Tíminn - 11.06.1966, Qupperneq 14
14
TÍMINN
AÐALFUNDUR SÍS
M ræddi Erlendur Einarsson
um hina sívaxandi rekstrarfjár-
þörf landibúnaðarins vegna
breyttra búskaþarihátta undanfar-
in ár. Viæri þetta mjög stórt vanda
mál og óleyst, sagði hann. Yrðu
bankar og peningastofnanir að
taka til alvarlegrar athugunar
hvernig jjelzt væri að leysa það.
Samvinnufélögin hafa ekkert bol-
magn til þess, sagði forstjórinn.
Þá ræddi hann um vinnslustöðv
ar Samvinnufélagann'a, hversu
mikla þjóðhagsiiega þýðingu þær
hafa.
Á árinu hefur átt sér stað mikil
fjárfesting í endurbótum á vélum
þeirra oig tækni, en hún þarf að
verða miklu meiri, og fjármagns-
þörf til uppbyggingar vinnslustöðv
unum verður að leysa. En fyrst
og fremst er það verðbólgan, sem
er höfuðmein allra þessara hluta
gegn henni verður að beita öll-
um tiltækum ráðum, sagði forstjór
inn.
Að lokinni skýrslu forstjórarn
fluttu framkvæmdastjórar hinna
ýmsu deilda skýrslur sínar.
Síðan voru lagðir fram reikn-
ingar Sambandsins, og umræður
hófust um skýrslurnar og reikn-
ingana.
Fundinum lýkur á morgun.
TAPAÐI ÚRINU
Framhald af 16. síðu
gera, og voru því fegnir, að hann
færi með það. Síðan voru þessir
fjórir félagar fluttir inn í Síðu-
múla og yfirheyrðir, sem fara ger
ir um næturgesti í Grjótinu.
Er röðin var komin að þessum
kunningja vorum, beiddist hann
upplýsinga um það, hvar eða fyrir
hvað hann hefði verið tekinn úr
umferð, óskaði að fá að sjá skýrsl
una, sem um hann hefði verið bók
uð. Það tók fulltrúinn eða yfir
heyrslumaðurinn ekki í mál, hvað
það ekki sið, að fangar fengju að
lesa skýrslurnar. Kunningif' vor lé-t
í ljós furðu sína yfir því, en hann
hefði út af fyrir sig ekki áhuga á,
að þeir færu að brjóta þá hefð.
Hins vegar stæði svo á, að hann
hefði tapað úri sínu, og það gæti
máski komið honum á einhvern
rekspöl til að hafa upp á því, ef
þeir vildu vera svo vænir að segja
honum, hvar hann hafi verið tek
inn. En það kom fyrir ekki, þeir
synjuðu honum um allar upplýs
ingar þar að lútandi. Kunningi vor
mundi það eitt, að hann hafði ein
hvern tíma í gærkvöldi farið í Þórs
kaffi, og höfðu báðir fengið sér
ærlega brjóstbirtu.
Síðan tók kunningi vor upp úr
vasa sínum sagarblaðið, sem hann
fann í klefanum, og bauð fanga
vörðunum til varðveizlu, en þeir
vildu ekki þiggja, en ljósmyndari
vor tók mynd af þessum merkis
grip.
Kunnum við ekki lengri sögu
kunningja vors, vonum, að hann
hafi með einhverjum ráðum kom
izt á hnotskóg með að hafa upp
á úrinu sínu góða.
SKIPULEGGJA
Framhald af 16. síðu.
fengju þeir fljótari þjónustu, og
jafnframt væri að þessu hagræð-
ing fyrir úðunarmenn, því á þenn
an hátt gætu þeir afkasitað miklu
meira en áður.
Til þess að þessi tilraun geti
orðið til góðs, sagði Björn, að sam
vinna yrði að nást við garðeig-
endur. með umræddri tiihögun
ættu úðunarbeiðnir ekki að vera
nauðsynlegar. Garðeigendur geta
haft samband við úðunarmenn,
þegar þeir koma í hverfin. Einnig
geta menn haft samband við sína
garðyrkjumenn, eða hringt í síma
23068 og 38370 kl. 15—17 alla
virka daga nema laugardaga.
