Vísir


Vísir - 11.01.1975, Qupperneq 7

Vísir - 11.01.1975, Qupperneq 7
Vlsir. Laugardagur 11. janúar 1975. cTMenningarmál Inngangur að ritdómum: BÆKUR í HAUST Það var í vetur eins og endranær að meðan bóka- flóð jólanna var að falla að varð manni einatt hugsað sem svo: jæja- seisei, það leggst eitt og annað til þessi jólin eins og endra- nær. En hvað segja menn svo þegar staðið er upp f rá lestri og rúmhelgur dagur runninn á ný? Ætli það verði ekki eitthvað á svip- aða lund og stundum áður: æijæja, ekki er það nú margt sem eftir varð úr bókaflóði, varla hefur bókmenntunum fénast mikið þessi jól frekar en endranær. En auðvitað velta viðbrögð við hinum árlega bókahasar i desember einkum á því til hvers menn eiginlega ætlast. Þeir sem ætlast til að fá á jólum sina venju- legu ástar-, sjómanna- eða mannraunasögu, samtalsbók við klæminn karl eöa gamlan prest, andakuklarabók, stóru skipa-, flugvéla-.fugla- eða fiskabók, nýj- ustu fræði um guð sem var geim- fari, eða bara biblíusögur sinar upp á nýtt i útlendu gljáprenti, — eða þá aðra þvílíka algenga markaðsvöru, — ja, þeir sem til þess ætlast hafa sjálfsagt fengið slna vöru selda og goldið hana feginshugar I ár eins og endra nær. Ekki eitt illt orð um allar þær bækur! En þær koma bara bók- menntunum i landinu eins og það orð venjulega er skiliö, ósköp lltið viö, þótt þær séu að sjálfsögðu fróðlegar um bókmenningu landsmanna. Dauft hjá bókafélögum Þrátt fyrir allar hrakspár eftir verkfall I vor virtist bókaútgáfa i haust svipuð að fyrirferð og und- anfarin ár. Einustu forlög sem verulega sýnast hafa minnkað umsvif sin, hvað sem þvi veldur, eru stóru bókafélögin. Almenna bókafélagið og Mál og menning sem gaf út mun færri bækur en undanfarin ár og er nú mest I endurútgáfum og ritsöfnum. Almenna bókafélagið skartaði I auglýsingum einkum með nemendatali Kvennaskólans i Reykjavik og nýrri útgáfu Eldeyjar-Hjalta eftir Guðmund Hagalin, sem ekki skal lastað, en forlagið mun nú vera að koma upp nýjum lokuðum áskrifta- klúbb fyrir félagsútgáfu sina. Annars voru fá nývirki hjá AB i haust, og ekkert bólar enn á stóra mikla ljóðasafni forlagsins sem leysa á íslands þúsund ár af hólmi. A hinn bóginn var útgáfa Menningarsjóðs með besta og bragglegasta móti i ár: forlagið gaf út á meðal annars helstu ljóöabók haustsins, Að brunnum eftir ólaf Jóh. Sigurðsson, rit Sigurðar Þórarinssonar um Skeiðarárhlaup og Grimsvatna- gos, Vötnin strið, þrjú leikrit eftir Evripides i þýðingu Jóns Gisla- sonar. Og siðast en ekki sist kom út hjá Menningarsjóöi íslendinga saga Sturlu Þórðarsonar með myndum eftir Þorbjörgu Höskuldsdóttur og Eirik Smith, gefin út að einhverju leyti i þjóð- hátiðarskyni að mér skilst á eftirmála útgefandans. Ekki veit ég hvort menn hafa áttað sig á þvi að hér var á boðstólum miklu verklegri hetju-, styrjaldar-, mannrauna- og meira að segja ástarsaga lika en prangað er með á jólamarkaðnum. Um hetjur, teiknara og trassa Það var að minnsta kosti min reynsla þegar ég fór að blaða i bókinni, mest til að skoða i henni myndirnar, að ég var fyrr en varði niðursokkinn I hina spenn- andi frásögn, sjálfrar hennar vegna, þáttinn um Sauðafellsför og eftirmál hennar að mig minnir, og. varð að slita mig frá lestrinum af þvi ég þóttist hafa þarflegra að sinna en liggja i reyfaralestri. Sem auðvitað var tómur misskilningur! Um myndir Þorbjargar og Eiriks er sjálfsagt betra að aðrir tjái sig og raunar rétt og skylt að listfróöir menn láti uppi rökstutt álit á verki þeirra. En i fljótu bragði skoðað virðast myndirnar ansi misjafnlegar að sinum veröleikum og hæfa sjálfsagt efninu misvel, sumpart sverja þær sig I ætt við fyrri „hefðbundna” myndskreytingu fornsagna eins og hún mótaðist einkum af verkum Þorvaldar Skúlasonar og