Tíminn - 08.06.1966, Qupperneq 5
MTOVIKUDAGtm 8. jfiní 1966
TtMINN
17
VORLCIÐANCRI ÆGIS
L ÝKUR UM MIÐJAN JÚNÍ
Fyrriihluta hins árlega vorleið-
angurs ÆGIS er nú 'lokið.
Eins og á undanförnum árum
voru 'hafsvæðin norðan og austan-
lands könnuð allt norður á 68.
breiddarbaug og austur á 4° v. 1.
Vestanlands takmörkuðust atíhug-
anir við grunnslóðir vegna veðurs.
Ekki varð vart yið hafís.
Helztu niðurstöður leiðangurs-
ins eru þessar:
Sjávarhiti norðanlands og aust
an er með lægsta móti (0°—3°),
og áhrifa hins kalda Austur-ís-
landsstraums gætir mjög út af
NA-landi. Sjávarhiti er þó heldur
hærri nú en í fyrravor en það
er kaldasta ár, sem athuganir ná
til. Hitadreifing er nú jafnari á
öllu þessu svæði og er þannig litill
hitamismunur norðan og norð-
austanlands.
Þörungamagn er nokkuð á
grunnslóðum norðan- og austan-
lands en minna á djúpmiðum.
Átumagn er talsvert á djúptnið-
um norðaustan og austanlands og
mun meira nú en í fyrra. Annars
staðar er mjög átusnautt, enda
kalt f yfirborðslögum sjávar.
Ekki varð vart við neinar síldar
lóðningar, þar til komið var aust-
ur í hlýrri sjó um 120 sjóm. 70°
Þessi mynd sýnir glugga-
útstillingu hjá Loftleiðum
í New York, þar sem lögð
er áherzla á, að ferðamenn
hafi 2ja, 3ja og 4ra daga
dvöl á íslandi. Og eink-
unnarorðin eru: ísland —
nýjasta uppgötvun ferða-
mannanna.
er um 31—34 cm. að lengd og að-
aluppistaðan er árgangurinn 1959.
ÆGIR Iagði upp í síðari hluta
leiðangursins 1. júní .Leiðangrin-
um lýkur með sameiginlegum
fundi íslenzkra, norskra og rúss-
neskra haf- og fiskifræðinga á Ak-
ureyri þann 15. og 16. júní næst-
komandi.
Sæmdur riddara-
krossi
Forseti fslands hefur í dag
sæmt Birgi Kjaran, hagfræðing,
r/v frá Langanesi. Talsvert síld-1 riddarakrossi hinnar íslenzku fálka
armagn virðist vera í hafinu 100— ] orðu, fyrir margháttuð þjóðfélags-
270 sjóm. austur af landinu en
aðalveiðin hefur farið fram 240—
270 sjóm. 90° r/v frá Langanesi.
Sú síld, sem hér er um að ræða,
J
ENSKUR ATVINNUGOLFLEIKARI
KENNIR HJÁ GOLFKLÚBBI NESS
KJ-Reykjavík, miðvikudag.
f sumar mun enskur atvinnu-
gol®eikari kenna hjá Golfklúlbbi
Ness, en klúlbíburinn hefur aðsetur
yzt á Seltjarnarnesi og eru virkir
félagar núna um 80 tal§ins.
GoHkennari, Mr. Riley er
26 ára gamall, og hefur verið at-
vÍTmugolfleikari í 6 ár, en golf-
iðkun hóf hann 14 ára gamall
og þykir víst ekki snemmt í heima
landi hans. Mr. Riley hefur und-
anfarin tvö og hálft ár kennt í
Þýzkalandi og þar áður í Hollandi.
IHann hefur tekið þátt í keppni
atvinnugolfleikara í Englandi, þar
sem góðar fjárfúlgur eru í veði,
en aðspurður sagði Mr. Riley við
fréttamenn fyrir skömmu, að
að venjulegur aitvinnugolfleikari
gæti þénað ekki minna en 2 þús-
und pund á ári í Englandi, og þeir
sem bezt kæmu sér áfram þénuðu
allt upp í 7 þúsund pund á ári.
