Tíminn - 14.05.1966, Blaðsíða 2
TÍMINN
LAUGARDAGUR 14. ma,í 1966
Frambióðendur hafa orðið
FISKVERZLUN í REYKJA VÍK
Þrisvar, fjórum, jafnvel
fimm sinnum í viku hverri mat
reiSir hver húsmóðir fiskmeti
fyrir fjölskyldu sína sem meg-
inrétt dagsins. Fjárhagsáætlun
búsins stenzt illa, ef ekki er
hægt að fá fiskinn til matar
við hóflegu verði.
Við reykvízkar húsmæður
höfum lengi verið alltof þol-
inmóðar varðandi gæði og með
ferð þessa nauðsynjavarnings
okkar. Við fáum lítið úrval
langtímum saman og það sem
verra er, það er búið að stór-
spilla miklum hluta matarins
þegar við fáum hann í hendur.
Enginn aðili virðist telja sér
skylt að tryggja okkur þessa
vöru, nú tryggja okkur gæði
hennar. Hvaða meðferð er það
á mat, að kasa fiskinn í lest-
um, henda honum í hrúgur á
bílum og aka honum kannski
langar leiðir á opnum bílum í
ryki jafnt og sól? Hann er
jafnvel troðinn undir fótum og
kemur kraminn og marinn á
áfangastað. Væri hann lagður
í kassa um borð, það væri allt
annar matur.
Hvað skyldi það vera marg-
ar húsmæður, sem hafa þá sögu
að segja, að viku eftir viku
er naumast annað að fá í næstu '
fiskbúð en ýsuflök, sem nú
kosta ærið fé. Vanda þarf lika
meðhöndlun á flökunum meira
en gert er og vesja þau óhrein
indum. Heilar ýsur, sem þó eru
mun ódýrari, sjást ekki frem-
ur en fiskurinn hefði tekið upp
á því að klofna af sjálfsdáð-
um í sjónum og koma í flök-
um á öngulinn eða í netið.
Hvers vegna sér ekki borg-
arstjórn Reykjavíkur til þess,
að skipulagðar séu stöðugar
fiskveiðar og aðflutningur frá
öðrum verstöðvum fyrir neyzlu
markað borgarbúa og að tryggð
sé úr frystihúsum fyrsta flokks
vara á innlendan markað, ef
nýr fiskur brégst? Og hvers
vegna er ekki gengið hart eft-
ir að farið sé með fisk eins
og mat, en ekki eins og skarn?
Sigríður Thorlacíus.
Sigríður Thorlacius
't ■ .................................. ^
MELASKOLINN 20 ARA
KJ-Reykjavík, föstudag.
í tilefni af 20 ára afmælis
Melaskólans í Reykjavík, verð-
ur efnt til sýningar á vinnu
nemendanna í húsakynnum
skólans, og verður sýning þessi
opin á laugardag klukkan 15.
30—20.00 og á sunnudag milli
13.00 og 18.00. Á sýningu þess-
ari kennir ýmissa grasa, þótt
hér sé aðeins um að ræða smá
sýnishorn af þeirri vinnu sem
nemendumir hafa gert í vetur.
Skólastjóri Melaskólans er
Ihgi Kristinsson, og hefur
hann gegnt þeirri stöðu núna
í sjö ár, en áður var Arn-
grímur Rristjánsson þar skóla-
stjóri. í vetur stunduðu tæp
ellefu hundruð börn nám í
skólanum, og fastráðnir kenn-
arax og stundakennarar voru
38 að tölu.
Ingi Kristinsson skólastjóri
við sýningarborð 7 ára barna.
(Tímamynd Kári.)
Sjómannadagurinn er á sunnudag
GÞE-Reykjavík, föstudag.
Sjómannadagurinn í ár verður
næstkomandi sunnudag, 15 maí og
verða hátíðahöld í Reykjavík með
svipuðu sniði og undanfarin ár
þó með þeirri nýbreytni að há-
tíðarsvæðið verður nú á lóðinni
fyrir framan Hrafnistu, en ekki
á Austurvelli, eins og á undan-
gengnum árum.
Hátíðahöldin hefjast með messu
í Laugarársbíó kl. 11 og sr. Grím-
ur Grímsson predikar, en kl. 13.30
hefjast útihátíðahöld við Hrafn-
istu með því að Lúðrasvéjt Reykjai
víkur leikur sjómanna- og ættjarð-
arlög, þá verður mynduð fáriaborg^
með sjómannafélagafánum og ,ís-
lenzkum fánum. Kl. 14 verður hald
in minningarathöfn um drukkn-
aða sjómenn, biskupinn yfir ís-
landi, herra Sigurbjörn Einarsson
flytur minningarræðu og Guð-
mundur Jónsson syngur. Því næst
flytja eftirtaldir menn ávörp:
Eggert G. Þorsteinsson sjávarút-
vegsmálaráðherra og talar hann
fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, Gísli
Konráðsson framkvæmdastjóri
sem fulltrúi útgerðarmanna og
Páll Guðmundsson skipstjóri fyrir
hönd sjómanna. Að þessu Ioknu
afhendir Pétur Sigurðsson alþing-
i maður og formaður sjómannadags
ráðs, heiðursmerki Sjómannadags-
ins. Milli ávarpanna leikur Lúðra-
sveit Reykjavíkur undir stjórn
Páls P. Pálssonar. Þá verður gest-
um boðið að skoða Hrafnistu og
kl. 17 verður kappróður í Reykja-
víkurhöfn. Sjómannadagsráð
gengst fyrir ýmsum skemmtunum
um daginn og kvöldið, barna-
ÍSLANDSGLÍ MAN 60 ÁRA
56. Íslandsglímpn verður háð í
dag kl. 14.30 í Austurbæjarbíói og
eru 12 glímumenn skráðir til leiks
frá 4 félögum. Glímufélaginu Ár-
manni Knattspyrnuéflagi Reykja-
víkur, Ungmennafélaginu Vík-
verja og Ungmennafélaginu Breiða
bliki, Kópavogi.
