Vísir - 11.01.1975, Síða 6

Vísir - 11.01.1975, Síða 6
6 Vlsir. Laugardagur 11. janúar 1975. vísrn Útgefandi: Reykjaprent hf. ) Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson í Ritstjóri: Jónas Kristjánsson ) Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson f Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason ) Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson f Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 ) Afgreiðsla: Hverfisgötu 44. Slmi 86611 í Ritstjórn: Sfðumúla 14. Slmi 86611. 7 llnur ) Áskriftargjald 600 kr. á mánuði innanlands. ( í lausasölu 35 kr. eintakið. Blaðaprent hf. ) Lánsamari en aðrir Við erum ein af fáum þjóðum, sem ekki býr við ( mikið og vaxandi atvinnuleysi á þessum siðustu f og verstu timum. Hér snúast hjól atvinnulifsins ) af fullum krafti, þrátt fyrir oliukreppu og annan \ mótbyr. Við megu'm þvi teljast lánsamari á þessu ( sviði en flestar aðrar þjóðir. / Atvinnuleysið vex um þessar mundir hröðum / skrefum um heim allan. Jafnvel hjá Vestur-Þjóð- ) verjum, sem hafa traustara efnahagslif en flest- \ ar aðrar þjóðir, er atvinnuleysið komið upp i ( 4,2%. 1 Bandarikjunum er það komið upp i 6,5% / sem hlýtur að teljast óhugnanlega hátt hlutfall. ) Þetta hefur leitt til þess, að baráttan við krepp- ) una hefur leyst baráttuna við verðbólguna af \ hólmi sem höfuðviðfangsefni rikisstjórna á ( Vesturlöndum. 1 fyrrasumar voru þær önnum / kafnar við að reyna að draga úr verðbólgunni, en ) nú hafa þær séð, að baráttan við kreppuna er \ mikilvægari. / Margföldun Araba á verði oliu á verulegan ( þátt i þvi einkennilega ástandi, sem rikti i / efnahag Vesturlanda á siðasta ári, að kreppa og ) verðbólga fóru saman. Venjulega eru þetta ( taldar andstæður og voru stjórnvöld á Vestur- /( löndum þvi vant við búin að fást við hvort tveggja / i einu. \ Eftir samdráttaraðgerðir ársins sem leið eru ) nú hafnar útþensluaðgerðir i rikjunum beggja ( vegna Atlantshafsins. Skattar eru lækkaðir á / fyrirtækjum og þeim leyfðar verðhækkanir,, svo ) og reynt að opna þeim lánamarkaðinn, — allt til \ þess að blása lifi i aðþrengt atvinnulif, sem (( einkennzt hefur af samdrætti og gjaldþrotum. // Stjórnmálakreppan á fslandi olli þvi, að ekki (/ var gripið til raunhæfra aðgerða i efnahags- ) málum fyrr en i haust, þegar ný rikisstjórn kom \ til valda. Var þá fyrirsjáanlegt, að metverðbólg- ( an, sem komin var upp fyrir 50% og stefndi yfir / 60%, mundi innan skamms vikja fyrir atvinnu- ) leysi sem höfuðvofu efnahagslifsins. ( Þá var vandamál okkar verra en annarra ( þjóða, verðbólgan hraðari og fyrirsjáanlegt hrun / atvinnulifsins stórfelldara. Við höfðum nefnilega ) ekki aðeins við oliukreppu og nokkurra mánaða \ stjórnleysi að striða, heldur einnig fáránlega ( kjarasamninga, sem gerðir voru i upphafi ársins. / Þeir samningar voru tómt rugl og öllum þeim til ) skammar, sem nálægt komu. ( Aðgerðir stjórnvalda á undanförnu hausti og ( vetri hafa eytt skaðsemdaráhrifum þessara / kjarasamninga að þvi marki, sem slikt er unnt. ) Enn megum við teljast hafa vel sloppið, að ( kaupmátturinn skuli ekki vera lakari en hann var /( rétt fyrir þessa illræmdu samninga. ) Dýrtiðin er að sjálfsögðu tilfinnanleg. En það \ er jafnframt kaldhæðnislegt, að kveinstafir ( manna út af henni stafa fremur af óhófseyðslu / um jól og áramót. Lifskjörin eru i rauninni engu ) lakari en þau voru fyrir nákvæmlega einu ári. \ Ef við getum haldið i þvi horfinu enn um sinn, ( höfum við vel sloppið. í mörgum nágrannalanda / okkar horfast menn i augu við siversnandi lifs- ) kjör i náinni framtið. Við höfum þó komið okkar \ málum i nógu gott horf til að halda fullum (( afköstum i atvinnulifinu og þar af leiðandi / stöðugum lifskjörum. ) ófáir draga fram lffiö á viljastyrknum einum saman, meö þvi aö þeir hafa ekkert til þess aö seöja sultinn meö. Daglega eru milli 20 og 30bornir til grafar ihöfuöborginni einni saman, allir hungurmoröa. Neyðarinnar land Meö hungurvofuna á næstu grösum, efnahagskerfi landsins I molum, æöstu stjórn I ringul- reiö