Vísir - 11.01.1975, Side 3

Vísir - 11.01.1975, Side 3
Visir. Laugar'dagur 11. janúar 1975. 3 íslenzkir JC-félagar fó alþjóðleg verðlaun Reynir Þorgrimsson og Ásgeir Gunnarsson með hin eftirsóttu alþjóöa- verðlaun, stökkbukksverðlaunin. tslcnska Junior Chamber- hreyfingin hlaut sin fyrstu alþjóð legu verðlaun á heimsþingi Junior Chamber, sem haldið var nýlega i Auckland á Nýja-Sjá- landi. Það voru svokölluð ,,springbok”verðlaun, stytta af samnefndri skepnu, sem á lslensku myndi vist heita stökk- bukkur. Þessi alþjóðlegu verðlaun eru stöku sinnum veitt, þegar fram koma frábær kynningargögn um sjálfa hreyfinguna. Þykir það sérstakur heiður að hljóta stökk- bukkana. Fulltrúi islensku Junior Chamber hreyfingarinnar á þessu þingi var Reynir Þorgrlms- son, landsforseti árið 1974. Hann var lika einn þeirra, sem unnu verðlaunaverkefnið, en með honum voru þar að verki Asgeir Gunnarsson, Ragnar Þ. Guðmundsson, Ólafur Stephensen og Helgi K. Hjálmsson. Verðlaunaverkefnið er söguleg kynning á hreyfingunni, með 38 ,,slides”myndum, kynningar grein, sem heitir „Hvað er J.C.?”, og er það jafnframt heiti bókarinnar. Að lokum er i bókinni að finna námskeið i stjórnun og skipulagi Junior Chamber- Samkvæmt talningu# miðaðri við fyrsta des- ember siðastliðinn, voru alls 6200 samlagsmenn í Sjúkrasamlagi Reykja- víkur án heimilislæknis, segir í frétt frá sjúkra- samlaginu. Tveir samlags- læknar höfðu sagt upp, og er annar þeirra hættur. Sá hafði 500 samlagsmenn. Hinn er með 2200 samlagsmenn en hefur sett fyrir sig staðgengla til marzloka. A sama tima gat einn heimilislæknir bætt við sig 1000 samlagsmönnum. Meðan dæmið stendur þannig, eiga um 5700 Reykvikingar ekki kost á samlagslækni, en i april verða félagsins, og fylgja þvi 16 glærur fyrir myndvarpa. Þetta verk þykir hiö besta, sem til er innan alþjóðahreyfingar- innar nú. Auk þess fékk islenska hreyfingin sérstaka viður kenningu fyrir mikla fjölgun félagsmanna, en þeim fjölgaði um 80% á starfsárinu. þeir um 7900. Reykvikingum hefur nú verið bent á viðtalsþjónustu heimilis- lækna i göngudeild Land- spitalans, en vaktir þessar eru litið sóttar og geta annað meiri aðsókn. Aukist hún, kunna vakt- irnar að verða auknar. Þá auglýsir sjúkrasamlagið i dag, að enn sé rúm fyrir nokkur hundruð samlagsmenn hjá tveim heimilislæknum. Ennfremur segir i auglýsingunni, aö þar til annað verði ákveðið, sé læknis- lausum samlagsmönnum heimilt að snúa sér til hvaða heimilis- læknis sem er, af þeim læknum, sem hafa heimilislækningar að aðalstarfi. Listi yfir lækna þessa er birtur i auglýsingunni. —SH Þá munaði mjóu, að ísland fengi verðlaun fyrir útgáfustarf- semi. Samtals voru gefin út á árinu sjö námskeiða- og leiðbeiningabæklingar. —SH Hcekkuðu bensínið — hœttu við að fella niður gjöldin 38 6 kr. hækkun bensfngjalds, sem samþykkt var á sumarþingi siðastliðið sumar, gerði I upprunalegri mynd sinni ráð fyrir niðurfellingu 38 gjalda, sem á bil- eigendur og ökumenn eru lögð. 1 fréttatilkynningu frá Félagi islenzkra bifreiðaeigenda segir, að við skyndiafgreiðslu frum- varpsins á siðasta degi þingsins hafi 37 þessara gjalda verið kippt inn aftur, svo aðeins eitt gjald var fellt niður i stað þessara 6 króna, sem hver benslnlitri var hækkaður um. Með þessum hætti hafa bifreiðaeigendur þvi enn einu sinni orðið fyrir tvöfaldri skattlagningu, segir I tilkynning- unni. Þetta eina gjald, sem fellt var niður, er svokallaður þunga- skattur. Af litlum fólksbíl var hann á slöasta ári 2212 krónur, — upphæð, sem skilar sér við tólf áfyllingar af bensfni gegnum sex krónurnar, sem hækkunin nam. —SH Skortur á heimilislœknum er vandamál í Reykjavík Yngir upp á 10 ára afmœlinu Brauðbær heldur upp á 10 ára afmæli sitt I dag með þvi að opna á ný veitingastaðinn við Óöinstorg eftir gagngerar breytingar. Gestir staðarins snæða nú I mjög smekklegu umhverfi nýrra innréttinga, sem hannaðar hafa verið af teiknistofunni Arko. Eigandi Brauðbæjar I þessi 10 ár hefur verið Bjarni Ingvar Árnason, sem auk þess