Tíminn - 02.06.1966, Síða 9
FIMMTUDAGUR 2. júní 1966
TÍMINN
Leikfélag Akureyrar:
Bærinn okkar
Leikfélag Akureyrar sýndi Bæ urgeir eru kornungir leikendur. í
inn okkar eftir bandaríska höfund
inn Thorton Wilder á hvítasunnu
i Iðnó. Leikurinn hefur verið flutt
ur í Iðnó og er því mörgum kunnur.
Hrefriskilningslega sagt finnst naér
Bærinn oikkar leiðinlegt verk og
fjarri því að vera athyglisvert
nema fyrir þann „nýstárlei'ka“ sem
gætir í formi: sviðsbúnaður í lág
marki, látbragðsleikur, keenur í
staðinn; leiksviðsstjóri túlkar rás
viðburðanna og sjálft umhverfið,
líkit og sögumaður. Slikur nýstár-
leiki telst nú vart lengur til stór
tíðinda, oig er ekki um það að
saknst. En hér var hvort tveggja
ofnotað, látbragð og fyrirsögn,
einkum það fyrrnefnda. Frúr hans
standa löngum stundum tóanhent
ar við sömu sýslu, og tilbreyting
arleyisið verður þess valdandi að
hreyfingar þeirra hljóta, þegar
fram í sælkir, að verða hjákátleg
ar. Mjólkurpósti er ofgert
á sama hátt: látbragðsleikur með
einlhiæfúm endurtekningum. Það
er þó fyrst og frenist lofsöngur
Wilders um fagurt mannlíf smá-
borgara sem gerir bæinn okkar
leiðinlegan f mínum augum, en
nóg um það.
LeiMélag Akureyrar hefur hæfi
leikamönnum á að skipa, svo ekki
verður um villzt. Má í þessu til-
felli einkum nefna Júlíus Oddson
og Guðlaugu Hermannsdóttur sem
fóru snoturlega með hlutverk
Gibbshjónanna. Látleysi Bjargar
Baldvinsdóttur var þungt á met-
unum í hlutverki frú Webb
einstrenigingshátturinn sem fyrr
getur, fcom þö hvað harðast niður
á þeim Guðlaugu o® Björgu.
Marinó Þorsteinsson kom skemmti
lega fyrir í hlutverki Webb
ritstjóra, og Sigurgeir Hilmar
sýndi býsna góðan leik í hlutverki
George Gibbs. Sama mætti og
segja um Sunnu Borg sem lék dott
ur þeirra Webbhjóna, en þau Sig-
minniháttarhlutverkum var það
einkum Kristín Konráðsdóttir sem
athygli vakti. Leiksviðsstjóri og
sögumaður var Haraldur Sigurðs-
son, og fór hann mynduglega með
það hlutverk, sem skiptir raunar
'hvað mestu máli. Það er ekki
þessu fólki að kenna að Bærinn
okkar er leiðinlegur, þar sem
segja má að flestum hlutverkum
væru gerð sæmileg skil miðað við
það sem hér er upp á lagt, en
þá hlýtur að hafa verið hart í ári
í bandarískri leikritagerð, þegar
Pulitzer-verðlaunum var útnlutað
á þennan bæ.
Jónas Jónasson stjórnaði leikn
um, og fœ ég ekki betur séð en
hann hafi unnið verk sitt af sam-
vizikusemi, en hefði þó betur látið
fólki sínu eitthvað í hendurnar.
Ljósameistari var Árni Valur
Viggósson, og var auðséð að þar
er kunnáttumaður að verki en
vel má gera sér í hugarlund að
lýsingin hafi tekizt enmbetur á
Akureyri þar sem ljósameistarinn
'hefur vanizt aðstæðum eða lagað
þær í bendi sér.
Sýningu Leíkfélags Akureyrar
var vel tekið.
Baldur Óskarsson.
MINNING
Valgerður Tómasdóttir
Fædd var hún á Þingeyri, 21.
3. 1888. Hafði hún því fyllt 78.
aldursárið, er hún lézt í sjúfcra
skýlinu á Þingeyri 14. apríl sl. en
þangað hafði hún verið flutt fyrir
þrem dögum.
Hún var fædd og uppalin á Þing
eyri í litlum bæ, sem kallaður var
Nýibær. Móðir hennar, Ingibjörg
Bjarnadóttir, bjó þar með öldr-
uðum foreldrum sínum, og var
faðir hennar þá farlama. Hann dó
1906. Móðir hennar, Valgerður
Þorsteinsdóttir, lifði til 1934 og
bjuggu þær mæðgurnar saman í
litla bænum, eftir að börn Ingi-
bjargar voru flogin úr hreiðrinu.
Ingibjörg giftist ekki, en eign
aðist þrjú börn, sem hún ól upp
af miklum dugnaði, en lítilli að-
stoð annarri en frá sinni góðu
móður, sem var vel ættuð kona,
vel gefin og merk.
