Vísir - 14.01.1975, Síða 4

Vísir - 14.01.1975, Síða 4
4 Vísir. Þriöjudagur 14. janiíar 1975. 7-8 PRÓSENT AUKNING Á IÐNAÐAR- FRAMLEIÐSLU Framleiðsla iðnaöarins óx um hafði fyrirætlanir um fjárfest- 7-8 af hundraði á þriöja árs- ingu i lok ársins. Þær upplýsing- fjórðungi 1974, miðaö við sama ar sem bárust, gefa til kynna, timabil árið áður. að framleiðsluaukningin miðað Til þess benda niðurstöður við árið áður hafi aðallega verið svokallaðrar hagsveifluvogar i ullariðnaði, sútun og verkun iðnaðarins, en hún byggist á skinna og veiðarfæragerð. 1 svörum fyrirtækja við spurn- flestum öðrum iðngreinum varð ingum Landssambands iönað- annaðhvort kyrrstaða eða ein- armanna og Félags islenzkra hver minni háttar framleiðslu- iðnrekenda. aukning. I pappirsvörugerð og Um helmingur fyrirtækjanna, málningargerð er þó um nokkra sem svöruðu spurningunum, minnkun að ræða. —HH pOÐ SALA I STORUM JEPPUM OG SMÁBÍLUM — bílasalan á nýbyrjuðu ári fer þokkalega af stað „Liklega er hér um að ræða fólk, sem er búið aö borga gjöld sin fyrir slðasta ár og búiö að rcikna út, hvað það muni þurfa að borga á þessu”, sagði einn viðmælenda VIsis, er grennslazt var fyrir um bilasölu á nýbyrj- uðu ári. Haft var samband við nokkur stærstu bilaumboðin, og voru svörin yfirleitt á þann veg, að mun liflegra væri nú yfir bila- sölu en var i desember, og sum- ir töldu söluna engu lakari en á sama tima I fyrra. Hjá Fiat hafa selzt 20 bilar þessa tiu fyrstu söludaga ársins, en 32 seldust allan janúarmánuð fyrir ári. Mest selst nú af gerð- unum 127 og 128, sem eru tiltölu- lega ódýrir, en þeir bilar, sem seldust siðustu daga ársins sem leið, voru eingöngu dýrari gerð- imar. Allir þessir bilar eru af árgerðinni 1975. Hjá Sveini Egilssyni hafa selzt fast aö 20 bilar, mest Cortina og Escort, ,,en einn og einn Broncoinn á milli”, eins og komizt var að orði. Mest eru þetta bilar af árgerðinni 1974. Hjá hinu Ford-umboðinu, Kr. Kristjánssyni, hafa selzt 10 bil- ar, sömu tegundar og árgerð. Hekla h.f. hefur selt 8 bila það sem af er árinu, einkum Volks- wagen 1200 L. Þar var okkur sagt, að salan I notuðum biium væri farin að verða lifleg. Systurfyrirtæki Heklu, P. Stefánsson, hefur selt 12-15 bila, einkum fólksbila, en ' einnig Land-Rover. Range Rover er ekki til eins og er, en eftirspurn nokkur. Hjá báðum umboðum er um að ræða árgerð 1975. Hjá Sambandi islenzkra samvinnufélaga hafa selzt 8 bil- ar frá General Motors það sem af er árinu, mest af Blazer. Af Scouthafa auk þess selzt 7 bilar. Hér er aðallega um ’74 árgerð að ræða. Hjá Agli Vilhjálmssyni er mikið spurt um nýja bila á nýju ári og 10—12 bilar seldir. Mest er salan i jeppunum, Wagoneer og Cherokee. Megnið af þeim bilum er árgerð 1974. Þeirri spurningu, hvort lána- kjörum hefði verið breytt frá þvi, sem var i fyrra, var svarað svipað hjá öllum umboðunum: Að krónutala hefði jafnaðarlega verið hækkuð til hlutfalls viö verðhækkun bilanna, en láns- tlminn væri sá sami og áður. Þó var sums staðar tekið fram, að hægt væri að semja um alla hluti og þá jafnframt að koma nokkuð til móts við kaupendur i lánsupphæðum og timalengd- um, eftir þvi um hvaða upphæð- ir væri að ræöa. —SH Upplýsingarnar komnar fró Croiset: Samhljóða fyrri upplýsingum „Uppiýsingarnar frá Croiset voru I svipuðum dúr og þær, sem hann gaf Morgunblaöinu. Þar sem þegar hefur veriö leit- að samkvæmt þeim upplýsing- um, töldum við ekki ástæðu til þess aö hefja leit aftur”, sagði Haukur Guðmundsson rann- sóknarlögreglumaöur i Keflavfk i viðtali við