Vísir - 28.12.1974, Qupperneq 6
*
Vblr. Laiigardagur 28. deMmkcr 1874.
vísir
tJtgefandi: Reykjaprent hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason
y Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson '
Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611
Afgreiösla: Hverfisgötu 44. Simi 86611
Ritstjórn: Síöumúla 14. Simi 86611. 7 linur
Áskriftargjald 600 kr. á mánuöi innaniands.
1 iausasölu 35 kr. eintakiö. Blaöaprent hf.
Litt hæft til búskapar
Áratugum saman hefur rikisvaldið hér á landi (|
stefnt að sem mestri eflingu innlends landbúnað- (í
ar. Þetta er gert með framkvæmdastyrkjum til ))
bænda, uppbótum á útfluttar landbúnaðarafurð- /1
ir, banni við innflutningi slikra afurða, niður- ((
greiðslum á verði innlendra landbúnaðarafurða (/
og með ýmsum öðrum framlögum, sem eru um- ))
fram greiðslur i þágu annarra atvinnuvega. \\
Þessi stefna stuðlar litt að matvælaöryggi þjóð- \\
arinnar. Fiskurinn úr sjónum og innflutt mat- ((
væli, svo sem kornmatur, eru veigameiri þáttur i (/
neyzlu íslendinga en kjötvörur og mjólkurvörur. /)
Og þessi hlutföll mundu breytast landbúnaðinum (
i óhag, ef niðurgreiðslurnar væru ekki og neyt-,)
endur vissu þar af leiðandi, hvað innlendar land-! \
búnaðarafurðir kosta i raun og veru. (
Meðan rikisvaldið ver 60 milljónum króna til (
viðskiptamála, 430 milljónum til iðnaðar, 950 (
milljónum til orkumála og 1068 milljónum til )
sjávarútvegs.ver það 6150 milljónum til landbún- \
aðar og niðurgreiðslna á afurðum hans. Þar á of- (
an heimta forustumenn bænda 1000 milljón króna (
niðurgreiðslur á verði áburðar. Af þessum tölum ))
má sjá, að hlutur landbúnaðarins er óhóflegur, \\
svo að ekki sé meira sagt. (/
Þjóðfélag i örri uppbyggingu þarf að geta notað (i
eitthvað af þessum milljörðum til að auka inn- ))
lenda orku, bæta samgöngur og efla þá atvinnu- /1
vegi, sem geta að meira eða minna leyti staðið ((
undir sér sjálfir. Alls staðar er nóg að starfa og (f
næg verkefni fyrir takmarkað fjármagn þjóðar- ))
innar. Það er of mikill skattur á fimm mánna /
fjölskyldu að greiða 13.000 krónur á mánuði eða (
meira til landbúnaðarins fyrir utan búðarverð af- (
urða hans. )
Hagkvæmni landbúnaðarins er bezt mæld með )
samanburði við verð á hliðstæðum erlendum vör- \
um. íslenzk mjólk kostar óniðurgreidd 60—62 (
krónur, en dönsk mjólk 41—42 krónur. íslenzkt )
dilkakjöt kostar óniðurgreitt i heilum skrokkum \
430 krónur, en danskt nautakjöt og svinakjöt (
kostar um og innan við 300 krónur og hænsnakjöt (
er enn ódýrara. Enn meiri munur er á ostum og )
eggjum. \
í erlenda verðinu er innifalin álagning i heild- \
sölu og smásölu, en flutningskostnaðinn til ís- (I
lands vantar. Ljóst er, að ekki borgar sig að flytja ))
inn mjólk, þar sem hún er viðkvæm og erfið i /1
flutningi. En flestar aðrar matvörur má flytja \(
inn, sumar að einhverju leyti og aðrar að veru- (/
legu leyti. )
Til þess að unnt sé að draga úr kostnaði skatt- )
greiðenda við landbúnaðinn og flytja inn ódýrari /
afurðir þarf að breyta stefnunni i landbúnaðar- (
málum. Smám saman þarf að hætta að hvetja til (
stofnunar og stækkunar býla og fara hins vegar )
að hvetja bændur fjárhagslega til að bregða búi. \
Slikar aðgerðir mega ekki koma niður á kjörum (
bænda og mega ekki gerast snögglega. (
Island var aðeins landbúnaðarland fyrstu fjór- (
ar aldir sögu þjóðarinnar meðan gróðrinum var )
eytt. Siðan hefur þjóðin lifað á fiski og fiski- \
vinnslu. Hér við heimskautsbaug er ekki unnt að ('
stunda landbúnað við núverandi gróðurskilyrði, )
ef aðstæður eru bornar saman við suðlægari lönd. /
Þessa staðreynd verðum við að viðurkenna og (
beina kröftum okkar að nýtilegri viðfangsefn- (
um. —JK )
t lok júlf var þjóðhátiO haidin á Þingvöllum i einmuna veOurbliOu. Gifurlegur mannfjöldi safnaOist
þar saman i hátiOaskapi, og raOaOi sér um velliogberg, jafnvei öxará fékk sinn skerf eins og sést á
þessari mynd Mats Vibe-Lund.
Innlendar f rétta-
myndir ársins
Á árinu, sem er að liða, hefur Visir birt þúsundir fréttamynda af inn-
lendum atburðum liðandi stundar. Við endurbirtum hér á þessum
siðum nokkrar þeirra mynda, er sögðu betur en orð það, sem var að
gerast, en myndir þessar tóku ljósmyndarar og fréttamenn Visis viða
um land. —Umsjón = SH. ogB.G.
t nóvember var fyrsti — og
hingaO tii eini siOan landhelgin
var færö út I 50 milur — þýzki
landhelgisbrjóturinn viö tsiand
tekinn I landhelgi og færöur til
hafnar. Það var varöskipiö
Ægir, sem vann þetta mikla
afrek, en skipherra var Guö-
mundur Kærnested. Taka
Arcturusar, en svo hét
togarinn, mæltist mjög vel fyrir
meöal tslendinga en þýzkir
uröu súrir. Þeir ákváöu aö neita
islenzkum skipum um lönd-
unarleyfi i Þýzkalandi i
refsingarskyni, og aö senda
Reykjavikurhöfn ekki jólatré
eins og þeir hafa gert undan-
farin ár. Þeir sáu sig þó um
hönd og sendu tréö.
Ljósm. B.G.
17. júnitók Helgi Hóseasson.trésmiöur, sig tii og ataöi Stjórnarráöshúsiö I Reykjavlk út I tjöru. Ariö
áöur sletti hann skyri á þingmenn viö þingsetningu. Hvort tveggja mun hann hafa gert til aö undir-
strika deilu þá, sem hann stendur I viö yfirvöld um þaö, hvort hann þurfi aö lúta „himnafegöunum”
eins og hann kallar heilaga þrenningu, eöa ekki. Ljósm. Bj.Bj.