vesturlöndum mestallt næsta ár,
ef til vill ekki mikill.
Næsta ár verður þvl
flugfélögunum erfitt. Einhver
þeirra munu vafalaust riða til
falls. Þennan tlma verða helztu
flugfélög að nota til að gera starf-
semi sina raunhæfa. Þegar
samdrætti lýkur, fara menn svo
vafalaust að ferðast meira en
nokkru sinni.
Stofnun Flugieiða er vafalaust „fagurt fordæmi”.
FLUGIÐ ,
SPRAKK A
LIMMINU
Mikið tap flugfélaganna
— skerðing á þjónustu
— hvatt til samvinnu