Gunnlaugs Schev- ings fyrrum, einkum sumar myndir Eiriks. En sumpart eru lika prófuð ný sjónarhorn á efnið, ekki sist i myndum Þorbjargar þótt Eirikur eigi lika hlut að þvi máli, og verða þær myndir að visu nýstárlegri og forvitniiegri fyrir vikið. En hvað sem álita- efnum liður um einstakar myndir og afstöðu þeirra til textans (og myndskreyting verður vitanlega ekki metin rétt nema i hlutfalli sinu við hann) er hitt ekki áhorfsmál að myndirnar i bókinni eiga sinn mikla þátt i þvi að gera hana svo eigulega sem raun ber vitni. Það væri vert, sem raunar er gefiö til kynna I eftirmála að standi til, að Menningarsjóður héldi áfram slikri útgáfu, hvort heldur væri Sturlungu eða ann- arra fornrita. Finnbogi Guðmundsson hefur séð um útgáfu Islendinga sögu og mun hún aö mestu ef ekki alveg öllu leyti gerð eftir Sturlungu-út- gáfunni frá 1946. En tvennt er með beinlinis hneykslanlegu móti um verk útgefandans. Annað er það að textinn er prentaður með „samræmdri stafsetningu fornri” þótt nú sé loks orðið alsiöa aö gefa út lestrarútgáfur fornrita með nútimastafsetningu, enda sjálf- sagt mál. Hitt er samt miklu verra að engin nafnaskrá fylgir sögunni, en slikt „bákn”, tæm- andi nafnaskrá með nokkrum skýringum og helstu at- riðisorðum, er alveg nauðsynlegt til að rata aftur og fram um söguna. Ætli það sé ofmikiö sagt að Finnbogi Guðmundsson og Menningarsjóður hafi með þessum trassadómi haft af kaupendum bókarinnar svo sem hálft það gagn og ánægju sem þeir annars mættu og ættu reyndar kröfu til að hafa af henni. Ellefu aldir, ein bók t þjóöhátiðarskyni var lika gerð sú bók sem að öðrum ólöstuöum var vist „bókmenntaviöburöur ársins” sem kallað er: fyrsta bindi hinnar nýju Sögu tslands sem Bókmenntafélagið og Sögufélagið gefa út á vegum þjóðhátiðarnefndar. Það skyldi þó ekki fara svo að Islandssagan veröi varanlegasta verkið sem nefndin sjálf beitti sér fyrir? Brátt mun annað bindi sögunnar væntanlegt og verður þá lokið sögu þjóöveldisins. Og þá mun fyrst reyna á það hve þjóðhátið- arbyrinn endist verkinu: hvort tekst að halda sögunni áfram um þau skeið Islandssögu sem miður hafa verið könnuð og allt fram á okkar dag eins og fyrirhugað mun vera. En ef það tekst hefur lika ellefu alda byggð I landinu verið reistur varanlegur minnisvaröi. Og úr þvi hér er drepið á hin þjóðlegu fræði get ég ekki stillt mig um að nefna rétt á nafn mikla elskubók, Fagrar heyrði ég raddirnar, þjóðkvæði og stef sem Einar Ól. Sveinsson tók saman, með myndum eftir Gunnlaug * Scheving, sem Mál og menning gaf nú út að nýju. Þar má nema skáldskapinn í landinu um þúsund ár, ljóslifandi i brjósti og á vörum þjóðarinnar eins og sagt er ómengaðan af skrumi og skjalli umliðins hátiðarárs. Bækur á markaði Ahrif prentaraverkfallsins i vor á bókaútgáfu ássins verða vitan lega ekki metin fyrr en fyrir liggja endanlegar tölur um útgáf- una i ár. En það varð I fyrsta lagi til þess að svo sem engar bækur komu út allan fyrri hluta ársins og raunar langflestar eins og endranær örfáar siðustu vikur fyrir jól. En ekki varð betur séð en flestöll einkaforlög hefðu i haust eftir Ólaf Jónsson sömu og sum meiri umsvif en undanfarin ár. Þar sýnist mér Helgafell, Skuggsjá i Hafnarfirði, Iðunn, órn og örlygur, fremst I flokki, og Iðunn ber nú eins og undanfariö af öörum útgefendum barna- og unglingabóka. Og auðvitað kom út sitthvaö af nýjum innlendum skáldskap, kannski meir en stundum áður, allténd af skáldsögum, og töluvert var um ljóðabækur I off- set-fjölrituðum | bókum, i litlu upplagi. Er það tóm missýn að frumsamdar islenskar bækur til jólanna, skáldrit og annað efni, án gæðamats, séu nú að jafnaði minni verk að vöxtum en áður var? Hvað er annars langt siðan út hefur komið ný skáldsaga eftir ungan eða miöaldra