Tíminn - 20.05.1966, Síða 9
FÖSTUDAGUR 20. maí 1066
------------1--------
TÍMINN
9
BÆNDUR — BÆNDUR
NÚ GETUM VIÐ BODID ^ DRÁTTARVÉL MED VÖKVASTÝRI
MARGVÍSLEGAR TÆKNILEGAR ENDURBÆTUR * GLÆSILEGT ÚTLIT * AUKIN
ÁHERZLA Á ÖRYGGI EINKENNIR MASSEY FERGUSON DRÁTTARVÉLARNAR.
SUÐURLANDSBRAUT 6 — SlMI 38-5-40.
*
*
*
*
*
*
*
*
*
Getum nú boSið MASSEY FERGUSON landbún-
aSardráttarvél 45.5 hestafla með VÖKVASTÝRI.
Verð kr. 129.000,00 með söluskatti.
MF-203 er auk þess á allan hátt útbúin fyrir
mesta vinnuálag við mokstur og hvers konar
aðra vinnu.
Drif sama og á MF-165, 58 ha. vélinni.
Hjólbarðar 7.50x16 (8 strigal.) og 13x24 (6 strigal.)
Framendi vélarinnar er umluktur massívum stál-
ramma, sem hindrar skemmdir á vélinni við
mokstur.
Öflugri öxlar og drifútbúnaður.
Tvöföld kúpling.
Mismunadrifslás og innbyggð Ijós.
RÆÐA HALLDÓRU
Framiialö af bi* ?
eiga SjálfstæSisflokkinn og beita
honum sem baráttutæki sínu, sér
til hagsmuna og framdráttar og
um leið allri alþýðu manna til
óþurftar. Þeim stéttum er það líka
hagsmunamál, að verðbólgunni sé
viðhaldið, því að hún kemur því
til leiðar, að þær þurfa ekki að
endurgreiða nema brot þess láns-
fjár, sem þær fengu í upphafi.
Sparifjáreigendur greiða hitt.
Og því miður lítur úr fyrir, að
ástandið í húsnæðismálum unga
fólksins eigi eftir að versna enn
meira, vegna heimildar seðlabank-
ans til að verðtryggja lán til langs
tíma og skyldu lífeyrissjóðanna til
að lána fólki aðeins út á 1. veð-
■rétt. Síðartalda ákvæðið gerir fólki
ómögulegt að fá samtímis bygg-
ingarlán hjá lífeyrissjóði og Hús-
næðismálastjórn sem lánar ein-
göngu út á 1. veðrétt. Hingað til
hefur fólki þó ekki verið fyrirmun-
að með öllu að fá lán hjá báð-
um þessum stofnunum.
Það, sem ég hef drepiS hér á,
ætti að nægja til að opna augu
ungs fólks, sem ekki hefur enn
rekið sig á þessar staðreyndir, fyr-
ir því ófremdarástandi, sem hér
ríkir í húsnæðismálum. Borgar-
stjórnarmeirihlutinn hér í Reykja-
vík hefur undanfarna áratugi feng-
ið næg tækifæri til að sýna hin-
um ungu borgurum hug sinn. Við
vitum, að hann hefur alltaf brugð-
izt því trausti, sem unga fólkið
hefur sýnt honum í þessum mál-
um, því að braskarar og kaupa-
héðnar hafa staðið hjarta hans
nær.
22. maí næstkomandi gefst Reyk
víkingum tækifæri til að láta í
ljósi vilja smn, varðandi framtíð-
arstjórn þessara mála sem og ann-
arra borgarmálefna. Aðeins þeir,
sem ánægðir eru með núverandi
ástand og telja að vel hafi verið
fyrir frumþörfum borgaranna séð
að undanförnu, kjósa íhaldið.
MINNISVARÐI
Framhald af bls. 6.
Balchen ofursti öðlaðist heims-
frægð 29. nóvember 1929, er hann
fór fyrstu flugferðina yfir suður-
skautið í leiðangri Byrds aðmíráls
1928—1930. Til að koma í kring
áætlun landkönnunarmiðstöðvar
klúbbsins hefur hann kallað sér
til aðstoðar hóp merkra landkönn-
uða af skandinavískum uppruna.
Landkönnuðaklúbburinn var
stofnaður árið 1904. Hann er vís-
inda- og menntastofnun og eru
félagar hans hvaðanæva að úr
heiminum. Tilgangur hans er að
hvetja menn til landkönnunar
starfa og vekja áhuga á náttúru-
vísindum. Forsetar klúbbsins hafa
verið margir frægustu landkönn-
uðir 20. aldar — meðal þeirra
Greely, Peary, Vilhjálmur Stefáns-
son og Roy Chapman Andrews.
William Beebe, Richard E. Byrd,
Peter Freuchen, Sir Hubert Wilk-
ins, Robert Scott og fjöldi ann-
arra hafa og staðið að starfsemi
klúbbsins.
Nú á tímum er starf landkönn-
uða fólgið í rannsóknum á réttri
hagnýtingu auðlinda jarðar. Þetta
er bráðnauðsynlegt, því að auðlind
ir, sem áður voru taldar ótæm-
andi, eru að ganga til þurrðar,
en maðurinn verður að rannsaka
og skilja stöðu sína í heiminum
með hliðsjón af umhverfi sínu,
eigi siðmenningin að halda velli.
Þetta eru ástæðurnar fyrir því, að
landkönnuðaklúbburinn er starf-
ræktur, og hvers vegna hann nú
á 63. aldursári leitast við að færa
úr kvíarnar, til þess að mæta
kröfum nýs landkönnunartímabils.
UNGLINGAR
ÓSKAST- GOTT
KAUP í BOÐI
Nokkra röska og ábyggi-
lega pilta og stúlkur vantar
til sendi og innheimtustarfa
næstu daga. Vinnutímiun er
seinni hluta dags. Gott
kaup Upplýsingar á skrif-
stofu B-listans HringDraut
30, horni Tjarnargötu og
Hringbrautar.
LAUGAVEGI 90-92
Stærsta úrva* bifreiða á
einum stað — Salan er
örugg hjá okkur.
ORDSENDING TIL STUÐN-
INGSMANNA B-LISTANS
Kosninganefnd vill minna alla þá, sem fengið hafa happdrættis
miða í kosningahappdrættinu senda að gera skil hiS allra
fyrsta. Það er mjög nauðsynlegt að allir velunnarar B-listans
bregði fljótt við og hafi samband við skrifstofuna, Hringbraut
30, sem opin verður alla daga frá klukkan 9 að morgni til
kiukkan 10 að kveldi. Þeir, sem ekki háfa tök á að koma
á skrifstofuna geta hringt í síma 23757, 23824 og 12942 og
verður þá andvirði miðanna sótt.
VERUM SAMTAKA OG TRYGGJUM SIGUR B-LISTANS.
Kosninganefnd.
i