Tíminn - 14.05.1966, Blaðsíða 11

Tíminn - 14.05.1966, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 14. maí 1966 TIIVIINN Síðan hefur viðfangsefninu verið sinnt á hverju ári. Leyni- lögreglumenn heimsins eru á einu máli um að þjarma verði betur að þeim körlum og konum sem gera sér vændi annarra að tekjulund. Skýrslugerð um þessi afbrot hefur verið endurbætt víða um lönd, en rfægast er mál Messina-bræðranna, sem urðu stórauðugir menn á vændishúsarekstri. Messina-bræðurnir komu sér upp aðdráttarleiðum fyrir ungar stúlkur um Vestur-Evrópu þvera og endilanga. Að- ferðin var ósköp einföld. Eugéne, sá elzti, og aðrir bræð- urnir ferðuðust um Evrópu og leituðu að laglegum stúlk- im. Þeir voru kænir og samvaldir og lögðu sig einkum eftir stúlkum af góðum ættum. Þegar Eugéne og Carmelo hittu fallega, tvítuga stúlku á dansleik í Blankennberghe, kynnti Eugéna sig sem Alexander Miller og kallaði bróður sinn, sem var sama paddan og hann sjálfur, Carlos Merino. Stúlkan hét Marie-Jean og var frá Liége en þarna stödd í fríi ásamt móður sinni, sem var ekkja. Eugéne var ekkert annað en kurteisin og hugulsemin. Hún tók eftir ríkmann- legum klæðnaði hans. Hann keypti ekki annan drykk en kampavín og sýndi móður hennar alúð og umhyggju. Hann kvaðst vera ógiftur og bauð henni í ökuferð í Mercedes- bíl sínum. Henni fannst til um kurteisi hans en þó einkum munaðinum, sem hann bar með sér og alltaf er fyrsta bragðið til að lokka út á lastabrautina. Brátt bauð hann henni út aftur með leyfi móður hennar, og í þetta skipti var hún kynnt fyrir bróður hans og skartklæddri konu frá London. Þau þrjú grennsluðust varlega eftir ætt Marie-Jean og fóru síðan með hana í lúxusíbúð við Avénue Louise, hefðargötu Brussel. Þetta var endastöð kvennaveiðarkerfis- ins í Belgíu. Þessi svarthærða og fölleita stúlka lýsti íbúoinni síðar fyrir mér: — AUt var þarna af dýrasta tagi, sagði hún. - Baðherbergið var ríkmannlegra en ég hef nokkru sinm séð nema í kvikmyndum. Teppin voru svo þykk að líkast var að maður gengi á Iofti, og alls staðar var þjónustúfólk. Eugéne Messina sagði henni að hann ætti svona íbúðir í London, París, Róm, Vín og Hamborg. Hann gerði henni síðan fyrsta „tilboðið," bað hann að dvelja með sér um helgi í Vestur-Þýzkalandi, en hún neitaði. Þetta kvöld reyndi hann að kyssa hana, en hún færðist undan. En Marie-Jean var ekki nema tvítug, hafði ekki kynnzt mörgum karlmönnum og áreiðanlega engurn sem komst í hálfkvisti við hvíta þrælasalann í auðæfum og fsmeygi- legri framkomu. Eftirgangsmunir hans voru ekkert annað en margreyndur forleikur að því að lokka ungar stúlkur í hóruhús hans í London. Næsta stigið hefði verið að ganga í augun á henni með ríkmannlegum lifnaðarháttuni og dýrum gjöfum, tæla hana síðan og niðurlægja þangað til hún ætti sér ekki framar uppreisnar von. Lokastigið hefði orðið hótun um að skýra móður hennar frá hvernig komið væri. Unga og óreynda stúlkuna grunaði ekkert, hún gekkst upp við gullhamra hans og þáði næsta boð frá honum. Kampavínið var veitt örlátlegar en nokkru sinni fyrr. Þetta var dásamlegt, rómantískt kvöld. Um ellefuleytið fóru þau í Hrosshálsklúbbinn í Knocke, dýrum sumardvalarstað, til að dansa. Á miðnætti bntust allt í einu vopnaðir, belgiskir leyni- lögregluþjónar. Eugéne Messina var þrifinn úr örmum undrandi stúlkunnar. Hún horfði á leynilögregluþjón taka skammbyssu frá belti hans og handtaka hann ásamt Carmelo bróður hans. Marie-Jean var svo heppinn að sleppa ósködduð, og ég hef talað við aðra sem einnig tókst það, Annie Marie frá Brussel. Hún hitti Eugéne Messina á dansstað, hann kallaði sig líka Miller í það skipti og notaði sina gamalkunnu aðferð. Hann bað hana að kalla sig Gino og kvaðst vera kjötsali. Farið var með hana í sömu Iúxusíbúðina við Avénue Louise, hann bauðst til að gefa henni loðkápu og bauð henni að fara með sér til London „til að skemmta sér og eiga góða daga“. Hún neitaði boðinu Belgiska lögreglan var tvo daga að ganga úr skugga um hverjir þessir melludólgar