Vísir - 11.01.1975, Blaðsíða 2

Vísir - 11.01.1975, Blaðsíða 2
2 Vísir. Laugardagur 11, janúar 1975 LESENDUR HAFA ORÐIÐ FLUGSAMGÖNGUBÆTUR MÁ EKKI VANRÆKJA VÍSBSm: Hvernig bætirðu þér upp sólarleysið'i skammdeginu? Hallgrlmur P. Hclgason: — Ég bæti þaö bara á engan hátt upp. Skammdegið fer að ég held ekkert illa með mig, nema þegar ég á aö vakna á morgnana. Unnur Sæmundsdóttir, húsmóðir: — Ég geri ekki neitt til að bæta þaö upp. betta er ágætisárstimi aö minu áliti. Kristin Sveinsdóttir, húsmóðir: — Ég tek bara vitamin. Auður Sveinsdóttir, húsmóðir: — Ég geri nákvæmlega ekki neitt. Ég tek aö visu A, B og C vitamin og stundum fæég mér hafragraut, en alls ekki lýsi. Birgir Helgason, verzlunar- stjóri:— Konan min bætir mér upp skammdegið. Guðjón Bjarnason, þjónn: — Ég vinn á næturnar, svo skamm- degið er mér persónulega óvið- komandi. V.H. skrifar: „Vegir á íslandi hafa alltaí verið vondir. Orfáir kilómetrar út frá Reykjavik eru undan- tekning. Mikinn hluta vetrar eru þjóövegir landsins meira eða minna ófærir, þannig að þá skiptir engu máli hvort þeir eru góðir eða vondir. Þær samgöngur, sem bæta þetta upp aö miklu leyti, eru flugsamgöngurnar. Ef áætlunarflug væri ekki jafnvið- tækt og raun ber vitni, stæði landsbyggðin verr að vigi_ Þegar flug lagðist allt niöur innanlands fyrir nokkrum dögum, kom bezt i ljós mikil- vægi þess. Menn gera sér ekki alltaf grein fyrir þvi, þegar ekkert bjátar á. Enginn póstur, engin dagblöð og engar vörusendingar bárust til margra staða úti á landi. Aö visu reynist þrautaráðiö vera skipaferðir, þegar sam- göngur á landi og i lofti bregöast. Sá flutningsmáti er hins vegar seinlegur og hentar ekki fullkomlega nema fyrir stærri vörusendingar. Það sýnir bezt mikilvægi flugsamgangna hér á landi, hversu margar flugvélar og flugfélög sinna þeim. Þar ber ÚR UM Fyrir nokkrum dögum birtist hér á siðunni bréf frá Guðlaugu Sveinb jarnardóttur með nokkrum spurningum til lögreglustjórans I Reykjavík. Lögreglustjóri hefur nú svarað spurningum Guðlaugar, og fer bréf hans hér á eftir: „1. Stöðumælavörður G.S. er starfsmaður Reykjavikur- borgar og starfar hann á ábyrgð og i umboði borgar- yfirvalda. Stöðum ælaverðir hafa ásamt lögreglumönnum eftir- lit með stöðumælum. Hafa þeir bækistöð i lögreglu- stöðvum og ákveður lögreglu- varðstjóri varðsvæði þeirra. Tilkynningum um stöðumæla- brot skila þeir til varöstjóra. Þeir nota sömu tilkynningar- eyöublöð og lögreglumenn en kostnaður við eyöublöö þessi greiðist úr stöðumælasjóði sbr. 14. gr. reglna um stööu- mæla I Reykjavik nr. 185, 1966. 2. t reglum um stöðumæla i Reykjavik segir að aukaleigu- gjald til stöðumælasjóðs skuli greiða I skrifstofu lögreglu- stjóra. Launar stööumæla- sjóður skrifstofustúlku sem vinnur við skráningu og úr- vinnslu á stöðumælaákærum. Aritun á bakhliö tilkynningar- innar um stööumælabrot er i samræmi við þetta. Ekki er hér um einsdæmi aö ræöa að lögreglustjórar taki við greiöslu gjalda er renna I sveitarsjóð sbr. gjöld fyrir skemmtanaleyfi, fasteigna- söluleyfi o.fl. Borgargjaldkeri annast hinsvegar tæmingu stöðumæla, þ.e. tekur i vörslu sina peninga þá sem látnir eru istöðumæla sem greiðsla fyrir afnot stööumælareits. 