Tíminn - 11.06.1966, Síða 9

Tíminn - 11.06.1966, Síða 9
■ SM' TIMINN LAUGARDAGUR 11. Júní 1968 9 Svipmynd stjóra hjá — l»að er svo mikið dekrað við flugmennina hjá SAS, var okkur sagt. Þeir fá meira en hálfa milljón í árslaun og í fríum sínum geta þeir legið á suðrænum baðströndum sér að kostnaðarlausu. Þeir þurfa heldur ekki að borga neitt fyrir menntunina. Tii þess að kanna hvað væri bæft í þassu, heimsóttum við Niels Hansen, flugstjóna hjá SAS. Hann er maður á bezta aldri, 39 ára, og hefur miðlungs laun miðað við flugmenn SAS f heild. Sem stendur er hann flugstjóri á Caravelle vél hjá SAS, sem flýgur til Parísar, Mosfevu og Lundúna. 575 krónur á mánuði. Faðir Niels Hansens var bóndi á Margiager-landareign- inni, sem var hart leikin í kreppunni um 1930. Jörðin var seld á nauðungaruppboði og faðir bans gerðist fulltrúi. í dag lifir þessi 77 ára gamli maður á ellilífeyri sdnum. Niels sonur hans fór í þorps skólann og hann stóð sig vel þar, í það minnsta var hann beztur í sáimum. Þessi kunn átta nægði honum ékki í gagnfræðaskólanum, þar sem hann þurfti að sitja tvö ár í sama bekk. Að loknu gagn- fræðaprófi gerðist hann skrif stofumaður hjá sláturfélagi. Hann ætlaði sér að gerast herflugmaður og gekk undir ný liðasfcoðun hjá hernum eftir síðari heimsstyrjöldina. Til þeess að komast í flug- skóla hersins þurfti viðkomandi að hafa verið yfirmaður í hern um og NieLs varð liðsforingi, sem menntaði nýliða. 1948 sótti hann ásamt 1200 yfirmönnum um stöðu sem flugmaður í flughernum. Af þessum 1200 umsækjendum voru 42 settir á strangt nám- skeið á Aunö og þjálfaðir á KZ 2 flugvél. Hann fékk 575 kr. á mánuði og ókeypis vist. Aðeins 21 af 42 urðu flugmenn. Á hverjum föstudegi mættu nemendurnir á skrifstofu skólastjórans. Sumum var til kynnt að þeir þyrftu ekki að mæta aftur. Þegar æfingar hóf ust á Kastrupflugvelli voru að eins 26 eftir. Þegar nemendurn ir lufcu náminu og fóru að fljúga í júní 1949 voru aðeins 21 eftir. Fjórir þessara nem enda létust fljótleg.a vegna slysfara. Sem liðþjálfi fékk Niels Hansen 90 króna þóknun á dag, þannig að mánaðarlaun hans urðu alls 5400 krónur. Þetba gerði honum kleift að kvænast Jytte, aeskuvinkonu sinni og þau hafa eignazt þrjú börn. Niels flaug í byrjun brezkri Spitfire vél. Hann fór að þjálfa unga herflugmenn árið 1950 og það varð honum mik il ánægja, þegar dönsku flug nemendumir voru sendir i þjálfun til Bandarikjanna, að þar stóðu þeir sig bezt af 1000 flugsveitum. Þegar SAS færði út kvíam ar um 1950 var mikill skortur á flugmönnum og þejr leituðu til he'rflugmanna. Niels Han sen var einn þeirra sem réði sig til SAS og eftir undir- búningsjþjálfun var hann gerð ur að aðstoðarflugstjóra og féfck hann þá 6200 krónur á mánuði. 38.000 krónur á mánuði. — Hvað fáið þér á mánuði sem flugstjóri? — 38.000 krónur á mánuði og af þeim renna 2300 kr. í lífeyrissjóð. Ef ég héldi áfnam að fljúga þangað til ég verð sextugur, sem er ó- senni'legt verða árleg eftir laun mín um 200 þúsund. Flugmenn SAS gangast und- ir þol- og læknisskoðanir ann að hvert ár og fullnægi þeir ekki kröfunum, þá er flug- mannsferli þeirra lokið. Þeir eru tryggðir gegn sjóndepru og heyrnardeyfð fyrir 120 þús. kr. Mikið hefur borið á því undanfarið, að flugmenn um fertugt, séu dæmdir úr leik vegna æðastíflunar og það veld ur því, að maður með fulla starfsorku verður að leita sér að nýrri atvinnu, og líf þeirra gjörtoreytist. — Hvað um framhaldsmennt un? — Þegar SAS baupir nýja gerð af flugvél, þurfa flug- mennirnir að setjast á skóla bekk til þess að fá að fljúga þeim. Ég hef réttindi til þess að fljúga DC 3, DC 6, DC 7c, VIKA FLUGMANNSINS Niels Hansen á fri á mánudegi, en á þriðjudagskvöldi flýgur hann til Parísar og kemur aftur næsta morgun. Á fimmtudag flýgur hann til Moskvu og leggur af stað heimleiðis næsta morgun. Hann er kominn heim til sin um miðnættið. Á Iaugardagskvöldi flýgur hann til London og er kom- inn til Kastrup flugvallar nssta morgun. Það tekur hann heila klukkustund fyrir hverja brott- för að yfirfara tékklistann og að loknu hverju flugi þarf hann að eyða hálftíma f að skrifa skýrslu. Caravelle og DC8. Ég hef að baki rúma 10 þúsund flug- tíma en kílómetrana hef