Vísir - 11.01.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 11.01.1975, Blaðsíða 1
VÍSIR 65. árg. — Laugardagur 11. janúar 1975 — 9. tbl. r Jþróftamaður ársins' Asgeir Sigurvinsson, Vestmannaeyingurinn ungi, sem leikur meö Standard Liege i Belglu, var i gær kjörinn Iþróttamaöur ársins 1974 af iþróttafréttamönnum. Þaöerlfyrsta skipti sem atvinnumaöur I iþrótt- um er I efsta sæti I þessu kjöri hér á tslandi — en er mjög algengt er- lendis. Asgeir hiaut 45 stig — einu meira en Jóhannes Eövaldsson, fyrirliöi islenzka landsliösins I knattspyrnu. t þriöja sæti var Ingunn Einarsdóttir, ÍR, — frjálsiþróttakonan góökunna, og hlaut hún aöeins fjórum stigum minna en Asgeir. Aldrei áöur hefur veriö svo litill munur á þeim efstu, og I fjóröa sæti kom Erlendur Valdimarsson, tR, meö 39 stig — eöa sex stigum frá efsta s æti. Sjá Iþróttir bls. 10. fUNDU SPÍRA Á SUNDUNUM Tollgæzlan I Reykjavik fann 200 litra af splra á floti úti á Sundum I gærdag. Spirinn var allur I stór- um plastbrúsum. Taliö er aö splranum hafi veriö varpaö fyrir borö á Mánafossi, sem kom til landsins siödegis I fyrradag. Þessi áfengisfundur er afleiöing af rannsókn lögreglu á smyglmálinu mikla, sem reyndar viröist deilast niöur I a.m.k. þrjú mál. Má telja llklegt, að þeir sem vörpuðu splranum fyrir borð úti á Sundum séu I tengslum við þá sem lögregla hefur til yfirheyrslu vegna smyglmálsins. Söluverð á hverjum lltra af splra nemur allt að fimm þúsund krónum, og er þvl magn það sem fannst I gær hátt I milljón króna virði. Hins vegar er það alkunn staðreynd, að splri þessi er ákaflega ódýr I innkaupum erlendis. Erfiðlega gekk að fá upp- lýsingar um smyglmálið I gær. Margir aðilar vinna að rannsókn þess og hafa ekki fyllilega borið saman bækur sinar. Mánafoss var eina skipið, sem kom frá útlöndum I fyrradag. Þótt grunur leiki á að splranum hafi verið varpað fyrir borð úr skipinu, hefur það ekki verið sannað. Fjórir menn sitja nú I gæzlu- varðhaldi vegna smyglmálsins mikla. Aætlaö var I gærkvöldi að setja tvo I viðbót I gæzluvarðhald. Allir eru þeir sjómenn. Tveim sem setið hafa I gæzluvarðhaldi, var sleppt I gær. Bæjarfógetaembættið I Kefla- vlk fékk þetta smyglmál upphaflega til meðferðar. Það var fyrir nokkrum dögum, að þvl er Valtýr Sigurðsson, fulltrúi bæjarfógeta, upplýsti I gærkvöldi. Grunsemdir vöknuöu fyrst I málinu, þegar þrlr stórir brúsar, fullir af splra, fundus't I fjöru á Suðurnesjum. Við rannsókn hvarfs Geirfinns Einarssonar fór svo ýmislegt að koma upp úr kaf- inu Enn eigum viö frlöustu fley, sem færa okkur varninginn heim. Þessa fallegu mynd tók ljósmyndari Visis, Bragi, niðri viöhöfn Igær, þar sem Mánafoss lá viö bryggju, en hann er þaö skip, sem siöast kom frá útiöndum til Reykjavlkur, hlaöinn varningi handa landsmönnum. Vegna þess að Kristján Péturs- son, deildarstjóri I tollgæzlunni á Keflavlkurflugvelli, og Haukur Guðmundsson rannsóknar- lögreglumaöur I Keflavlk voru fengnir fyrst I stað til þess að rannsaka málið, hefur sá kvittur komið upp, að Geirfinnur Einars- son hafi verið flæktur I það. „Mjög Itarleg rannsókn hefur farið fram á högum Geirfinns og það er ekkert sem hefur komið I ljós við þá rannsókn, sem bendir ! til þess að hann hafi verið viðrið- inn afbrotamál,” sagði Valtýr Sigurðsson. Þess má geta, að við yfir- heyrslur I smýglmálinu hefur ekki