Tíminn - 08.05.1966, Blaðsíða 3

Tíminn - 08.05.1966, Blaðsíða 3
SfTNTTOÐAOUR 8. maí 1966 TÍMINN________________________ 1» Framh. ai 'V síðu ingarstyrjöldum, sem eru inn- anríkisstríð. Hæfileikaleysi okk ar til að greina á milli árás- ar og byltingar hefur verið al- varlegasta villan í utanríkis- stefnu okkar.“ Hvað viðvíkur „dómínó-kenn ingunni," þá telur prófessor Morgenthau, að hún „hafi ekki hinn minnsta grundvöll í sög- unni. Hún er bandarísk hlið- stæða koimimúnistísku kenning- arinar um hið óhjákvæmilega. Um árabil hafa kommúnistar trúað því, að sigur þeirra í Rússlandi væri byrjun heims- byltingar. En byltingar takast, eða misheppnast, vegna að- stæðna á hverjum stað, en ekki á grundvelli þess, sem gerist í öðru rfki.“ Og Charles Warren, 38 ára gamall lögfræðingur og fylkis- stjórnarmaður í Kaliforníu, seg ir: — „Við teljum, að meiri- hluti Vietnama vilja okkar tegund lýðræðis. Þetta var, og er, misskilningur hjá okkur. Ég get ekki séð, að jafnvel naum- ur meirihluti íbúa Suður-Víet- nam séu okkar megin, eða viti hvað lýðræði er Skæruihernað- ur byggist á stuðningi lands- byggðarinnar, og Víetcong hef- ur 'þann stuðning nú sem fyrr." Dr. Dana McLean Greeley, 57 ára fbrseti Universalist Asso ciation í Boston, telur, að mik- fH fjöldi íbúa Suður-Víetnam „Iftí enn á Ho Chi Minh eins og eins konar George Washing- ton, og það er þröngsýni okk- ar og hagsmunir, sem gera okk- nr hiutdræga í dómum, sem veMur því, að við komum ekki auga á þá staðreynd, að þeir þurfa byltingu þar í landi . . . jafnvel, ef hún leiðir til eins konar kommúnisma. Ég held, að það sé heiimskulegt af okk- ur, að þrýsta þeirn alltaf nær og nær Kína.“ Robert Treuhaft, lögfræðing ur í Oakland, Kaliforníu, telur, að Bandaríkjastjórn „sé ekki að stöðva kommúnisma, heldur að bæla niður pólitísk samtök innfæddra. Það er ekki ótti við Rússland eða Kína, sem er að baki aðgerða okkar . . . Það er óttinn við fjölgun hlutlausra ríkisstjórna, sem ekki eru sam- mála okkur. Lausn þeirra hræði legu vandamála, sem við er að etja í Asíu og Afríku, mun ef til vill formast á þann veg, sem okkur ekki líkar. Þegar » fólk, sem lifir hörmulegu lífi, sér leið til þess a ðbæta ástand sitt, með kommúnisma eða eft- ir öðrum leiðum, þá er það hrein fásinna að segja því, að við séum að reyna að vernda það fyrir einhverju illu.“ Sú skoðun er útbreidd, að þótt Bandaríkjamenn hafi gert mikið, og eytt miklu, í Víet- nam, þá hafi þeir ekki fram- kvæmt hlutina, né eytt fjár- magninu, á réttan hátt. Stanley K. Sheinbaum, hag- fræðingur við „Center for the Study of Democratic Institui- ons“ í Santa Barbara, Kali- forníu, og fyrrverandi meðlim- ur tækniaðstoðarhóps þess, sem Bandaríkin — í samvinnu við háskólann í Michigan sendi til Vietnam 1955, segir: — „Af þeim þrem milljörðum dollara (120 milljarðar íslenzkra króna) sem yið gáfum Víetnam í aðstoð frá 1955 til 1961, hafa rúmlega 82% íbúanna í raun og veru fengið aðeins 1.6%. Við höfum í rauninni ekki haft neinn áhuga á alþýðunni — við giefum enga aðstoð, sem gæti bætt lífskjör fólksins." William Hanson, 41 árs lög- fræðingur í Seattle, segir: — „Það er hluti harmleiksins. að stjómarstéttin — viðskipta — og fjármagnsstéttir þessara vanþróuðu þjóða — er oft ólýð ræðisleg og einræðissinnuð. Okkur finnst alltaf mjög auð- velt að eiga samvinnu við þess- ar valdastéttir." Og þá er það sú skoðun, að álit Bandaríkjanna sem Ijós- asta dæmis sögunnar um lýð- ræðislega byltingu, hafi beð- ið mikinn hnekki í Vietnam: ★ Frú Madelene Van Arsdell, Walter Lippmann Phoenix: — „Sá, sem fullyrð- ir, að núverandi stjórn (í Saig- on) sé fulltrúi þjóðarinnar, veð ur reyk. Það er hörmulegt, að bandaríska þjóðin, sem í raun inni hóf alþýðubyltingar, skuli nú vera að reyna að bæla þær niður.