ÞING SÍBS
Framhald af 16. sfðu.
Vistmenn á Reykjalundi eru
rúmlega 100 og vinnur þriðjung
ur þeirra við framleiðslustörf
nokkrar klukkustundir á dag, en
eins og kunnugt er, þá framieiðir
Reykjalundur mikið af plastLeik-
föngum, plastbúsáhöldum og vatns
slöngum ú,r plasti. Fyrir nokkrum
árum var afráðið að veita fleiri
sjúklingum vist á Reykjalundi en
berklasjúklingum og eru nú af
þessum 100 vistmönnum aðeins
um 20 berklasjúklingar. Einnig er
rekin æfingadei'ld fyrir vistmenn
og Iðnskóli hefur verið rekinn með
svipuðum hætti og áður.
Á Múlalundi, er SÍBS rekur f
Reykjavík vinna um 50 manns, allt
frá 4—8 klst. daglega og eru þar
framleiddar ýmsar vörur.
Starfsemi Lánasjóðs SÍBS hef-
ur verið hagað á sama hátt og áð
ur. Vörusala Reykjalundar nam
rúmum 52 millj. króna sl. tvö
ár og hefur rekstrarafkoma stór
batnað, sem tvímælalaust má
þakka stækkun Plastveiksmiðj
unnar.
Rekstrarhagnaður Vöruhaþp-
drættis SÍBS si. tvö ár rúmar 11
millj. kr. SÍBS hefur undanfarin
ár rekið vinnustofu á Kristneshæli
en er svo komið málum þar, að
öll aðstaða til vinnu telst óviðun
andi vegna þrengsla. Gerðar hafa
verið teikningar að vinnustofum,
en þar sem SÍBS hefur ekki fjár
hagslegt bolmagn til að leggja í
svo fjárfrekar framkvæmdir, legg-
ur nefnd, sem skipuð var af sam
bandsstjórninni til að knýja á hið
opinbera að veita fé til þessara
framkvæmda, án þess að skerða
aðrar fjárveitingar til Kristness.
Samþykkt var reglugerð um
vinnuheimilið að Reykjalundi, þar
sem skýrður er tilgangur þess og
stjórnanfyrirkomulag.
„ÖRUGGUR AKSSTUR"
Framhald af bls. 2.
ins og umferðarmálin. Ríkti áhugi
og eining um dagskrármálin. Gest
ur fundarins var Baldvin Þ. Krist
jánsson, félagsmálafulltrúi Sam-
vinnutrygginga. og gaf hann yfir-
ÞAKKARÁVÖRP
Þakka hjartanlega öllum sem glöddu mig á 80 ára
afmæli mínu með heimsóknum, gjöfum og skeytum,
og gerðu mér daginn ógleymanlegan.
Guð blessi ykkur öll.
Kristín Jónsdóttir, Blesastöðum.
Þakka hjartanlega öllum þeim mörgu vinum, sem
gerðu áttræðisafmæli mitt að ógleymanlegum gleði-
degi.
Blessun Guðs fylgi ykkur öllum og ættjörð okkar.
Eyjólfur J. Eyfells.
Þakka innilega alla vinsemd mér sýnda á sjötugsaf-
mælinu.
Sigurgrímur Jónsson.
lit um gang nokkurra helztu um-
ferðaröryggismála, sem nú eru á
dðfinni, svo sem stofnun lands-
samtakanna ,,VARÚÐ Á VEG-
UM“, sem tafin hefur verið í
marga mánuði, en á nú að full-
gerast á framhaldsstofnfundi 8.
þ.m. — og framhaldsstarf varð-
andi klúbbana „ÖRUGGUR AKST
UR”.