Ingibjörg var mikil dugnaðar-
kona, vel greind og kjarkmikil og
barðist fyrir uppeldi barna smna
með æðrulausri þrautseigju.
Þó að bærinn, sein Valgerður
Tómasdóttir ólst upp í, væri
hvorki hár né víður, minntist
hún æsiku'heimilis síns ætíð með
BRÉF TIL BLAÐSINS
Glímt við próf
Ég var að blaða í nokkrum
prófverkefnum skólanna í grasa-
fræði og rakst m.a. á þessar spurn
ingar, sem lesendur geta sjálfsagt
spreytt sig á til gamans:
1. Til hvers er bókin Flóra ís
‘lands notuð og hver er höfundur
hennar?
2. Hvers vegna er gróðurríki
íslands fremur fábreytt? (Nefn
ið þrjú atriði).
3. Hvaða aðalbreytingar urðu á
gróðurfari íslands við landnámið?
4. Lýsið sægróðurblettunum við
strendur íslands og nefnið dæmi
um aðaltegundir í þeim.
5. Lýsið frumu
Framhald á bls. 12.
ást, og án allrar beizkju, þó að
lífskjörin væru vitanlega ærið
kröpp.
Faðir Valgerðar var amerískur
skipstjóri á einni af sprökuveiði-
skipum þeim, sem höfðu aðsetur
á Þingeyri um þetta leyti. Hafði
hún lítið af honum að segja, en
frábæran dugnað og óbilandi
kjark mun hún hafa erft fra hon
um ásamt sinni dugmiklu móður.
Valgerður naut barnaskóla-
náms á Þingeyri og stundaði það
nám sem önnur störf sín um æv-
ina, af trúmennsku og dugnaði.
Snemma varð hún að fara að
vinna fyrir sér, til að létta undir
með mömmu sinni. Hún var ekki
nema sjö ára, er hún fór í sumar
vist til Gísla Oddssonar, frá Lokin
hömrum, er þá bjó á Lækjarósi,
og var hún þar í nokkur sumur,
og minntist hún veru sinnar þar
með ánægju, enda hefur þá þegar
enginn orðið fyrir vonbrigð-
um með verkin hennar Valgerð-
ar.
Þá var hún og á barns- og
únglingsáldri barnagæzla og létta
stúlka hjá Lauritz Berg og konu
hans, Mörthu á Höfða, en kap-
teinn Berg var forstjóri fyrir hval
veiðistöð í Framnesi. Þá vann
hún og þar á stöðinni að vetrar
lagi þegar fjölskylda forstjórans
var flogin með farfuglunum af
landi burt.
Til marks um það, hvernig fjöl
! skyldunni hefur fallið við telpuna
er það, að þegar dætur Bergshjón
anna komu til æskustöðvanna hér
fyrir nokkrum árum, heimsóttu
þær Valgerði og sendu henni síð-
an vinsamlegar kveðjur.
Þegar hvalveiðistöðin var flutt
héðan til Mjóafjarðar, skömmu
eftir aldamótin, fór Valgerð
! ur með þangað. Dvaldist hún nokk
jur ár fyrir austan og var m. a.
kaupakona hjá prestinum á Desj-
armýri í Borgarfirði eystra.
j Einnig var hún eitt sumar kaupa
;kona hjá bændahöfðingjanum og
dugnaðarmannmum Guðmundi
Péturssyni í Ófeigsfirði. Minntist
hún oft dvalar sinnar á því fjöl
menna merkisheimili og dáðist
mikið að reglusemi og stjórnsemi
húsbóndans og nærgætni húsráð-
enda. Þar var fast gengið eftir
því að vel væri unnið, en viður-
gerningur allur og aðbúð var fram
úrskarandi.
Til Þingeyrar lá þó leið hennar
brátt aftur, á vit sinnar góðu móð
ur og ömmu, og vann hún þar í
fiskivinnu og í „húsum“ á vet-
urna.
Var þá saltfiskurinn þveg-
inn (vaskaður) upp úr köldum sjó
í óhituðum húsum, „upp á akkorð,
og mun Valgerður oftast hafa ver
ið þar fljótust að vaska.
Þá vann hún nokkur ár i
sjúkrahúsinu á Þingeyri hjá
Kristjönu Rristjánsdóttur, spítala
ráðskonu og Gunnlaugi Þorsteins-
syni, héraðslækni.
