Tíminn - 11.06.1966, Qupperneq 11
LAUGARDAGUR 11. júní 1966
TÍMINN
11
Kirkjan
Elliheimilið Grund:
Sr. Bjöm Björnsson messar k).
2 síðdegis, Heimilisprestur.
Kópavogskirkja:
Messa kl. 2. Sr. Gunnar Ámason.
Hallgrímskirkja:
Messa kl. 11 sr. Jakob Jónsson.
Kirkja Óháðasafnaðarins:
Messa kl. 2 Safnaðarprestur.
Dómkirkjan:
Messa í Dómikirkjunni 12. júni 1960
kl. 10.30. Prestvígsla. Biskup vígir
Heimi Steinsson til Seyðisfjarðar-
pjrestakalls. Sr. Erl. Sigmundss íýsir
vígslu. Vígsluv. auk hans sr. Björn
Magnússon prófessor, sr. Óskar .T.
Þorláksson Dómkirkjuprestur og sr.
Arngrímur Jónsson. Hinn ný vígði
prestur prédikar.
Grensásprestakall, Breiðagerðissk.
Messa kl. 10.30. Aðalsafnaðarfund
ur kl. 2. Sr. Felix Ólafsson.
Langholtsprestakall:
tkuðsþjónusta kl. 10.30 sr. Sigurður
Haukur Guðjónsson.
Bústaðaprestakall:
Guðsþjónusta í Réttarholtsskóla kl.
10.30 sr. Ólafur Skúlason.
Garðakirkja:
Messa kl. 2 sóknarprestur kveður
Garðasókn. Innsetning hins nýja
sóknarprests. Sr. Garðar Þorsteins-
son.
Fríkirkjan í Hafnarfirði:
Messa kl. 2. 30 ára fermingarbörn
mæta við guðsþjónustuna.
Sr. Kristinn Stefánsson.
Laugarneskirkja:
Messa kl. 11. f. h. Gideonfélagar
kynna starf sitt við guðsþjónustuna.
Sr. Garðar Svavarsson.
Neskirkja:
Messa kl. 11. ath. breyttan messu
tíma. Sr. Jón Thorarensen:
Ásprestakall:
Messa í Laugarásbíó Sr. Gnmur
Grímsson.
ÚTVARPIÐ
í dag
tii
1 |
i II TTTTíf 1
Munlð Skálholtssötnunlna.
Glöfum et veiti möttaka I akrtf
stotu Skálholtssöfnunai Hatnai
stræt) 22 Simai 1-83-54 og 1-81-05
GJAFABRÉF
SUNOLIUðARIJtll
skAlbtúnshririlioiiis
»ETTA 8BÉF ER KVITTUN, EN »6 MIKIU
FREMUR VIÐURRENNINO FTRIR STUDN-
INO VID GOTT MÁLEFNL
UrVAVlK, 0. 9.
Eldri konan sagði ekki, að
henni hafði dottið í hug, að
þetta væri ágætt tækifæri til að
senda Jill fyrr í frí.
— Smithson hefur ekki mikið
að gera sem stendur og getur því
tekið sjúklinginn þinn að sér,
sagði thún. Verður það mjög óþægi
legt fyrir þig? Ef svo er, þá er
ég hrædd um, að hún sé í súp-
unni, því að ég get ekki fengið
neina aðra til að fara.
Yfirhjúkrunarkonan var mesta
elska, en Jill þekbti muninn á
beiðni og skipun. Þar að
auki gætti hún þess alltaf vel, að
nota sér ekki vináttu yfirhjúkr
unarkonunnar. Hún fullvissaði
hana því um, að hún vildi fara,
og var glöð ytfir því að yfirajúkr
unarkonan virtist aðveg hafa
gleymt því, að það var fremur
óhentugt fyrir hana að fara heim
núna.
Jill vissi strax, hvað hún ætlaði
sér að gera.
Það kom ekki til mála að íara
heim, og þó að henni væri ekki
vel við hugsunina um að sja ekk'
fólkið sitt í nokkra mánuði í við
bót, var henni næstum létt. Þrátt
fyrir allt, gat hún kannski íarið
þangað í helgarheimsókn semna.