höfund, reglulega þykk undir hönd? Sé rétt eftir tekið má kannski á þessu merkja bein áhrif stórauk- ins prentkostnaðar á bókaútgáf- una og þar með b'ókmenntastarf i landinu. En óneitanlega er það skrýtin tilhugsun ef vaxtar- broddur bókmenntanna á fram að ganga sumpart i tiltölulega mjög litlum og að þvi skapi rándýrum bókum á jólamarkaö, sumpart i fjölrituðum einka-útgáfum. — Með þvi að ritdómar hafa ekki birst i VIsi i haust, nema umsagnir um barnabækur, er ætlunin að vikja hér á næstu vikum að nokkrum þeim bókum, sem þykir taka þvi aö lala um á nýju ári. En áður en það efni er tekið upp er kannski vert að ræða nokkrum orðum fjárhagskjör bókaútgáfunnar, kaupenda og lesenda og þar með lika rit- höfunda og bókmenntanna, eftir þvi sem að þeim efnum verður komist. Snorra þótti hennar ferö heldur hæöileg...... Mynd Þorbjargar Höskuldsdóttur af fundi þeirra Hallveigar Ormsdóttur og Snorra Sturlusonar. Maður í manns stað Sinfóniuhljómsveit islands 7. tónleikar Stjórnandi: Vladimir Ashkenazy Einleikari: Cristlna Ortiz Efnisskrá: Mussorgski: Kho- vanshchina, forleikur Rach- maninoff: Paganini-tilbrigði Sjostakovitsj: Sinfónia nr. 8 „Maður kemur i manns stað” segir máltækið, og eru það orð að sönnu. Það var leitt að Ándré Previn komst ekki til islands vegna veikinda. Eftir að hafa séð ög heyrt til hans á listahátiðinni i sumar, þar sem hann stjórnaði Sinfóniuhljómsveit Lundúna og kom fram á jazztónleikum Johnny Dankworts og Cleo Laine, hefði verið gaman að sjá hann við pianóið i jafnerfiðu stykki og Paganini-til- brigðin eru. En eins og áður sagöi, maður kemur i manns stað, og hingað fengum við enn eitt undrabarnið og verölaunahafann, nú frá Braziliu, Cristinu Ortiz. Er skemmst frá þvi að segja, að hún er stórkostleg, þetta erfiða stykki var i höndum hennar sem barnaleikur einn. Var unun að hlusta á hana leika, svo ekki sé minnst á hve samvinna hennar, hljómsveit- arinnar og stjórnandans var góð. Hljómsveitin lék af- burðavel, þótt nokkra smá- hnökra mætti finna, en það hafði engin áhrif á heildarsvipinn, sem var til fyrirmyndar. Forleikurinn að Khovansh- china eftir Mussorgski var einnig vel spilaður, en var samt frekar litlaus. Á hinn bóginn var 8. Sinfónia Sjostakovitsj stór- glæsileg i flutningi hljóm- sveitarinnar. Sjostakovitsj samdi þessa sinfóniu 1943 er siðari heimsstyrjöldin stóð sem hæst, og ber sinfónian þess glögg merki. Miklar andstæður eru I verkinu, og tókst stjórn- andanum aö laða þær fram á áhrifamikinn hátt. Málm- blásararnir stóðu sig fíabærlega vel, svo og piccoló- ■ flautan, sem var i höndum Jó- sefs Magnússonar. Fyrstu fiðl- urnar náðu ekki alltaf saman, var tónmyndunin ekki alltaf nógu nákvæm hjá sumum þeirra, og vildi lika brenna við, að ekki væru allir með á nótun- um i innkomunum. En hvað um það, það var glæsibragur yfir flutningi verksins, og á hljóm- sveitin mikið hrós skilið. TONLIST Cristina Ortiz Eftir Jón Krístin Cortes Vladimir Ashkenazy hafði góð tök á þeim verkum sem flutt voru. Er nánast furðulegt, að maður með jafnlitla reynslu sem stjórnandi geti gert það sem hann gerði. Að kunna t.d. 8. sinfóniuna utanað, geta gefið hverja einustu innkomu i jafn- snúnu verki, það veröur að kallast gott. En samt verö ée aö seaia bað. að mér finnst hann alltaf stjórna of mikiö. Hreyfingar hans eru allt of miklar, svo stundum fannst mér hann einna helst minna mig á hnefaleikakappa, meira aö segja fótaburðurinn minnti á það. Það getur reynst hættulegt, I fyrsta lagi getur það ruglað og i öðru lagi getur það haft þau áhrif, að hljómsveitin fer að treysta of mikið á það, að stjórnandinn komi þeim inn á réttum stað. Hitt verður ekki af honum skafið, að hann vill, og getur, stjórnað.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.