Tíminn - 18.05.1966, Síða 3
ÞRIÐJUDAGUR 17. maí 1966
TÍMINN
ISPEGLITIMANS
frægar leikkonur á kvikmynda-
hátíðinni í Cannes. Eru það
þær Jeanne Moreau og Monica
Vitti, en kvikmyndir, sem þær
leika í eru sýndar á hátíðinni.
Kvikmyndin, sem Jeanne More
au leikur í nefnist Mademois-
elle, en kvikmyndin, sem Mon-
ica Vitti er kvikmyndin Mode-
sty Blaise, þar sem hún leikur
meistaranjósnara á við James
Bond.
Geraldine Chaplin, dóttir
leikarans fræga Chaplins er nú
í Cannes á kvikmyndahátíðinni
þar eins og fleiri kvikmynda-
leikarar. Fyrir skemmstu
birtist við hana viðtal í franska
dagblaðinu France Soir. Þar
sagði hún frá hlutverki sínu
í kvikmynd þeirri, sem faðir
hennar er nú að Ijúka, Greifa
frúin frá Hong Kong. Sagði
Geraldine, að hennar hlutverk
í kvikmyndinni væri heldur lít
ið, en hún hefði notið þess,
því hún hefði fengið taekifæri
til þess að dansa við Marlon
Brando. Vicky, sem er 14 ára
systir Geraldine kemur einnig
fram í þessari kvikmynd. —
Þegar að því kemur sagði Ger-
aldine, að hún fari að leika í
kvikmyndum að ráði, þá ætla
ég að draga mig í hlé. Þegar
hún var þriggja ára hermdi
hún eftir öllum, röddum og
hreyfingum. Hún verður áreið-
anlega mikil leikkona.
¥
Bandaríska leikkonan Kim
Novak gekk sem kunnugt er
í hjónaband fyrir rúmu ári síð-
an nánar tiltekið 15. marz 1965.
Eiginmaðurinn var Richard
Johnson brezkur gamanleikari
og sagði Kim þegar hún gift-
ist að hjónabandið ætti að end-
ast meðan ævin entist. Nú er
hins vegar komið annað hljóð
í strokkinn, því nú hefur Kim
tilkynnt skilnað sin og eigin-
mannsins eftir 14 mánaða
hjónaband. Kim Novak heldur
sig nú í smáþorpi í Kyrrahafs-
ströndinni þar sem hún á hús
og eini félagsskapur hennar
þar er danskur hundur, sem
hún á.
★
Birgitte Bardot á nú að fara
að leika í nýrri kvikmynd und-
ir stjórn Serge Bourguignon,
sem stjórnaði kvikmyndinni
Sunnudagur með Cyzéle, sem
sýnd var í Stjörnubíoi fyrir
skemmstu. Kvikmyndin á að
heita Prologoe og fjallar um
franska tízkusýningarstúlku,
sem kemur til London til þess
að sýna þar franska tízku. Serge
Bourguignon vonast til þess að
geta fengið samning við Bítl-
ana til þess að koma fram i
þessari kvikmynd með Birgitte
en enn er þó ekkert ákveðið
í því máli. Annars hefur Bir-
gitte verið önnum kafinn að
undanförnu því hún hefur ver-
ið að syngja inná sjöttu plöt-
ua sína og söng hún að þessu
sinni á ensku. Platan kemur
ekki á markaðinn fyrr en í
júní.“
★
Elvis Presley ætlar ef til vill
að fara að ganga í hjónaband,
að því fréttastofan Reuter herm
ir. Sagt er, að hann hafi gefið
kunningjakonu sinoi, Piscilla
Beaulieu, sem er 22 ára og
hann hefur þekkt frá þvj. árið
1959, demantshring, og þykir
það benda til þess að hjóna-
band sé í aðsigi.
★
Kvikmyndahátíðin í Cannes
stendur nú sem hæst og hafa
nú verið sýndar allmargar kvik
myndir þar. Meðal þeirra, sem
sýndar hafa verið er rússneska
kvikmyndin, Halló, hér er ég,
og fékk hún mjög lélega dóma
og var fjöldi áhorfenda, sem
gekk út löngu áður en kvik-
myndinni var lokið. Þá var
einnig sýnd franska kvikmynd-
in Stríðinu er lokið, sem tek-
i var undir stjórn Alain Res-
nais, sem sá um gerð kvik-
myndanna Hirosima, ástin
mín, og í fyrra í Marienbad.