voru, en þegar því var lokið var Álþjóðalögreglan beðin aðstoðar og leynilögreglumenn víða uih Evrópu hófu eftirgrennslan. Leit var gerð í lúxus- íbúðum bræðranna. í íbúð í Knocke fannst handvélbyssa 22 iðrast þess seinna. Leyfið henni að fá eins marga gesti og hún vill — svo framarlega sem þeir dvelja ekki mjög lengi, hafið ofan af fyrir henni. Ég mun koma aftur eftir nákvæmlega viku. Hann stóð á fætur og þegar Jill fylgdi dæmi hans, færði hann sig fjær, staðnæmdist og sneri aftur til baka. í þetta sinn var kímnis- glampi í augum hans þegar þau mættu hennar. — Ég þarf ekki að minna yður á, hann lækkaði róminn, — að unga daman er einþykk og fast- lega ákveðin í að hafa sítt fram. Ég hef auðvitað gefið Falvonby lækni fyrirmæli mín, en ef hann skyldi vera tældur til að — ganga fram hjá þeim, skuluð þér vera mjög ákveðnar. Jill leit örvæntingarfull á hann. — En — herra Carrimgt. þér hald ið þó ekki að hann geri það? Ég — það mundi verða erfitt fyrir mig að skipta mér af því, ef — — Hlustið nú á, sannleikurinn er sá, að ég vil alls ekki fara burt á þessu stigi málsins, en það er mikilvægur fundur í Edin- borg og mér er ómögulegt annað en að sækja hann. Til allrar óhamingju er Falvonby læknir ekki sammála mér í að láta sjúkl- inginn halda svona mikið kyrru fyrir. Ef málið væri í hans hönd- um mundi hann strax láta hana standa í fæturna. Jill sagði ósjálfrátt: — Hann skal ekki gera það — nema með því að stíga fyrst yfir lík mitt! — Ágætt. En áður en þér deyj- ið skuluð þér fara til yfirhjúkr- unarkonunnar, hún mun styðja yð- ur. Augu hans glömpuðu. — Ég er ekki mjög hræddur við það sem læknirinn kann að gera — það er aðeins það, að hann gæti gefið í skyn, að ef hann ætti að segja álit sitt — ! Og hún gæti fengið þá hugmynd, að það mundi ekki skaða neitt ef hún vildi óhlýðnast. Ég reiði mig á yður. Hann rétti úr hendina. — Verið þér sælar að sinni. Þau tókust þétt og snöggt í hendur og síðan var hann hlaup- inn níður stigann — það var ein kennandi fyrir hann að bíða aldr- ei eftir lyftunni. Jill stóð kyrr andartak, síðan sneri hún sér aftur að gluggan- um og lagði hendina ósjálfrátt á hjartað sem barðist skyndilega miklu örar en það átti vanda til. Undarlegur og óskiljanlegur maður' En hversu auðveldlega gat hann ekki fengið mann til ð finnast ekkert vera til sem mað- ur ekki vildi gera fyrir hann, jafn vel þó það þýddi að maður yrði að skera hjarta sitt í litla bita og — næra einhvern, sem hann hafði miklu meiri áhuga á með þeim. Það var ekki langt síðan að hún hafði verið að segja við sjálfa sig að hún hefði læknazt af þessari flónsku. Og samt hafði snerting handar hans vald til að koma blóði hennar á hreyfingu, að fylla hana ósegjanlegri þrá. Jill starði annars hugar á grein- ar kastaníutrésins og hún vissi, að sá tími var kominn, að hún varð að haetta að draga sjálfa sig á tálar. Ást var ekki eins og mislinj ar eða einhver önnur tegund af læknanlegum sjúkdómi — að minnsta kosti ekki hennar ást. Og því var henni fyrir beztu að sætta sig við hana, geyma hana læsta í hjarta sínu þar sem eng- inn mundi nokkru sinni vita af henni. En einhvern vegin horfð- ist hún í augu við það sem hún hafði fram að þessu litið á sem veikleika og flónsku án þess að finna til minnstu niðurlægingar. Var Vere ekki nýbúinn að segja að hann treysti henni? Það var eitthvað að vera hreyk in af . . . IX. kapituli. Þegar Jill kom út úr lyfjabúð- inni stanzaði hún, strauk hend- inni yfir ennið og andvarpaði ósjálfrátt. Lyfjabúðin var í nýju álmunni þar sem barnadeildin og skurð- stofan voru einnig til húsa, þar sem allt sem bar keim af einka- heimili hvarf og varð að hvítu, nýmóðins sjúkrahúsi. Við enda langa gangsins opn- uðust dyrnar út í garðinn. Jill stóð og horfði þangað og fann til óvenjulegrar þreytu. Dagarnir fimm sem liðnir voru síðan Vere Carrington fór, höfðu venð anna samir, ekki vegna þess, að sjúkl- ingur hennar þarfnaðist mik'llar hjúkrunar Þvert á móti þvi sem hún hafði búizt við tók Sandra þessum hluta bata