Vísir - 14.01.1975, Side 1

Vísir - 14.01.1975, Side 1
VÍSIR 65. árg. — Þriöjudagur 14. janúar —11. tbl. „EKKERT LOKA- TAKMARK" — sagði Guðmundur Sigurjónsson, nýbokaður stórmeistari, í viðtali við Vísi í morgun. Sjó bls. 4 | blaðafulhrú^550" | ^ ^ Tjónið nemur hundruðum milljóna" — öll viðgerðaaðstaða Flugfélagsins ónýt ósamt öllum varahlutabirgðum Byggingar þær, sem brunnu á Reykjavikur- flugvelli i gær, voru tryggðar samtals fyrir 1)1 milljón króna. Þar af voru byggingar Flug- málastjórnar, flugskýlið og viðbyggingin að sunnanverðu, þar sem eldurinn kom upp, tryggðar fyrir tæpar 75 milljónir. Ekki var i morgun hægt að fá nákvæma tölu um tryggingar- upphæö á lager, tækjum og öðrum lausafjármunum, sem þarna brunnu, en hún mun að minnsta kosti hafa verið 400 milljónir króna. Sveinn Sæmundsson, blaðafull- trúi Flugleiða, sagði að útilokað væri á þessu stigi málsins að meta tjónið til f jár, en sagði óhætt að fullyrða, að það léki á hundr- uðum milljóna. „Sumt af þvi, sem þarna brann, fæst aldrei bætt”, sagði Sveinn. „Þar á ég við ýmis konar tæki og verkfæri, sem voru sérsmiðuð og ómetanleg. Eins var um tæki, sem þarna voru i smiðum”. Nú verður hafizt handa um að bjarga málunum til bráöabirgða. Skoðunardeildin fær inni með gögn sin i Bændahöllinni, þar sem nokkurt húsnæði var laust, en sið- an þrengt að öðru eins og með þarf. Við það verða upp undir 20 manns, að sögn Sveins Sæmunds- sonar. Alls unnu yfir 100 ínanns i húsum þeim, sem brunnu. Einnig verður reynt að fá til bráðabirgða inni i öðrum skýlum vallarins með viðhaldið á Fokker Friend- ship flugvélunum, en skýlið sem brann var hið eina, sem rúmaði þotur Flugfélagsins, og þær eru komnar að skoðunarviðgerð. Innanlandsflugið hefur átt i Rótað i brunarústunum I morgun. Þar var fátt eitt nýtilegt að finna. Eldurinn hafði grandað flestu þvi, sem fyrir varð.íLjósmynd Vísis BG). erfiðleikum upp á siðkastið vegna BARÁTTAN VIÐ ELDINN OG STÓRVIÐRIÐ - bls. 3 veðurs, og nú bætast við erfiðleik- ar vegna brunans. Varahlutalag- erinn brann allur, að þvi taliö er, og getur það valdið erfiðleikum með Fokkervélarnar, að standi á útvegun varahluta i þær. —SH Veðrið: Grafa sig út úr húsunum — baksíða „Engin röskun flugs fyrstu dagana" - bls. 3 Afþökkuðu aðstoð Pattons og létta vatnið — baksíða Örn 0. Johnson: Nýtt flugskýli nœsta verkefnið — baksíða Myndasíða fró brunanum - bls. 2 STÓRSMYGLIÐ 0G HVARF GEIRFINNS TENGD MÁL — Geirfinnur var beðinn að aðstoða við að eima sjóskemmdan vínanda - BAKSÍÐA

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.