Tíminn - 20.05.1966, Qupperneq 5

Tíminn - 20.05.1966, Qupperneq 5
FÖSTUDAfiUR 20. maí 1966 TÍIWIWW 5 Otgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Fram&wœmdastjóri: Kristján Benedlktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Rristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson. Aug- Iýsingastj.: Stelngrimur Gíslason. Ritstj.skrifstofur I Eddu- húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur, Bankastrætl 7. Af- greiðsluslmi 12323. Auglýsingasimi 19523. Aðrar skrifstofur, sfmi 18300. Askriftargjald kr. 95.00 á mán. lnnanlands — í lausasölu kr. 5.00 eint — Prentsmiðjan EDDA hf. Krafa Bjarna Sú viðleitni Geirs Hallgrímssonar og félaga hans í Sjálfstæðisflokkmim að reyna að láta borgarstjómar- kosningarnar snúast eingöngu um borgarmálin og borg- arstjórann, hefur nú alveg misheppnazt. Bjarni Bene- diktson hefur ekki þolað, að honum yrði þannig haldið algerlega utan við, og því hefur hann brotizt inn í Mbl. og lætur það í gær birta við sig langt viðtal, þar sem aðalniðurstaðan er sú, að „enginn láti smámuni viöa sér sýn, heldur sæki fram til sigurs eftir þeirri stefnu, sem að undanförnu ekis og áður hefur reynzt þjóðiiHii affarasælt”. Þar sem Bjami talar hér um þjóðina, er bersýnilegt, að hann á við landsmálin en ekki borgar- máfin. Með þessu vill hann tryggja sér aðstöðu til að geta sagt eftir borgarstjómarkosningarnar, ef sæmilega gengur, að úrslit þeirra séu sigur fyrir stjórnarstefnuna. Það er gott, að Bjarni skuli segja þetta jafn skýrt og ákveðíð. Hér eftir þarf enginn að efast um, að rfkis- stjórnin mun telja sæmilega útkomu stjórnarflokkanna í borgarstjórnarkosningttmim sigur fyrir stefnu sína og hvatningu um að halda heami áfram. Ósigur stjórnar- flokkanna myndi hún hins vegar líta á sem ósigur fyrir stjórnarstefnuna og því ekki fyigja henni eins ákveðið fram og áður. í kosningunum, sem fara fram í Reykjavík á sunnu- dagmn er því kosið um tvennt, eins og stöðugt hefur verið áréttað hér í blaðinu: Það er kosið um það í fyrsta lagi, hvort eigi að verta þreyttum og spihtum íhalds- meirihluta awkið aðhaid, og í öðm lagi um það, hvort menn vilji una áfram þeirri dýrtíðar og verðbólgustefnu sem fylgt hefur verið af núverandi rikisstjórn. Enginn, sem er andvígur stjórnarstefnunni, dýrtíðinni og láns- fprhöftunum, getur fylgt stjórnarflokkunum í þessum bosningum, hvar sem hann hefur áður staðið í flokki. Sjáifur forsætisráðherrann hefur nú krafizt þess, að borgarstjórnarkosningarnar verði fyrst og fremst eins konar þjóðaratkvæðagreiðsla um starf og stefnu ríkis- stjómar hans. Það er ekki nema rétt og sjálfsagt, að kjósendur verði við þessu, enda varðar það þá mestu, hvort þessari stefnu verður fylgt eða ekki. Og þetta val er ekki neitt flókið og vandasamt. X við D og A þýðir, að menn ætla glaðir að una dýrtíð og verðbólgu áfram. X við B þýðir kröfu um breytta stefnu og ábyrgari vinnubrögð. * Ottinn magnast Mbl. og Vísir beina nú í vaxandi mæli áróðri s*man gegn Framsóknarflokknum. Forustugreinum þeirra og stórfyrirsögnum er næstum eingöngu beint gegn hon- um. Á aðra minnast þau rétt fyrir siðasakir. íhaldsandstæðingar sjá á þessu, hvaða flokk íhaldið óttast mest. Það kýs ekki Framsóknarmenn til setu í bankaráðum og stjórnum