Tíminn - 17.06.1966, Blaðsíða 7
B'ösaeena&KR 17. jn»í img
TÍÍVIINN
64 KEPPENDUR í ALÞJÓÐ
LEGU SJÓSTANGVEIÐIMÓTI
HS—Afcwreyri, þriðjudag.
Eins ag áður befur verið frá
sagt í fréttum, fór Aiþjóða-sjó-
sfcangveiðimót fram á Eyjafirði
dagana fl. og 12. jóní, og sá Sjó
stangveiðifélag Abureyrar um
tuidjr.búning og framkvæmd þess.
Wður var gott báða mótsdagana
Og veKfi a0goð, þar sem á land
voru dregin um 10 tonn af fiski.
64 keppendur tóku þátt í mótinu
og voru þeir frá eftirtöldum stöð
um: Reykjavík, Keflavík, Kefia-
víkurflugvelli, Akranesi, Akur-
eyri og Hrísey.
Róið var frá Dalvík á 15 bátum
en þeir voru frá Hrísey, Dalvík,
Litla-Árskógssandi, Hauganesi og
Grenivík.
Úrsljt mótsins urðu sem hér
segir:
Hæsta sveitin á mótinu var sveit
Jóhannesar Kristjánssonar, Akur-
eyri, sem veiddi 789,650 kg, en
sveitina skipa auk Jóhannesar
iþeir Óli D. Friðbjarnarson, Rafn
Magnússon og Eiríkur Stefánsson
og hlutu þeir glæsilegan farand-
bikar að launum, sem gefinn var
af flotaforingja í varnarliðinu á
Keflavíkurflugvelli.
I>yngstan afla á mótinu hafði
295.310 kg og hann veiddi einn-
Jónas Jóhannsson, Akureyri,
ig flesta fiska, eða alls 203 stk.
og hlaut hann verðlaunagripi fyr
ir hvort tveggja.
Tvær kvennasveitjr tóku þátt í
mótinu, frá Akureyri og Suður-
landi. Sveit Akureyringa varð hlut
skarpari og veiddi samtals 718.
720 kg en sveitina skipuðu Ólafía
Jóhannesdóttir, Hólmfríður Þor-
láksdóttir, Guðbjörg Árnadóttir
og Fanney Jónsdóttir, og bhitu
þær að launum verðlaunagripi,
sem gefnir voru af Verzl. Sport,
Reykjavík. Einnig má geta þess,
að þessi sveit var 3. hæsta sveitin
á mótinu.
Samanlagðan mestan afla
kvenna báða dagana hafði Guð-
björg Árnadóttir, 207.650 kg og
Waut að launum Sportstyttuna,
sem gefin var af Verzl. Sport,
Reykjavík.
Síðari daginn var keppt um
guli- og sjlfurverðlaun, sem Evr
ópusamband Sjóstangveiðimanna
gaf þeim einstaklingum, er hefðu
þyngstan afla. og hlutu þau hjón
in Eiríkur Stefánsson, Akureyri,
sem veiddi 185.700 kg og Hólm-
fríður Þorláksdóttir, sem veiddi
148.500 kg.
Stærstu fiskana veiddu eftirtald
ir menn:
Þorsk: 17 kg. Konráð Árnason,
Akureyrj. Ýsu: 2.910 kg. Hólm-
Framhald á bls. 15
Knutur
17. JUNI
Svo unna-blár og óskafagur,
að ísl-ands strönd raeð roðið skaut,
hann svífur enn sá undradagur,
sem alda hlekki þunga braut.
Með sóiarregni um sveit og voga
og söngvaklið um hlíð og flóð
og sumarmorguns ljósa loga,
hann Ijúfur heilsar frjálsri þjóð.
Nú Ijómar aHt, sem lífi hrærist
og lofgjörð kveður vítt um geim.
Af gleðistrengjum brjóstið bærist
og blessun flytur gesti þeim.
Því þrátt þó risi um íslands ála
mörg yndisstund við vor og glóð,
svo höfgan draum, svo dýran mála
bar dagur enginn frónskri þjóð.
Og nú skal værðar voðum hrinda
til vaskleiks hvetja mund og hug,
og sigurvonum blómsveig binda
og barmi vekja kraft og dug.
