Vísir - 16.01.1975, Síða 5

Vísir - 16.01.1975, Síða 5
Vfsir. Fimmtudagur 16. janúar 1975 5 REUTER AP/NTB I MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND UmSjÓn: G.P. Verða gœzlusveit- irnar kallaðar burt úr Golanhœðum í apríl? Waldheim telur óliklegt, að dvöl gæzluliðsins i Golanhæðum og á Sinaiskaga verði framlengd i april. Kurt Waldheim, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, efast um, að unnt verði að framlengja veru gæzluliðs Sameinuðu þjóðanna á Sinaiskaga og i Golanhæðum, þeg- ar gæziutimi þeirra rennur út i vor. Sendifulltrúi Egypta hjá SÞ hafa tekið i sama streng, og segja að kalla verði gæzluliðið burt, ef ísraelsmenn hafi ekki dregið framvarðarsveitir sinar aftur á þessurn stöðum, þegar timi gæzluliðsins rennur út. Rabin, forsætisráðherra ísra- els, hefur þó lýst þvi yfir, að Israelsmenn geti með engu móti skilað Sýrlandi Golanhæðum — ekki einu sinni þótt friður yrði endanlega saminn. Tekoah, fulltrúi ísraels hjá SÞ, lét hafa eftir sér, að ísraels- menn væru óánægðir með yfir- lýsingu Waldheims um gæzlu- sveitirnar, og að þeim fyndist nær fyrir Waldheim að hvetja aðila vopnahlésins til ,,að standa við gerða samninga og skilmála vopnahlésins.” Kvað hann veru gæzluliðsins einmitt hafa verið ófrávikjanlegt skil- yrði vopnahléssamninganna. Gæzlutimi öryggissveita Sameinuðu þjóðanna hefur einu sinni verið framlengdur, siðan vopnahléið var gert, en sá fram- lengingartimi rennur út i april. Hjá Sameinuðu þjóðunum hafa margir orðið til þess að láta i ljós undrun með yfirlýs- ingu Waldheims, sem skýrði blaðamönnum frá þvi, að hann teldi, að Egyptar og Sýrlending- ar myndu ekki fallast á fram- lengingu dvalar gæzluliðsins. Likt og Tekoah, sem þykir það mikil býsn, að Waldheim skuli taka til greina þann möguleika, að þetta skilyrði vópnahlés- samningana verði ekki haldið. Tekoah fulltrúi israels hjá S.Þ. furðaði sig á ummælum Waldheims framkvæmda- stjóra og lýsti yfir óánægju israclsmanna með þau. Bezt að sofa á því bara Æ, allt þetta þras um orku- kreppu, verðbólgu og Watergate gerir mig syfjaðan. Ég held ég sofi bara á þvi. Eitthvað þessu likt mætti lesa út úr svipnum á Ho Hum, isbirn- inum þeirra i Vancouver-dýra- garðinum. — Þegar aðrir sátu fastir i nær mannhæðarháum sköflum, eftir mikla snjóbylinn, sem gerði þar vestra um helg- ina, tók bangsi tilverunni með stakri ró. Snarpur kippur Snarpur jarðskjálfta- kippur skók borgina Messina á Sikiley snemma i morgun og olli miklum spjöllum á byggingum. — Tveir menn, 51 og 67 ára gaml- ir, létu lifið í jarðskjálft- anum, og varð hjartabil- un báðum að aldurtila. Jarðskjálftakippurinn mældist 7 stig á Mercallikvarða, sem mælir mest 12 stig. Skelfingu lostnir ibúar Messina þustu úr húsum sínum út á götur borgarinnar, klæddir náttfötun- um einum. Stóð jarðskjálftinn i sex sekúndur, en annar, sem mældist vera 4 stig, kom tveim stundum síðar. Jaröskjálftinn er sagður hafa átt upptök sin um 18 milur suður af Messina. Borgaryfirvöld hrósuðu happi yfir þvi, að Messína hefur verið byggö með hliðsjón af jarðskjálft- unum miklu 1908, sem nær lögðu borgina þá i eyði og urðu 30 þús- undum að bana. Eru allar bygg- ingar jarðskjálftatreystar. Jarðskjálftinn fannst einnig i Reggio Calabria á Italiu, en tiús þar eru einnig byggð með hliðsjón af