og vopnaöa ofstækismenn á ööru hverju strái sá Mujibur Rahman, forsætisráöherra Bangladesh, sig tilneyddan aö lýsa yfir neyöarástandi I landinu. Það hefur komið mönnum til að velta vöngum yfir hvaða framtið lýðræðisstjórn á i sliku öngþveiti. Með þvi að lýsa yfir neyðar- ástandi fékk Rahman fursti aukin völd i hendurnar, og kviða menn þvi, að hann kunni að nota sér þau til þess að bæla niður alla andstöðu við stjórn sina. St jórnin getur nú að vild sinni tekið upp ritskoðun, opnað póst manna, bannað verkföll og stjórnmálaflokka og visað útlendingum úr landi. Ýmis ákvæði stjórnarskrárinnar hafa þannig fallið úr gildi, meðan þetta ástand varir. A hinn bóginn tekur stjórnin umboð til að gripa til róttækari aðgerða, sem kunna að reynast nauðsynlegar við að koma lagi á málin. Hún getur innleitt dauöarefsingu til að hegna þeim, sem gera sér mat úr efna- hagsöngþveiti landsins, eins og þeim, sem hamstra matvæli, stunda svartamarkaðsbrask eða smygla. Slik skuggaiðja hefur ekki átt svo litinn þátt i efnahagserfiðleikum þessa nýja rikis noröaustur af Indlandi, þar sem búa 75 milljónir manna meira og minna við sult og seyru. Bengalir hafa brugðizt hart við til að sporna gegn þvi síðasta. Jafnvel i dag, þegar menn uggir, aö lýöræðið verði afnumið, hafa þeir enga þolinmæði til þess að gefa Mujibur Rahman næði til at- hafna; — Þeir bera ekki lýðræðið svo mjög fyrir brjósti. Þeim er meir I mun, að fundin verði úrræði til að metta hina hungruöu. Óvissan hefur lamandi áhrif á allt athafnalif. Engum dylst að stjórnin er duglaus. Þeir, sem gagnrýna hana harðast, eins og leiðtogi stjórnarandstöðunnar i þinginu, Ataur Rahman Khan, segja, að stjórnin hafi gengið af lýðræðinu dauðu. Þó hefur það dregið úr áhyggjum manna, að enn sem komiö er bólar ekki á neinum nauðungaraðgerðum gegn stjórnarandstæðingum. Neyð- arástandi var lýst yfir 28. des. og nær hálfur mánuður liðinn. Styður það nokkuð getgátur þeirra, sem sögðu, að gripið hefði verið til þess úrræðis til að friða her landsins. Herforingjar höfðu látið i ljós megna óánægju með dómstólana, sem þeim þótti taka linlega á forystu- mönnum hermdarverkamanna, smyglurum og öðrum, sem handteknir höfðu verið af hernum og færðir fyrir rétt. Einn þeirra fyrstu, sem hand- tekinn var strax eftir 28. des. var Mauded Ahmbd, lög- fræðingur, sem farið hefur fyrir mannréttindabaráttunni I Bangladesh. í þessum vangaveltum hefur mönnum einnig komið til hugar, að Mujibur fursti léti stofna forsetaembætti, sem hann mundi auðvitað gegna, og setja undir sig forsætisráðherra. Með þvi móti gæti hann haldið við landsföðurhlutverki sinu, hvað sem liöi öllum plágum og ágreiningnum innan Awami- sambandsins, sem er flokkur hans. Það eru ekki nema þrjú ár siðan Bangladesh varð sjálf- stætt riki eftir borgarastyrjöld- ina,semklauflandiðfrá Vestur- Pakistan. Siðan hafa ibúar landsins soltið heilu hungri og sjá ekki fram á þann dag, að úr þvi rætist. Horfellirinn hefur verið gifur- legur. Siðustu þrjá mánuði hefur það þó skánað, en ástandið er hryggilegt engu að slður. Ein hjálparstofnunin I Dacca segist daglega jarösetja llllllllllll JM) M UMSJÓN: GP milli 20 og 30 manns — bara i höfuðborginni. Verðbólgan er slik, að jafnvel 30% verðbólga Indverja sýnist hégómi i viðmiðun. Enda er svo komið, að einungis nokkri'r útvaldir hafa efni á að kaupa séif viðbótarskammta af hrisl grjónum eða hveiti. Gjaldmiðill landsmanna, taka, er alltof hátt skráður, enda er erlendur gjaldeyrir seldur á svörtum markaði á 150 og 200% hærra verði. Stirt skrifstofubáknið, dugleysi stjórnvalda og skortur á gjaldeyri til að greiða fyrir varahluti eða nýjar vélar lamar iðnaðinn. Allt þetta er þess valdandi, að svartamarkaðurinn blómstrar og hamstrarar græða á tá og fingri. Stjórnin segist þurfa allra ráða við til þess að hafa hemil á ósómanum, að ekki sé minnzt á skæruliða öfgasinna, sem aldrei eru til friðs. Mujibur Rahman fursti, forsætisráðherra Bangladesh. Stjórn hans hefur reynzt duglitil. —JK

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.