ríkisfyrirtækja. íhaldið hoss- ar ekki þeim, sem það er hrætt við. Það reynir að rægja þá og ófrægja á allan hátt. Af hverju stafar þessi mikli ofsi og rógur gegn Fram- sóknarflokknum? Af því að íhaldið óttast ekkert meira en að íhaldsandstæðingar efli einn sterkan og frjálslyndan umbótaflokk til að hnekkja því. Eng- inn flokkur annar en Framsóknarflokkurinn getur vald- ið þessu hlutverki. Fleiri og fleiri íhaldsandstæðingar gera sér það ljóst. Og ekki munu skrif Mbl. og fylgi- fiska þess draga úr því. JAMES RESTON: Robert Kennedy undirbýr af kostgæfni aö ná settu marki Atbyglisvert upphaf langvinnrar og mikillar baráttu - Robert Kennedy Að FYÍLGAST með Robert Kennedy öldungadeildarþing manni um þessar mundir kost- ar allmikið erfiði. Hann geys- ist fram, dálítið til vinstri við Johnson forseta og hefur greinilega gjörfbreytt sinni póli tísku aðstöðu hér í New York og betrum'bætt hana að mun. Heppni hefur ráðið þarna nokkru um. Hann kom sér fyr- ir hér í New York einmitt am þær mundir, sem flokkur demokrata var að gliðna þar í sundur. Mestu veldur þó um, hve miklu betur hann stendur nú að vígi, ag hann hefur þrautkannað pólitísk viðfangs- efni sín af stakri vandvirkni og hefur ráðizt á ríkisstjóm- ina einmitt þar, sem hún var veikustu fyrir. Robert Kennedy átti í nokkr- um erfiðleikum með frjáls- lynda menn hér í New York þegar hann bauð sig fram við kjörið til öldungadeildarinnar , fyrir tveimur árum. Hann hafði að vísu varið borgaralegt frelsi af kappi og atorku meðan hann var dómsmálaráðherra, en þrátt fyrir það bar enn nokkurn skugga á vegna fyrra samneytis hans við Joe Mc- Carthy, og hann stóð því illa að vígi, bæði gagovart frjáls- lyndum stjórnmálamönnum og frjálstyndum blaðamönnum. Þessu hefur Robert Kennedy nú kippt í lag. Hann hefur höfðað til þeirra afla, sem losnað hafa úr álögum og snú- ist til andstöðu við stefnu John sons forseta í Vietnam málinu. IHann hefur gert sér sérstakt far um að ná og halda sam- bandi við hin ókyrru og skýru ungmenni, sem staðið hafa að mótmælagöngum við háskói- ana. Hann hefur andmælt harð- lega öllum undanslætti í fram- kvæmdum áætlunar ríkisstjórn arinnar um þjóðfélagsumbætur hér heima fyrir („hið mikla þjóðfélag.“) BN MEÐ þessu er sagan hvergi nærri öll sögð. Hvar sem álitlegur hópur gagnrýnenda hefur komið fram á sjónarsvið- ið, hvort heidur hefur verið um að ræða stefnuna gagnvart Kína. viðhorfm til Suður-Afr- íku eða Mið- og Suður-Amer- fku — hefar Robert Kennedy tekið upp hanzkann fyrir þá og helgað sér málstað þeirra. Nú hefur hann jafnvel gerzt svo djarfur að ganga til muna leng ur en margir eða flestir trú- bræður hans í baráttunni fyrir ráðstöfunum gegn offjölg un fólks meðal hinna mann- mörgu en vanþróuðu þjóða. „Við getum ekki knúið íbúa Mið- og Suður-Ameríku til að viðhafa getnaðarvarnir," sagði hann í öldungadeildinni, rétt eins og hann hefði hug á þessu, ef unt væri að koma því við. „Það yrði aðeins til að vekja tortryggni þeirra og grunsemdir um, að við værum að reyna að halda þeim sem mannfæstum og veikustum. En við ættum að vera reiðubúnir að veita aðstoð okkar. Við ætt- um að hvetja þá og styðja við allar tilraunir til að gera sér sem ljósasta grein fyrir vand- anum, sem við þeim blasir . . . Og við ættum að aðstoða þá við að taka þær ákvarðanir, sem eru í raun og sannleika þjóð- um þeirra fyrir beztu og stuðla um leið að því að unnt verði að nálgast markmið Framfara- samtaka Ameríkuríkja . .