3-4. Samkvæmt heimild I 3. mgr. 65. gr. umferðarlaga nr. 40, 1968 ákvað borgarráö Flugfélag Islands höfuð og herðar yfir aðra. En smærri flugfélögum hefur skotið upp, og sinna þau þörfu hlutverki fyrir smæstu staðina. Menn ræöa mikið um að bæta vegakerfið. í þeirri umræðu gleymist þó oft, að íullkomnun vega kemur ekki nema að litlu leyti í veg fyrir aö náttúruöflin loki þeim með duttlungum sinum. Reykjavikur hinn 12. mars 1974 aö aukaleigugjald vegna brota á reglum nr. 185, 1966, um notkun stöðumæla i Reykjavik, yrði 100 krónur frá og með 1. april 1974. Var einnig ákveðin hækkun á gjaldi fyrir afnot stöðumæla. Ákvörðun þessi var lögð fyrir borgarstjórn 14. mars 1974. Ekki er mér kunnugt um að þá hafi verið i gildi lög þvi til fyrirstöðu að gjöldin væru hækkuð. Borgarstjórinn I Reykjavlk sendi auglýsingu dags. 21. mars 1974 um þessar hækk- anir til Lögbirtingablaösins og birtist hún i 24. tölublaði þess sem út kom 16. april 1974. Samkvæmt 1. gr. reglna um stöðumæla ákveður borgarráð að fengnum tillögum umferðarnefndar hvar á götum og torgum skuli setja upp stöðumæla. Tók borgar- ráð ákvörðun um það hinn 24. september 1974 aö stööumælar skyldu settir upp á Grettis- götu. Fer gjaldtaka fyrir bifreiðastæðin eftir reglum um stööumæla. Mér virðist ekki skipta máli þótt ákvæði laga nr. 88, 1974 um bann gegn verðhækkunum hafi verið i gildi er farið var að krefja yður um leigugjald fyrir bifreiðastæði i október s.l. þar sem ákvörðun gjaldsins byggist á reglum um stööumæla, sbr. það sem áður varsagtum hækkun gjaldsins. 5. Borgarráðákvaö eins og áður segir hinn 24. september 1974 með heimild i reglum nr. 185, 1966 sem borgarstjórn setti samkvæmt heimild i 65. gr. umferðarlaga, aö setja upp stöðumæla á Grettisgötu. Eftirlit hefir verið haft með stöðumælum á Grettisgötu sem annars staðar i borginni. Samkvæmt reglum um stöðu- Þess vegna má ekki horfa fram hjá þvi að bæta þarf sam- göngur I lofti. Með þvi að byggja fullkomna flugvelli og auka öryggisbúnað þeirra, má á mun ódýrari hátt tryggja öllum landsmönnum öruggar flugsamgöngur. Það hlýtur til dæmis að vera mun ódýrara að ryðja snjó af einum flugvelli heldur en mæla og með stoö i 65. gr. umferðarlaga varða brot á reglum um stöðumæla refsingu samkvæmt umferðar1ögu m , en samkvæmt 80. gr. laganna varða brot gegn lögunum og reglum, sem settar eru samkvæmt þeim, m.a. sektum. 1 tilkynningu þeirri, sem fest var á bifreiðina R-40139 18. október 1974, er bifreiðin sögð hafa staðið við stöðumæli nr. 287 og hafi verið rautt merki á skifu mælisins. Var ökumaður þvi ekki talinn hafa fylgt reglum um stöðumæla og honum,með áritun á bakhlið tilkynningarinnar, gefinn kostur á að ljúka málinu meö greiðslu 100,- króna auka- leigugjalds I stöðumælasjóð. Féllist hann á þessa máls- meðferð bar honum að samþykkja með áritun á tilkynninguna og greiða gjaldið innan viku i skrifstofu lögreglustjóra svo komist yrði hjá sektum. í bréfi minu frá 10. desember 1974 visaði ég til umræddrar tilkynningar og tók fram aö boði um að ljúka málinu með greiðslu aukaleigugjalds hefði ekki verið sinnt. Bauð ég öku- manni bifreiðarinnar að ljúka málinu án dómsmeöferðar með greiðslu sektar til rikissjóðs að fjárhæð kr. 