Golfleikarar þeir, sem séð hafa
til Mr. Riley hér segja, að hann
hafi afar fallega golfsveiflu, högg
hans séu nákvæm og teigskot löng.
Hann sé fljótur að sjá hvað nem-
endum hans kemur bezt, og því
ágætis kennari.
Aðsetur Golfklúlbbs Ness er yzt
á Seltjarnarnesi, og þar hafa klúbb
meðlimir komið sór upp smekk-
legum golfskála við níu holu gdf-
völlinn.
MOT PRESTS-
KVENNA
Prestpkvennafélag íslands
gengzt fyrir . móti fyrir prestkon-
ur að Laugarvatni dagana 22. og
23. júní. Dagskrá mótsins gerir
ráð fyrir ýmiss konar kynningu
og skemmtiatriðum auk venju-
legra aðalfundarstarfa. En áherzla
er lögð á það, að konurnar hafi
tækifœri til þess að eiga óskipu-
lagðar samverustundir ■ og geti
nptið útivistar á þessum fagra
stað.
Þátttöku ber að tilkynna til frú
Ebbu Sigurðardóttur .Hlíðargerði
17, Reykjavík fyrir 14. újní og er
þess vænzt, að félagskonur fjöl-
menni.
(Frá Prestttkvennafélagi íslands).
störf.
Reykjavik, 2. júní 1966.
OrðuritarL
PIANOSNILLINGUR A TONLEIK-
UMIKEFLAVÍK OG Á ÍSAFIRÐI
16 sátu skóla■
málaráðstefnu
inga í hverju einstöku landi, og
fjallað var um ýmis málefni, sem
verið höfðu til athugunar frá þvi
síðasta ráðstefna var haldin. Af
nýjum viðfangsef-num má nefna
íþróttahúsnæði skóla og notkun
þess til almennrar félagsstarfsemi.
Ákveðið var að halda næstu nor-
rænu skólabyggingaráðstefnu í
Osló vorið 1967.
Norræn ráðstefna um skólabygg-
ingar var haldin að Hótel Sögu
í Reykjavík dagana 23. og 25. maí.
Ráðstefnuna sátu 16 menn, sem
fjalla um skólabyggingamál í
menntamálaráðuneytum og
fræðslumálaskrifstofum eða á veg-
um þessara aðila í Norðurlanda-
ríkjunum fimm, þar á meðal nokkr
ir arkitektar.
Á ráðstefnunni var skýrt frá |
þróun mála á vettvangi skólabygg-1 Frétt frá menntamálaráðuneytinu
Sækja þing Alþjóða vinnumálastofnun-
° Eggert G. Þorsteinsson, félags-
annnar málaráðherra, Jón S. Ólafsson, full
trúi í félagsmálaráðuneytinu,
Á þingi Alþjóðavinnumálastofn Hannibal Valdimarsson, forseti A.
unarinnar, sem haldið verður í S.Í., Kjartan Thors, forma|Sur
Genf í næsta mánuði mæta eftir- Vinnuveitendasambands íslands.
taldir menn af íslands hálfu: Félagsmálaráðuneytið 31. mai 1966
, GB—Reykjavík, þriðjudag.
Bandaríski píanóleikarinn Dan-
iel Pollock var væntanlegur hing
að í dag, þriðjudag, og mun halda
hér tvenna hljómxleika, f Kefla-
vík í kvöld, en annað kvöld mun
hann leika á ísafirði, svo fremi
flugveður verði. á vegum tónlistar
félaganna á báðum stöðum, en
enga í Reykjavík að þessu sinni.
Hins vegar mun hann leika inn
á segulband fyrir Ríkisútvarpið.
Daniel Polloek var eitt af þess-
um undralbörnum. Hann lók fyrst
opintoerlega 8 ára og vakti furðu
lærðra sem leikra, og árið eftir
lék hann með fílharmóníuhljóm-
sveitinni í New York. Mesta frægð
hlaut hann er hann sigraði í
fyrstu Tsjakovskykeppninni í
Moskvu vorið 1958.
Benedikt Gröndal
form. útvarpsráðs
Frétt frá menntamálaráðuneytinu.
