Tíminn - 14.05.1966, Blaðsíða 13

Tíminn - 14.05.1966, Blaðsíða 13
LATJGAICI>Æ<JtJE 14. maí 1966 BRIDGESTONE HJÓLBARÐAR Síaukin sala BRIDGESTONE sannar gæðin veitrr aukið öryggi i akstri. BRIDGESTONE ávallt fyrirliggjandi. GÓÐ ÞJÓNUSTA — Verzlun og viðgerðir sími 17-9-84. Gúmmíbarðinn h.f., Brautarholti 8. ■^r .... TREFJAPLAST PLASTSTEYPA Húseigendur! Fylgist með tím- anum. Et svalirnar eða þakið þarf endurnýjnnar við, eða ef þér erua að byggja, þá látið okkur annast um lagningu trefjaplasts. eða plaststeypu á þök, svalir, gólf og veggi á hús- um yðar, og þér þurfið ekki að hafa áhyggjur af því f framtíð. inni. ÞORSTEINN GÍSLASON. málarameistari, síms 17-0-47. Látið okkur stilla og herða upp nýju bifreiðina. Fylg- izt vel með bifreiðinni, BÍLASKOÐUN Skúlagötu 32. Sími 13-100. PÚSSNINGAR- SANDUR VIKURPLÖTUR Einangrunarplast Seljum aliar gerðir at pússningasandi, heim fluttan og blásinn inn Þurrkaðar vikurplöfur og einangrunarplast. Sandsalan við Elliðavog sf. Elliðavog 115, sími 30120. TÍMINN 13 KIRKJUVIKA Kirkjukórasamband Reykjavikur prófastsdætmis gengst fyrir Kirkju kvöldum í ýtmsum kirkjum t orgar innar. A8 þessu sinni annast 6 kirkjukórar flutning á tónlist og töluðu máli. Kirkjuvikan hefst i Neskirkju sunnudag. 15 maí kl. 5 e. h.. Þar verður fluttur bórsöngur. Kvenna kór syngur, Guðm. Jónsson, óperu s. syngur einsöng með aðstoð Kirkjubórs Nesbirkju og Kirkju bór Ytri Njarðvík. Erindi flytur sr. Bjöm Jónsson, Keflavík. Sókn arprestar Neskirkju flytja ávörp og hugleiðingu. Einsöngur, Safnað arsöngur. Þriðjud. 17. maí verður Kirkjukór Langholtssóknar í Há- Vegna kjósenda við Miklu braut. Hvaða hús á að færa og hvernig eru tveggja og þriggja hæða steinhús færð. Svar óskast fyrir kosningarn ar. I íbúi við Miklubraut. teigskirkju kl. 8,30 e. h. Þar verð ur kórsöngur og erindaflutningur Uppstigningardag, 19. maí flytur Kirkjukór Hallgrímskirkju söng, bórinn á 25 ára afmæli um þess ar mundir. Einleikur verður á fiðlu, Ingvar Jónass. Einsöngvari verður Guðmundur Jónsson. Fer þetta fram í Hallgrímskirkju, kl. 5 e. h. Sama dag (19. maí) verður Kirkjukór Bústaðasóknar í sam- komusal Breiðagerðisskóla kþ 5 e. h. Ávarp flytur sr. Ólafur Sbúlason, kirkjukórinn flytur tón list. Föstud. 20 maí lýkur Kirkjuvik unni með kirkjukvöldi í Lauga- neskirkju kl. 8,30 e. h. Þar verð ur Laugarneskirbjukór og Áskór. Flytja þeir sameiginlega tónlist. Prófessor Jóhann Hannesson flyt ur ræðu og sóknarprestarnir flytja ávörp. Allir eru velkomnir á þessi Kirkjukvöld. Fyrsta golf- mótið í dag Fyrsta golfmót sumarsins verð ur háð í dag á golfvelli Golf- klúbhs Reykjavíkur, sem er að hefja sumarstarfið. Keppnin í dag verður höggakeppni og keppt um svonefndan Amesons-skjöld. Byrj að verður kl. 13.30. Lokadansleik- ur skíðamanna í kvöld efna reykvískir skíða- menn til dansleiks í Tjarnarbúð og hefst hann kl. 21. Afhent verða verðlaun fyrir skíðamót. Dansað verður til kl. 2. Það eru skíða- deildir KR, ÍR, Ármans og Vík- ings, sem standa að dansleiknum. A laugardaginn ^pnar ungur reykvískur listmálari, Guð- mundur Karl Áshjörnsson, sína fyrstu sjálfstæðu málverkasýn ingu, og mun hún standa yfir í níu daga í Bogasal Þjóðminja safnsins. Guðmundur Karl nam við Myndlistarskólann í