“ ★ Morris W. Hirsch, prófess- or við Kaliforníuháskóla í Berkeley: — „Stefna okkar (Bandaríkjastjórnar) er að stöðva vinstrisinnaðar byiting- ar . . . Flest vanþróuð ríki hafa gert það upp við sig, að kapitalismi, eins og við þekkj- um hann, hæfi engan veginn hjá þeim. Bandaríkin eru ekki hrifin af þessu, en ættu að fall- ast á það.“ Ernest Gwinn, • eigandi „Acme Finance Company," Seattle: — „Þegar fólk verður eins ríkt og við erum, þá verð- um við á móti réttlátum bylt- ingum í stað þess að styðja þær. Við erum á móti öllu, sem breytir núríkjandi ástandi. En heimurinn er að breytast. Og hann þarf að breytast." ★ Dr. Ilarold Pickett, 34, San Antonio: — „Eina skuld- binding okkar er við okkur sjálf,“ — og hann bætir við, — „Við myndum tapa andlit- inu heima fyrir (ef við færum frá Víetnam), og þetta er rík- isstjómin hrædd við“. ir Námsmaður við Wiscons in-háskólann, James Loder, 23 ára, segir: — „Við munum að einhverju leyti „tapa andlit- inu,“ sama hvað við gerum. En af hevrju höfum við meiri áhyggjur — að „missa and- litið, eða missa mannslíf?" Þetta orð — „skuldbinding" — hvað þýðir það í Víetnam- málinu? Morgenthau prófessor segir, að ef skuldbinding Banda ríkjanna í Víetnam þýði eitt- hvað, þá sé það, að ríkisstjórn- in hafi skuldbundið sig til að „stöðva“ Kína, og það þýði, að Bandaríkin séu reiðubúin að fara í styrjöld við Kína, ef Kín- verjar láta ekki „stöðva" sig. George Kennan sagði Ful- bright-nefndinni: — „Erfitt er að trúa því, að þýðingarmikil þróun heimsmálanna myndi, undir eðlilegum kringumstæð- um, ákvarðast af því, sem ger- ist (í Víetnam) . . . Þess ætti efeki að vera krafizt af landi okkar, og við ættum ekki að krefjast þess af okkur sjálfum, að við tökum á okkur aðal- þunga þess, að ákveða stjórn- málaástand innan annars lands — og sérstaklega ekki ríkis, sem er svo langt frá strönd- um vorum, og svo fjarlægt menningu okkar og reynslu þjóðar okkar.“ George McGovem, öldungar- deildarþingmaður frá Snður- Dakota, segir hreinlega: — „Við höfum engar skuldbinding ar, sem geta réttlætt slíka fóm bandarískra mannslífa, sem hemaðarsigur í Víetnam krefst.“ McGovern telur, að hann hafi fyrstur mann lagt fram hugmyndina um „virkja-áætlun ina,“ sem hann telur að muni leiða til samninga um Víet- nam. Þessi áætlun felur í sér, að stöðvaðar verði allar „árás- argerðir, og í stað þess mynd- uð sterk vöm um þá staði, sem við höfum nú á valdi okkar — Danang, Saigon og aðrar borg- ir strandvirkin. Slík áætlun myndi skapa dvalarstað fyrir andkommúnista og stuðnings- menn Saigon-stjórnarinnar. Það myndi sanna, að við verð- um ekki hraktir á brott. Það er grundvallað á raunveruleik- anum, við ráðum yfir borgun- um og ströndinni, skæruliðam- ir ráða yfir mestum hluta lands byggðarinnar.