síns furðulega létt Það var varla 'hægt að segja að hún kvartaði, hún gerði allt sem henni var sagt og virtist fús til að halda áfram endalaust svo framarlega sem hún var viss um, að hún gæti á endanum tekið upp þráðinn aftur í starfsferli sínum. Þannig að eina vandamálið var, að forða henni frá að fcomast i mikla geðshræringu og eyða of miklu af þeirri orku og kröítum sem var svo nauðsynlegt að varð veita. Daufa, áhyggjufulla stúlk an frá tíma uppskurðarins var horfin, og að fást við hina raun- verulegu Söndru, sem hafði raf magnaðan og fjörugan oersónu- leika, var einum of mikið fynr daghjúkrunarkonu hennar sem varð að sjá um að henni leiddjst ekki, án þess að láta hana reyna | ol mikið á sig. Síðan gestabanninu hafði vcrið aflétt, höfðu vinir hennar streymt að og sjúkrahúsið var allt á iði þar sem hver fræga personrin ai annarri — teikhús — >g dan.- stjörnur og eigendur nafna sem ■ voru vel þekkt í samkvæmislífinu ___________________________n og bókmenntaheiminum — stigu út úr bílum sínum eða komu í leigubílum frá næstu járnorautar- stöð. Sandra var alls ekki heirnsk og þar sem hún hafði aldrei þjáðst aí ofmetnaði þrátt fyrir allan sinn frama, var hún afar vinsæl. Hún hafði alltaf fengið mikið af blómum, en nú var herbergi hennar bókstaflega eins og blóma- búð á daginn, svo ekki sé ta'aö um alls konar fallegar gjafir. pg hrúgur af sælgæti — hún serníi hjúkrunarkonunum næstum aJit sælgætið og deildi blómunum með sjúklingum sem ekki voru eins heppnir. Það var enginn vafi á þvi, að hversu spillt og sértunduð sem hún kunni að vera að suma leyti, var hún sannarlega elsku- leg manneskja, og það var jafnvel minni vafi á því, að hver karl- maður sem kom að heimsækja hana var reiðubúinn að fleygja sér flötum fyrir þessa fallega fæt- ur — að einn góðan reðuvdag mundi hún vera farin að dansa aftur á hjörtum þeirra. Hún var svo heppin, að vera einnig vinsæl meðal kynsystra sinna — Jill virt- ist sem vinkonur hennar héidu jafn mikið upp á hana, og þaö virtist undarlega lítil afbrýðjsemi í þessari vináttu. Já, Sandra var töfrandi mann- vera, og það væri ómögulegt að ásaka nokkurn mann fyrir að elska hana. Satt að segja virtist það ómögulegt, að maður — nema hann væri blindur, eða hjarta hans örugglega bundið einhvers staðar annars staðar — félli ekki fyrir henni. Hr. Carrington mundi án efa verða ánægður yfir framíövum þessa mikilvæga sjúklings þegar hann kæmi — en hann var vænt- anlegur að tveim dögum lið’ium. Þrátt fyrir allar annirnar haiði þessi vika virzt undarlega !öng. Jill andvarpaði aftur, í þetta skipti óþolinmæðilega. Það var .nas:a firra, að það að sjá ekfci vissa persónu nokkrar mínútur á dag léti hann virðast helmingi leneri. Það var ekki til neins að láta sem hún saknsrði hans ekki Hún velti því fyrir sér hvort hann mundi verða ánægður með frammj stöðu hennar, aðvörun hans hafði vissulega verið nauðsynleg, því enginn hafði fallið jafn fla'ur fyr ir Söndru og Falconby læknir — og eina merki Söndru um óanægjn hafði verið i gær, þegar hún sajði við Jill: — Læknirinn viðurkenndi í dag að ef hann bæri ábyrgðina, mundi hann láta mig byrja að ganga — bara nokkur skref. — Jæja, þú hlýtur að haía kom- ÚTVARPIÐ Laugardagur 14. maí 7.00 Morgunútvarp 12.00 Hádeg isútvarp 13.00 Óskalög sjúkl- inga Kristín Anna Þórarinsdoit ir kynnir lögin 14.30 í vikulokin 16.00 Á nótum æskunnar 16 30 Veðurfregnir Þetta vii ég hevra Kristín Sveinbjarnardóttir vel ur sér hljómplötur 17.35 Tom stundaþáttur barna og ung!- inga 1800 Söngvar 1 iéftum tón- 18.45 Tilkynningar 19.20 Veðurfregnir 19.30 Fréttir 20. 00 „Sómi íslands suður i Genf“. gamansaga eftir Gísla J \st- þórsson Höf flytur 20.25 Kór söngur: Karlakór Reykjavíki.”- syngur. Stj • ^áll Pampichler > Pálsson 21 05 Leikrit Þioflleik hússins: „Á rúmsjó" gaman- i' leikur eftir Slawomir Mrozak, Leikstj Baldvin Hahdorsson. 22 00 Frétir oe veðurfregnir. | Fréttir og veðurfregnir 2215 Danslög. 24.00 Dagskrárlok. 1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.