ég ekki lagt á mig að reikna út. Öryggi framar öðru. Við heimsótbum hann á mið vikudegi, þar sem hann var að dytta að sumarbústaðnum á samt fjölskyldu sinni. Á fimmtudegi mætti hann hress á flugstöðinni. Flugmennirnir tveir sem fljúga áttu vél- inni fóru á veðurstofuna til þess að fá nýjustu fréttir af veðrinu, loftþrýstingi, úrkomu og skyggni. Einnig til þess að fá upplýsingar um væntan legan flugtíma og varaflug- velli, sem lenda ætti á, ef þess gerðist þörf. — Við vitum að búið er að yfirfara flugvélina og öryggi hjá SAS er fyrsta flokks, sagði flugstjórinn. í stjórnklefa vélarinnar yf- irfer áhöfnin 65 atriði áður en hreyflarnir eru ræstir, 14 at riði þegar búið er að ræsa þá, og 10 atriði á leiðinni á flug br,autina. Þegar flugvélin er komin á loft eru auk þess yf- irfarin 12 atriði, þannig að samtals eru 101 atriði yfirfar in við hverja brottför. — Ég treysti fyrst og fremst á sjálfan mig, sagði Niels Hansen, þegar hann- var kom inn upp í stjórnklefann, þvi að ég held að það sé farþeg unum og flugfélaginu fyrir beztu. — Eru laun flugmanna svip uð í öðrum löndum? Aðstoðarflugmaður eftir táu ára sbarf fær í árslaun: f Danmörku: 300 þús. kr. í Svfþjóð: 330 þús. kr. f Frakklandi: 470 þús. kr. Flugstjóri eftir 10 ára starf fær í árslaun: í Danmörku: 450 þús. kr. f Sviþjóð: 500 þús. kr. f Frakklandi: 870 þús. kr. OG BONDINN Álit landbúnaðamefndar Landtoúnaðarmál hafa hvað eftir annað verið til ákafrar umræðu á undanförnum árum, einkum sá bluti þeirra, sem nefna má „landbúnaðarpólitík“, en það eru, framleiðslu og verðlagsmálin aðalega. í þessum skrifum og ræðum við hin fjölbreytilegustu tæki færi hefur mörgu verið haldið fram um íslenzkan landbúnað. sem við lítil rök hefur stuðst, oft vegna litilla upplýsinga um ísjenzkan landbúnað, og erlend an og þar af leiðandi erfiðs samanburðar. En oft vegna lít- ils velvilja í garð landbúnaðar ins og viljaleysis til að komast að þvi rétta. Því hefur meðal annars ver ið haldið fram að landbúnaður inn hér hefði litla framleiðni, það er lítil afköst miðað við tilfcostnað, vinnu og fjármagn, og að framleiðnin ykist hægt. Að hann nyti óhæfilega tnik- Ula styrkja eða opinberrar að stoðar og verndar, og að ofan á allt annað yrðu qeytendur hér að greiða óhæfilega hátt verð fyrir landbúnaðarvörurn ar og mikið hærra, en gerist i nágrannalöndum okkar. Bændum hefur verið það ljóst, hve erfitt getur verið að eltast við að leiðrétta það, sem augljóslega er þó rangt í slíkum málflutningi, og að annað getur orkað tvímælis svo að ekki er hægt að fullyrða hvað réttast er, nema afla nán ari upplýsinga. Það hefur og verið skoðun margra, að sem gleggstar upplýsingar um stöðu íslenzks landtoúnaðar og samanburður við landbúnað nágrannaþjóðanna yrðu hon um til framdráttar, og að auk in kynning á þvi yrði tii að draga úr tortryggni og mis- skilningi. Á aðalfundi Stéttarsambands bænda 1963 kom fram til- laga, og var samþykkt, um að kjósa nefnd í samvinnu við Búnaðarfélag íslands, til þess að gera athugun á ástandi ís- lenzks landbúnaðar með það fyrir augum, að þessi félags samtök geri heildaráætlun um framtíðarskipulag á búvöru framleiðslu í landinu og fram tíðar skipulag íslenzkra búnað armála yfirleitt.“ Eins og "seg ir orðrétt í tillögunni. Þar segir ennfremur: „Athug un þessi nái yfir öll svið bún- aðarmála. Skal með henni fást siamanburður á opintoerri að- stoð við landbúnaðinn hér á landi og því, sem gerist með viðskiptaþjóðum vorum, svo að um það fáist upplýsingar, hvaða áhrif mismunur á opin- berri aðstoð hefur á markaðs aðstöðu íslenzks landlbúnaðar á erlendum mörkuðum. Einn ig skal gerður samanburður á verði landbúnaðarafurða i hverja vörueiningu, og fyrir komulagi þeirra mála. Með þessum athugunum skal leitt í ljós hvort landlbúnað arframleiðsla hérlendis skuli miðast við þarfir þjóðarinnar eða vera jafnframt til útflutn ings. Þá skal gera athugun á því hver sé hlutur þeirra, er landtoúnað stunda, í heildar framleiðslu þjóðarinnar, svo að upplýsingar fáist um það, hver sé hin efnahagslega að- staða landbúnaðarins gagn- vart öðrum atvinnuvegum." Nefnd þessi var skipuð og Pramhald á bls. 15

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.