Stjórn klúbbsins „ÖRUGGUR
AKSTUR í Árnessýslu svo og vara
stjórn var öll endurkosin einróma
með lófataki. og skipa hana þess-
ir menn:
Stefán Jasonarson, Vorsabæ, for
maðu?, tfarl Eiríksson, ökukenn-
ari, Selfosi, ritari, Guðmundur
Sigurdórsson, bifreiðarstj. Akur-
gerði. f varastjóm sitja: Þórir Þor
geirsson, íþróttakennari, Laugar-
vatni, Haraldur Einarsson, bóndi,
Urriðafossi og Ólafur Þorláks-
son, bóndi, Hrauni.
KIWANIS
Framhald af bls. 2.
ingunni og gegnt mörgum trúnað
arstörfum innan reglunnar. Hing
að kom hr. Heimbaugh ásamt
konu sinni frá Evrópu og munu
þau snúa til Bandaríkjanna um
miðja næstu viku.
Gert er ráð fyrir, að um 100
manns verði viðstaddir athöfnina
þa rá meðal 30 meðlimir hins nýja
klúbbs, eiginkonur og gestir.
Athöfnin verður sett af Einari
A. Jónssyni, umdæmisstjóra Ki-
wanis á Norðurlöndum, en veizlu
stjóri verður Ingólfur Guðbrands
son.
Kiwanisklúbburinn Katla er ann
ar Kiwanisklúbburinn, sem er
stofnsettur á fslandi. Forseti hins
nýja klúbbs er Páll H. Pálsson,
og aðrir í stjórn eru Konráð Axels
son, Guðmundur E. Einarsson,
Örn Valdimarsson, Hannes Jóns-
son og Grétar Jónsson.
Kalkahöllin, Anna Svard, Mann-
þing, Vinaspegill.
Dómnefndina skipuðu eftirtald-
ir menn: Kurt Ziier, Hafsteinn
Guðmundæon, Oliver Steinn Jó-
hannesson, Stefán Ögmundsson
Magnús Ó. Magnússon, Bjöm Th.
Bj'ömsson, Ástmar Ólafsson, Jó-
hannes Jólhannesson, Regína
Bragadóttir.
Á blaðamannafundi kom það
fram ,að Félag íslenzkra teiknara
befur áhuga á að senda Menzkar
bækur, sem hlo-tið hafa viðurksnn
ingu hér heima á samnorræna sýn
ingu, siem haldin er annað hvert
ár. í ráði er að efna árlega til
sýningar hér heima, og sýna þá
jafnframt bækur frá Norðurlönd
um og einu til tveimur lömdum
öðram. Það var sammála álit teikn
aranna, að helzt væri íslenzkum
bókum ábótavant, hvað snertir
prentun og pappírsval. Bækurnar
á sýningunnnni eru ekki verðlaun
aðar eða settar í gæðaflokka, held
ur fá útgefendur viðurkenningar
skjal undirritað af dómnefnd.
DAS
Framhald af bls. 2. *
Svalbarðseyri, 13843, 29405, 33485
Aðalumboð.
Húsbúnaður fyrir 35 þús. kr. kom
á nr. 9120. Ulmb. Hafnarfjörður.
Húsbúnaður fyrir 25. þús. kom á
nr. 26034 Umb. Keflav. Húsbún
aður fyrir 20 þús. kom á nr. 25807
og 63237 Aðalumb. Húsbúnaður
fyrir kr. 15. þús. kom á nr. 1466.
Aðalumb. 32094, ísafjörður, 44699
Aðalumfo. Eftirtalin númer hlutu
húsbúnað fyrir kr. 10.000.00
hv.: 2030, 3287 7960 9570, 12663,
13742, 13781, 15294, 21422, 23531,
24129, 27864, 29928 29933, 47297,
54763, 60033, 60846, 62344, 64990.
(Birt án ábyrgðar).
SVERRIR
BÓKASÝNNG
Fraimhald af bls. 16.
í stuttri grein eftir Hörð Ágústs
son, er hann nefnir Mótunar
mennt, segir m.a.: . . . Bókagerð
er einn þáttur mótunarmennta.
