Tíminn - 08.05.1966, Blaðsíða 14

Tíminn - 08.05.1966, Blaðsíða 14
f v? '• 'f'rtrirífí rr ■ 30 TfMINN SUNNUDAGUR 8. maí 1966 Bréf til blaðsins: FARMGJÖLD Ákveðin lagabönn eru fyrir því, að sveltandi síldarverksmiðjur mega ekki kaupa síld af erlend- um skipum, sem annars þurfa að fleygja afla aftur í hafið, en eng- in takmörk eru fyrir því, að er- lend skip flytji að og frá landinu vörur fyrir brot af auglýstum farm gjöldum íslenzkra skipafélaga. Farmgjöldin, sem sízt munu vera of há á okkar mælikvarða, enda þótt erlend skipafélög sjái sér hag í að bjóða þau niður, þegar lítið er um flutninga. Þetta á að heita frjáls samkeppni, og væri ekkert við því að segja, ef það stuðl- aði að lækkun á vöruverði til neyt- enda. En svo er ekki, nema þá í einstaka tilfellum. Oftast kemur þetta hinum stærri skipafélögum einum til tekna. Þau semja við er- lend skip um hluta af auglýst- um taxta, ýmist til og frá landinu eða aðeins aðra leiðina, sem mun vera algengara. Þá eru þessi skip tóm aðra hvora leiðina og bjóða þá ennþá lengra niður til þess að þurfa ekki að fara alveg tóm, sem þau í fæstum tilfellum geta vegna sjóhæfnisleysis. Hin stærri skipafélög, og óska- bam þjóðarinnar, Eimskip, í far- arbroddi, hagnýta sér þessa að- stöðu án þess að meta eða vega það tjón, sem þau kunna að bíða sjálf af þessum aðgerðum (eða kannski er sá liður líka reiknað- ur með), þar sem þessi skip, eins og fyrr segir, reyna að fá eitthvað í sig fyrir eitthvað til þess að þurfa ekki að kaupa kjölfestu, sem þau í flestum tilfellum þurfa. Þessi leiguskip, sem flestu eru frá 500— 1000 tonn brúttó, hafa á undan- förnum árum verið hér við land svo tugum skiptir í mánuði hverj- um. Þau hafa skilað leigutökum sínum tugmilljóna hagnaði og hald ið niðri farmgjöldum að og frá landinu (á frjálsum markaði). Það væri hægt að nefna mörg dæmi, en hér skal aðeins minnzt á fá- ein. 1. Sementsverkisimiðja ríkisins hefur haft útlend skip í fastri tímaleigu til innanlandsflutninga á afurðum sínum. Með þesáhm hætti hefur þessu ágæta ríkisfyrir- tæki tekizt að halda farmgjöld- um neðan við 50% af því, sem Skipaútgerðin tekur (og þarf). Hvort þessi ódýru farmgjöld hald- ast óbreytt, þegar hið nýja skip verksmiðjunnar tekur til starfa, verður reynslan að sýna, og von- andi verður sé raun á. 2. Síldarverksmiðjur ríkisins og fleiri verksmiðjur hafa nokkur undanfarin ár verið með útlend skip í tímaleigu til þess að flytja síld milli hafna og að sjálfsögðu hagnýtt þau eftir föngum, látið þau flytja afurðir frá landinu og nauðsynjar heim. Leigugjöld þess ara skipa hafa ekki verið neitt sérstaklega lág, en þau hafa verið tryggð með- ríkisábyrgð á sama tíma og innlend skip, sem tiltæk voru og gætu staðizt samkeppni um leigu, eru útilokuð frá hvers konar fjárhagslegri aðstoð banka eða ríkisins. Það þykir ábatavænlegt að aug- lýsa eftir tilboðum í þetta og hitt, og er það staðreynd, að ef útboð- in eru kunnáttusamlega gerð, er hægt að ná ótrúlega hagstæðum kjörum á ýmsum sviðum, þrátt fyrir öll samtök, kauphækkanir o.fl. Á þessari staðreynd hafa verið stofnsett fyrirtæki, sem annast þessa fyrirgreiðslu, svo sem Inn- kaupastofnun ríkisins, Innkaupa- stofnun Reykjavíkurborgar o.fl., o.fl. Þessi fyrirtæki auglýsa eftir til- boðum í þetta og hitt og meðal annars farmgjöld. Skal hér aðeins getið um eitt atriði. Á síðastliðnum vetri auglýsti f HLJÓMLEIKASAL Sinfónsutónleikar Þótt eklki hafi liðið nema röskur