Tíminn - 08.05.1966, Blaðsíða 1
BLAÐ II
‘jHÍftfWwmh.irf.";
Höröustu gagnrýnendur stefnu Johnsons Bandaríkjaforseta í Víetnammálinu. 'F. v. James Gavin, hershöfðingi, George Kennan, fyrrverandi amdassador Bandaríkjanna f
Moskvo, og William Fulbright, öldungadeildarþingmaSur og formaöur utanríkismálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings.
Bandarískir andstæðingar stefnu Johnsons í Vietnam:
HVER SEGIR AÐ GUD
SE BANDARIKJAMADUR
Bandaríska tímaritið LIFE
birti fyrir skömmu grein, þar
sem lýst er skoðunum þeirra
Bandaríkjamanna, sem andvíg-
ir eru stefnu Johnsons forseta
og ráðherra hans í Víetnam.
Birtist þessi grein hér á eftir,
nokkuð stytt.
Vafalaust „styðja“ flestir
Bandaríkjamenn forseta sinn í
Víetnammálinu. Bandaríska
þjóðin hefur alltaf, með örfá-
um undantekningum, stutt for-
seta landsins í styrjöldum og
þær' erfiðu ákvarðanir, sem
hann einn verður að taka sem
æðsti maður herafla landsins.
En þessa stundina eru að-
gerðir Bandaríkjastjórnar í
Víetnam aftur á móti alvarlega
teknar til umræðu. Þeir, sem
ekki eru sammála stefnu og
markmiðum Bandaríkjastjórn-
ar í Víetnam, láta til sín heyra
með hárri og hvassri röddu og
hafa komizt að raun um, að
þjóðin öll hlustar af athygli.
Aðal „leiksvið" þeirra síðustu
vikurnar hefur verið Utanríkis-
málanefnd Öldungadeildar
Bandaríkjaþings. Á fundum
nefndarinnar, sem hefur verið
sjónvarpað hafa nefndarmenn
tekið til rannsóknar fram-
kvæmd styrjaldarinnar í Víet-
nam, efast um viturleika að-
gerða stjórnarinnar, dómgreind
þeirra manna, sem tóku
ákvarðanir um þessar aðgerðir
— og jafnvel dregið í efa, að
þær séu löglegar samkvæmt
stjórnarskránni.
Hvar, er til dæmis spurt,
rekst vald forsetans tii a»? fram
kvæma striðsaðgerðír á það
vald, sem þingið hefur sam-
kvæmt stjórnarskránni, að lýsa
yfir stríði á hendur öðrum að-
ila? Þingið hefur ekki lýst yfir
styrjöld í Víetnam — né held-
ur hefur forsetinn farið fram
á, að þingið gerði það. Ætluðu
öldungadeildar - þingmennirn-
ir (88 gegn 2) og fulltrúadeild-
arþingmennirnir (414 gegn 0),
sem greiddu atkvæði með sam-
eiginlegri þingsályktunartil-
lögu 7. ágúst 1964, þar sem for-
setanum var falið „að gera all-
ar nauðsynlegar ráðstafanir . .“
að gefa forsetanum vald til
þess að senda hálfa milljón
Bandaríkjamanna til Víetnam?
William Fulbright, öldunga-
deildarþingmaður frá Arkans-
as, formaður Utanríkismála-
nefndarinnar, greiddi atkvæði
með ályktuninni. í dag sér
hann eftir því.
Yfirheyrslurnar í þinginu
hafa haft athyglisverðar afleið-
ingar. Áður fyrr hafa forsetar
landsins — Wilson og Franklin
Roosevelt t.d. — valið að leiða
málefni, sem varða utanríkis-
stefnuna fram hjá þinginu og
taka þau beint til þjóðarinnar
með misjöfnum árangri. Nú hef
ur Fulbright þingmaður leitt
Víetnam-málið fram hjá forset-
anum og tekið það beint til
fólksins. Árangurinn er um-
fangsmikil „lands-umræða“ um
stefnu Bandarikjanna í utan
• ríkismálum og í Víetnammál-
inu sérstaklega. Og umræðurn-
ar urðu enn heitari, þegar and-
stæðingar stjórnarstefnunnar
notuðu yrirheyrslurnar í sam-
bandi við fjárveitingar til her-
mála fyrir árið 1967 til þess
að láta álit sitt á Víetnam í
ljósi.
Það, sem fyrirheyrslur Ful-
brights hafa fært á ská — og
inn f setustofur Bandarfkja-
manna — er greinileg og að-
gengileg framsetning þeirra
efasemda, sem margar milljón-
ir Bandaríkjamanna hafa um
langan tíma borið í huga —
þegjandi. Efasemdir um mögu-
leika á sigri, um það hvort
skilyrði stjórnarinnar í sam-
bandi við hugsanlega friðar-
samninga séu ef til vill óraun-
hæf. Efasemdirnar vaxa eítir
því sem listi fallinna Banda-
ríkjamanna stækkar — á þriðja
þúsund. bandarískir hermenn
hafa þegar verið drepnir, þús-
undir í viðbót særðir.