komið I ljós, að neinu af áfenginu hafi verið skipað á land á Suðurnesjum. Þar sem hér er um mörg þúsund lltra af spira að ræða, vaknar sú spurning, hvernig smyglararnir losuðu sig við varninginn. Almenningsálitið hérlendis er þannig, að fáum þykir neitt athugavert við það að kaupa smyglað áfengi — sérstaklega ef það fæst ódýrar en I ríkinu. Mestum hluta splrans var smyglað inn I fimm lltra brúsum. Aðili, sem er þessum málum kunnugur, tjáði blaðinu, að sjómennirnir fengju að meðaltali 14 þúsund krónur fyrir brúsann. Það þýðir um 2800 kr. fyrir hvern lltra. Hins vegar mun það algeng- ast að aðrir aðilar sjái um dreifinguna. Kaupa þeir áfengið af sjómönnunum. Siðan er það blandað, enda splrinn talinn ódrekkandi öðruvlsi. Með þvl að blanda splrann fá dreifingaraðil- arnir um fimm þúsund krónur fyrir lltrann. Er ekki loku fyrir það skotið, að einhverjir þessara dreifingar- aðila hafi komið sér upp vlsi að blöndunarverksmiðju. —ÓH LANDS- LIÐIÐ VALIÐ í gærkvöldi tilkynnti Birgir Björnsson, landsliðseinvaldur I handknattleik, val á útileik- mönnum I Noröuriandamótinu I handknattleik karla, sem fram fer I Danmörku I byrjun febrúar. Birgir mun siðar I þessum mánuöi tilkynna, hvaöa mark- veröi hann hyggst nota I þessu fyrsta Noröurlandamóti karla i handknattleik. Þeir, sem valdir hafa verið, eru þessir: Viöar Simonarson, F.H. Geir Hallsteinsson, F.H. Ólafur H. Jónsson, Val Einar Magnússon, Vikingi Björgv. Björgvinss. Fram Stefán Halldórsson, Vlk. Bjarni Jónsson, Þrótti Jón Karlsson, Val Arni Indriðason, Gróttu Pétur Jóhannsson, Fram Axel Axelsson, Dankersen — ef hann hefur náö sér i tæka tlö eftir uppskurö á hendi. —KLP Dvöldu 30 daga í hellun- um í Hallmundarhrauni „Viö fylgjum nú þessum stlg, niöur og yfir mosavaxna steinana ofan i breiðan gang, sem leitar I noröaustur,” segir I myndatext- anum, sem fylgir þessari mynd J.R. Reich, jr. I Atlantica & Ice- land Review. Þetta er vestasta opiö á Surtshelli. Hópur visindamanna frá Bandarikjunum rannsakaði sumrin 1971-1973 hellana tvo i Hallmundarhrauni, Surtshelli og Stefáns- helli. Alls dvöldu leið- angursmenn þrjátiu daga i hellunum með margs konar mælitæki og tæknibúnað. Forustumaður leiðangranna var J.R. Reich jr., hellafræðing- ur, og I 3-4 hefti 12. árgangs At- lantica & Iceland Review, sem út kom fyrir hátlðarnar, segir hann frá rannsóknunum I skemmtilegri grein. Auk J.R. Reich tóku niu manns þátt I þessari rannsókn, sem beindist að þvi að kortleggja hellana, finna út nákvæma stefnu þeirra á hverj- um staö, dýpt, hæð, lengd og breidd, og skilgreina hinar ýmsu myndanir, sem þar er að finna. Meö skemmtilegri frásögn höfundarins I tlmaritinu er nákvæm teikning af hellunum, sem tekur yfir tvær opnur I röð. Gefur þar bæði að líta „grunn- flatarteikningu” og þverskurð af þessum náttúrufyrirbærum. 1 greininni lýsir höfundurinn meöal annars þeirri sannfæringu sinni, að Surtshellir og Stefánshellir séu I raun einn og sami hellirinn, en hellisþakiö hafi falliö niöur á kafla og þess vegna séu hell- arnir aðskildir. „Við vonumst til, að rannsóknir okkar sanni, að Surtshellir og Stefánshellir séu aðeins tveir hlutar af einum grlðarstórum hraunhelli,” segir á einum stað. Þeir, sem þátt tóku I leiðangr- inum, munu flestir eða allir vera hellafræðingar. —SH I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.