Tíminn - 18.05.1966, Side 6

Tíminn - 18.05.1966, Side 6
MIÐVIKUDAGUR 18. maí 1966 6 TÍMINN Ráðleggingastöð um fjöl- skyldu- og hjúskaparmál hefur starfað í Reykjavík um tveggja ára skeið. Hannes Jónsson, fé- lagsfrœðingur átti frumkvœði að því að hrinda í framikvæmd að stöðin væri sett á Jaggirn- ar. Hann hafði einnig gengizt fyrir fyrirlestrarhaldi um ýmis atriði, !er að hjúskaparmálum lúta og eru fyrirlestrar þessir og fleiri, sem haldnir hafa ver- ið á vegum Félagsmálastofnun- arinnar komnir út í bókum. Stöðin var síðan afhent Þjóð kirkjunni til eignar og umsjón ar og eru prestur og læknir til viðtals á stöðinni, að 'Lind- argötu 9, ákveðna tíma í viku hverri. Læknir stöðvarinnar er Pét- rr Jakohsson, yfirlæknir og prestur Erlendur Sigmundsson. Á undan honum hafði sr. Hjalli Guðmundsson starf hans með höndum. Ég gekk á fund þeirra beggja, Péturs Jakobssonar og sr. Erlendar til að fræðast um, hvers konar fræðsla væri þarna veitt og hvernig fólk kynni að meta þessa viðleitni til að leið- beina og hjálpa fólki I ýmsum vandamálum. Pétur Jakobsson tók erindi mínu Ijúfmannlega og ég ræddi við hann og aðstoðar- stúlku hans, frú Steinunni Finnbogadóttur, sem er ljós- móðir að menntun. — f hvaða erindum leitar fólk til yðar? Pétur Jakobsson, yfirlæknir og frú Steinunn Finnbogadóttir, aðstoSarstúlka. MARKMIÐ STÖÐ VARiNNAR AÐ LEIDBEINA OG HJÁLPA FÓLKIAÐ LIFA HEILBRIGÐU HJÚSKAPARLÍFI — Það er fyrst og fremst í sambandi við leiðbeiningar um notkun getnaðarvarna, enda er það markmið stöðvar innar að veita almenna fræðslu um þau mál og hjálpa fólki til að lifa eðlilegu og farsælu hjúskapar- og kynferðislífi, seg ir Pétur. Og frú Steinunn bæt- ir við: — Nú eru tvö ár síðan stöðin var opnuð og þann tíma hafa um þrjú hundruð manns Ieitað til læknisins. Þess ber og að geta, að læknirinn var fjarverandi fjóra mánuði í fyrrasumar. — Korna aðeins konur til ykkar? — Þær eru í miklu meiri- hluta. En samkvæmt skrá okk- ar hafa um tuttugu og fimm karlmenn leitað hingað. Sumir með eiginkonum sínum, aðrir einir sér. — Og vandamál þessa fólks? — Eru aðallega í sambandi við samlífið, getum við sagt. Stundum leita konur hingað í örvæntingu, vegna þess að þær hafa orðið varar við extt- hvað sérkennilegt í fari mak- ans og er þá stundum um sjúk- leg fyrirbrigði að ræða. Hing- að hafa leitað konur, sem kvarta undan dvínandi áhuga eiginmannsins á samlífinu í hjónabandL — Er fólk ekki feimið að ræða þessi mál? — Jú. Stundum koma kon- ur, sem árum saman hafa átt við örðugleika að etja hvað við víkur samlífinu. En þær hafa aldrei þorað að bera sig upp við neinn og ekki komið sér að því að leita til heimilis- læknis síns. Það er áreiðan- lega óhætt að fullyrða, að við kynnumst margs konar vanda- málum, þegar farið er að at- huga ástand og hagi þeirra, er hingað koma. — En ég hef margsinnis tek- ið eftir því, segir frt Stein- unn — að þegar svo stendur á að konur þurfa að koma aft- ur, þá er feimnis- og vand- ræðasvipurinn horfinn. Þá er þetta orðið eðlilegt og sjálf- sagt mál. — Flestum finnst, að kyn- ferðismálin séu einkamál hvers og eins, segir læknirinn'— og auðvitað er það rétt að vissu marki. En læknum á fólk að geta treyst. Svo rekum við okk ur líka á, að fólk er furöu- lega opinskátt við okkur. Ég er þeirrar skoðunar, held ur yfirlæknirinn áfram, að þörf sé á, að vekja athygli fólks á, að þessi klinik er til. Þótt að sókn sé góð eru vafalaust marg ir hjálparþurfi, sem ekki vita um starfsemi hennar, eða gera sér ekki grein fyrir í nvaða áttir hún beinist. Við höfum því miður ekki fengið síma, en þegar að því kemur, verð ur allt miklu handhægara, bæði fyrir okkur og þá, sem í ein- hverjum vandræðum eiga. — Hvers vegna þurfa konur að koma oftar en einu sinni? — Ýmsar ástæður eru fyrir því. Til dæmis ef þær fá töfl- ur að staðaldri hjá mér, þá skrifa ég lyfseðil fyrir kon- umar og þær geta sótt þá hingað og þurfa ekki að bíða tímunum saman. — Hverjar eru helztu varn- ir, sem konur notfæra sér? — Það eru töflurnar, sem ég minntist á, hettur og smyrsl. Þá eru og settar lykkjur úr „silk-worm“ upp í leg konunn- ar eða silfurhringur. Lengst af hefur silkið verið notað. Síð- ustu ár hefur plast einnig verið reynt og er verkunin hin sama. — Leita