Eins og fleiri greinir þeirra er
hún á bernsiku-skeiði á fslandi nú
á dögum og því brýnt verkefni
að hefja hana til nýs vegar. Bóka
gerðarmenn og þeir, sem stuðla að
bókaútgáfu, mœttu reyndar hafa
forystu um allsherjar vakningu til
fegurri umbúnaðar á öllum svið-
um þjóðlífsins, þar sem íslending
ar eru enn sem komið er fræg
astir fyrir bækur. . . “
í reglugerðinni um val á „bezt
gerðu bókum ársins“ segir, að Fé-
lag ísl. teiknara auglýsti eftir
innsendingu bóka til dóms og gefi
vissan frest til innsendingar. Rétt
til þátttöku hafa allar þær bækur
sem geðrar eru af íslenzkum ríkis
borguram á ári hverju. Raðandi
skuiu til dómsniðurstöðu iistræn-
ir eiginleikar, sölugildi og fagleg i
útfærsla bókarinnar. Stutt um j
sögn fylgi hverju því verki, sem j
valið verður. Einnig getur dóm- j
nefnd veitt viðurkenningu einstök j
um hluta bókar, s.s. bandi, teikn
ingu, kápu eða öðru.
Dóninenfnin valdi til sýningar
eftirtaldar íslepzkar bækur og
tímarit: Limrur (umsögn er svo-
hljóðandi: Skemmtilega gerð bók. j
Góð myndskreyting, sem fellur vel j
að efninu. Letur gott en léleg !
prentun. Pappír óhæfilega þunn-'
ur), Saltkorn í mold, Maurilda-
skógur, Kvæði Jónasar Hallgríms
sonar í eiginhandriti, Dægradvöl
Gríma hin nýja, Eftir þjóðveldið,
Ævintýri Marcellusar Skálholts-
biskups, Steinar og sterkir litir,
Gosið i Surtsey, Má! og málnotk-
un, Landafræði, í umferðinni,
Hrafnkelssaga og íslandsklukkan,
Sagan af Alla Nalla, Hvít jól,
Birtingur, Áfangi. Eftirtaldar 5
bókakápur fengu viðurkenn-
ingu: Bréf úr myllunnni minni,
Framhald af bls. 2.
að ég hafði fengizt við geometr-
íska list um fjölda ára, fannst
mér ég smátt og smátt hætta að
skynja umhverfið, og vera farinn
að standa utan við þjóðfélagið.
Mér leiddist þetta, og langaði til
að taka upp þráðinn að nýju. Það
var lengi að brjótast um í mér,
hvaða stefnu ég ætti að taka, en
upp úr síðustu áramótum fór mér
að verða það ljóst. og þetta er'á-
rangurinn, flestöll málverkin eru
máluð það, sem af er þessu máli.
Málverkin era hvert öðru fal-
legra, og það er algjörlega óskiJj
anlegt. að hægt sé að mála u.þ.b.
20 slík málverk á örfáum mánuð
um. Vafalaust leikur mörgum for
vitni á því að sjá þessa sýningu
Sverris og komast að raun um,
hvílíkum reginbreytingum list
hans hefur tekið. Sýningin verður
opin dagana 11. 12. júní, og er
rétt að geta þe®s, að Menntaskóla
nemar fá ókeypis inn á hana.
Á VÍÐAVANGI
Framhald aí Dls 3
Þannig skrifaði Morgunblað-
ið eftir hina hófsömu samninga
verkalýðshrcyfingarinnar í
fyrra. Nú eys það svívirðingum
á forystumenn verkalýðshreyf
ingarinnar. Það stóðu þrír að-
ilar að þessu samkomulagi.
Tveir þeirra hafa staðið full-
komlega við sína samningsgerð.
Einn aðilinn hefur brugðizt
hrapallega .Sá aðii er ríkis-
stjórn Bjarna Benediktssonar.
AKUREYRI
Framhaid at bls. 3.
ingu áætlunarinnar og kveður
nefndin sér til aðstoðar sér-
fræðinga eftir því, sem þörf er
á. Nefndin ska) hraða störfum
eftir því: sem Kostur ei
Þessari tillögu fylgdi ítarleg
greinargerð.
