Tíminn - 17.06.1966, Blaðsíða 8

Tíminn - 17.06.1966, Blaðsíða 8
8 TÍMINN TÖSTUDAGUR 17. júní 1961 MINNING Helgi Pétursson fyrrv. framkvæmdasijóri Helgi Pétursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri útflutnings- deildar Sambands ísl. samvinnu- félaga, andaðist að sunnudags- morgni 12. þ.m., nýlega orðinn sjötugur. Helgi hafði átt við van heilsu að stríða undanfarið, en ekki datt mér í hug að „kallið væri komið.“ Háfan sjötta áratug höfðura við verið vinir og félagar, eða f'á fyrstu kynnum haustið 1911. Við bjuggum í sama húsi og vcrum mötunautar um skeið hjá þeim ágætu hjónum Kristjáni Árnasyni kaupmanni á Akureyri og konu hans Hólmfríði Gunnarsdóttu". Þau árin sem Helgi dvaldi í Reykjavík frá 1919 þar til hann kvæntist 1924 vorum við sambýlis menn. Á ég aðeins hugljúfar end- urminningar um samveru okkar og félagsskap. — Þá var mikið leik- ið á hljóðfæri og sungið. All stór kunningjahópur kom oft á heimili okkar til þátttöku í því tómstundagamni. Flestir þeirra eru nú fallnir í valinn. Það er náttúrunnar lögmál, að hver kyn- slóð tekur við af annarri og ,kalið“ kemur til okkar allra, oft að óvör- um. Nú kveð ég þennan vin minn með söknuði og þökk fyrir sam- ferðiáa.' Helgi Pétursson fæddist 11. maí 1896 að Núpum í Aðaldal. For- eldrar hans voru þau Pétur Stef- ánsson bóndi, Björnssonar, Ein- arssonar prests, Hjaltasonar að Mývatnsþingum og Þóroddsstað í Kinn, og kona hans, Helga Sig- urjónsdóttir, Jónssonar, Árnason- ar. Jón Árnason bjó í Haga í Að- ardal, hélit áratugum saman dag- bækur sem eru mjög merkar. Þær eru nú geymdar í Landsbókasafni. Að Heiga stóðu raktar þingeysk ar bændaættir. Helgi ólst upp hjá foreldrum WMiklatorf Sími 2 3136 sínum í^rst'^á. Núpum en síðan á Hiúsavik. Auk íf«lga, voru börn þeirra hjóna: Kristján, sjómaður og útgerðanmaður á Húsavík, Sig urjón, áður bóndi og söngstjóri í Heiðarbót í Reykjaaverfi síðan á Húsavík Stef án þjóðskjalavörður í Reykjavík og Hólmfríður, kona Héðins Jóns- sonar frá Húsavik. Þau Kristján og Hólmfríður eru látin fyrir mörgum árum. Helgi lærði snemma að spila á orgel. Þegar hann kom til Akur- eyrar á unglingsárum, lærði hann píanóLeik í hjáverkum. Á fyrstu ár- um sínum í Reykjavík lék hann á píanó með minni hljómsveitum t.d. á Hótel ísland. Langafi og langamma Helga í móðurætt, voru þau prestsihjón að Skinnastað, síðar að Tjörn og Völlum í Svarfaðardal, séra Hjör- leifur Guttormsson og kona hans, Guðlaug Björnsdóttir prests í Kirkjubæ. Listhneigð fyigir ætt Guðlaugar. Til dæmis má nefna að af sörnu ættgrein eru þeir kornnir: Árni Kristjánsson píanóleikari, Árni Bjömsson, tón skáld og Magnús Jónsson óperu- söngvari. Helgi Pétursson lauk prófi frá Gagnfræðaskóla Norðurlands 1913. Næsta vetur var hann heimilis- kennari í Núpasveit, en vann síð- an verzlunarstörf hjá „Verzlun- inni Eyjafjörður" og Timburverzl un Sigurðar Bjarnasonar á Ak- ureyri til vorsins 1919, að hann réðist til Sambands isl. samvinnu- félaga í Reykjavík. Hann vann á skrifstofu S.