rekur Krána við Hlemmtorg. A myndinni er Bjarni Ingvar Arnason ásamt konu sinni, Sigrúnu Oddsdóttur. Tii hægri er y firkokkurinn, GIsli Thoroddsen, og starfsstúlk- urnar Margrét, Soffia og Jódis. — JB/Ljósm. Bragi. Spennan eykst í Grindavík Komið hefur fyrir að spenna I heimahúsum i Grindavik hafi failið niður i 180 voit en eölileg lágmarksspenna er 220 volt. Hefur þett'a leitt af sér truflanir á sjónvarpi i nokkrum húsum. Kafveitan hefur þó reynt aö ráða bót á þessu með smiði sér- stakra jöfnunarspenna sem lánaðir eru i viðkomandi hús. ,,Ef fólk hefur ekki þessa spennujafnara er myndin öll á fullri ferð,” sagði Guöfinnur Bergsson lögregluvaröstjóri I Grindavlk I viðtali við blaðið. ,,Um áramótin kom það fyrir vegna spennufalls, að tvö tæki hjá minni fjölskyldu skemmdust vegna spennufalls og kostar viðgerðin 14 þúsund krónur. Ég tel að rafmagns- veitan beri ábyrgð á slikum skemmdum, sem verða vegna spennufalls”, sagði Guðfinnur. „Fyrir hátiðar var of litil spenna I vissum húsum i Grindavfk. Er ástæðan veila I háspennulinu fyrir utan bæinn, sem ber ekki lengur þá aukn- ingu á straum, sem orðið hefur”, sagði Helgi Hjartarson, rafveitustjóri I Grindavik. „Ég hef reynt aö tá Rafmagnsveitur riksins til að endurnýja linuna á þessum stað, en þær vilja heldur hækka spennuna, sem kemur i sama stað niður”, sagði Helgi. „Ég hef loforð um að þessi spennuaukning verði fram- kvæmd alveg á næstu dögum og ætti þá spenna I öllum húsum i Grindavlk að hækka um 6-10 volt,” sagði Helgi. Rétt fyrir jólin var lokið við að setja aðalraflinu bæjarins I jörðu og var sú lina tengd áður en jólaálagið hófst. Við þetta hefur spennan i bænum hækkað en i gamla kerfinu fer spennan þó enn niöur i 200 volt að sögn Helga Hjartarsonar rafveitustjóra. „Ég mældi spennuna i minu húsi fyrir tveim dögum og þá var hún i 185 voltum, og enn fer hún aldrei yfir 195 volt”, sagði Guðfinnur Bergsson lögregluvarðstjóri i viðtali við blaðið. Guðfinnur býr aftur á móti i einu af þeim húsum, sem njóta áttu góðs af nýju jarðlögn- inni, sem tengd var fyrir jólin. „Ég held að þessi mæling sé einhver algjör misskilningur. Það er ekki möguleiki á að spennan i þessum húsum fari svona lágt núna. Ég hef grun um, að þarna hafi verið lesiö skakkt af mæli og væri rétt að kanna þetta nánar,” sagði Helgi Hjartarson um mælingu Guðfinns. Er Helgi var spurður um hvort hann teldi rafveituna skaða- bótaskylda vegna tjóns af spennufalli sagði hann: „Ég tel að rafveitunni beri að skila fullri spennu inn i húsin og að ibúarnir eigi rétt á þvi, aö þeirri kröfu sé fullnægt.” —JB Frá Sjúkrasamlagi Reykjavíkur 1. Enn er rúm fyrir nokkur hundruð sam- lagsmenn hjá tveim heimilislæknum. 2. Sjúklingum Björns önundarsonar sinna til mars-loka tveir staðgenglar, þeir Guðsteinn Þengilsson (viðt.t. á Laugav. 43 mánud., miðv., fimmtud. 9-11.30, þriðjud. og föstud. 13.30-15.30 og Jón K. Jóhannsson (viðt.t. i Domus Medica kl. 13.30-15.30. 3. Þar til annað verður ákveðið, er læknis- lausum samlagsmönnum heimilt að snúa sér til hvaða heimilislæknis sem er, af þeim, sem hafa heimilislækning- ar að aðalstarfi, en þeir eru: Axel Blöndal, Bergþór Smári Guðmundur Benediktsson Guðmundur Eliasson Guðmundur B. Guðmundsson Halldór Arinbjarnar Haukur S. Magnússon isak Hallgrimsson Jón Gunniaugsson Jón Hj. Gunnlaugsson Jón K. Jóhannsson Karl Sig. Jónasson Þegar þessir læknar sinna heimilislæknislausum sjúkling- um, taka þeir sama gjald og heimilislæknir sjúklings hefði gert. Sjúklingur skal framvisa samlagsskirteini sinu, til þess að sýna aö hann hafi ekki heimilislækni. SJÚKRASAMLAG REYKJAVÍKUR Kristjana Helgadóttir Ólafur Jónsson Ólafur Mixa Ragnar Arinbjarnar Sigurður Sigurðsson Stefán P. Björnsson Stefán Bogason Valur Júliusson Þórður Þórðarson Þorgeir Gestsson Þorvarður Brynjólfsson Hve lengi viltu bíða eftir f réttunum? Viltu fá þærheim til þín samdægurs? Eða viltu bíða til næsta morguns? VÍSIR flytur fréttir dagsins í dag!

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.