500,- innan tveggja vikna. Var ökumanni jafnframt tilkynnt að vildi hann ekki una þessum málalokum væri þess óskað að ástæður yrðu til- greindar skriflega. Sektarboð þetta var gert samkvæmt heimild i 2. mgr. 112. gr. laga um meðferö opinberra mála sem hljóðar svo: „Nú berst lög- reglustjóra kæra um brot gegn umferðarlögum, áfengislögum, lögum um tilkynningar aðsetursskipta eða lögreglu- samþykkt og hann telur viður- nokkrum tugum eða hundruðum kllómetra vega. Kannski er bezta dæmið um þetta Vestmannaeyjar. Vest- mannaeyingjar hafa komizt af án þess að vera i beinu sam- bandi viö vegakerfi landsins. Þar fara allar samgöngur fram í lofti og á sjó. Mestu flutningarr ir fara sjóleiðina. Flutningar farþega og daglegrar nauö- synjavöru fara fram i lofti Vestmannaeyingar byggja mikið á fluginu. Þangað er hins vegar mjög oft ófært flug- leiðina. Það veröur þvl að kapp- kosta að gera flugvöllinn þar eins fullkominn og mögulegt er, svo Vestmannaeyingar liöi ekki fyrir einangrun sina. Jákvæður skilningur yfir- valda á þessum vanda kemur fram i þvi, að unnið hefur verið að lengingu annarrar flug- brautarinnar I Eyjum. Oft sitja aðrir staðir á landi við sama borð og Vestmanna- eyjar. Landleiðin er ófær og siglingar strjálar. Þá veltur mikið á, að flug geti gengið' greiðlega. Þvi þarf að leggja áherzlu á flugvallabætur þar. Það er ekki allt bætt með þvi að jafna aðstöðuna til þess að tala i sima” lög við brotinu eigi fara fram úr 10.000,- króna sekt og getur hann þá bréflega innan mánaðar frá því honum barst kæran gefið sökunaut kost á að ljúka málinu innan ákveðins tima með greiðslu hæfilegrar sektar enda játist sökunautur undir þessa ákvörðun lögreglustjóra meö undirskrift sinni. Synji söku- náutur þessum málalokum eða sinni þeim ekki visar lögreglu- stjóri málinu til dómara.” Að framansögðu má sjá að aðgerðir vegna ætlaðs stöðu- mælabrots ökumanns bifreiðar- innar R-40139 hinn 18. október 1974 eru i samræmi viö ákvæöi reglna um stöðumæla i Reykja- vik, umferðarlaga og laga um meðferð opinberra mála. Hefur fjöldi sllkra mála verið afgreiddur undanfarin ár með greiðslu aukaleigugjalds, með lögreglusektargerð eða með dómsátt fyrir sakadómi. Hefur gildi þeirra reglna sem hér um ræðir þannig hlotiö staðfestingu dómstóla. Aö lokum skal eftirfarandi tekiö fram. Með boði minu I bréfi 10. desember um að ljúka málinu án dómsmeðferðar meö greiöslu sektar var aðeins gefinn kostur á þeim mála- lokum með hliðsjón af stöðu- mælakærunni en ekki kveðiö á um sekt eða sýknu ökumanns. Hann getur éinnig hafnað boðinu og tilgreint ástæður skriflega eða með þvi að sinna þvi alls ekki fengiö það sent sakadómi til meðferðar. Dómari getur þá skorið úr um það hvort um refsimál sé að ræða eða ágreining einkamála- legs eðlis milli ibúa Grettisgötu og borgaryfirvalda Reykja- vikur sem kynni að lúta lögsögu annarra dómstóla.” Flugfélag tslands hefur lengst af veriö aðalflutningsaðilinn I innan- landsfluginu. Oft á tiðum falla fiugferðir niður vegna þess aö búnaður fiugvalla er lélegur, og má þá ekkert vera að veðri til þess að ekki þyki ólendandi þar, öryggisins vegna. DÓMARI VERÐUR AÐ SKERA ÁGREININGINN

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.