En sem stóð, langaði hana ekki tii
að fara upp í sveit, hún vildi íara
á einhvern stað, þar sem hún gat
gert eitthvað og hefði ekki eins
mikjnn tíma til að hugsa. Þegar
hún ytfirgaí skrifstofuna, iiafði
hún þegar tekið ákvörðun um að
fara til London. Vinkona hennar,
Rósalind Greyson að nafni, sem
hún hafði unnið með í St. Monioa,
hafði snúið sér aftur að hjukrun,
eftir að hafa misst mann sinn á
sviplegan hátt. Hún bjó í lítilli
íbúð í hliðargötu sem lá að Mary
lebone High Street og hún hafði
skrifað fyrir stuttu og sagt, að
Jill væri velkomið að búa hjá sér
hvenær sem væri ,eða hafa íbúð
ina fyrir sjálfa sig, ef hún væri í
burtu. Jill hringdi í hana þetta
sama kvöld. Rósalinda var glöð yf
ir að fá hana til sín, og þó svo
hún væri sjáltf að fara burt eftir
nokkra daga, var Jill velkomið að
vera í íbúðinni eins lengi og hún
vildi.
Jill lét þvá niður föt sín í flýti
og vaknaði svo tveim dögum síð
ar í litla gestaherberginu í íbúð
frú Greyson.
Fyrstu þrjá dagana létu stúlk-
urnar hugann reika til gömla dag
anna, fóru á síðdegissýningu I leik
húsinu, og þrátt fyrir hávaðinn í
bílunum, sem settir voru í
geymslu í bílskúrnum fyrir utan
húsið, seint á kvöldin, og tekmr
út snamma á morgnana, svaf Jill
betur en hún hafði gert lengi. Síð
an varð Rósalind að fara burt til
að annast sjúklinginn, sem hún
hafði tekið að sér.
— Þú heldur ekki, að þér muni
leiðast? spurði hún. — Þú átt
auðvitað vini, sem þú getur hringt
í? Og þú ferð líklega að heim-
sækja fólkið 1 St. Monica.
Jill svaraði þessu játandi, en
■ innst inni hafði hún engan hug á
að koma nálægt St. Monica — að
minnsta kosti ekki ennþá. Henni
fannst hún hafa fengið nóg af
sjúkrahúsum, hjúkrunarkvenna-
slaðri — og læknum, í bili.
— Jæja, þér ætti ekki að finn
ast þú vera ókunnug hérna, sagði
Rósalind hlæjandi. — Þú ert stein
snar frá læknunum — þú getur
alltaf labbað þig niður í Harley
Street, ef þig langar aó sjá stór
laxana.
— Guð forði mér frá því! hróp
aði Jill upp yfir éig .
Hún hafði verið svo ákveðin í
því að láta sig hverfa í mergð
Lundúnaborgar, og leita uppi al)a
þá skemmtum, sem borgin bauð
upp á, svo framarlega sem hún
hafði efni á því, og öenm hafði
aldrei dottið í hug, að þar sem
hún var svo ákaft að reyna að
gleyma Vere Carrington, hafði hún
lent rétt við bæjardyr hans. Auð
vitað hafði hún vitað, að hann bjó
í Wimpole Street, en þar sem St.
Monica var niðri við ána hafði það
alltaf virzt nægilega langt frá,
og hún hafði aldrei hugleitt hvar
það var staðsett.
Það var ekki til neins að vera
með áhyggjur núna. Hún sagði
við sjálfa sig, að hún vonaði, að
hún myndi ekki rekast á hann.
Og innst inni vissi hún einnig, að
Vere mundi alls ekki vera ánægð
ur, ef hann vissi. að hún eyddi
fríinu í London.
Góða veðrið hafði brugðizt einn
dag, og þó að sólin tæki að skína
fljótt aftur, virtist regnið hafa
hreinsað loftið. Jill hafði næstum
gleymt, hve hitinn á götunum get
ur verið hræðilegur, og eftir að
Rósalind var farin, og hún gerði
áætlanir, ákvað hún að reyrva að
'fá eins mikið ferskt loft og mögu
legt væri, svo að hún sneri ekki
ekki aftur til Fagurvalla jafn hvít
og hún hafði farið þaðan. En þeg
ar allt kom til alls, voru til al
menningsgarðar og hún gat alltaf
tekið strætisvagn til Hampstead
eða lest til Kew.
Auðvitað var margt, sem hægt
var að gera. sagði hún við sjálfa
sig. Það hafði verið viturlegt, að
fara til borgarinnar þar sem svo
margt var hægt að gera til að
dreifa hugianum.
Og samt hélt hún áfram að
húgsa — allt. of oft að þvi er virt
ist — um einn mann. Hún von
aði, að hún ætti ekki eftir að hitta
hann, og þó — ef hún mundi bara
rétt sjá honum bregða fyrir án
þess að hann sæi hana — !