Í.S. í Kaupmannahöfn frá haustnóttum 1920 til vors 1922. Varð þá aðstoðarmaður Jóns Árna- sonar í útflutningsdeild Sambands- ins í Reykjavík til 1. jan. 1924, að hann varð kaupfélagsstjóri Kaupfélags Borgfirðinga Borgar- nesi. Því starfi sagði hann lausu frá 1. jan. 1930, og var síðan einn af þremur framkvæmdastjór- um Síldareinkasölu ríkisins til 1933. Tók þá aftur við störfum sem fulltrúi í útflutningsdeild Sam bandsins. Þegar Jón Árnason varð bankastjóri 1946, tók Helgi við framkvæmdastjóm deildarinnar og gegndi því starfi fram á árið 1962 ásamt ýmsum fylgistörfum í sambandi við það embætti. Þessi störf Helga voru fjölþætt og ábyrgð armikil en um þau ræði ég ekki nánar þar sem aðrir munu skýra þau. Þann 19. janúar 1924, kvæntist Helgi Soffíu Björnsdóttur, yfir- kennara Jenssonar og konu hans Loujse, fædd Jensen. .Lifir hún mann sinn ásamt þrem börnum, ;en þau eru: Björn lögfræðingur, kvæntm Soffíu Einarsdóttur Helga, ógift, vinnur á Rannsókn- arstofunni að Keldum og Gunnlaug ur Pétur, flugmaður, giftur Erlu Kristjánsdóttur. Frú Soffíu, börnunum, bræðr- um Helga og öðru vandafólki, sendi ég innilegar samúðarkveðjur Hallgrímur Sigtryggsson. Eg var rétt í þessu að heyra lát hans tilkynnt. Þessi fregn kom ekki á óvart, þvi hann var búinn að vera sjúkur æði lengi. En við lát hans rifjast upp fyrir mér langt og ánægjulegt samstarf. Hann vann með mér í Útflutnings- deild S.Í.S í nærfellt 30 ár. Og ég á eingöngu góðar endurminn- ingar um þetta samstarf. Helgi var einn af allra samvizkusömustu og dugmestu samverkamönnum, sem ég liefi unnið með. Og hann var óvenjulega reglusamur og hag sýnn starfsmaður Þar var algengt M ___'/%' S^Ckm Einangrunargler fYamleitt einangis úr úrvals glen — 5 ára ábyrgð Pantið tímaaiega KORKIÐJAN HF. Skúlagötu 57 Sú-ní 23200. Jón Finnsson, hæstaréttarlögmaður. Lögfræðiskrifstofa, Sölvhólsgötu 4, Sambandshúsinu 3. hæó Símar 12343 og 23338. Klæðningar Tökum að okkur klæðning ar og viðgerðir a tréverki á bólstruðum tiúsgögnum Gerum einnig tilboð i við- i 3 hald og endurnýiun á sæi ; um ! kvikmvndahúsum •! félagsheimilum. áætlunar i bifreiðum og öðrum bifreið f um i Reykjavík og nær sveitum. Húsgagnavinnustota BJARNA OG SAMÚELS, ! Efstasundi 21, Reykjavík, Sími 33-6-13. HflSBYGGJENDUR TRÉSMIÐ IAN. Holtsgötu 37. framleiðir eldhúss- og svefnherbergisinnréttingar. áður en Helgi byrjaði að vinna með mér, að talsvert af verkefn- um dagsins var geymt til kvölds og þá unnið að lausn þess fram eft ir nóttu. Helgi breytti þessu fljót- lega. Ég undraðist oft hvað vel honum tókst að skipuleggja starf- ið svo að unnt var að Ijúka öllu seim þurfti á venjulegum vinnu tíma. Og það var ekki kastað hönd um að þessum störfum, þvi allt var unnið af einstakri vandvirkni og snyrtimennsku. Einu sinni hafði Helgi farið frá SÍS og byrjað á eigin fyrirtæki. Ekki veit ég nema þetta hefð orðið honum til meiri fjáröflunar og frama heldur en launastarf í þjónustu S.Í.S. En ég var alltaf nokkuð þröngsýnn og taldi mest um vert að vinna fyrir S.Í.S. Ég skýrði stjórn S.ÍS.. frá því að Helgi væri að byirja á eigin fyrir- tæki, en ég teldi kröftum hans betur varið í þjónustu Samvinnu- félaganna og færi því fram á að hafa um það óbundnar hendur að reyna að ráða hann aftur í þjón- ustu S.