f þessari grein verður ekki
rætt um þá, sem öfgafyllstir
eru — þá sem eru svo andvígir
flest öllu í þeirra eigin landi,
að þeir fagna öllu því, sem
andstæðingarnir gera. Grein-
in fjallar um þá þenkjandi
bandaríska ættjarðarvini, sem
eru andvígir stefnu stjómarinn
ar í Víetnam-málinu. Skoðanir
þeirra snúast að vissu leyti um
yfirlýsingar velþekktra mann.a:
★ Hans J. Morgenthau, pró-
fessor í stjórnmálavísindum við
háskólann í Chicago og helzti
málsvari þeirra menntamanna,
sem andvígir eru Víetnam-
stefnu Bandaríkjastjórnar: —
„Þessi styrjöld hefur engan
skynsamlegan pólitískan til-
gang.“
★ Walter Lippmann, dálka-
höfundur. Það, sem hann skrif-
ar, hefur fast að því jafn mikil
áhrif í Evrópu og opinberar
yfirlýsingar utanríkismálaráð-
herra Bandaríkjanna: — „Ég
get ekki að því gert, að mér
finnst, að það væri góð sið-
ferðileg fjárfesting, stoltrar og
voldugrar þjóðar, að sýna al-
menna skynsemi."
★ James M. Cavin, hershöfð-
ingi, sem nú hefur dregið sig
í hlé, lengi talinn einn bezti
„hernaðarheili" þessarar þjóð-
ar: — „Við höfum aukið hern-
aðaraðgerðir okkar samkvæmt
vilja andstæðinga okkar, frekar
en í samræmi við eigin dóm-
' greind.“
★ George Kennan, prófess-
or við Princeton, verðlaunað-
ur sagnfræðingur, fyrrverandi
ambassadör í Rússlandi og Júgó
slavíu og höfundur þeirrar
stefnu, að „stöðva kommún-
ismann“ í Evrópu eftir síðari
heimsstyrjöldina: — „Ef við
værum ekki svo flæktir inn í
átökin í Víetnam nú og raun
ber vitni um, gæti ég ekki séð
neina ástæðu til þess, að við
ættum að óska eftir að verða
það og ég get bent á ýmsar
ástæður fyrir að óska hins gagn
stæða."
Slíkar yfirlýsingar hafa vak-
ið bál í hugum margra Banda
ríkjamanna frá Capitol Hill lil
Puget Sound. Hér á eftir eru
skoðanir þeirra settar fram
með þeirra eigin orðum. Þar
sem skoðanir þeirra eru sam-
andregnar, hefur slíkt verið
gert á hlutlausan hátt — eins
og þeir myndu sjálfir gera það.
Andstaðan skiptist í fjóra
þætti.
„Ástandið i Víetnam hefur
yfir sér blæ borgarastyrjaldar
innfæddra," segir John S.
Knight, 71 árs, útgefandi blaðs
ins Miami Herald og íim-n
annarra dagblaða. — „Það
finnast kommúnistísk blæ-
brigði, en Vietcong er einna
helzt innblásin af þjóðernistil-
finningu. Það var þessi tilfinn-
ing, sem kom Víetnötnum til
að berjast gegn Japönum. einn
ig Frökkum . . Eg tel, að
hvíti maðurinn sé ekki lengur
ráðandi afl í Asíu.“
Knight telur þannig. að styrj
öldin í Víetnam sé bylting,
gerð af Víetnömum. Þessi full-
yrðing hafnar þvi, að það sé
„nakin árás kommúnista" sem
sé orsök allra vandamála þar.
Þessi kenning hafnar einn-
ig „dómínó-kenningunni“ —
þ.e.a.s., að ef Suður Víetnam
fellur, þá muni öll Suðaustur-
Asía falla í hendur kommúnista
— og fullyrðingunni um, að
nauðsynlegt sé „að draga línu
í Asíu.“ því annars muni Kína
leggja undir sig nágrannaríki
sín eitt af öðru. Grundvallar-
atriði í afstöðu Knights er
að spurningin um býltingar í
Asíu sem annars staðar sé frek
ar komin undir ástandinu inn-
anlands en þrýstingi utan að.
Þýðingarmikið atriði þessar-
ar afstöðu er, að Bandaríkj-
unum hafi mistekizt að nota
vald sitt á viturlegan hátt, tjl
þess a ðstöðva kommúnisma-
ann með því að bæta lífskjör-
in í vanþróuðum ríkjum Asíu.
„Engin mistök eru svo gagn-
ger,“ segir demókratinn Frank
Church frá Idaho, sem á sæti
í utanríkismálanefndinni, „eins
og að reyna að flytja reynslu
okkar í Evrópu yfir í Asíu,
þar sem nýlendukúgun hvítra
manna er enn í fersku minni.
Sú kenning, að kommúnismi
sé einlitt kerfi, sem hat'i eitt
takmark, er úrelt. Kommún-
istablokkin er að klofna. Það
ætti að vera stefna okkaa að
flýta fyrir þeirri þróun.“
„Kenningin um. að draga
eigi línu gegn kommúnistískri
árás, hefur litið gildi. í Evrópu
rópu stóðum við andspænis
fjölmennum her Rússa. Við
svöruðum með NATO og dróg-
um línu. En ríkin þar — sem
við eigum sameiginlegan menn-
ingararf með — höfði nægilega
einingu innanlands, og and-
stöðu gegn kommúnismanum,
til þess að mynda sameigin-
lega fylkingu. í Suðaustur-Asíu
stöndum við andspænis bylt-
Framhald á bls 19.