Tíminn - 11.06.1966, Blaðsíða 8

Tíminn - 11.06.1966, Blaðsíða 8
VETTVANGUR TfMINN ÆSKUNNAR LAUGARDAGUR 11. júní 1966 EG ER Ást. Draumar. Söngur. Ljóð. Það er Kennar tif. Fædd í Sviss, býr við Bodenvatn, heill* aði stúdenta og listamenn á Signubökkum, komin til íslands í leit að ævintýri og hamingj- unni, sem hún trúir þó ekki að sé til. Hún flytur franska söngva á síðkvöldum í hjarta Reykjavíkur: Gestir Hótel Borgar heillast og undrast rödd og þokka þessarar ungu stúlku. ,ío Ég túlka Ijóð'ið ekki síður en lagið. Veruleiiki söngsins finnst mér felast í innlifun efnis, ekki siður en hljómfalli. Einkum er þetta aðall þjóðlagasöngs. Ástin, hin óhamingjusama ást, því önnur er ekki til, er mér kærast efni. Tregi og sorg, hinir óaðskiljan legu förunautar ástarinnar búa í flestum söngvum mínum. Sólin er aldrei án skugga. Dagur aldrei án nætur. Sú staðreynd einkennir alla mína túlkun, mitt viðhorf, mitt líf. Ég söng fyrst sextán ára. Síð an hef ég sungið vlða í Evrópu, í Sviss, Austuxríki, Þýzkalandi og á skemmtistöðum Parísarborgar. Ég hef hlotið frama og frægð. En allt slíkt er mér einskis virði. Peningar eru skítur. Ég syng bara vegna sjálfrar mín og söngvanna minna. Þótt enginn í heiminum hlýddi á minn söng myndi ég samt syngja. f söngnum finn ég mínar sæl ustu stundir. Ég trúi ekki á hið góða í mann RÆTT VIÐ GERMARNE BUSSET: inum. Vonskan og ljótleikinn hafa birzt mér svo víða, svo oft og á svo ólíkum stöðum, í kirkju jafnt sem krá. Ég treysti engum. Ég kenndi hundinum mínum að þiggja ekkert af ókunnugum. Ég geri sjálf hið sama. Auk söngsins er ljóðið mitt tján ingarform. Ég yrki um blekking una, flóttann, skuggann og nótt ina. Ég yrki til að lifa. Án ljóðs væri heimuxinn tómur. Við verð um öll að flýja hið hversdags lega. Þvi hvað er heimurinn annað en eintómir virkir dagar. Framhald á bls. 12. Germarne Busset: ANDENKEN Ieh fiiehe die Strasse, die hinfiirt zur Stadt, ich fliehe den Gedanken, der mich umfangen hat. Das grosse Vprgessen, wo find ich es bloss? Verfluchte Probleme, ihr lasst nicht los. Ich erinnere mich wieder an jene Nacht- Du lagist nacht vor mir. Du hielst mich umfangen im Dunkel der Naoht. Ich sehe sie wieder vor mir Deine Augen, sie brannte wie Feuer, sie liebkosten sie befahlen, sie Zwangen mich in iihren Bann. Nun ist es vohbei, unwiederruflich vorbei, Ich frage Dich? Wie kann man ein Gliick vergessen, das in seinar Grösse kaum zu ertragen war? Ich höre sie wieder, deine rauhen Worte, Zigeunerin nanntest Du mich in jener Nacht. Bist Du gliicklich? Nur ein Jdiot kann immerzu glucklioh sein. MINNING Ég forðast götuna, sem liggux til öorgarinnar, ég flý hugsunina, sem hefur gripið mig. Algleymi, hvar fæ ég þig fundið? Bölvuð vandamál, þið sleppið mér ekkL Ég minnist aftur þessarar nætur. Þú lást nakinn fyrir mér. Þú umfaðmaðir mig í jnyrkri næturinnar. Ég sé þau aftur fyrír ijier, augun þín, þau brunnu eins og eldur, þau gældu við mig þau skipuðu, þau þvinguðu mig í bann þitt. Nú er það á enda, óafturkallanlega á enda. Ég spyr þig? Hvernig getur maður gleymt hamingju, sem í stærð sinni var varla hægt að bera? Ég heyri þau aftur, hrjúfu orðin þán: Sigaunastúlka nefndir þú mig þessa nótt. Ert þú hamingjusamur? Aðeins heimskingi getur alltaf verið hamingjusamur. (Lausleg snörun). Ódýrasfa Rínarferð ársins Félag ungra Framsóknarmanna í Reykjavík efnir til 14 daga utanlandsferðar 7. júlí n. k. Flogið verður til Kaupmannahafnar, en þaðan ekið til Rínarlanda. Þar verður dvalið um kyrrt í 5 daga, en siðan ekið til Kaupmannahafnar aftur og dvalizt þar í 6 daga. Heim verður haldið 21. júlí. Fargjaldið er ótrúlega lágt kr. 10.200 og innifalið í því verði er fararstjórn, gisting og fullt fæði í Rínarlöndum, en morgunverður í Kaupmannahöfri. Miðapantanir og allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Framsóknarflokksins, Tjarnargötu 26 símar 15564 og 16066. Stjórn FUF í Reykjavík. Útgefandi: S.U.F. - Ritstjórar: Baldur Óskarsson og Hermann Einarsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.