Síðan spurði hún sjálfa sig,
hvort hún þyrfti endilega að
hegða sér eins og ástsjúkur ungl
ingur. Misstu allar ástfangnar
stúlkur stolt sitt? En hversu óham
ingjusöm sem hún kynni að vena,
vissi hún, að hún vildi ekki hætta
að vera ástfangin af þessum manni
Laugardagur 11. júní
7.00 Morgunútvarp 12.00 Há-
degisútvarp 13.00 Óskalög
sjúlklinga Kristín Anna Þórar
insdóttir
kynnir lögin.
1500 Fréttir
16.00 Á nótum æskunnar Jón
Þór Hannesson og Pétur Stein
grímsson kynna létt lög. 17.00
Fréttir Þetta vil ég heyra. Stef
án Sörensen á Húsavík velur
sér hljómplötur. 18.00 SÖngvar
í léttum tón. lj.45 Tilkynningar
19.20 Veðurfregnir 19.30 Frétt
ir 20.00 „Blaðamaður talar við
gamla konu“. smásaga cftir
Statnley Melax Rúrik Haralds
son leikari les. 20.30 ,.Káta
ekkjan“ óperettulög eftir Franz
Lehár. 21.20 Leikrit Þjóðleik
hússins: „Ferðin til skugganna
grænu" eftir Finn Methling
Leikstjóri: Benedikt Árnason
22.00 Fréttir og veðurfregntr.
22.10 Danslög 2400 Dagskrár
lok.
hvað sem í boði væri, því að ef
hún gerði það, mundi hún missa
eitthvað af sjálfri sér. Hún varð
að halda hjarta sínu lokuðu, ef
hún gæti. En hún þorði ekki að
vanhelga skrínið. þar sem íoginn
eilífi brann. Hún hafði gefið upp
alla von um að geta slökkt þenn
an loga, og þegar loginn er falleg
ur, hlýtur það vissuleg.a að vera
vanþakklátt að standa ekki á sama
vegna þess, að reykurinn fer í aug
un á manni. Samt varð hún stund
um að reyna að gleyma, annars
gat hún ekki þolað við.
Hún ákvað því að ráfa um og
skoða staðina, sem hún hafði eig
inlega aldrei haft tíma til að skoða
meðan hún var í St. Monica.
Dág nokkurn eftir brottför Rósu
lindu fór hún á sýningu i St. Jam
es safninu — það voru blóma-
myndir eftir franskan málara er
fylltu hana hrifningu. Það var
ekki margt um manninn í safninu
og hún settist niður til að athuga
nánar rósirnar sem Ijómuðu á
striganum í svo mikilli fullkomn-
un. að henni tannst hún næstum
geta fundið angan þeirra.
Hún var svo niðursokkin í hrifn
ingu sína, að hún tók ekki eftir
Gjafabréí sjóðslns eru seld 6
skrifstofu Stryktarfélags uangeflnna
Laugaveg) 11, á Thorvaldsensbazai
t Austurstrætl og i bókabúð Æskunn
ar, Klrklubvoll
Tekið á móti
tilkynningum
i dagbóktna
ki. 10—12
Hótel Búðir Snæfellsnesi
Opnar laugardaginn 11. júní.
Hótel Búðir Snæfellsnesi
) r
HLIÐARDALSSKOLI
Sumargistihús. — Greiða-
sala. — Tekur á móti hóp-
um og einstaklingum til
hvíldar og hressingar frá 1.
júlí. Finnsk baðstofa —
Finsensljós, ýmiss konar
böð. — Pantanir afgreidd-
ar í síma 13899 og Hlíðar-
dalsskóla (sími 02).
Laxveiði í Ölfusá
Neta- og stangarveiði fyrir landi Auðsholtshjáleigu
í Ölfusi er til leigu nú þegar. Tilboð merkt ,.Auðs-
holtshjáleiga” leggist inn á afgreiðslu blaðsins fyr-
ir 20. þ.m.
GARÐEIGENDUR
Garðplöntur, garðrósir, blómrunnar og plöntur f
limgerði.
Garðyrkjustöðin GRÍMSSTAÐIR, Hveragerði,
Hallgrímur Egilsson.
ÁBYRGÐ Á HÚSGÖGNl IM
Athugið, oð merki þetta sé ó húsgögnum, sem óbyrgðorskírteini fylgir. Kaupið vönduð húsgögn. 02542 ÍFRAMLEIÐANDI í : NO.
31HÚSGÁGNAMEJSTÁRA- ÍJFÉLAGI REVKjAVÍKUR
HÚSGA6NAMEISTARAFÉLAG REYKJAVÍKUR