Tíminn - 14.05.1966, Blaðsíða 16

Tíminn - 14.05.1966, Blaðsíða 16
EIN DEILD OPN- UD EFTIR 12 ÁR GÞE—Ueykjavík, föstudag. EitthvaS virðist nú vera a'ð rofa tii I sjúkrahúsmálum borgarinnar. Undanfarið hefur verið unnið nótt og nýtan dag við að koma einni deild Borgarsjúkrahússins í notk un fyrir borgarstjómarkosningarn ar, og í dag, um það bil 12 ár- um eftir að byggingaframkvnemdir við sjúkrahúsið hófust var röntgen deild þess hleypt af stokkunum og gestum boðið til að líta á. Viðstaddir opnunina voru borg- arfulltrúar, læknar og hjúkrunar lið hinnar nýju deildar, sjúkralhús nefnd og fleiri. Jón ' SigurSsson borgarlaeknir flutti fyrst stutt ávarp, þar sem hann kvað merk uim áfanga vera náð með opnun röntgendeildarinnar og þakkaði öllum aðilum, sem staðið hefðu Skemmtun í Kópavogi Framsóknarfélögin í Kópavogi halda B-Iistaskemmtun í Félags heimilinu uppi í kvöld, laugardag inn 14. maí, og hefst hún kl. 9 síðd. Dagskrá: Andrés Kristjáns son, ritstjóri, flytur ávarp. — Anni Jonas syngur einsöng méð hörpu leik. Gamansöngur, frú Auður Jónsdóttir, og Gunnar og Bessi flytja nýjan gamanþátt. Loks verð ur dansað. Aðgöngumiðar að skemmtuninni verða afhentir í skrifstofu Framsóknarfélaganna oð Neðstutröð 4, sími 41590. Fjöl- mennið á skemmtunina, tilkynn ið þátttöku sem fyrst. Framsóknarfélögin í Kópavogi. Er nokkuð að hitaveitunni — eru menn bara ekki misjafn- lega kulvísir? að þeim fraimkvæmdum. Þá gerði Ásimundur Brefckan stuttlega grein fyrir deildinni og væntanlegri starfsemi hennar, og þvi næst fengu gestir að líta á deildina. Hún er útbúin 6 mjög fullkomnum rannsófcnarstofum, en ein þeirra verður ekki tekin í gagnið fyrr en að hausti. Allur útbúnaður deildar innar er hinn vandaðasti og smekk Framhaid á bls. 14 Þungatakmarkanir og snjór víða á vegunum KJ—Reykjavík, föstudag Tíminn hafði í dag samhand við Vegamálaskrifstofuna og spurði um ástand aðalvega út um landið. Margir fjallvegir eru enn á kafi í snjó, og þungatakmarkanir eru víða á vegum. Vegurinn frá Reykjavík og norð ur til Akureyrar er fær, og í eðli legu ástandi miðað við þennan tíma árs. Þungatakmarkarúr eru á leiðinni frá Kollafirði og að Akranesvegamótom — sjö tonna öxulþungi er leyfður í stað niu og hálfs tonns venjulega. Fært er vestur í Reykhólasveit, en Þorska fjarðarheiði og Þingmannaheiði al- ófær. Víðast hvar mun vera fært á milli fjarða á Vestfjörðum, nema Breiðdalsheiði á milli ísafjarðar fcaupstaðar og Önundarfjarðar, sem er í kafi í snjó og óv>st hve nær reynt verður að ryðja heiðina. Frá Afcureyri er fært til Húsa víkur og upp í Mývatnssveit, en þaðan eru allir vegir lokaðir aust ur á bóginn. Rutt var úr Mývatns sveit og austur að Grímsstöðum fyrir nofckru, en vegurinn tepptist svo til strax aftur. f kr.mg um Akureyri. eru þungatafcmarkanir á veigum, og leyfður 5 tonna öxul þungi í stað 7 tonna venjulega. Aðalvegir austur á Héraði eru flestir færir, en þungatakmarkan ir á vegum nema á leiðinni Reyðar fjörður — Eskifjörður. Hér á Suðurlandi eru allir vegir færir, og efcki aðrar þungatakmark anir en þær sem að framan getur Búnaðarbankinn opnar nýtt útibú IGÞ—Reykjavík, föstudag. í fyrramálið, laugardag, opnar Búnaðarbanki íslands útibú í húsi Véladeildar SÍS, Ármúla 3. Geng ið verður inn í útibúið frá llallar múla. Þetta nýja útibú bankans er kennt við Háaleiti. Stefán Hilmars son, bankastjóri, skýrði Tímanum frá því í gær, að með þessu úti- búi væru ætlunin að bæta þjón ustuna fyrir fólk í Múlahverfi og Háaleitishverfi, en á þessu svæði er mikil byggð og stór viðskipta hverfi. Forstöðumaður útibúsins er ráðinn Moritz Sigurðsson, sem hefur árum saman ve«ið fulitrúi i víxladeild aðalbankans. Framhald á bls. 14. Moritz SigurSsson Hækkun álaganna 153% TK—Reykjavík, föstudag. Skv. fjárlögum hafa álögur á þjóðina hæfckað síðan núverandi stjórnarflokkar hófu „viðreisnar" starf sitt til stöðvunar verðbólg unni um hvorki meira né minna en 2293 milljónir ;cróna eða um 153%. Þessi hækkun er ofboðsleg og segir betur en flest annað sannleibann um efnahags stefnu ríkisstjórnarinar, en þó eru efcki í þessari tölu taldir ýmsir nýir skattar og gjöld, sem ékki eru talin á fjárlögum, og er þar um að ræða a. m. k. 400— 500 miljónir króna, sem færðar eru á sérstaka reikninga. Má þar nefna álögur, sem renna í vega sjóð, til raforkuframfcvæmda launaskatt, ábyrgðarsjóðsgjald, iðn aðarskattur í iðnlánasjóð, bænda Framhald á bls. 14 BARNAVERND Framsóknarflokkurinn telur aðkallandi að störf þeirra stofn ana, sem annast velferðarmál barna og unglinga, verði endur skipulögð, verkefnum skipt 'jpreinilegar á milli aðila og ráðstafanir þeirra samræmdar, svo að betur nýtist þeir starfs kraftar, sem borgin hefur í um, sinni þjónustu. að jafnframt verði komið á fót þéim stofnunum, sem nauó synlegar eru til þess að störf barnaverndarnefndar og ann- arra, sem um barnaverndarmál fjalla. komi bað að fullum not að komið verði á fót fleiri ,,systkinaheimilium“ fyrir mun aðarlaus börn. að stórlega verði aukið eftirlit með því að unglingar sæki ekki kvikm. og skemmtistaði sem þeim er bannaður aðgangur að.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.