Visi I morgun. Stutt er siöan upplýsingarnar frá Croiset bárust. „Hann skrifaði þær niður á blað. Hann tók einnig fram þar, að sér hefði gengiö ákaflega erfiðlega að komast i samband við þetta mál. Hann gat t.d. ekk- ert sagt um aðdragandann að hvarfi Geirfinns”, sagöi Haukur einnig. Haukur sagði, að þessum þætti sjáandans Croiset væri þar meö lokið i rannsókninni á hvarfi Geirfinns Einarssonar. Rannsókn heldur áfram hjá lög- reglunni eins og venjulega og beinist að þvi að finna ljósa Benz-sendiferðabilinn. — ÓH ISLAND A NÚ LOKJ TVO STOR- MEISTARA í SKÁK Guðmundur Sigurjónsson hefur áður verið nærri þvi að öðlast stórmeistaratignina, en ekki tekizt fyrr en núna. — Hann hef- ur nú um skeið stundað skákina sem atvinnu. „Þetta er ekkert lokatakmark,” sagði Guðmundur Sigurjóns- son, i morgun i viðtali við Visi. ,,En það er alltaf gott að hafa þennan titil. Maður fær frekar boð á skákmót. „Auðvitað er ég mjög ánægður”. „Ég er þreyttur eftir þetta og geri ráö fyrir að slappa dálitiö af á mótinu hér,” sagði Guðmundur, sem kom seint I gærkvöldi til Wijk-aan-Zee I Hollandi, þar semhann byrjar að tefia á móti á hádegi I dag. Guðmundur gerir ráð fyrir að fá stórmeistaratitilinn form- lega, þegar þing alþjóðaskák- sambandsins, FIDE, verður haldið, sem yfirleitt er siðara hluta árs. Hann náði fyrri áfanga þess, sem til þurfti stór- meistaratitli á móti i Costa Brava I september I fyrra. „Ég hef stefnt að þessu. Það væri of mikið sagt, að ég hafi gert það árum saman, þvi að nú er aðeins eitt ár, siðan ég byrjaði að tefla aftur i alvöru. Aframhald atvinnumennsku minnar fer svo eftir atvikum. Guömundur Sigurjónsson tryggði sér stórmeistaratitilinn með þvi að vinna siðustu skák sina I Hastings-mótinu I gær. „Guðmundur Sigurjónsson frá íslandi sýndi mikla Til er fólk erlendis, sem ekki þekkir neitt annað til tslands en að þaö eigi stórmeistarann, Friðrik Ólafsson. Hefur það verið mörgum undr- unarefni, að svo litil þjóö sem tslendingar skuli búa að slikum skák- snillingum. nákvæmni”, segir i fréttaút- sendingu Reuters um skák Guðmundar við Garcia frá Kúbu. Þar með á Guðmundur annað sætið tryggt með 10 vinninga, sem er 66,3% árangur. En ekki eraðvita nema einhverjir fleiri deili með honum öðru sætinu. Siðasta umferð mótsins verður tefld i dag. Höfðu Guðmundur og Hort fengið sinum skákum flýtt til þess að komast á skákmótið i Wijk-aan-Zee i Hollandi, en það á einmitt að hefjast i dag. Tékkneski stórmeistarinn, Vlastimil Hort, tryggði sér sigurinn i Hastings, þegar hann vann skák sina við Planinc I gær. Þótti Hort þar sýna sterk- ari taugar I spennunni, sem magnazt hafði vegna tvisýn- unnar undir mótslokin. — Fékk Hort 10 1/2 vinning af 15 mögu- legum og þar með sigurverö- launin, sem eru 600 sterlings- pund, eða tæpar 170 þúsund Islenzkar krónur. Guðmundur verður annar stórmeistarinn, sem Island eignast I skák. Það var reyndar lika i Hastings, sem Friðrik Ólafsson stórmeistari' vakti fyrst á sér athygli á alþjóð- legum vettvangi fyrir all- mörgum árum. I Wijk-aan-Zee verður teflt I tveim flokkum, A- og B-flokki, og teflir Guðmundur I B-flokki. Aðstandendur mótsins höföu ekki séð fyrir frammistöðu Guðmundar I Hastings. —GP/HH. A skákmótinu I Hastings, þar sem tsland eignaöist sinn annan stórmeistara, T.v. stýrir Guðmundur svörtu mönnunum á móti Rússanum, Vaganian. — Þaö var einmitt I Hastings fyrir allmörgum árum, sem Friörik ólafsson vakti fyrst á sér athygli I erlendu skákmóti.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.