jarðskjálftum. Chou En-Lai 9 mánuði á sjúkrahúsi Cho En-Lai, forsætis- Brezkir útgefendur hóta uppsögnum „Brezk blaðaútgáfa stendur frammi fyrir miklum vanda og á nú yfir höfði sér allsherjar- skyndiverkfall prent- ara,” sagði Harold Wil- son, forsætisráðherra, i neðri málstofu brezka þingsins. Ráðherrann kvaddi sér hljóðs utan dagskrár og skýröi frá þvi, að Prentarafélagið brezka hefði i hótunum, eftir að 7000 prenturum hefði verið tilkynnt, að þeim yrði sagt upp með 36 stunda fyrirvara, ef þeir hættu ekki að spilla dag- legri útkomu dagblaða. Prentarafélagið hefur sagt sig úr landssámtökum brezkra iðn- aðarmanna. Goodman lávarður, formaður sambands blaðaútgefenda, hafði áður látið þau orð falla i gær, að ástandið I Fleet Street, sem heita má heimili brezkrar blaðaútgáfu, væri það alvarlegasta, sem hann minntist. „Vera má, að við stöndum á þrepskildi einhverrar verstu vinnudeilu, sem komið hefur upp i árafjöld. Ómögulegt er að sjá fyrir afleiðingar hennar á þær þúsundir, sem starfa i iðninni.” Úrslitakostir útgefenda voru settir, að undangengnum fjölda skammtima vinnustöðvana prentara hjá hinum og þessum blöðum, en það hefur leitt til rekstrarerfiðleika viðkomandi útgáfa, sölutaps og samdráttar i auglýsingum. Aðstoðarframkvæmdastjóri prentarafélagsins, Joe Wade, kvaðst viss um, að félagarnir yrðu æfir vegna hótana útgef- enda. Kvað hann málið mundu verða tekið fyrir á fundi i dag, og þá mundi bera á góma, hvort ekki bæri að auka skæruverkföllin. ráðherra Kina, sem leg- ið hefur veikur á sjúk»-a- húsi um nokkurra mán- aða bil lét hvorki kalsa- veðrið i Peking i gær né heldur veikindin aftra sér frá þvi að fara af sjúkrahúsinu til að fylgja gömlum félaga sinum til grafar. Chou var i gær viðstaddur minningarathöfn yfir Li Fu-Chun, sem var einn sex varaforsætis- ráðherra Kina, en hann lézt i sið- ustu viku. Þetta er i annað skiptið, sem Chou er sagður hafa farið af sjúkrahúsinu, þar sem hann hefur verið meira og minna rúmfastur siðustu 9 mánuði. — Fyrra sinnið var tilefnið hátiðahöldin vegna 25 ára afmælis lýðveldisins. Þeir Li Fu-Chun og Chou En- Lai voru skólafélagar i Frakk- landi á 3. tug aldarinnar, og lögðu þá grundvöllinn að kommúnista- samtökum Kinverja, sem staddir voru i Evrópu. Chou En-Lai áður en heilsan lét sig. Stonehouse segir ekki af sér Brezki þingmaðurinn, John Stonehouse, sem hljópst á brott frá allri streitunni i Bretlandi, mun hættur við að segja af sér þingmennsku. Bob Mellish, einn framámanna þingflokks Verkamannaflokks- ins, skýrði frá þvi, að Stonehouse mundi, hvað sem tautaði og raul- aði, ekki segja af sér. — Hafði verið géngið á Stonehouse með þetta i gær. „I ljósi þessa verður rikis- stjórnin að ráðfæra sig við þing- flokkana alla, og við ættum að búa okkur undir að skipa nefnd til þess að huga að þvi, hvernig staða þingmannsins er, áður en lagt verður til við þingheim, hvernig bregðast skuli við”, sagði Mellish, flokksbróöir Stonehouse. Flestir eru þeirrar skoðunar, að kjörbréf Stonehouse verði ónýtt, og nýjar kosningar verði látnar fara fram i kjördæmi hans. Á mánudaginn hafði frétzt, að Stonehouse segði af sér. Átti hann að hafa sótt um stöðu hjá þvi opinbera, en það embætti krefðist þess, að hann sæti ekki jafnframt á þingi.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.