27. júní 1916 giftist hún Jóni
Sigurðssyni skósmið á Þingeyri,
ættaður var hann frá Hálsi á Ingj
aldssandi. Stundaði hann skósmíði
þar í þorpinu, unz vinnu við sjó
Framhald á bls. 12.
meðferð, en hann lifði eftir sem
áður á veiðum og söfnum jurta
og skeldýra. Sé markaður tími,
sem maðurinn hefur lifað á öðru
en veiðum, er það ekki nema einn
af hundraði þess tíma, sem hann
hefur lifað á jörðinni. Það er ör-
stutt síðan, sé borið saman við
allan þann langa tíma, sem mað-
urinn hefur búið á jörðinni, að
mannkynið tók að stunda jarð-
rækt og skepnuhald eða landbún-
að. Þá verður bylting í sögu mann
kynsins. Hvar þetta hefur gerst
vita menn ekki nákvæmlega og
um nákvæma tímasetningu er held
ur ekki að ræða.
í Palestínu hafa verið grafnar
upp rústir hjá Jeríkó, leifar þorps,
þar sem menn hafa stundað land
búnað fyrir um það bil níu þús-
und árum, eða um 7000 fyrir
Krists burð. Þarna hafa einnig
fundist leifar frá steinöld, seim
hafa mælst um 800 árum eldri.
Af þessu má draga þá ályktun
að um 8000 fyrir Krist hafi menn
tekið að stunda landbúnað á þess-
um slóðum. Einnig hafa fundist
svipaðar mannvjstarleifar í Kurd-
istan, íran og írak. Sumt bendir
til þess að leifarnar þar séu jafn-
vel eldri en þær hjá Jeríkó. Belt
hellirinn liggur við strendur Kasp
íahafsins í íran, í þessum helli
hafa fundist minjar, sem benda
til þess að þar hafi hafst við veiði-
þjóð um 6600 f. Kr., en um 5800
byggði fólk þennan helli sem hélt
bæði geitur og sauðfé. Um 5300
voru íbúar hellisins teknir að gera
leirker, rækta korn, halda svín og
skömmu síðar nautpening.
Flest bendir til þess að bún-
aðarbyltingin hafi orðið á þessu
svæði frá Palestínu og að Kaspía-
hafi á áttunda til sjötta árþúsundi
fyrir Krist.
í Ameríku hafa fundist leifar,
sem benda til þessarar atvinnu-
byltingar frá fjórða til þriðja ár-
þúsunds. í Mexíkó, Perú og víð-
ar hafa fundist leifar, sem votta
þetta, hvort íbúar þessa svæðis
hafa staðið einir að þessar upp-
götvun þ.e. ræktun nytjajurta og
dýratamningu eða að hér hafi kom
ið til innflutt þjóð, um það er
'engin vitneskja ennþá fyrir hendi.
Það er talið vitað, að atvinnu-
byltingin breiddist austur á bóg-
inn frá svæðinu Palestína-Íran.
Sióðina má rekja. í Kína verður
þessi bylting um 5000 f. Kr. Hafði
hin nýja þekking borist þangað,
eða var hún þar uppkomin? Um
þetta vita menn ekkert. í Suð-
austur Asíu gegnir sama máli.
Uppkoma landbúnaðar, sem
fylgir föst búseta og menning er
nú talin hefjast í Litlu-Asíu; þó
er þetta ekki fyllilega sannað.
En það er vitað, að nokkrir
þjóðflokkar í Litlu-Asíu stunduðu
jarðrækt og héldu húsdýr um 7000
if. Kr. það getur verið að þetta
fyrirkomulag buskapar hafi verið
til staðar annars staðar. En um
þetta leyti býr meginhluti mann-
kynsins við veiðimennsku, er á
veiði og safnara stiginu. Frá Litlu
Asiu ma rekja útbreiðslu þessara
búskaparhátta eða atvinnubylting-
ar til Evrópu og Afríku.
Á Egyptalandi hafa fundist
komgeymslur við Fayum vatnið i
frá því um 4500 f. Kr. Þaðan
breiðist þekkingin á kornrækt upp
Nílardalinn til Súdan um 3500 f.
Kr. og til Kenya um 3000 f. kr.
Atvinnubyltingin breiðist til Ev
rópu meðfram Miðjarðarhafi að
norðan og upp með Dóná. Milli
4500 og 2000 f. Kr. þróast þessir
nýju búnaðarhættir á Balkanskaga,
Ítalíu, Frakklandi, Spáni Ungverja
landi, Sviss, Þýzkalandi, Hollandi,
Danmörku, Bretlandseyjum og á
Norðurlöndum. Um 1500 f. Kr.
var svo komið að hreinar veiði-
þjóðir voru aðeins við líði nyrst
í Evrópu. Víðast var veiðiskapur
stundaður jafnframt landbúnaði á
þessu svæði. Smátt og smátt kemst
þessi breyting á um allan heim,
nema á stöku stað, þar sem frum-
stæðar veiðiþjóðir búa í mikilli
einangrun, svo sem sums^ staðar
í frumskógum Brasilíu, í Ástralíu
og Eskimóar á Grænlandi. Þessar
þjóðir fengu að lifa í friði fyrir
þessari byltingu og öðrum vegna
þess að engir urðu til þess að
ásælast lönd þeirra. Um 1780 (e.