mánuður frá síðustu tónleikum Sinfóníuhljómsveit- arinnar hafa eflaust margir saknar starfseminnar, því það ;r fyrst, er einhverju sleppir, að manni er Ijóst raunverulegt gildi þess, sem stundum kann að virðast hversdagslegt. Á síðustu tónleikum hljóm- sveitarinnar var stjórnandi, Bo dan Wodiczko en einleikari ungur píanóleikari Ketill Ing- ólfsson. Frá því að undirrituð heyrði Ketil leika fyrst, sem nemanda, og síðar sem sjálf- stæðan listamann, hefur hann alltaf haft af mjklu að taka i músikinni. — í einleik sín- um í píanókonsert eftir Mozart K. 466 sýndi hann sem fyrr, vandaðan og smekklegan leik, sem bar þó hæst í þriðja þætti. f tveim fyrri köflunum brá oft fyrir gullfallegum línum, en bó virtist honum örðugt að ná afgerandi heildarsvip svo stærri lrættir verksins urðu ekki eins sannfærandi og vænta hefði mátt. Vera má að taugaóstyrk- ur hafi valdið nokkru þar um. — Nú má gefa því gaum að hlutverk Ketils í lífinu er tví- þætt, annars vegar tónlistin og jafnframt því hefur hann hélg- að sig eðlisfræðinámi og sem kunnugt er varið doktorsrit- gerð í þeirri grein. Framlag Ketils til tónlistar sem starf- andi píanóleikari, er orðið svo mikið, að það eitt gæti verið fullnægjandi ævistarf, en að við bættri eðlisfræðinni eru hér óvenjulega sameinaðir yfirburð ir á ferð. — Undirrituð óskar Katli hér með alls góðs, bæði í músikinni og vísindunum. — Orgel-takkatan og fugan í d- moll eftir Bach er stór í snið- um en frjáls í formi, og ætti þess vegna að eigna sig betur en margt annað í umskrift fyrir hljómsveit. Leikur sveit- arinnar, fór vel af stað undir góðri stjórn Wodiczko, en í fugunni urðu aftur á móti óljós skil milli innri radda og verkið þess vegna „kaos-kent“ á köflum. í góðum orgel- eða píanóflutningi, verður þetta verk stærst enda þarf ekki að hlaða utan á Bach of mörgum flíkum. — í níundu sinfóníu Sjostakovitsj hefst einfaldur Allegro-inngangur í Haydn- anda og á eftir fylgja 4 kafl- ar þar af þrír án þess að hlé sé á milli. í þessu verki sýndu hljómsveitin snerpu og mjög lifandi leik sem gerði verkið í heild aðlaðandi. Fagot-sóló fjórða kafla er kröfuhörð í túlkun og gerði flytjandi henni sérlega góð skil. Húsið var full setið og stjórnanda og einleik ara mjög hlýlega fagnað. Unnur Árnórsdóttir. --------- ----------------------B Innkaupastofnun Reykjavíkurborg ar eftir tilboðum í flutning á as- falti, ca. 4000 tonn, sem átti að fara til Reykjavíkur að mestu leyti. Varan var í Póllandi og skyldi flutt á ca. 3 mánuðum. Aug- lýstur taxti skipafélaganna á þess- ari vöru mun vera ca. sh.l?5.— pr. tonn, eða ca. kr. 1050,00 (en í þessari atvinnugrein er alltaf mið að við shillinga/kúbikfet og fleiri ámóta óíslenzk hugtök). Lægsta tilboð kom frá forustu- félaginu Eimskip, sh. 85.00, eða tæp 50% af auglýstum taxta, ca. 510,00 krónur. Að sjálfsögðu fékk Eimskip þessa þjónustu, ekkert annað gat komið til mála. En einmitt nú er hægt að fá erlend skip fyrir litla v leigu (Eystrasalt að mestu lokað og öldu dalur í öllum farmgjöldum), og notar Eimskip sér þennan mögu- leika að sjálfsögðu. Þessi skip eni óháð íslenzkum lögum og manna- fjölda um borð og fleiri kvaðir, sem ríkið leggur þegnum sínum á herðar, og fást til að gera þetta fyrix ennþá minna en tilboð Eim- skip var. Þannig er nú eða var fyrir nokkrum dögum, útlent skip í Reykjavík, útlosað af asfalti fyrir Eimskip, sem vantar eitthvað að flytja út aftur fyrir eitthvað verð. Og eru hinir