Glíman er haldin í Austurbæj-
arbíói enda vandað til hennar þar
sem 60 ár eru frá fyrstu íslands-
glímunni, en hún var háð fyrst á
Akureyri 20. ágúst 1906. Sigur-
vegari þá varð Ólafur V. Davíðs-
son, sem verður heiðursgestur á
Íslandsglímunni í dag.
18 glímumenn hafa hlotið nafn-
bótina Glímukóngur íslands en
oftast þeir Ármann J. Lárusson,
Sigurður Thorarensen, Sigurður
Greipsson og Guðmundur Ágústs-
son.
Við upphaf Íslandsglímunnar nú
mun Gylfi Þ. Gíslason mennta-
málaráðherra flytja ávarp. Gísli
Halldórsson, forseti íþróttasam-
bands íslands, setur mótið með
ræðu. Verðlaun afhendir Hörður
Gunnarsson formaður Glímuráðs
Reykjavíkur.
skemmtun verður í Laugarásbíói
kl. 13.30. Unglingadansleikur verð
ur síðdegis í Lídó, og um kvöldið
eru skemmtanir í flestum sam-
komuhúsum bæjarins, en aðalhóf-
ið verður að Hótel Sögu og þar
verður margt til skemmtunar. Kon
ur úr Kvennadeild Slysavarnarfé-
iags íslands hafa kaffisölu frá kl.
14 á Sjómannadaginn. Merki dags
ins og Sjómannadagsblaðið verð-
ur til sölu víðs vegar um bæinn.
Öllum ágóða af merkjasölunni
verður varið til Hrafnistu og til
sumarbúða að Laugalandi í Holt-
um, en þær hafa verið reknar um
nokkurra ára skeið einkum fyrié
munaðarlaus sjómannsbörn. Á síð
asta sumri dvöldust 59 börn í
þessum sumarbúðum og hefur for
stöðukona verið Maria Kjeld,
fóstra.
Dagskrá Sjómannadagsins í
Hafnarfirði verður svo sem hér
segir: Kl. 8, fánar dregnir að hún
kl. 13.30 guðsþjónusta í Þjóð-
kirkjunni, sr. Garðar Þorsteins-
son prófastur messar frú Inga
María Eyjólfsdóttir syngur, org-
anleikari Páll Kr. Pálsson. K1 .14.
verður gengið frá Þjóðkirkj-
unni á hátiðarsvæðið við Thors-
plan og þar verður hátíðin sett.
Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur
fyrir göngunni. Á Thorsplani flyt
ur fulltrúi SVD Hraunprýði ræðu
Ólafur Jónsson skip
aður tollgæzlustjéri
Ráðuneytið hefur í dag sett Ól-
af Jónsson fulltrúa, til þess að
gegna starfi tollgæzlustjóra frá
15. þ.m. að telja.
Ólafur Jónsson er fæddur 27.
maí 1923 Hann varð stúdent frá
Menntaskólanum á Akureyri 1945
og cand. jur. frá Háskóla fslands
1951. Settur fulltrúi hjá lögreglu-!
stjóranum í Reykjavík 1951 og hef
Ólafur Jónsson
ur starfað þar síðan. Ólafur var
við framhaldsnám í Bandaríkjun-
um árið 1952—53 og lagði stund
á „Police Administration" og sum
arið 1959 var hann í Danmörku
og Þýzkalandi og kynnti sér lög-
reglumál.
svo og fulltrúi sjómanna, þá verða
þrír aldraðir sjómenn heiðraðir,
því næst skemmtiþáttur stakka-
sund og kappróður. Um kvöldið
verða dansleikir í Alþýðuhúsiira
og Góðtemplarahúsinu.
STEFÁN JÓNSSON,
RIFHÖF. LÁTINN
Stefán Jónsson rithöfundur, lézt
í fyrradag, sextugur að aldri.
Hann veiktist skyndilega s.l. mið-
vikudag og andaðist í fyrramorg-
un. Með Stefáni er fallinn í val
þjóðkunnur rithöfundur og mikil-
hæfur kennari.
Stefán fæddist 22. des. 1905 að
Háafelli í Hvítársíðu. Hann leik
kennaraprófi 1933 og réðst síðan
kennari að Austurþæjarskóla í
Reykjavík þar sem hann starfaði
til dauðadags. Stefán var kvæntur
Önnur Aradóttur, og lifir hún
mann sinn. Stefáns verður nánar
getið síðar hér í blaðinu.
Fleiri konur-fleiri Framsóknarmenn í borgarstjórn
ú ■
l/ C vti<
i/ 4 --vj; '