Í.S Þetta var samþykkt og tókst mér að fá Helga til sam- vinnu á ný.^Þegar ég svo fór úr þjónustu S.Í.S. í ársbyrjun 1945 tók Helgi við starfi mínu sem framkvæmdastjóri útflutningsdeild ar, og tel ég það eitt af því bczta, sem ég hef gert fyrir samvinnu- félögin, að fá þessu framgengt. Það var eiklki meining mín með þessum fáu lfnum að skrifa ævi- sögu Helga, sem er það merkileg að henni þarf að gera betri skil, heldur aðeins að þakka ágætt sam starf og óska ekkju hans og börn- um alls hins bezta á ókomnum ævidögum. Jón Árnason. Um það bil, sem samvinnumenn héldu hver til síns heima um síð- ustu helgi eftir viðburðaríkan að alfund Sarnbands íslenzkra sam vlnnufélaga, í Bifröst, spurðisl iát Helga Péturssonar. fyrrverandi framkvæmdastjóra útflutnings deildar SÍS. og mun það hafa komið fæstum að óvörum, því að hann hafði um margra mánaða skeið ekki gengið heill t;l skógar og legið þungt haldinn á sjúkra húsi lengst af síðan í haust. | Nafn Heiga Péturssonar er ná tengt ísienzkum utanríkisviðskipi- um síðustu áratugina, enda vann hann að sölu íslenzkra landbún- aðar- og sjávarafurða á ýmsum vettvangi alla tíð síðan árið 1919, er Helgi gekk fyrst í þjónustu Sam , 'bands íslenzkra samvinnufé- |laga og þar til 1962, þegar hatrn ' lét af störfum hjá sama fyrirtæki, þá 65 ára að aldri. Segja má, að þegar með full veldinu 1918 sé brotið blað í sögu íslenzkra utanríkisviðskipta, því að íslenzkum verzlunarmönnum gafst þá í vaxandi mæli kostur á að hasla sér völl á nýjum mörkuð um, austan hafs og vestan og reyndist þessi þróun viðskiptamál anna íslenzku athafna- og efna- hagslífi í heild hin máttugasta lyfti stöng á næstu áratugum á eftir. Útflutningur íslenzkra landbún aðar- og sjávarafurða hafði fram að þessu að mestu verið einskorú aður við frá markaðslönd. Nú va þörf nýrra krafta og eðlilega mik ið í húfi fyrir þjóðina að þeir menn, sem sér í lagi völdust 'ii þess að annast utanríkisviðskiptin væru vandanum vaxnir. Þa5 var engin tilviljun, sem réði því, að einn hinna ungu manna sem sendir voru til út landsins á þessum árum, aðallega til að selja íslenzkar afurðir. var Helgi Pétursson, þá starfsmaður SIS. Hann fæddist 11. maí 1896 á Núpum í Aðaldal í Suður-Þingeyj arsýslu, sonur hjónanna Péturs Sigurðssonar og Helgu Sigur- jónsdóttur, sem þar bjuggu góðu búi. Helgi naut góðrar fræðslu í foreldrahúsum og stóð hugur hans til frekari menntunar. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Akureyri 1913 og öðlaðist haldgóða þekkingu t kaupsýslumálum á árunum 1914 —18 sem verzlunarmaður á Akur eyri. Árið 1919 tók Helgi til starfa hjá samvinnuhreyfingunni ís- lenzku og helgaði henni krafta sína allt til ársins 1962, eins og fyrr segir, að nokkrum mánuðum undanskildum á árinum 1933, þeg ar hann var framkvæmdastjórj á skrifstofu Síldareinkasölu íslands í Kaupmannahöfn. Helgi var um langt skeið hægri hönd Jóns Árna sonar, framkvæmdastjóra útflutn- ingsdeildar SÍS og tók við starfi hans 1946, þegar Jón eerðist-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.