“ f stórum atriðum er þetta einnig afstaða Gavins hems- höfðingja, og nann nýtur stuðn ing Matthew B. Ridgway, hers- höfðingja, fyrrverandi yfir- Hans J. Morgenthau manni herliðs Sþ í Kóreu. Gavin telur að þessi áætlun myndi gera Bandaríkjunum kleift að skipuleggja betur skuldbindingar sínar annars staðar í heiminum. Hann tel- ur ekki, að hagsmunir Banda- ríkjanna í Víetnam séu mjög þýðingarmiklir, hann telur, að Bandaríkin eigi ekki að eyða í þetta ríki peningum og her- liði, sem ef til vill þyrfti að nota annars staðar, kannski með litlum fyrirvara, til þess að gæta þýðingarmeiri hags- muna Bandaríkjanna annars staðar í heiminum. Kennan telur, að Gavin „sé á réttu spori . . . Ég hef hlust að með athygli á rökin gegn tillögu hans, og ég verð að segja, að ég hef ekki getað tekið þau sérlega sannfærandi. Walter Lippmann segir, að tillaga Gavins sé „formúla til að gera upp mistök, til að enda styrjöld, sem ekki er hægt að vinna á þolanlegu verði, til að draga úr tapi okkar áður en það leiðir til gjaldþrots.“ Og Kennan telur. að með aukinni þátttöku í Víetnam- stríðinu, hafi Bandaríkjastjórn ekki lagt rétta áherzlu á hin ýmsu alþjóðamál samkvæmt þýðingu þeirra: — „Samband okkar við Sovétríkin hefur beðið hnekki (vegna stríðsins) . . á þeim tíma, er mun þýð- ingarmeiri mál voru á dagskrá og að þróast ... Enn verri er þó sá hnekkir. sem stuðnine ur japönsku þjóðarinnar við okkur hefur beðið. Sem mesta iðnaðarþjóð í Austurlöndum fjær . . . er Japan mjög þýð- ingarmikið fyrir okkur. Eng- inn árangur í Víetnam gæti vegið upp á móti þvl, að tapa trausti og góðvild japönsku þjóðarinnar. Samt sem áður óttast ég, að við drögum úr því trausti otS þeim góðvilja, þegar við auk- um hemaðarátökin í Víetnam . . . Hversu réttlætanlegar, sem aðgerðir okkar kunna að hljóma í okkar eyrum, þá hafa þær ekki vakið áhuga né imn- ið traust jafnvel þeirra þjóða, sem venjulega eru okkur vin- samlegar. Ástæður okkar eru víða misskildar, er menn sjá . . . Bandáríkjamenn fremja hryggileg mein gegn lífi fá- tækrar og hjálparlausrar þjóð- ar . . . Sigur, greiddur þessu verði er lítils virði. Ég vil fá að vita, hver raun- veruleg skuldbinding okkar er . . . Hér virðist vera um að ræða skuldbindingu, ekki að- eins til að verja landamæri ákveðinnar pólitískrar heildar gegn árás utan frá, heldur einnig til að tryggja innanrík- isöryggi ríkisstjómar hennar, þegar sú ríkisstjórn getur ekki tryggt það öryggi upp á eigin spýtur.“ Kennan telur því, að hver svq sem skuldbinding Banda- ríkjanna í Víetnam sé, þá sé Bandaríkjamönnum vissara að taka hana til endurskoðunar — í nafni eigin hagsmuna. Margir eru ósammála skil- greiningu Bandaríkjastjórnar á því, hvað séu hagsmunir Banda- ríkjanna í máli þessu. Dæmi: ★ Sheinbaum hagfræðingur: „Munchen-samlíkingin (sem Dean Rusk, utanríkisráðherra, bendir oft á sem svipað ástand) er alls ekki rétt. Árið 1938 var her Hitlers reiðubúinn — og það var vegna ógnunarinnar um, að hann gerði árás, að undan var gefið . . . Ég hef algerlega andstæða „dómínó- kenningu.“ Vegna þess, sem við erum að gera í Víetnam, munum við ef til vill missa Japan. Ríkisstjórnin þar á nú þegar í erfiðleikum. Við gæt- um misst Filippseyjar. Filipps- eyingar mundu grípa til vopna, ef við gerðum sprengjuárásir á Asíu frá flugvöllum { þeijrra landi. Við notum Thailand sem herstöð í sambandi við flug okkar yfir Víetnam, og síðan Church þingmaður erum við hissa, þegar Kína seg- ir, að Thailand sé næsta skot- markið, Kambodsja er farin. Malaysía er að klofna vegna Singapore, atburður sem er í nánu samhengi við Víetnam. Þetta sýnir hversu vel Víetnam- stefna okkar eykur stuðning okkar í Asíu.