viðurkenndu skipa- miðlarar okkar á þönum til þess að gera hag þessara bjargvætta sem beztan með útvegun á ein- hverjum farmi fyrir brot af aug- lýstum töxtum. Ég ætla ekki að þreyta lesend- ur á fleiri dæmum um þessi mál. Ég minnist í upphafi á bann við hráefniskaupum af erlendum að- ilum. Það er ekki ósennilegt, að Norðmenn gætu eða vildu veiða síld fyrir verksmiðjur okkar ódýr- ara pr. mál en íslendingar með alla sína vélvæðingu treysta sér til að bjóða, samanber verkfall flotans á siðastliðinni sumarver- tíð. ekki að óttast niðurboð frá útlend- ingum, þar eð þeir eru lögvernd- aðir, en íslenzk skip, sem flytja vörur til og frá landinu, verða að sætta sig við harða samkeppni er- lendra aðila án tillits til hækkana á kaupi og öllum öðrum útgjalda- liðum, sem þau eru háð, aðeins af því að þau sigla undir íslenzku flaggi. íslenzka þjóðin lætur erlenda aðila byggja skip af því að þau eru ódýrari (?). Hún er að byrja á að kaupa tilbúin hús erlendis frá, af því að þau eru ódýrari(?). Hún lætur útlend skip flytja vörur að og frá landinu og milli hafna, af því að það er ódýrara(?). Væri þá ekki líka reynandi að taka upp fleiri iiði, t.d. framleiðslu landbúnaðarafurða, strætisvagna- ferðir og flutninga innanlands á landi og alla flutninga til og frá landinu. Hvers vegna ekki að leggja niður ríkisstyrkt fyrirtæki, svo sem strandsiglingar, togara og önnur fiskiskip og kaupa þetta allt af erlendum aðilum, sem sjáan iega hafa tök á að gera ýmislegt ódýrara en við sjálfir. Gjaldeyrir virðist vera nægur og banka- og ríkisábyrgð virðist líka tiltæk og auðfengin, ef um erlenda þjónustu er aS ræða. Ég mæli ekki með því að bann- að verði að nota erlend skip til flutninga að og frá landinu og jafnvel innanlands. Við höfum nóg af bömnum, en ég held, að það skaðaði ekki þjóðarheildina, þótt settar væru einhverjar hömlur hér á, þannig að hver sem vildi, geti ekki án þess að þurfa nokkurt leyfi þar til, ráðstafað þessari þjónustu til útlendinga, án tillits til þess hvort íslenzk skip eru til- tæk, fyrir sanngjamt gjald á ís- lenzkum mælikvarða. Við getum ekki tekið útlendinga í vinnu án fengins atvinnuleyfis, en við getum tekið skip með fullri áhöfn án leyfis. Er hér ekki eitthvað athugavert, eitthvað, sem þarfnast lagfæringar og samræmis? GÞ. Islenzkir síldveiðimenn, þurftu KOSNINGASKRIFSTOFUR FRAMSÓKNARFLOKKSINS Sauðárkrókur — Suðurgata 3, sími 204. Kópavogur — Neðstatröð 4, sími 4-15-90. Hafnarfjörður — Norðurbraut 19, sími 5-18-19. Keflavík — Framnesvegur 12, sími 1740. Akureyri — Hafnarstræti 95, sími 1-14-43 og 2-11-80. Vestmannaeyjar — Strandvegur 42, sími 1080. Kosningahappdrættiö SKRIFSTOFA HAPPDRÆTTISINS ER Á HRINGBRAUT 30, JARÐHÆÐ. SÍMAR 1-29-42 OG 1-60-66, OPIÐ FRÁ KL. NfU TIL TÓLF OG EITT TIL TÍU. VINSAMLEGA GERIÐ SKIL BRÉF TIL BLAÐSINS Eins og þér sáið... Ekki væri þess ólíklega til get- ið, að skýrsla sú frá Barnavernd- arnefnd Rvikur, sem lesin var í Útvarpi og birt í blöðum hafi vak- ið menn til umhugsunar um al- varlegt ástand. Yfir hundrað heim ili í nauðum upplausnar ástands og mörg hundruð barna og ung- linga á glapstigum. Og sjálfsagt er þó hér ekki allt talið, en vissu lega nóg til að sýna bágt ástand og versnandi. Hér eru að sjálfsögðu margar samverkandi orsakir að verki, þótt vínnautnin muni hin helzta, að því er heimilin varða. Hitt er iíka vafalaust, að eyðsluvenjur sífellt jóðlandi og drekkandi barna eru heilbrigðum og eðlilegum