Vísir


Vísir - 11.01.1975, Qupperneq 5

Vísir - 11.01.1975, Qupperneq 5
Vísir. Laugardagur 11. janúar 1975. ERLEND MYNDSJÁ Umsjón: G.P. f Otryggur friður Viö og við berast fréttir frá bardögum i Suður- Víetnam/ þar sém á að heita friður samkvæmt samningum þeirra Kissingers og Le Duc Thos, er þeir gerðu í París í desember 1973. Hafa kommúnistar náö á sitt vald 12bæjum og þorpum þessa siöustu sex mánuöi. Myndin hér viö hliöina var tekin, þegar bardagar stóöu sem hæst um Phuoc Binh, stærsta bæinn, sem Vietcong náöi á sitt vald núna á dögunum. Þyrlan á myndinni flutti liös- auka til varnarliösins i Phuoc Binh, en þaö kom aö litlu haldi. Ný von bílasalanna Þessi sportlegi tveggja dyra bfII heitir „Pacer" og er nýjasta framleiðsla þeirra í Detroit. Þetta er minnsti ameriski bíllinn, sem settur hefur verið á markað, enda binda American Motors vonir við hann. Meö sihækkandi bensinveröi hefur vaxiö eftirspurn litilla bila og neyzlugrannra, og nú er ætlunin aö verða viö þeim óskum. „Pacer” er ætlaö aö hefja bilasöluna upp Ur þeirri lægð, sem hUn var i allt siöasta ár. Upphaflega var ætlunin að setja i þennan bil Wankelmótor, sem kaupa átti af General Motors. Af þvi varð þó ekki. Sá, sem myndin er af, er lUxusgerö, svonefndur Pacer D/L. En hann verður einnig framleiddur i ódýrari Utgáfu og svo sportmódeliö Pacer X. — Hann veröur fyrst kynntur á al- mennum markaöi i marz- byrjun. Hvimleið mistök Lögregluhundurinn hér á myndinni aö ofan komst I fréttirnar I vikunni, þegar flugræningi náði á sitt vald innanlandsfiugvél I Bret- landi, en var siðan yfirbugaður eftir niu klukkustunda stapp. Hundurinn átti sinn þátt I þvi, er flugræninginn var handsamaður. — En hvutti réðst þvi miöur á skakkan mann. Beit hann fiugþjón I óæðri endann, en ræninginn hafði tekiö þjóninn meö sér Ur fiugvélinni og ætlaöi að hafa hann fyrir skjöld. Gæzlumaður hundsins gerði hins vegar engin slfk mistök, heldur handsamaði ræningjann. Síðasta smiðshöggið Fyrir þingkosningarnar i Danmörku i fyrradag komu frambjóðendur flokkanna fram i sjónvarpinu og geröu grein fyrir stefnu hvers og eins. Knud Jespersen, formaður komnuínista, var meöal þeirra. Undir slikum kringumstæöum er ekki litið lagt upp úr útlitinu, og þessi mynd hér við hliöina var tekin af Jespersen, þegar hann lagði siöustu hönd á hár- greiðsluna, áður en hann birtist kjósendum á sjónvarps- skerminum. Veikara kyniö hefur jú lika at- kvæðisrétt.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.