Kr.) var svo komið að allt mann-
kynið byggði tilveru sina framar
öðru á landbúnáðir, veiðiþjóðfé-
lög voru að vísu til, en þau voru
algjör undantekning frá reglunni.
Þessi atvinnubylting hefst á
nýju steinöld og form hennar rík-
ir í heiminum fram að síðari at-
vinnubyltingunni, iðnbyltingunni,
sem hefst um 1780, en með þeirri
byltingu breiðast nýjir framleiðslu
hættir og atvinnu út um heim-
inn á skömmum tíma. Iðnbylting-'
in hefst á Englandi seint á 18.
löld. Um 1850 hafði hún breiðst
til Frakklands og BelgíU, fyrir
aldamótin síðustu hafði hún bor-
ist til Þýzkalands. Svíþjóðar,
Bandaríkjanna, Ítalíu, Rússlands
og Japan, þessar þjóðir iðnvæðast
meira og minna á 19. öld og nú
nær hún einnig til Kína, Indlands,
Suður-Ameríku og Afríku.
Aðaleinkenni þessara nýju at-
vinnuhátta felast í nafninu, iðn-
aðurinn verður megi atvinnuveg-
urinn í stað landbúaðar áður.
Um 1750 eru um 80 af hundraði
íbúa veraldarinnar bændur eða
sveitafólk, 1950 hefur hlutfallið
lækkað niður í 60 af hundraði og
með iðnvæðingu hinna fjölmennu
ríkja Asíu lækkar stöðugt tala
þeirra, sem stunda landbúnað sem
aðalatvinnu. Tæknin orsakar það,
að færri og færri þurfa að fram-
leiða matvæli og iðnaðurinn dreg-
ur stöðugt til sín fleira fólk, en
þrátt fyrir þetta stóreykst mat-
vælaframleiðslan viða, þrátt fyrir
fólksfækkun í þessari atvinnu-
grein. Þar sem framleiðsluaukn-
ingin er stórstígust fækkar bænd-
um örast. Þar er tæknin á hæsta
stigi og því þarfnast atvinnugrein
in ekki slíks vinnukrafts, þar sem
frumstæðari framleiðsluhættir tíðs
ast.
Þótt margir vinni að iðnaði í
þeim þjóðfélögum, þar sem iðn-
aður er hvað mestur þáttur þjóð-
arbúskaparins, þá er iðriaðurinn
ekki eins mannfrekur og landbún-
aðurinn var við frumstæð skilyrði,
i þessum iðnaðarþjóðfélögum er
'mikill fjöldi starfandi við ýmis-
konar þjónustufyrirtæki, verzlun,
dreifingu, samgöngur o.fl. og fl.
Með aukinni sjálfvirkni mun fólk,
sem starfar að iðnaði fækka og
vinnudagur flestra atvinnugreina
styttast.
Mannkynssagan fræðir okkur
um margar atvinnubyltingar, það
er talað um byltingar, þegar viða-
mikiar breytingar verða á efna-
hafskerfi og þjóðfélagsháttum.
Full mikil áherzla er oft lögð á
þessi fyrirbrigði, sem oft ná mjög
skammt og verka aðeins á tak-
markaðan hóp þjóðfélagsþegn-
anna. Það er talað um verzlunar-
byltingu á 11. öld í Evrópu, iðn-
aðarbyltingu á Hollandi á 11. öld
og sams konar fyrirbrigði á 13.
öld á Englandi. Þessar byltingar
ná þó skammt, þær ollu vissum
breytingum innan Vissra hópa og
á takmörkuðum svæðum, en heild-
armynd þjóðfélagsins breyttist
ekki. Það er oft talað um þýð-
ingu borganna i miðöldum í Ev-
rópu og vöxt þeirra og viðgang,
en menn gæti þess að Evrópa á
miðöldum var svo til hreint land-
búnaðarsvæði, borgirnar voru ekki
annað en markaðsstaðir fyrir land
búnaðarafurðir og birgðastöðvar.
í Rómverska ríkinu tii forna voru
tollar og skattar að mestu leyti
runnir frá landbúnaði eða um 90
af hundraði, iðnaður og verzlun
á þeim öldum var sáralítil mið-
að við þátt landbúnaðarins i þjóð
arframleiðslunni. Miðalda Evrópa
lifði svo til algerlega á landbún-
aði, víða var iðnaðurinn heimilis-
iðnaður eins og vefnaðariðjan hér
á landi til foma. Evrópumenn mið
alda voru langflestir bændur eða
Framhald á bls. 12.
- - ’iit Jí¥á1u <MÍ' ááu'mm \