Menntamálaráðuneytið hefur
ksipað Benedikt Gröndal, alþingis
mann, formann útvarpsráðs yfir-
standandf kjörtímahil ráðsins og
Sigurðs Bjarnason, alþingismann
varaformann.
Menntamálaráðuneytið,
26. maí 1966.
Farfuglinn
flytur ferðaáætlun
Farfugla í sumar
Farfuglinn, tímarit Bandalags ís
lenzkra Farfugla, 1. tbl. 10 árg.,
er nýlega komið út. Meðal efnis
í ritinu má nefna ferðaiáætlunina
fyrir sumarið. Áætl-aðar eru 25
einsdags- og helgarferðir, og tvær
lengri sumarleyfisferðir.
Önnur sumarleyfisferðin verður
á Fjallahaksvegi syðri og nyrðri
í ferðinni verður einnig komið að
Langasjó og gengið á Sveinstind.
Lengri ferðin verður í Arnarfell
hið mikla, þangað var efcki farið
síðastliðið sumar, en sú ferð hefur
ávallt notið mikilla vinsælda, og
er nú tekin upp í ferðaáætlunina
að nýju. í Arnarfellsferðinni verð-
ur auk þess farið í Vonarskarð og
gengið á Bárðarbungu í Vatna-
jökli, ef veður og ástæður leyfa.
I helgarferðunum er helzta ný-
mælið ferð á Hattfell og Enstrur
og sautjándajúníferðin í Ljósufjöll
.og Drápuhlíðarf jall.
Ólafur Björn Guðmundsson
skrifar aðra grein sína um íslenzk-
ar jurtir, fjallar hann að þessu
sinni um hn-oðrana.
í blaðinu ræðir Óttar Kjartans-
son við Sigurjón Rist, vatnamœl-
ingamann um vetrarferðalög.
Snýst talið meðal annars um far-
artæki og ferðahúnað, og ýmis at-
riði sem varast ber í slfkum ferða-
lögum.
í blaðinu er skemmtilegt dag-
bókarbrot eftir Björgvin Ólafsson,
veðurathugunarmann á Hveravöll-
um. Segir hann þar frá lífi þeirra
einbúanna inni á hálendinu, sem
ekki reynist eins einmanalegt og
margur gæti haldið.
Annað efni í blaðinu, eru frétt-
ir frá aðalfundum Farfugladeildar
Reykjavíkur og Bandalags ís-
lenzkra Farfugla, og smáaleturs-
dálkurinn „Úr malpokanum.“
389 NEMENDUR I GAGNFRÆÐA-
SKÓLA KEFLAVÍKUR í VETUR
GS-Keflavík, fimmtudag.
Gagnfræðaskólanum í Keflavík
var slitið 31. maí s.l. í skólanum
voru 389 nemendur. Undir ung-
lingapróf gen-gu 115 nemendur og
stóðust 106 prófið. Landspróf
þreyttu 17 nemendur og hlutu
15 fraimhaldseinkunn. Undir gagn
fræðapróf gengu 60 nemcndur og
stóðust allir prófið.
Hæstu einkunn í I. bekk fékk
Arnbjörn H. Arnbjörnsson, 9.09.
I II. bekk varð hæs-tur Björgúlfur
Stefánsson með 8.82 og í III.
bekk Vignir Bergmann 7.83. Hæstu
einkunn í landsprófsdeild hlaut
Jón Guðmundsson, 8.86 og í gagn-
fræðaprófi Erla Þorsteinsdóttir,
8.69.
Rögnvaldur Sæmuudsson, skóla-
stjóri gat þess í skólaslitarræðu
sinni, að skólanum hefðu borizt
góðar gjafir á vetrinum. Slysa-
varnafélag kvenna í Keflavík gaf
kennslubrúðu, sem notuð er við
kennslu á lífgun úr dauðadái með
blástursaðferðinni og Lionsklúbb
urinn gaf skólanum og læknishér-
aðinu sjónprófunartæki.
Við skólaslitin færðu 10 ára
gagnfræðingar skólanum Ijósprent
unartæki að gjöf, Félagssamtök
og einstaklingar veittu að venju
verðlaun fyrir námsafrek á vetr-
inum.