“, Baráttuform Roberts Kenne- dys liggja nú nokkurn veginn Ijóst fyrir og hver stórræðan af annarri fellur mæta vel að hinni fyrirframgerðu umgjörð. Hann greinir alveg mátulega mikið á við ríkisstjórnina til þess að gæða hann sérstöðu, sem styrkir hann einmitt á þeim sviðum, þar sem forset inn er veikastur fyrir, og hann hælir forsetanum mátulega mik ið til þess að forðast opinber an árekstur. SNERTINGIN við alþýðu manna í þessari báráttu er mjög hliðstæð þeim aðferðum, sem viðhafðar voru með aðstoð hans þegar John F. Kennedy bróðir hans var að hefja og magna baráttu sína fyrir for- setakjöri að afstöðnum kosn- ingum 1956. Þegar búið er að finna, hvar málefnasviðin veita hentug tækifæri, eru hinir lærðu og sérfróðu menn magn- aðir til átaka. Kvöldfundunum er fram haldið á sveitasetri Roberts Kennedys í Virginia. Þar koma höfundarnir saman og hverri ræðu er þar endanlega hleypt af stokkunum með sömu að- gæzlu og nákvæmni og hers- höfðingi viðhefði, ef hann væri að gera grein fyrir árásaráætl- un. Ræða Roberts Kennedys í öldungadeildinni um Mið- og Suður-Ameríku var fyrst send sérfræðingum í Mið- og Suður- Ameríkumálum hjá háskólan um, utanríkisráðuneytinu (Lin oln Gordon aðstoðarutanríkis- ráðherra) og jafnvel í Hvíta húsinu (Walt W Rostow) til athugunar og endurskoðunar. Að þessu loknu var ræðunni skipt í tvo kafla, og annan átti að afhenda á mánudegi hinn á þriðjudegi. Ræðan var alls 54 vélritaðar fólíósíður og henni fylgdi til öryggis sex síðna útdrátturtil hagræðis fyr ir lata blaðamenn. í fyrirmælum til blaðamann- anna stóð: „Ræðan er í sjö (7) tölusettum köflum, með inn- gangi og samandregnum niður stöðum . . . og . . . hana má ekki birta fyrri en búið er að flytja hana, eða klukkan sex eftir hádegi daginn, sem henni lýkur . .“ Þarna sást ekki yfir neitt. Allt var afhent blaðamönnun- um nokkrum dögum áður en ræðan var flutt, sjónvarpinu gert viðvart og útbúnar tilvitn- anir í aðalatriðin í tæka tíð fyrir fréttasendingar sjónvarps söðvanna dagana, sem ræðan var flutt. SAMHLIÐA ÞESSUM undir- búningi öllum skipuleggur Ro- bert Kjennedy nýtingu tóm- stunda sinna á þann hátt, að hann geti ferðast um landið og heiminn og komið fram á þeim stöðum, þar sem mest ber á. Hann flytur ekki aðeins ræð ur, heldur er hin ytri fram- koma hans ein fréttaefni út af fyrir sig. Þegar hann fór til Suður- Ameríku var ferðin skipulögð eins og um væri að ræða heim sókn háttsetts embættismanns. Aðstoðarmenn voru sendir á undan, sérfræðingar voru með í förinni og jafnvel öryggisverð ir, svo að komist yrði hjá öllu óvæntu og hvers konar óþæg- indum. Ekkert af þessu kemur manni á óvart, þegar Robert Kennedy á í hlut. Honum er fyllsta alvara. Hann hefur stór- bætt framkomu sína í raéðu- stól og nú nýtur hann þeirrar reynslu, e rhann hefur öðlazt í stórpólitískri baráttu í nálega heilan áratug. í stuttu máli sagt leggur Ro- bert Kennedy hart að sér og berst af ákefð og einbeitni. Og þetta er greinilega aðeins upp- hafið að langvinnri og mikilli baráttu. H I: i

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.