uppvexti þeirra háskasamlegar — kveikir nautnaþorsta, sean rekur þau út á margskonar glapstigu. Hefur oft verið á þetta bent og skal ekki frekar rætt nú. En skyldi kvikmyndin ekki eiga þama sinn drjúga hlut að? Hún sækir á með meiri og meiri þunga, sýnd víðar of oftar og eignast því fleiri og fleiri „nemendur." Og allir vita, að hún er áhrifarík, því að sjón verður jafnan sögu ríkari. Mætti þá ætla, að ekki sé sama hvað sýnf er. Án þess hafa hafa felri orð um þetta, ætla ég að segja hér frá einni mynd, sem ég sá nýlega af tilviljun. Hún hefur varla úr hug minum farið síðan Ilundruð og þúsund unglinga munu hafa -drukkið hana í sig undanfarið og gera sjálfsagt enn. Myndin heit ír ,,4 i Texas.1' eða eitthvað slíkt, mikið sótt, enda rækilega auglýst, — „sjiennandi og fræg amerísk stórmynd í litum. Bönnuð börn- um innan 14 ára!“ Og hún hefur þótt þess verð að bera ísl. texta! Fyrst er þess að geta, að sá sem aðgöngumiðana keypti mun hafa haft orð á því, að sér þætti þeir dýrir .Ilonum var þá sagt, að það væri vegna þess hvað myndin væri mikil og löng, og varð þá svo að vera. Og rétt reyntlist það að tím- inn varð langur. En mikill hluti hans fór til þess að birta runu af auglýsingum og ýmsu mynda- rusli, sem alls ekki var beðið um en varð að borga. Þetta er kannski gert víðar, en er jafn óhafandi fyrir því. Og svo þarf sennilega ekki að lýsa aðkomunni í húsinu fyrir þeim, sem oft sækja bíósýningar á kvöldin. Menn vaða þar stund- um í ruslinu um öll gólf og tröpp- ur, því að alltaf er verið að selja og öllum umbúðum kastað á gólf- ið. Og svo þarf að gera hlé á sýn- ingunni í miðju kafi til þess að meira seljist og gólfið fái sitt! Má raunar telja það furðulegt, að inn í þetta skuli boðið. Og enn furðu- legra að það skuli leyft af þeim, sem gæta eiga sæmilegs þrifnaðs á opinberum stöðum. Svo kom myndin. Og satt var það, að ekki vantaði spennuna. Og fræg mun hún sennilega vera — að endemum, vildi ég endilega mega bæta við. Hún var sem sé ein samanhang- andi glæpakeðja, varla til sá glæp- ur. sem þar var ekki sýndur og auglýstur bæði leynt og ljóst, geysileg maundráp, þjófnaður, barsmíðar, drykkjur og daður o.fl. o.fl. Mætti vel trúa þvl, að mynd- in sé hugsuð og samansett með það fyrir augum að afsiða mann- skepnuna. Er þá ekki amalegt að ná til barna og unglinga á mót- unarskeiði. Því að auðvitað voru þarna líka börn, einn sagðist vera 7 ára Þó var myndin bönnuð 'börnum! Þarna var sem sé fullt hús af ungu fólki, líklega flest 14—18 ára eða svo. Og allt þetta smá- fólk fylgdist sjáanlega af lífi og sál með myndinni og virtist skemimta sér konunglega. Og mik- ið má það vera, hafi engum þótt sem hann gæti nokkuð af þessu lært! Þannig er nú þetta, sem Barna- verndarnefnd Rvíkur er m.a. að glíma við. Og sjálfsagt er þetta ekiki neitt einsdæmi. Svipað þess.u mun gerast viðar, að ætla má. Og hví skyldu menn þá ekki uppskera eins og þeir sá? Ekki hafa börnin og ungmenn- in beðið um þetta. Þau vilja skemmta sér, sem von er til. Og þetta er þeim boðið — fyrir pen- inga. Peningar, peningar! Það er hin miskunnarlausa krafa. Jafnvel þótt það kosti niðurlægingu þeirra, sem síðar eiga að ráðstafa þeim, — erfa landið eins og við skiljum við það og þá. En á að sætta sig við það og gefast upp? — selja mammoni manninn! Nei, við það er ómögu- legt að sætta sig „— maðurinn er gullið, þrátt fyrir allt —“. SmS.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.