LAUGARDAGUR 11. júní 1966
IÞRÓTTIR
1966 og á alþjóðaiþingi
IAAF í Kaupmannahöfn,
sl. hauist var endanlega geng
ið frá dögum keppninnar og
hún skráð_ dagana 3. og 4.
ágúst. — í brétfi 29. marz sl.
tilkynnti svo NFIF stjórn
FRI, að keppnin skyldi fara
fram í bænum Byrkjeol í
Nordfjord.
Nú hefur stjórn FRI
borizt bréf frá NFIF dag
sett 23. maí sl., þar sem
NFIF ber fyrir sig á síðustu
stundu ,að keppnin geti
ekki farið fram vegna þetss,
að NFIF hefur ekki tekizt
að útvega kr. 10.000.00
(norskar), ísl. kr. 62.000.00
til viðbótar þeim n. kr.
15.000.00, sem NFJF hafði
þegar tekið til hliðar fyrir
þessa keppni, og endur
gjaldskeppnina á íslandi
1967. í viðræðum við
fulltrúa NFIF í Kaupmanna
höfn sl. haust kom fram
aætlun NFIF til tveggja
ára keppnisfyrirkomulags
ins að slíkt myndi kosta
NTTF og framfcvæmdaað-
ila keppninnar samtais nrk.
50.00.00 en svo virðist að
þe-ssum aðilum hafi tekizt
nú þegar að safna samtals
n.kr. 40.000,00 og vantar því
aðeins 10.000.00 n.kr. upp
á að áætilun þeinra standist
til tveggja ára.
Stjóm FRÍ fær vart skil
ið röksemdafærslur NFIF
fyrir samningarofunum, sér
í lagi, þar sem NFIF hefur
ékfci reynt að bjóða FRÍ
breytta samninga varð
andi fjárhagsáætlun þess-
arar keppni, og tedur, að
NFIF hafi algeriega brot-
ið það samkomulag, sem orð
ið hafði milli FTíí og NFIF.
Stjóm FRÍ hefur reynt á
sl. árum að standa að efl-
ingu norrænnar samvinnu á
sviði frájlsíþrótta og hefur
þetta meða-1 annars komið
fram í því að FRÍ átti uppá
stungu að keppniimi V-
Noregur — ísland, sem
hófst 1963, eins og áðnr
segir. Tveggja ára samkomu
lag var gert við Dani um
landskeppni. Kepptu Dan
ir hér árið 1964 og buðu til
keppni 1965 — ísland —
Danmörk — Spánn, en aldr
ei varð af þeirri framkvæmd
af hálfu Dana. FRÍ kom á
3 landa landskeppni í tug-
þraut 1964 milli íslands, Sví
þjóðar og Noregs. Forystu-
menn NFIF og sænska
. frjálsíþróttasamb. þótti
þessi tugþrautarkeppni
mjög æskileg fyrir tug
þrautamenn landanna, þar
sem skortur væri hér á
keppni fyrir tugþrauta
menn. Var ákveðið að halda
þessari keppni áfram, en
FRI hefur ekkert heyrt
meira hvorki frá Norð-
mönnum né Svíum varð
andi framhaldskeppnina.
Island hefur verið ákaf
ur stuðningsmaður fyrir
Norðurlandameistaramót
inu, en bæði Svíar og Finn
ar hafa haft hug á því að
fella þetta mót niður, enda
þóttt slífct hefði ekki tekizt
á norræna fundinum í
Reykjavík sl. haust. Er því
framtíð Norðurlandsmeist
aramótsins mjög ótrygg.
Stjórn FRÍ finnst haldlít
ið að sitja ráðstefnur um
sameiginleg mál og norræna
samvinnu á sviði frjáis
íþrótta, sem frændur okkar
virðast alls engan áhuga
hafa á. Er því í athugun
hjá stjórn FRÍ að senda
ekki fulltrúa norræna
þingið. ,sem fram fer í Oslo
í haust.