Því kjósi þjóð sín verk að vanda,
sinn veg að geyma í lengd og bráð,
í þori og trú af einum anda
skal áfram sótt með nýrri dáð.
VALTÝR PÉTURSSON HELD-
UR SÝNINGU í UNUHUSI
KJ-Reybjavík, fimmtudag.
f dag, fimmtudag, kl. 16.00 opn
ar Ragnar í Smára sýningu á mynd
um eftir Valtý Pétursson, listmál
ara í Unuhúsi við Vegamótastíg.
Þetta er þriðja sýningin, sem
Ragnar stendur fyrir í hinum nýja
og vistlega sýningarsal sínum. A
sýningnnni verða 50 myndir, sem
Vaífcýr sagði við fréttamenn, að
hann hefði málað á tímabilinu frá
1949 og fnam á þetta ár. Reyndar
eru ekki allar myndirnar málaðar,
| því að þrjár mósaikmyndir eru á
' sýningu þessari. Þessar mosaik
myndir eru gerðar að langmestu
leyti út íslenzkum steinum, og er
líparít þar mest áberandi.
Það sama gildir um þessa sýn
ingu og tvær þær fyrri sem haldn
.ar hafa verið í nýja salnum við
Vegamótastíg, að myndirnar eru
allar til sölu og fást með aíborg
unum. Greiða kaupenduT fjórðung
af andvirði myndarinnar við af
hendingu, en afg-anginn á 12 mán
NÝJUNGAR I
ÖKUKENNSLU
Geir Þormar (t. h.) og GuSmundur Pétursson (t. v.) fylgjast meS „akstri"
eins kennara Ökúskólans, Ingvars Björnssonar.
WSmmmynd GE
HZ-Reykjavík, miðvikudag.
Sú nýbreytni hefur verið tekin
upp innanhúss, að ökukennsla get
ur farið fram innanhiiss, þar sem
unnt verður að veita nemendun
um bæði ódýrari og um leið betri
kennslu. Kennslan er tvenns kon
ar, annars vegar kennsla í akstri
á tæki, sem nefnist ökuþjálfari og
hins vegar allur undirbúningur
undir fræöilega prófið, þar er að
segja umferðarreglur, reglugerðir,
og auk þess kennsla um vél og
vagn.
Fyrirkomulagið er þannig, að
fyrst lærir nemandinn á ökuþjálf
ann í 3—4 kennslustundir að jafn
aði og fræðilega kennslan tekur
álíika langan tíma. Kennslan get
ur farið fram bæði á daginn og
kvöldin.
Haldið hefur verið eitt nám
skeið og sóttu það 22 nemendur.
Kennarar við skólann eru 5 og
tveir þeirr.a, Guðmundur G. Pét
ursson og Geir P. Þormar, standa
fyrir Ökukennslunni sf, að Vestur
götu 3, en það er nafn þessa öku
skóla. Yfirleitt er skólinn þrjú
kvöld frá kl. 8—10.30 og fyrir
þessa kennslu greiðir nemandinn
kr. 350. f ráði er, að basði læknir
og ljósmyndari komi í skólann til
þess að spara nemendum hlaup.
uðum. Sagði Ragnar, að þetta fyr
irkomuleg hefði líkað mjög vel, og
vildi fólk fá málverk með afborg
unum eins og aðra hluti. Flestar
myndirnar kosta frá 4—50 þúsund
um, en nokkrar eru þó dýr.ari.
Sýningin verður opin næstu
tvær vikur a.m.k. alla daga frá níu
á morgnana til sex á bvöldin og
er aðgangur ókeypis.
Á laugardögu-m og sunnudög
um er sýningin opin til klukkan
tíu á kvöldin og er þá seldur að
gangseyrir.
LEIÐRÉTTING
í frétt blaðsins í gaér af sam-
bandsstjórnarfundi Verkamanna-
sambandsins féll niður síðasti kafl
inn í ályktun fundarins, en hann
er svohljóðandi:
„Sambandsstjórnin felur fram
kvætmdastj. sinni að vinna áfram
að því að ná fram bráðabirgða-
samningum án tafar og að hafa
forystu um aðgerðir af hálfu
verkalýðsfélaganna. er nauðsynleg
ar kunna að reynast til þess að
samningar takist. Skorar fundur-
inn á verkalýðsfélögin að vera við
búin þeim átökum. sem fram und-
an kunna að vera”.