Vísir


Vísir - 14.01.1975, Qupperneq 5

Vísir - 14.01.1975, Qupperneq 5
Vlsir. Þriðjudagur 14. janúar 1975. REUTER AP/NTB í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND llmsjón: G.P. Skutu úr sprengjuvörpu á ísraelsþotu í París Parisarlögreglan leit- ar nú mannanna, sem i gærdag réðust með sprengjuvörpum á isra- elska farþegavél á Orly- flugvelli. að flugvélinni, sem ekið var i flugtaksstöðu. Mennirnir i bif- reiðinni óku burt, þegar tilræðið misheþpnaöist. Skömmu siðar fann lögreglan bifreiðina yfirgefna og voru tvær rússneskar sprengjuvörpur i aftursætinu. Lögreglan segir, að árásin hafi ekki staðið nema i eins og fimm sekúndur. Svo mikið var fátið á tilræöismönnunum, að þeir gáfu sér ekki tima til að miða vel, þannig að skeyti þeirra geigaði. í flýtinum missti annar þeirra rússneska skammbyssu, sem lög- reglan fann, þegar hUn kom á vettvang. Tvenn ofstækissamtök vilja eigna sér verknaðinn. Annars vegar arabiskir skæruliðar, sem kenna sig við alsirskan Utlaga, er fórst i bilasprengju i Paris 1973. Segjast þeir vera valdir að þrem bilasprengingum i Parls i ágUst. — Hins vegar eru samtök króa- tiskra skæruliða, sem segjast hafa staðið að árásinni. Arásarmennirnir, hverjir sem þeir voru, skutu úr sprengjuvör- unum af bilastæði sem vissi að flugvellinum. Skeyti þeirra hæfðu þó ekki israelsku vélina sem var með 143 farþega innanborðs. Munaði þar litlu. Minniháttar skemmdir urðu i staðinn á júgóslavneskri flugvél, sem stóð þar nærri, og þrennt særöist. — Flugþjónn Ur júgóslav- nesku vélinni, burðarkarl og lög- regluvörður, sem var við Isra- elsku vélina. Sjónarvottar segjast hafa séð tvo menn standa við kyrrstæöa bifreið og miða sprengjuvörpunni Kynþátta- V • oeirðir Undir niöri sýöur enn i Bost- onbúum óánægjan meö blöndun þeldökkra og hvltra i skólum borgarinnar. Annö veifiö brýzt hún upp á yfirboröiö i óeiröum, eins og i gær, þar sem kom til átaka milli nemenda fyrir utan einn skólann. Lörreglan varö aö skerast i leikinn, og tókst henni aö stilla til friöar, áður en verra hlauzt af. En þrettán nemendur varö hún aö hneppa i varðhald, áöur en yfir lauk. — Á myndinni hér viö hliöina sést einn óeiröar- seggurinn leiddur á brott. MYND AP I MORGUN Ford vill lœkka skatta — en hœkka í staðinn olíu og bensín Ford Bandaríkjafor- seti hefur boðið þjóð sinni umtalsverða skattalækkun, en um leið hærri gjöld á olíu og bensin til að rétta við efnahag landsins og af- stýra alvarlegri orku- kreppu. Tillögur hans hafa hlotið sæmi- legar undirtektir hjá þingmönn- um, einkanlega skattalækkanirn- ar, en það þykir þó fyrirsjáanlegt, að þingmenn muni vilja gera ýmsar breytingar á hinum fyrir- huguðu efnahagsráöstöfunum, áður en þær verða samþykktar i þinginu. Ford leggur til, að skattar fyrir árið 1974 veröi lækkaðir um 12%, en það þýðir 16,000 milljón dala tekjumissi fyrir rikissjóð. A móti vill hann setja 3 dala innflutn- ingsgjald á hverja oliutunnu, sem flutt verður inn I Bandarikin á næstu þrem mánuðum.. Þessar tillögur kunngerði Ford i sjónvarpsræðu i gærkvöldi, en i dag kemur þingið i fyrsta skipti saman til fundar eftir jólahlé. Margir þingmenn hafa strax látið I ljós ánægju sina með skattalækkunina, sem gert er ráð fyrir, en