Reyfcja vfk, og hjá ýmsum málurum hérlendis áður en hann hóf nám í Ríkislistaskólanum í Flórens á Ítalíu haustið 1960. Þaðan útskrifaðist hann vorið 1964, og fór síðan í Ríkislista skólann í Baroelona á Spáni, þaðan sem hann tók próf fyrir réttu ári síðan. í vetur hefur han svo kennt teikningu -ið gagnfræðadeild Vogaskólans hér í Reykjavík. Guðmundur Karl sýnir núna að þessu sinni 30 myndir og eru flestar þeirra mjög nýlegar. Er hér um að ræða landslagsmyndir víða frá íslandi, uppstillingar, andlits myndir, og svo nokkrar mynd ir frá þeim stöðum sem hann hefur dvalið á erlendis. Hér á myndinni fyrir ofan er Guð mundur Karls við eina af upp stillingunum sínum. (Tímamynd Kári) Söngskemmtun Adele Addison Ameríska sópransöngkonan Ad ele Addison heldur söngskemmt- un fyrir styrktarfélaga Tónlistar- félagsins n.k. mánudagskvöld kl. 7 og þriðjudagskvöld kl, 9.15. Á efnisskránni eru fimm lög eftir Schuhert, „Ganymed", Dass sie hier gewesen", „Seligkeit”, „Wanderers Nachtlied" og „Die junge Nonne“. „Lyric Poems” fjögur lög eftir Luigi Dallapicc- ola. „Philini“ fjögur Mignon-lög eftir Hogo Wolf, „Trois Chan- sons de Bilits“ eftir Debussy og Kantata eftir John Carter. Undirleik annast ameríski pí- anóleikarinn Brooks Smith. SAFN MARKÚSAR ÍVARSSONAR SÝNT KJ—Reykjavík, fimmtudag. Á laugardaginn opnar listasafn ríkisins í húsakynnum sínum sýn- ingu á málverkum, er Markús ív- arsson safnaði, og kona hans og dætur hafa afhent Listasafninu til eignar. Markús ívarsson var fæddur ár ið 1884 að Vorsabæjarhjáleigu í Flóa, en lézt í ágúst 1943. Markús lærði járnsmíði, var vélstjóri um tíma og stofnaði Vélsmiðjuna Héð in árið 1923, sem hann veitti for stöðu til dauðadags. Byrjaði Mark ús snemma að safna listaverkum, og var að vonum vinsæll meðal listamanna. Á sýningunni eru 57 listaverk eftir 22 listamenn, og eru þar á meðal öll þekktustu nöfnin í heimi málaralistarinnar hérlendis og sem höfðu getið sér frægðar, þegar Markús var á lífi. Myndin er tekin við opnunar- at'höfnina, en auk ekkju Markús- ar, Kristínar Andrésdóttur, er sit ur fyrir miðju á myndinni, og dætra hennar, voru viðstödd menntamálaráðherrahjónin, með- limir safnráðs Listasafnsins og dr. Selma Jónsdóttir, listfræðing- ur. (Tímamynd Kári). Bragi Ásgeirsson listmálari hefur verið með málverkasýningu að undan- förnu í Listamannaskálanum, og lýkur henni á sunnudagskvöld. Bragi sýnir að þessu sinni um 66 myndir, og hefur hann þegar selt 20 þeirra. Myndin hér að ofan er úr einu horni sýningarsalarins. (Tímamynd Kári) Bjóða hagkvæm skíðafargjöld v Alf—Reykjavík, föstudag. Þrír aðiiar, Flugfélag ísiands, ferðaskrifstofurnar og Skíðahót- elið á Akureyri, bjóða nú almenn- ingi upp á mjög hagkvæm kjör í sambandi við skjðadvöi i Hlíðar fjalli, en um þessar mundir er nægur og góður skíðasnjór í HLið arfjalli. Kosta ferðir, uppihald í tvo daga og gisting eina nótt, 1898 krónur, en fyrir hvern viðbótar- dag 400 krónur. í þessu verði er allt innifalið. Farið er frá Reykja vík alla morgna til Ákureyrar, en miðað er við, að farið verði að kvöldi frá Akureyri. Eins og af þessum upplýsingum má sjá. er um hagkvæm kjör að ræða. Hlíðarfjall við Akureyri Framhald á bls. 14.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.