Tíminn - 08.05.1966, Blaðsíða 8
SUNNUDAGUR 8. maí 1966
24
TÍMINN
!?:**!*;
j>Íií|jÍHl|mil
'lnn"l'H ,;i
Séð af Skólavörðuholti.
Tímamynd—GE
„Þetta var eintómur kuldi77
Sólskinsdag fyrir skönunu
lögðum við leið okkar um
Skólavörðuholtið. Okkur lang-
aði til að ræða við nokkrar hús-
mæður, sem þar búa um líf
þeirra vandamál og áhugaefni.
Síðastliðinn vetur gengu í bæn
um margskonar sögur um, að
þeir Holtsbúar ættu yið ýmsa
erfiðleika að etja. Sagt var, að
fólk svæfi dúðað, klætt í peys-
ur og jafnvel frakka. Enginn
hiti væri húsunum, ekkert
vatn í krönunum, og heimilis-
aðstæður á margan hátt hin-
ar erfiðustu. Sumir héldu, að
þessar sögur væru úr lausu
lofti gripnar og vildum við því
kanna, hvað hæft væri í því.
Á Baldurgötu 37 býr
Hrefna Jónsdóttir. Við spyrj-
um hana hvemig sé að vera
húsmóðir.
— Mér líkar það vel. Oft er
það mjög gaman, þótt reyndar
fylgi því mikið erfiði, sérstak-
lega meðan börnin eru yngri.
Það þarf töluverða skipulags-
hæfni og eiginleika til spar-
semi til að reka heimili nú á
dögum. Sérstaklega er erfitt að
klæða mörg börn. Fatnaður er
allur mjög dýr. Ég geta varla
ímyndað mér, að fólk, sem hef
ur bara venjulegar tekjur og
þarf að leigja sér húsnæði og
þar af leiðandi að borga dýra
húsaleigu, geti látið þessi laun
hrökkva. Leigan er orðin hrein
lega óhugnanlega há. Ungt
fólk, sem stundar nám, get-
ur varla haft efni á því að taka
sér íbúð á leigu, ef það þá
á kost á að fá einhverja. Það
reynist hins vegar mörgum
mjög erfitt
— Hvernig fer unga fólkið
þá að?
— Ég veit það svei mér ekki.
Námsstyrkir eru ekki miklir.
Hrefna Jónsdóttir
Tekjur mannanna meðan þeir
eru við nám eru varla telj-
andi. Flestir reyna víst að
leysa málið með því að konan
fer að vinna úti. Oft er hins
vegar erfitt að koma því við,
þar eð hvergi er rúm fyrir
börnin. Bamaheimili eru fá og
taka aðeins við börnum á viss-
um aldri. Sumir neyðast því til
að leita á náðir foreldranna.
— Brást hitaveitan oft í vet-
ur?
— Það er nú varla hægt að
segja að við hefðum neina hita
veitu hér i vetur. Þetta var
bara eintómur kuldi. Það er
langt síðan ég hætti að búa
við hitaveitu á veturna. Ég hef
verið hér í 17 ár og hef alltaf
þurft að stríða við kuldann á
vetuma. Það er sérstaklega
hugsunarlaust hjá borgaryfir-
völdunum að láta þennan vatns
skort alltaf koma niður á sömu
hverfunum hérna og á Landa-
kotshæðinni. Það má sannar-
lega þgfcka fyrir, að við íbú-
amir hérna á Holtinu erum
hraust að eðlisfari, annars hefð
um við afalaust orðið úti í
kuldanum. Það er mjög alvar-
legt mál, að láta barnafjöl-
skyldur búa við slik skilyrði.
Skortur á hita er mjög hættu-
legur heilsu þeirra. Við höf-
um orðið að kappklæða okkur
í allt, sem við gátum fundið
til að halda á okkur hita. Þar
að auki urðum við svo að
kynda með rafmagni. Reyndist
það mjög kostnaðarsamt og
dýrt til lengdar.
Á Þórsgötu 17 býr Þóra Þor-
valdsdóttir. Hún á við ýmsa
erfiðleika að etja og fræðir
okkur um nokkra þeirra.
— Við verðum að hafa
þvottahús upp á efstu hæð.
Gallinn við það er einfaldlega
sá, að nvorki heitt né kalt vatn
nær upp á hæðina. Ég neyð-
ist. því til að þvo ýmislegt
smávegis í eldhúsinu og senda
síðan hitt i þvottahús. Þeir era
nú alltaf að lofa okkur bót og
betran, segjast bæta úr þessu
hvað úr hverju, en það virðist
nú ekki ganga greitt hjá þeim.
— Var ástandið slæmt í vet-
ur?
— Sannarlega. Um leið og
frostið var orðið 2 eða 3 gráð-
ur var vatnið farið. Við neydd-
umst til að kolakynda, urðum
að standa allan daginn og moka
í ofninn. Sama daginn og þeir
hvöttu fólk í útvarpiu til að
kynda kolum, kom auglýsing
um verðhækkun á kolum. Mér
finnst þeir hefðu nú frekar átt
að greiða kolin niður, fyrst
Þóra Þorvaldsdóttir
ástandið var svona slæmt. Það
er gífurleg vanlíðan samfara
þvi að sitja kulda dag eftir
dag. Einnig hafa sumir orðið
fyrir miklum útgjöldum vegna
þessa hitaleysis, þar eð ofnar
hafa sprangið.
— Á ekkert að gera til úr-
bótar?
— Ég veit það ekki. En það
þarf nauðsynlega að endur-
nýja þessar elztu lagnir bæn-
um. í nýju hverfunum virðist
vera nægilegt vatn og góður
hiti svo ég tel að við hér
gömlu hverfunum ættum að
geta búið við sömu skilyrði.
Séu pípumar orðnar gamlar og
úreltar þarf nauðsynlega að
endurnýja þær.
Hlín Guðmundsdóttir. Hún hef
ur búið hér í rúm 3 ár. Hún
ur búið hér rúm 3 ár. Hún
á 2 ung börn og viS spyrjum
liana, hvemig sé að koma þeim
fyrir á barnaheimilum.
— Mér hefur reynzt það
mjög erfitt, nánast ómögulegt
nema um sérstaklegar fjöl-
skylduaðstæður sé að ræða.
Það er mjög bagalegt og nán-
ast óskiljanlegt, að borgaryfir-
völdin skuli ekki sjá okkur fyr-
ir svo sjálfsagðri þjónustu eins
og barnaheimilum. Ég hugsa,
að við konurnar neyðumst
kannski fyrir rest til að koma
þessu upp sjálfar. Konur í
hverju hverfi gætu til dæmis
lagt sjóð og varið honum til
stofnunar barnaheimila. Þörf-
in á vöggustofum er líka mik-
il. Það er til skammar, að þjóð
með eins mikið af peningum
eins og raun ber vitni, skuli
ekki reisa svo sjálfsagðar stofn
anir.
— Var ekki erfitt, að hafa
hér börn kuldanum vetur?
— Jú, vissulega. Við höfðum
varla hita á ofnunum í mest
allan vetur. Þurftum að kinda
með rafmagni, sem auðvitað
varð okkur mjög dýrt.. Ekki
sást deigur dropi úr krönum
í langan tíma. Við þurftum
oftast að bera vatnið í fötum
Húsfreujur ö holtinu