eru hins vegar gagn- rýnni á innflutningsgjöld oliunn- ar. Segja þeir, að þau gjöld verki á veröbólguna til hins verra. t sjónvarpsræöu sinni I gær- kvöldi sneri Ford baki viö fyrri stefnu sinni I efnahagsmálum og boöaöi fyrirhugaðar ráö- stafanir til aö rétta viö efnahag Bandarikjanna: skattalækkanir og hækkanir á oliu og benslni. Vildi ekki hjálpa konu úr bílslysi i fjóra daga lá kona nokkur i Kaliforniu slösuö hjá bíl sinum, sem oltiö haföi út af þjóövegin- um, og beiö þess, aö einhver lieyrði neyðaróp hennar. Tveir drengir heyröu loks köllin i henni og sóttu hjálp. Vatnslaus og matarlaus hafði hún legið i skjóli við klett og gat sig hvergi þaðan hreyft. Henni hafði tekizt að skriða Ut um glugga á bilnum, sem lá á hvolfi, þvi að hún hafði óttazt, að i honum mundi kvikna. Þegar henni hafði verið bjargað kunni hún þá sögu að segja, að maður einn hefði heyrt neyðaróp hennar ,,en hann vildi ekki láta blanda sér i málið”, og skildi hana eftir ósjálfbjarga. ,,Ég sá mann á föstudaginn. Hann var á gangi og með honum hundur. — Hann spurði, hvað væri að, og þegar ég sagði hon- um, að ég hefði lent i slysi og væri meidd, sagðist hann ekki vilja láta blanda sér i þetta”, sagði Barbaralu Wilson, 46 ára kona frá Ventura i Kaliforniu. „Siðan bætti maðurinn við: ,,Auk þess á hver kona, sem er nógu vitlaus til að vera ein á ferð i bifreið eftir þjóðvegi 33, allt það skilið, sem fyrir hana getur komið á leiðinni”.” Framdi einka- ritari Playboy sjálfs- morð? Einkaritari Hugh Hefners, útgefanda timaritsins „Playboy”, fannst látinn i hótelher- jbergi i Chicago i gær. Það eru ekki nema tveir mán- uðir liðnir, siöan hún var dæmd fyrir aö hafa lagt á ráðin um út- vegun og dreifingu kókains. — Var mikill úlfaþytur út af þvi máli, vegna þess að grunur vakn- aði um það, að Hefner veitti gest- um sinum kókain I veizlum sin- um. Lögreglan segir, að ungfrú Arnstein, sem var 32 ára og hafði starfaö lengi sem hægri hönd Hefners, hefði tekið of stóran skammt af svefnlyfjum. Þó var ekki slegið föstu, hvort um hefði verið að ræða slysni eða hvort ^rnstein heföi fyrirfarið sér. Einkaritarinn hafði verið dæmdur skilorösbundið i 15 ára fangelsi. Dómnum hafði hún á- frýjað. Semja um sjálfstœði Angola — Viðrœður Rhodesíustjórnar og innfœddra komnar í strand ó meðan Portúgalsstjórn og þrjár sjálfstæðishreyf- ingar i Angola hafa gert með sér samkomulag um sjálfstæði til handa þessari nýlendu Portú- gala i Afriku. Gengið verður nánar frá sam- komulaginu i dag undir lok fund- ar, sem fulltrúar Portúgals- stjórnar annars vegar og frelsis- samtakanna hins vegar hafa átt undanfarna daga i Penina i Portúgal. A meðan viröast samningatil- raunir Rhodesiustjórnar við inn- fædda vera komnar i strand. Greinir þá nú á um, hvernig túlka beri þau atriði, sem samkomulag náðist um i Lusaka fyrir nær mánuði. Samkvæmt þeim samningum átti að binda enda á skæruhern- aðinn, en i staðinn ætlaði Rhodesiustjórn að láta lausa pólitiska fanga. Nokkrum var sleppt úr fangelsum, en siðan sagði Rhodesiustjórn, að skæru- liðar hefðu ekki staðið við sitt, og fleiri yrðu ekki látnir lausir, fyrr en skæruhernaðinum heföi verið hætt.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.