“ ★ McCovern öldungardeildar þingmaður: — „Við höfum far- ið frá einföldu tilboði um að- stoð við ríkisstjórnina (í S- Víetnam) yfir í að senda rúm- lega fjórðung úr milljón banda rískra hermanna til að berjast þar. Sérhver aukning styrjald- arinnar hefur aðeins leitt til þess, að andstæðingarnir hafa sent inn fleiri hermenn. Lát- um þá, sem tala um auðvelda lausn málsins með því að senda þangað fleiri hermenn, fleiri sprengjur og fleiri bysstrr, skilja, að þessi ráð þeirra fram að þessu hafa aðeins kostað Iff enn fleiri bandarískra her- manna.“ ★ Fulbright öldungadeildar- þingmaður: — „Ef einhver þjóð hefur einhvem tíma haft ráð á að draga sig til baka, eða semja frið, eða sættast, þá getum við það. Enginn mun segja, að við séum pappírstfgr- isdýr, þótt við semjum í Víet- nam.“ ★ Edmund Clubb, fyrrver- andi aðalræðismaður Bandaríkj anna í Peking: — „Pappírs- tigrisdýr? Við myndum þrátt fyrir allt hafa flugherinn, flot- ann, og hina geysilegu iðnað- ar- og framleiðslugetu okkar. Hverju máli skiptir það, hvað þeir kalla okkur. Veldi okkar grundvallast á mætti, og her- máttur byggist á því, sem er, en eMd á því, sem sagt er.“ ★ Church öldungadeildar- þingmaður: — „Við höfum bundið hendur okkar með því að aufea sífellt skuldbindingu okkar. Upphaflega var skuld binding okkar tafemörfeuð Við höfum sent utanr.ráðh. um- hverfis jörðina til þess að leggja áherzlu á, að orðheldni okkar sé í veði, og ef við stöndum okkur ekki í Víetnam, þá geti þessi hin ríki ekki treyst skuldbindingum okkar við þau. Sannarlega er þetta furðulegasta diplómatíska sendiferðin í sögunni. jk Arthur Wexler, 36 ára lögfræðingur í Los Angeles: — „Við hugsum enn eins og gamli herforinginn, sem, þeg- ar bardaginn gerðist harður, kallaði á meiri hjálp. Við hðf- um sífellt haldið áfram að kalla, en það hefur ekkert gagnað." — „Þetta er þjóðarsýki,“ — segir Harry Rubin, prófessor við háskólann í Berkeley. — „Þegar einhver maður er kall- aður kommúnisti, telst hann ekki lengur maður, og allt er leyfilegt til þess að berja hann niður.“ ★ Robin Hutchins, fyrrum forseti Chicago-háskóla, og nú forseti „Center for the Study of Democratic Institutions'* i Santa Barbara: — „Ég held að ' (margir okkar) telji það þjóðarskyldu að berja á kommúnistum hvar sem við finnum þá — og þegar við vilj- um veita einhverjum ráðningu þá köllum við þá kommúnista til þess að réttlæta aðgerðir okkar." Bent er á, að andstæðingur- inn sé ekki lengur „kommún- istarnir", heldur herskátt og þjóðernissinnað Kína. Ful- bright hefur um langan tíma látið í ljósi áhyggjur sínar vegna þess, hvaða áhrif orðið „kommúnisti“ hefur á milljón- ir annars skynsamra manna. Sumir telja, að Bandaríkja- menn þjáist af móðursýki í sambandi við kommúnisma. Ernest Gwinn, Seattle, segir: — „Við erum svo hrædd við kommúnismann, að við getum vaðið út í hvað sem er.“ Chruch öldungadeildarþing- maður segir: — „Það var óham- ingja okkar, að sannur leiðtogi þjóðernistilfinningarinnar í Framhald á bls. 31.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.