Aðalhlutverkið i kvikmyndinni
leikur sænska leikkonan Ing-
rid Thulin, sem þekkt er úr
ýmsum kvikmyndum sænska
leikstjórans Ingmars Berg-
mans. Kvikmynd þessi var sýnd
utan hátíðarinnar og fékk ekki
leyfi til þess að taka þátt í
keppninni. Var það franska rík-
isstjórnin, sem það bannaði af
ótta við það að efni kvikmynd-
arinnar kæmi illa við kaun
Francos einræðisherra Spánar.
h*
Hér á myndinni sjáum við
Elísabetu Englandsdrottningu
og eru tvær litlar stúlkur að
færa henni blómvendi í tilefni
þess að hún hafði opnað nýja
byggingu, læknaskóla i Hamm-
ersmith í London.
1
Á VÍÐAVANGI
Brandari dagsins
Brandari dagsins í blöðunum
í gær var fyrirsögn Alþýðu-
blaðsins á forsíðunni: Æskan
flykkist um Alþýðuflokkinn!
Þjóðviljinn, Vísir og Morgun
blaðið hafa sameinast um það,
að reyna að gera lítið úr hæfi
leikum frú Sigríðar Thorlacins
Slíkum skrifum er reyndar
óþarft að svara. Enginn, sem
kynnzt hefur frú Sigríði, efast
um mannkosti hennar og hæfi
leika — og þeir eru orðnir æði
margir, sem til hennar þekkja
fyrir störf hennar, blaðaskrif
og útvarpsflutning. Slíkur mál
flutningur gegn frú Sigríði ger
ir því meira en missa marks.
Menn fá skömm á þeim mönn
um ,sem láta öfund og illmælgi
stjórna málflutningi sínurn —
þótt þeir finni að kjörfylgi
Framsóknarmanna sé vaxandi
og miklar líkur bendi til, að
Reykvíkingar muni kjósa trú
Sigríði Thorlacius fulltrúa sinn
í borgarstjórn.
Samdrátturinn í í-
búðabyggingunum
Linuritið ,sem birtist í Tím
anum í gær yfir tölu fullgerða
nýrra íbúða í Reykjavík ár
hvert miðað við hverja eitt þús.
íbúa, hefur svipt hulunni betur
en flest annað af Iiinum mikla
samdrætti í íbúðabyggingum í
borginni og gefur góða skýr-
ingu af þeim húsnæðisvandræð
um sem nú ríkja — en Sjáif
stæðisflokkurinn þykist ekki
sjá og telur óþarfi að leysa.
Hrapið er frá 13,8 íbúðum á
hverja þúsund íbúa 1957 niður
í 7.4 íbúðir á þúsund íbúa árið
1954 og 8 íbúðir 1965 og sýni
iegt er, að vegna lítillar Ióða
úthjutunar á síðasta ári, að
hrapið verðxu- enn meira á
þessu ári.
Verndin, sem vantar
Bæði Morgunblaðið og Vísir
fagna því í forystugreinum í
gær, að löggilt hefur verið í
alþjóðareglum möskvastærð
á fiskimiðum við ísland og
Austur-Grænl. Þetta er fagn-
aðarefni, en um leið ástæða til
þess að minnast þess, að þetta
nægir hvergi nærri til vernd
ar islenzkum þorskstofni. Sú
staðreynd, að erlendir togarar
moka upp átján sinnum fleiri
ungþorskum á fsiandsmiðum
heldur en fslendingar, minnir á
brigðir ríkisstjórnarinnar í
landhelgismálinu. Sem yfirbót
á afsalssamninginn við Breía
lofaði ríkisstjórnin hátíðlega að
halda áfram útfærslu landhelg
innar. En síðan eru liðin sex ár,
og ríkisstjómin hefur bæði
þagað og haldið að sér hönd
um í málinu. En hið eina, sem
verulega þýðingu hefur fyrir
verndun þorskstofnsins við fs-
land, er það, að friða land-
grunnið allt fyrir ágangi er-
lendra togara.