barnlausar frúr hingað til að láta skoða sig. — Já. Og oft er eitthvað smá vægilegt að, sem kippa má í lag. Áður var konunni alltaf kennt um, ef hjónabandið var barnlaust. Með rannsóknum hefur komið í Ijós að um % hluti barnlausra hjónabanda er vegna vangetu eiginmannsins. Ef við höfum skoðað konuna og ekkert er athugavert við hana, reynum við að fá eigin- manninn í skoðun. Það gengur oft illa, þvi að fæstir karlmenn vilja horfast í augu við þá stað- reynd, að þeir séu ófærir um að geta börn. — Þér minntust á homosex- ualisma hjá kvæntum mönnum. Er það algengt fyrirbæri? — Sumir halda þvi fram, að fjórðungur allra sé afbrigði- legur á einhverju sviði. en lesbianismus — eða samfarir milli tveggja kvenna — er jafn vel algengari en milli tveggja karla. Þetta er mjög átakan- leg staðreynd, hvernig sem á málin er litið. Ekkert er heil- brigðra fyrir hjón en elskast og njótast. En þeir einstakl- ingar, sem hafa þessar sjúk- legu hvatir, líða mest vegna þeirra. Og þeir eru sjúklingar, en ekki sakamenn, eins og fóik hyllist til að telja þá wera. Að mínu viti er svona sjúkxeiki sorglegur fremur en saknæm- ur. — Er nokkuð hægt að gera fyrir þetta fólk? — Ekki annað en leiðbeina þvi eftir föngum. Ef þessar sjúklegu tilhneigingar skaða ekki þjóðfélagið má segja. að lítið sé að gera. Stundum er um vanskapnað að ræða. Vant- ar hreinlega ýmis líffæri og það hefur gerzt, að maður stendur andspænis því að geta ekki skorið úr um, hvort barn er drengur eða stúlka. Þá má víkja að því, þegar fólk læt- ur gera á sér aðgerð og skiptir um kyn. Blaðamenn gripa þannig fréttir á lofti og gera sér mikinn mat úr þeim. En ætli fólk geri sér almennf grein fyrir þeirri stórkostlegu harm- sögu, sem þar kann að liggja að baki. — Koma hingað konur á öll um aldri? — Flestir eru á aldrinum 20 —40 ára.' Yngstar hafa komið hingað sextán ára stúlkur, seg- ir frú Steinunn. — Til að leita upplýsinga? — Til þess að fá leiðbein- ingar um notkun getnaðar- varna^segir Pétur. — Ég mundi segja það væri ágætt, að þær koma. Það er kannski ekki ágætt, að ungl- ingar stundi samfarir svona ungir. En ég segi, að úr því að samband unglinganna er komið á þetta stig er betra að þær leiti læknis og fái hag- nýta fræðslu, heldur en þær verði barnshafandi. Stúlkur vita oft lítið um þessi mál. Og í skólunum finnst mér, að lítil fræðsla eða engin sé gefin. Ég veit ekki, hversu mikið á að segja unglingunum, þeim er ekki hollt að fá of mikla fræðslu. Oft er rökrætt um, hversu mikið foreldrar eigi að segja börnum sinum kynferð- ismál. Ég er eindregið þeirrar skoðunar, að þeir skuli aldrei svara meiru en barnið bein- línis spyr um. Það er ekki skynsamlegt að troða einhverj um ósköpum inn í bamið, sem það botnar ekkert í. Svara bara skýrt og skorinort spurn- ingum þess. Það er affarasæl- ast. Annars virðist mér sem foreldrar séu of hikandi við að gefa bömum sínum viðhlít- andi svör við spurningum þeirra. Og þá er forvitni þeirra vakin og þau leita svars við spurningunni annars staðar og meðal kunningja, sem af- skræma og ýkja allar stað- reyndir í þessum efnum. En nú em ýmsar bækur tjl um þessi efni, sem foreldrar geta bent börnum sínum á að lesa, þegar þau stálpast, t.d. bók Hannesar Jónssonar um fjöl- skylduna og hjúskaparlífið. — Það er fróðlegt að kynna sér þá baráttu, sem háð hefur verið í því skyni að gera fólki þessi mál sjálfsögð og aðgengi- leg, heldur læknirinn áfram Víða em þessi mál erfiðari en hjá okkur. Til dæmis í Kanada. í seinasta fréttabréfi, í apríl 1966, af International Planned Parenthodd News, sem gefið er út í London af I.P.P.F er sagt frá ráðstefnu um þessi mál, sem haldin var í Ottawa í Kanada þann 25 febrúar 1966. Próf. Jacques Henripin, forstöðumaður Fólksfjölgunar- deildar Montreal háskóla, hélt fyrirlestur um „Family Plann- ing Attack Poverty" og sagði, að ríkisstjórn Kanada ætti að sjá til þess að allur almenn- ingur fengi aðgang að ráð- leggingarsöðvunum um fjöl- skylduáætlun. Rannsóknir í Quebee fylki sýndu, að af þeim 25,000,- fjölskyldum, sem búa við fátækt, þá sé að minnsta kosti helmingurinn vegna , þess, hve börnin em mörg. Ðr. Richard Day, sem er læknisfræðilegur forstjóri

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.